Færsluflokkur: Lífstíll

Er ekki borgaranna að skilgreina ráðuneytin upp á nýtt?

Er það hjóm eitt og blekking að bjóða þjóðinni upp á að geta endurgert stjórnarskrá, þegar að stjórnvöld ætla sér síðan sjálf að ákveða hvernig stjórnsýslan er á meðan?

Er það ekki stjórnlaganefndar að fara yfir valdið og skilgreina það upp á nýtt í nýrri stjórnarskrá þar sem ætti meðal annars að skilgreina valdsvið ráðuneyta?

Er það ekki verk stjórnlaganefndar að ákveða hvernig valdskipting verði, alvöru þrískipting eða fjórskipting eða önnur skilgreining? Skiptir þá ekki máli í því samhengi að endurskipuleggja ráðuneyti inn í það nýja kerfi?

Svo maður tali nú ekki um fjármál stjórnmálaflokka!

Ætla stjórnvöld ekkert að læra? 

 


mbl.is Sjávarútvegsráðuneytið á ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tækifærið að gera eitthvað frábært í framhaldinu!

Nú erum við að fara að gera nýja stjórnarskrá með stjórnlagaþingi. En fyrst er það þjófundurinn á næstunni.

Við höfum nú tækifæri til að búa til eitthvað frábært og SÉRSTÆÐA íslenska stjórnarskrá. Eitthvað sem engin önnur þjóð í heiminum hefur! Því er mikilvægt fyrir fólk að taka þátt með því að koma með hugmyndir um málið.

Á næstunni verður þetta áberandi í umræðunni og mun fólk taka eftir ýmsu þessum málum tengdum. Eins og tildæmis þegar að vefur stjórnarskrárfélagsins verður tilbúinn.

Lesið síðan endilega bloggrein mína:

Hvernig getum við breytt Íslandi fyrir alvöru?!

http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1089353/

 


mbl.is Framtíð vonarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getum við breytt á Íslandi fyrir alvöru?

Eftir að hafa gengið í gegnum allt hrunið, mótmælin og óróann sem þátttakandi í mótmælum fór ég að hugsa út í hvar og hvernig það sé hægt að breyta þjóðfélaginu. Enda er ég langt í því frá ánægður með þann mjög litla árangur sem hefur náðst. Ég komst að þeirri niðurstöðu að til þess að við eigum að eiga þess kost að breyta einhverju fyrir alvöru þá þurfum við að ganga í að breyta grunni þjóðfélagsins fyrst. Síðan kemur hitt fyrir alvöru á eftir. Til þess þarf fyrir alvöru að breyta stjórnsýslunni og ná fram alvöru nálgun á almenning í landinu.

Það þarf að losa um höftin, völdin og tökin. Stórauka hin mannlegu gildi í þjóðfélaginu og setja þau inn í stjórnarskrána. 

Það er alveg ljóst að stjórnmálamenn munu lítið sem ekkert gera til að breyta þeim venjum sínum að vinna að eigin geðþótta án þess að taka tillit til þess fólks sem kaus þá til starfa. Það þarf að losa hin miklu tök sem stjórnmálamenn og flokkar hafa á íslensku þjóðlífi og breyta þjóðfélaginu á þann hátt að tekið verði tillit til vilja almennins miklu meira. Til þess eru jú stjórnmálamenn kjörnir að vinna fyrir þegnana, almenning í landinu. Stjórnmálamenn og flokkar hafa þannig alltof mikil ítök í stórgölluðu stjórnkerfi.

Ég hef nefnt þetta aðeins í skjali mínu: "Okkar Ísland" 

En til þess að ég geti fyrir alvöru haft einhver áhrif er ég farinn að skipta mér af og taka þátt í stjórnarskrármálum eins og ég get. Í þeim tilgangi hef ég mætt á nokkra fundi hjá Stjórnarskrárfélaginu vestur í Hugmyndahúsi Háskólanna. 

Í dag tók ég síðan þátt í Málþingi um hvað eigi að setja inn í nýja Stjórnarskrá sem haldið var í Skálholti. Ég lagði af stað um klukkan 08.00 í morgun í blíðskaparveðri og var mættur á staðinn vel áður en þingið hófst.

Mæting á þingið var nokkuð góð og var fullur salurinn í Skálholtsskóla. Þingið hófst síðan á eftirfarandi framsögum:

  • Kristinn Ólason, rektor Skálholtsskóla setti málþingið og var jafnframt málþingsstjóri.
  • Ragna Árnadóttir dóms- og mannrétindamálaráðherra fjallaði um endurskoðun stjórnarskrárinnar og stjórnlagaþing.
  • Jón Kristjánsson, fyrrv. ráðherra, fjallaði um reynsluna af starfi stjórnarskrárnefndar þeirrar er hann veitti formennsku á árunum 2005-2007. Hvað gekk vel og hvað fór úrskeiðis? Hvað er vænlegt til árangurs?
  • Þorsteinn Magnússon, form. undirbúningsnefndar Stjórnlagaþings fjallaði um undirbúning stjórnlagaþings.

 Klukkan 11.30 fóru svo fjórir vinnuhópar í gang, hér kem ég inná verkefni þeirra:

 1. Hvernig nýtum við reynslu annarra þjóða? Hópstjóri Ragnhildur Helgadóttir, prófessor.

Margar þjóðir hafa sett stjórnarskrár, sumar frá grunni, á undanförnum 20 árum.  Hér má t.d. skoða viðauka 4 í skýrslu nefndar Jóns Kristjánssonar. Þjóðfundar- og stjórnlagaþingsfyrirkomulagið er h.u.b. einstakt en engu að síður verðum við að nýta reynslu annarra þjóða. Þá vakna ýmsar spurningar: 

  • Hvað reyndist vel í þeirra ferli? 
  • Hvaða pytti þarf að varast? 
  • Hvert eigum við að horfa? Á að horfa sem víðast eða þurfa einhverjar forsendur að vera sameiginlegar?
2. Samráð við þjóðina. Hópstjóri Geir Guðmundsson, form. Stjórnarskrárfélagsins.

Hvernig ættu fjölmiðlar, stjórnvöld, stjórnlaganefndin og stjórnlagaþingið sjálft að miðla upplýsingum til þjóðarinnar bæði í aðdraganda þingsins og í starfi þess? Hvernig á að virkja þjóðina og kalla eftir hugmyndum? Hugbúnaður til að halda utan um hugmyndir sem kveikna kunna víða í þjóðfélaginu. Hvernig á að standa að þjóðfundi?

 3. Getur stjórnarskrá breytt pólitísku siðferði? Hópstjóri Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands.

Síðustu misserin hafa margir haft uppi væntingar um mikilvægi nýrrar stjórnarskrár, jafnvel nýs lýðveldis, til þess að skapa „nýjan sið“. Þá er mikilvægt að hafa í huga að stjórnarskrá mælir fyrir um stjórnskipan en er ekki eiginlegur siðasáttmáli samfélags nema að mjög afmörkuðu leyti. Góð stjórnarskrá varðar leiðina að góðri stjórn, stjórnarstofnunum, mannréttindum og lýðræði. Fjallað verður um hvað einkenni góða og siðlega stjórnskipun og hvaða hlutverk lög og reglur geta haft til að bæta siðferði í samfélagi.

 4. Rammi um innihald stjórnarskrár. Hópstjóri Þorkell Helgason, fyrrv. próf.

Teiknaðar verða upp útlínur að stjórnarskrá og fjallað um möguleg tilbrigði. Tíunduð verða helstu álitamál. Keppt verður að myndrænni framsetningu efnisins.

Eftir að hafa hugsað mikið um það í hvaða hóp ég átti að skrá mig í við netskráninguna þá ákvað ég á endanum að velja hóp 3. Getur stjórnarskrá breytt pólitísku siðferði? 

Helgast það til af miklum áhuga mínum af efninu. Enda hef ég skrifað dálítið um þessi atriði í skjali mínu "Okkar Ísland"  sem fylgir hér neðst í þessari grein.

Hér eru punktar úr skjalinu um siðferðið eins og tildæmis um traust:

 Hvað er traust?

Traust milli einstaklinga

Að halda loforð

Treysta öðrum fyrir hlutum

Traust grundvallast á samskiptum

Samkvæmni

Traust á fagmennsku

Sjálfstraust

Öryggi

En þessi atriði að ofanverðu eru þáttur í samskiptum fólksins við stjórnendur landsins sem það velur til starfa og þannig partur af siðferði stjórmálamanna gagnvart almenningi.

Síðan kem ég dálitið inn á þann þátt hvernig stjórnmálamenn og flokkarnir hafa brugðist almenningi í byrjun skjalsins.

Þó ég hafi tekið þátt í þessum umræðuhópi þá hefði ég samt viljað líka taka þátt í hópi 

nr. 1: Hvernig nýtum við reynslu annarra þjóða?

Meðal annars vegna þess að ég er dálítið á móti þessum hugsunarhætti að skoða í stjórnarskrár annara landa til þess eins að geta koperað þær og pastað inn í okkar íslensku stjórnarskrá. Vissulega er margt gott í stjórnarskrám sumra landa en það er þó alls ekki víst að það nýtist okkur vel eða sem skyldi. Eiginlega er ég dáltítið hræddur um að við munum reka okkar á með þau atriði sem við hugsanlega veljum að nota úr þeim. Helgast það nokkuð af þeirri hugsun minni að Stjórnarskrá Íslands eigi að vera SÉRSTÆÐ og sér íslensk frekar en HEILDSTÆÐ .

Ef ég mun eiga þess kost að koma að vinnu á nýrri Stjórnarskrá Íslands þá mundi ég byrja á að taka inni í skrána aðeins til að byrja með hugsanir mínar og hugmyndir annara íslendinga hvað þeir vilji hafa inn í Stjórnarskránni sem er séríslenskt. Þannig mundi ég vilja koma að þeirri vinnu með eldmóð og krafti til að gera eitthvað algjörlega stórkostlegt og fyrir alvöru mannlegt fyrir Ísland. Þetta er svona svipað og einhverskonar ofurástand því málið er svo rosalega miklvægt fyrir framtíð okkar allra. 

Síðan er kosturinn að líta inn í Stjórnarskrár annarra landa aðeins viðbót á vinnuna og hugsað sem hliðsjón á henni, en alltaf með þeim huga hvort að þau atriði séu hentug fyrir Ísland. Það er þó  aðeins gert með þeim huga að passa sig á að ofgera ekki hlutunum heldur vinna með því hugarfari að sérgera okkar eigin Stjórnarskrá og nota aðeins smáatriðin þar sem við hugsanlega getum.

Að vinna nýrri stjórnarskrá fjallar um margt, eins og tildæmis að finna leiðir fyrir almenning að setja aðhald á stjórnmálamennina. Passa upp á það sama komi ekki fyrir aftur í íslensku þjóðlífi. 

Svo virðist vera að það sé almenningur sem þurfi að taka þessi atriði að sér því ekki eru jú stjórnmálamennir að taka af skarið og breyta venjum sínum. En, áttum okkur á því að þetta er mikið og vandasamt verk. Stjórnlagaþingið þarf að vinna mikið starf við að breyta Stjórnkerfi Íslands og gera það skilvirkara, losa um völdin og skilgreina vel hver störf stjórnsýslunnar eigi að vera. Sérstaklega þó þann hluta sem heyrir undir alþingismenn sem og mannréttindamálin. 

Ég hef dálítið verið að hugsa á þeim nótum hvort við getum ekki notað tækifærið og búið til alvöru sér íslenska Stjórnarskrá. Eitthvað nýtt sem allur heimurinn mun taka eftir! Ég er sjálfur að vinna að því að sjá hvort við getum ekki hreinlega endurskoðað lýðræðið og gera það miklu almennara. Þar að segja, búa til ALMANNALÝÐRÆÐI.

Ég vil taka það sérstaklega fram að ég er hvergi lærður í þessum efnum heldur hef óbilandi áhuga á málinu.

Nú þurfum við öll að taka okkur til og hugsa vel um þessi mál. Helst að taka þátt á einhvern hátt. Jafnvel þó við séum ekki valin inn á Þjóðfund um málið. Við erum jú að velja okkur grunninn að eigin framtíð!

 Gerum STÓRKOSTLEGA og séríslenska Stjórnarskrá! Eitthvað frábært sem enginn í heiminum hefur gert!

 

 

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ósk um endurskoðun á Lögum um Stjórnlagaþing!

Eftirfarandi verður sent á ýmsa alþingismenn:

 

Ætti að setja orðið: Tímateppa í nýja Stjórnarskrá?

Á síðustu stundum fráfarandi alþingis var búið til slík teppa í lögunum um Stjórnlagaþing. En ýmislegt í þeim lögum var vanhugsað og framkallaði því slíkt ástand. 

Tímalengt stjórnlagaþings

Ef farið er nákvæmlega yfir Lögin um Stjórnlagaþing má sjá ýmislegt við þau að athuga.

Í 2. gr. stendur að þingið eigi að starfa í tvo mánuði, frá 15. febrúar til 15. apríl 2011. 

Síðan er Stjórnlagaþingi heimilt að óska eftir því við Alþingi að starfstími þingsins verði framlengdur með þingsályktun um allt að tvo mánuði.  

Með endurgerð stjórnarskránnar er verið að vinna að undirbúningi fyrir nýja framtíð handa almenningi á Íslandi. Ef vanda á vinnubrögð í þeirri endurgerð þarf að taka til þess góðan tíma.  Helgast það meðal annars þau mörgu atriði sem setja þarf inn í nýja stjórnarskrá. Stjórnarskrár margra ríkja er meðal annars yfir 100 síður. En okkar litla stjórnarskrá er aðeins um 12 síður. Allir geta séð með þeim samanburði að það er ýmislegt sem við getum sett inn í okkar stjórnarskrá sem er ekki þar fyrir, þó við eigum ekki endilega að herma eftir stjórnarskrám annara landa, heldur frekar aðeins að skoða þær og hafa til hliðsjónar.

Breyta þyrfti þessu atriði í Stjórnarskrárlögunum ef hægt væri þegar að þing kemur til starfa. Þannig væri æskilegt að stjórnlagaþing fengi mun rýmri tíma til starfa. 5 til 7 mánuðir vær þannig jafnvel strax til bóta.

Undirbúningur stjórnlaganefndar fyrir þjóðfund og stjórnlagaþing

Skipuð stjórnarskrárnefnd sem í er sjö manns stendur í þessari tímateppu varðandi undirbúningi fyrir stjórnlagaþingið. Mjög margt er það sem þessi nefnd þarf að undirbúa og framkvæma. Meðal annars á hún líka að sjá um Þjóðfundinn sem eftir því sem ég best veit á að standa í tvo daga. Sjálfur undirbúningur fyrir þjóðfundinn krefst marga daga vinnu, skipulagningu og ótal funda. En hvernig á nefndin að vinna við undirbúning að sjálfu stjórnlagaþinginu á meðan?

Síðan tekur við öll samantekt gagna af útkomu þjóðfundarins. Velja út þau atriði sem skipta mestu máli og mest áherzla verið lögð á og setja þau síðan á vefinn. Gera þau aðgengileg, ekki bara fyrir stjórnlagaþingið heldur líka sjálfa frambjóðendurna sem gætu þannig séð vilja þverskurðar þjóðarinnar um hvað eigi að setja inn í stjórnarskrána. Þannig er mikilvægt að gögn um þjóðfundinn séu tilbúin um leið og framboð byrja eða fyrr ef hægt væri. 

Þannig væri rýmkun á þessu atriði um amk. einn mánuð æskilegt þó fleiri væru vissulega þörf á.

Síðan tekur við öll sú mikla vinna sem er í kringum kosningarnar og undirbúningurinn að stjórnlagaþinginu sjálfu.

Undirbúningur frambjóðenda

Framboðsfrestur til þingsins er alltof stuttur.  Til að gefa hinum almenna borgara tækifæri á að bjóða sig fram þurfa þeir að eiga kost á að geta nýtt sér allar hugsanlegar upplýsingar um hvað málið snýst. Frambjóðendur þurfa að geta séð hver vilji þjóðarinnar af þjóðfundinum er og geta tekið þau gögn saman og borið við eigin hugmyndir hvað eigi að setja inn í stjórnarskrána.

Þeir þurfa að geta gert sig klára í slaginn því erfiðara er fyrir þá að standa í baráttu við þá sem hafa einhver stjórnmálasamtök og eða efnaða frambjóðenda sem hafa meðal annars aðstæður til að nýta sér fjölmiðla til auglýsinga á sér, sem og opna sérstaka kosningaskrifstofu sem margur hver af hinum almenna borgara hefur ekki efni á.

Þennan framboðsfrest mætti framlengja um amk. 2 mánuði.

Tveggja milljón króna reglan

í 8. gr. lögum um stjórnlagaþings stendur meðal annars:

Ákvæði laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og upplýsingaskyldu þeirra gilda um framlög eða styrki til frambjóðanda eftir því sem við á. 

Hér er tilvísan í frumvarp fjórlokksins um fjármál stjórnmálaflokka:

138. löggjafarþing 2009–2010.

Frumvarp til laga um breytingu á lögum
nr. 162/2006, um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra.

Flm.: Jóhanna Sigurðardóttir, Bjarni Benediktsson,

Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
 
1. málsl. 1. gr. laganna orðast svo:
Tilgangur laga þessara er að kveða á um framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna, opinber og almenn fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stjórnmálastarfsemi og draga úr hættu á hagsmunaárekstrum og tryggja gagnsæi í fjármálum.
 

Við. 3. gr. laganna bætast tvær nýjar málsgreinar sem orðast svo:
    Stjórnmálasamtök sem bjóða fram í öllum kjördæmum í kosningum til Alþingis geta að loknum kosningum sótt um sérstakan fjárstyrk úr ríkissjóði til að mæta útlögðum kostnaði við kosningabaráttu, að hámarki 3 millj. kr. Umsóknum um fjárstyrk vegna kosningabaráttu skal beint til Ríkisendurskoðunar og skulu umsóknir berast eigi síðar en þremur mánuðum eftir að kosningar fóru fram. Umsóknum skal fylgja afrit reikninga fyrir kostnaði sem fjárstyrk er ætlað að mæta. Ríkisendurskoðun getur sett nánari reglur um form umsókna og fylgigagna sem og um það hvaða kostnaður geti talist kostnaður við kosningabaráttu.
    Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði til stjórnmálasamtaka skv. 1. mgr. er að viðkomandi samtök hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar skv. 9. gr.

Ef þessi 8 málsgrein til stjórnlagaþingsins á að standast eiga allir frambjóðendur þennan rétt á 3 milljónum úr ríkissjóði samkvæmt að ofanskráðu.

En það stangast síðan á við síðustu línu þessarar málsgreinar sem er:

Kostnaður hvers frambjóðanda vegna kosninga má að hámarki nema 2 millj. krónur.

En þessi síðasta lína málsgreinarinnar er gróflega mismunun á almennum réttendum til framboðs. Þar segir hreinlega eftirfarandi: ef þú átt ekki 2 milljónir þá hefur þú ekkert að gera með að fara í framboð. 

Hvernig á hinn almenni borgari að geta boðið sig fram ef þetta er sett fram svona?

Finna þarf leið til að jafna möguleika almennings til framboðs. Kannski með því að lækka þessa upphæð í hámark 700.000? 

Helst vildi ég banna frambjóðanda að auglýsa sig í Sjónvarpi eða fréttablöðum. Venjulegur almenningur á ekki þann kost að borga fyrir dýrar auglýsingar!

Ég hefði áhuga á að frambjóðandi mætti aðeins:

1. prenta út upplýsingablað um sjálfan sig og dreifa

2. setja upp eigin framboðssíðu

3. nota síðu Ráðuneytisins sem sett verður upp um frambjóðanda

4. kynna sig með að mæta á fjölfarna staði

5. nota síðu stjórnarskrárfélagsins (en þar stendur til að bjóða frambjóðendum til að setja upp smá kynningu).

osfrv.

Það er alveg ljóst að ef þess er ekki gætt þá mun hinn almenni borgari standa ójafnt að borði í framboði sínu. Því þarf að breyta þessu ákvæði í lögunum til að tryggja jafnan rétt almennings til framboðs!

 

 

 


Hugsunin á bak við þetta er góð, en!

Ég er nú alinn upp þarna rétt á móti Bílastæðahúsinu.

Hvað er málið?

Það þarf aðeins að grafa upp gangstéttina Sólarmegin og gera að sérstökum Hjólreiðastíg.  Afhverju geta ekki Bílarnir verið í báðar áttir á miðri götunni + bílastæði (eins og er núna). Síðan gangandi fólk sunnanmegin (verslunarmegin).

Jón Gnarr. Hættu við þetta áður en að það er of seint!

 

 Málið er einfalt! Þar sem mætti gera sérstaka og smekklega Hjólreiðastíga hér og þar með því að hafa þá alltaf Norðanmegin (eða öðrum megin með því að taka aðra gangstéttina burt) á götunum. Bílarnir í miðju og síðan gangbraut sunnanverðu.

1. Hjólreiðastígur.

2. Akvegur.

3. Gangstétt fyrir gangandi fólk.

 


mbl.is Hjólreiðastígur til vansa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Réttindi manna til einkalífs inn í Stjórnarskrá?!

Þetta varðar réttindi fólks til einkalífs og þarf að festa sérstakt varnarákvæði inn um þessi mál í stjórnarskrá og fara yfir þessi mál.

Ísland er frjálst og óháð ríki án hers og leyniþjónustu. Starfsemi leyniþjónustu er yfirleitt innan ríkja þeirra sem eru með her sem og stærri ríkja.

Mannréttindi er m.a. að geta stunda einkalíf sitt án afskiptum Lögreglu.  Tillögur inn í réttarfarsnefnd eiga að koma frá fólkinu sjálfu með innsetningu sérákvæða í stjórnarskrána.

Þetta er eitt atriði sem sérstaklega verður að taka fyrir á stjórnlagaþinginu og vinna vandlega að úrlausn á.

 

 


mbl.is „Leyniþjónusta“ enn upp á yfirborðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri til mótunar á nýju Íslandi?

Það er mjög mikilvægt fyrir almenning á Íslandi taki þátt í því að móta nýtt Ísland. Því fleiri sem taka þátt, því öflugri verður útkoman. Það er mikilvægt að fólk sýni þessu mikilvæga máli áhuga. Að allir sem geta komi þarna að.

Skora ég sérstaklega á fólk sem er ekki tengt neinum stjórnmálaflokki að koma saman og vinna að þessum málum!

Það er alveg ljóst að ef vel tekst til með stjórnarskrána þá verður það undirstaðan að nýju Íslandi. Það er mikilvægt að þeir sem verða ráðnir til stjórnlagaþingsins séu mjög meðvitaðir um áhuga fólks um hvernig nýtt Ísland verði. Um áhuga fólks hvað verði sett inn í nýja stjórnarskrá osfrv.

Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,

boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,

hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,

það er: Að elska, byggja og treysta á

landið.

 

Lítið hef ég heyrt um þennan Þjóðfund sem á að vera undanfari stjórnlagaþingsins, eins og tildæmis nákvæmlega hvenær hann á að vera.


mbl.is Undirbýr stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að elska, byggja og treysta á landið.

Í dag er 23 Júlí og hjá mér er bloggfrí

 

Starfið er margt, en eitt er bræðra bandið,

boðorðið, hvar sem þér í fylking standið,

hvernig sem stríðið þá og þá er blandið,

það er: Að elska, byggja og treysta á

landið.


Betri en spákonur?

Svona nokkuð þarf að rannsaka, hvort Kolkrabbar séu næmir fyrir og geti fyrir alvöru spáð. Er hann annars til sölu þessi Kolkrappi?

Ég gæti vel hugsað mér að nota hann til að spá fyrir um ýmsa hluti og búa þá til já, nei, spurningu í kringum hvert atriði.

Tildæmis:

Munu íslendingar ganga í ESB?

Hversu fljótt fellur ríkistjórnin?

Hverjir taka við?

Icesave, já, nei?

AGS, já, nei?

 

Og svo framvegis...............

Síðan mætti kannski hagnast á þessu með því að rækta þennan og fá afkæmi af honum. Þar að segja ef hann er svona einstakur.

ErrmToungeHalo


mbl.is Páll sest í helgan stein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Almenningur fái ráðið um Þingvelli!

Af Vísi.is:

Almenningur verður kallaður til ráðgjafar um hvaða starfsemi eigi að fara fram á Þingvöllum en í dag er eitt ár liðið frá því hótel Valhöll brann þar til kaldra kola. Þjóðgarðsvörður segir þingvallanefnd vera að skoða allt skipulag þjóðgarðsins.

http://visir.is/almenningur-faer-ordid-um-framtid-thingvalla/article/2010934385165

 Frábært væri ef almenningur fengi ráðið um hvað verði um Þingvelli! En ég legg til að það verði rætt á þjóðfundi sem verður í September. En í dag er jú ár síðan Valhöll brann, sama dag og ríkistjórnin hóf viðræður um ESB á Alþingi.

Hvernig væri annars að halda þennan þjóðfund í September á Þingvöllum? Væri það kannski hægt í stórum tjöldum?

Annars vita flestir hvaða áhuga ég hef að verði á Þingvöllum, sem er jú eins og við vitum helgasti staður íslendinga.

Ég vil auðvitað virkja þennan helga stað þannig að þjóðin geti komið þangað saman í stórar hátíðir, eins og stóra þjóðhátíð svo dæmi sé tekið. 

Ég hef líka áhuga á að þar verði nýtt Alþingi, með nýju stjórnfyrirkomulagi almennings í stað flokka!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband