Maður til fyrirmyndar, eða hvað?

Fyrirmyndarkort til sölu, aðeins ætlað alþingismönnum og ráðherrum á Íslandi.

fyrirmyndarkort.jpg

>Hann hefur hins vegar engan hug á að segja af sér sem þingmaður þrátt fyrir að hafa orðið uppvís að því að nýta kortið í eigin þágu.

Þó ekki hafi þekkst að alþingismenn á Íslandi hafi nýtt sér slíka þjónustu sem getið er í þessari frétt hér, má spyrja sig hversu oft íslenskir alþingismenn hafi notað sér aðstöðu sína að nota peninga úr ríkissjóði í ferðir erlendis. Man ég eftir slíkum ferðum ýmissa ráðherra þar se

m þeir notuðu peninga úr ríkissjóði til að borga dýr hótel og ferðir. Óhóflega.

Það sem ríkjandi spilling viðgengst á Íslandi hyggst ég bjóða þetta kort sérstaklega til sölu. Öll kort sem seljast þarf íslenska ríkið og alþingi sérstaklega að greiða úr ríkissjóði af notkun allra korta sem seljast. Eru þingmenn og ráðherrar sérstaklega hvattir til að nota kortið í eigin þágu.

Þetta kort er sérstaklega ætlað fyrir alþingismenn og ráðherra þegar að þeir ferðast erlendis og sérstaklega ef á eigin vegum. Því þá nýtist notkun kortsins sem best. Öll notkun kortins í einkaþágu greiðist úr ríkissjóði Íslands sem og ef þeir vilja nýta sér fyrsta flokks Lúxus Hótel, risnu í opinberum erindagjörðum. Sérstaklega mætti nefna ferðir til Kanada og eða Bandaríkjana. Sem og sérstakar ferðir til að selja Ísland til yfirherra tiltekinna Evrópuþjóða. Eða á alla slíka fundi þar sem ráðherra/r sækjast eftir við embættismenn slíkra þjóða. Því fleiri, því betra.

Í hverri ferð sem þingmaður eða ráðherra fer og notar kortið þá fær hann sérstakar ívilnanir. Eins og tildæmis ef viðkomandi þingmaður hyggst nota sér sérstaka þjónustu sem er í boði erlendis eins og tildæmis í Amsterdam og fleiri borgum. Þjónusta sem er nú bönnuð á Íslandi. (verður að vera með)

 Öll notkun kortsins gefur góða vildapunkta sem hægt verður að nota heima á Íslandi þegar sérstakir fulltrúar erlendra fyrirtækja eru boðnir til landsins til að kaupa þær auðlindir sem eru í boði sérstaklega fyrir þá. Þannig er hægt að nota vildarpunkta sérstaklega til að borga ýmislegt fyrir það fólk því best er að bjóða mest og best til að þeir verði nú hrifnir af landa og þjóð. Sérstaklega mætti bjóða þeim nóg af þeim sér-íslenska mjöð sem hellir þá blindfulla, en þannig væru þeir tilbúnir til að samþykkja allt.

Er eitthvað þvílíkt til á Íslandi þar sem alþingismenn ætla sér ekki að segja af sér þrátt fyrir einhverskonar spillingu? Ha? nei, nei, ég trúi því ekki........................


mbl.is Ráðherra kláms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Alþingismenn hirða Vildarpunktana alla vega...enda voru þeir upphaflega búnir til fyrir fyrirtæki og opinbera starfsmenn.

Óskar Arnórsson, 13.6.2010 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband