Færsluflokkur: Lífstíll

Hugleiðing um visku og sköpun

Að fara á Markþjálfafundinn Lausnir, vakti mig til umhugsunar um margt. Eins og tildæmis að hugsa til hvaða  drauma og væntingar ég sjálfur hef til mín og minnar fjölskyldu. Það hjálpaði mér líka til að vekja mig til umhugsunar um þau mál sem eru mér svo hugleikin. Þau mál sem mér finnst ég verða að miðla á einhvern hátt út frá mér og yfir til fólks úti í þjóðfélaginu.

Þó að líf mitt sem einstaklings hafi gengið mikið út á að koma í lag þeim vandamálum sem hafa komið upp í því þá eru svo mörg mál mér hugleikin. Ég á mér marga drauma. Sumir þeirra hafa þegar orðið nokkuð að veruleika. Eins og tildæmis sá draumur að geta tekið Ljósmyndir úti í Náttúrunni og miðla þeim myndum út til þeirra sem gætu haft áhuga á að skoða. Og það þrátt fyrir að vera fatlaður og ganga í sérsmíðuðum skóm.

Einn af aðal draumum mínum hefur verið (og er alltaf) að öðlast skilning á lífinu. Að öðlast eins mikla visku og ég get og síðan geta miðlað þeirri visku út í þjóðfélagið til annars fólks eins og ég get. Því hef ég alltaf haft eina risastóra spurningu í huga mér sem er: Hver sé tilgangur lífsins?

Þessi risa spurning hefur gengið í gegnum allt líf mitt! Ég hef líklega fengið að hluta til svar við þeirri spurningu en mér finnst þó að það dugi ekki heil mannsævi til að öðlast fullan skilning á öllu lífinu. Til þess þyrfti að vera ofurmenni eða eins og einhver eining sem veit allt og getur allt. Eins og tildæmis Guð sjálfur, ef hann sem vera er einhver/eitthvað sem þú sem lest þetta getur haft trú á að sé til. En það er auðvitað þitt eigið val.

Það er svo ótalmargt sem ég gæti skrifað hérna í þennan pistil minn. En ég kem því ekki inn hérna því það tekur svo mikinn tíma.

En þá kem ég aftur að spurningunni hver sé tilgangur Lífsins? Það er mín skoðun að grunnþáttur hans sé tjáning. Það fyrsta sem við gerum þegar að við fæðumst er að draga andann. En þá notar þú þitt fyrsta skilningarvit. Svo út frá okkar tjáningum notum við okkar öll skilningarvit til að skapa. 

Því hefur mitt líf gengið mikið út á þetta að nota þessa tjáningu minna skilningarvita til að skapa. Það er svo margt hægt að skapa. Það er svo margt hægt að gera í lífinu. Það er svo margt sem við getum gert ef viljinn er fyrir hendi. Tildæmis að syngja, skapa orð, mála myndir, lesa orð upphátt, tjá þig útá við svo fátt eitt sé nefnt. En samkvæmt skilningi mínum er allt sem ég geri tjáning yfir í þessa sköpun. Hvort sem hún er stór eða smá. En ég hneigist til þess að stækka sköpun mína, gera hana stærri og meiri. Því ég sá allt sem ég geri hefur áhrif á bæði mig og umhverfi mitt. Eitthvað sem byrjar smátt verður stærra og vindur upp á sig.

Það er svo ótalmargt sem ég get orðið gert sjálfur. Eins og tildæmis að taka myndir, syngja með ágætis söngrödd, lesa vel og vandlega upp, skrifa niður hugsanir mínar, mála ef ég vill myndir. Ég get tekið til ótal meiri hluti. 

Eins og ég sé málin er ekki neitt sem hver og einn gæti ekki gert. Bara ef hugur hans stendur fast til þess þá kemur einhverntíman að þeim tímapunkti að þú munt geta skapað þann þátt sem þú hefur áhuga á. Ég nefni tildæmis þá sem er sagt að hafi ekki söngrödd og geta alls ekki sungið. Þá þarf sá einstaklingur að þjálfa með sér að nota skilningarvitin til að: 1. hlusta á aðra syngja því oft er ekki þess samtenging í hljóð til í þeirra heila sem geta ekki sungið. Tildæmis ef sú manneskja syngur eitt lítið lag þá finnst henni hún vera að syngja það rétt en þeir sem heyra finnst allt sem það heyrir sé úr samhengi við lagið og algjörlega úr takti. 2. að æfa allskonar hljóð. Löng og stut hljóð, einn staf eða marga og vera oft að því. Þegar að þú finnst þér vera tilbúinn þá má síðan leita til raddþjálfara. En þegar er að búið er að raddþjálfa þá gæti verið komið upp einhver sérstök rödd sem getur alveg verið góð og fögur að hlusta á.

Það sem ég er að segja er að fólk þarf að setja sér markmið á að gera eitthvað. Lífið gengur út á að setja sér markmið með tjáningu sinnar til sköpunar sem gæti síðan orðið miklu stærri og viðameiri. Inn í þetta spilar síðan mikið hvað manneskjan vill fá fyrir sína sköpun. Eins og tildæmis hvort það sé mjög mikilvægt að fá mikla peninga fyrir þá sköpun? En í mínum huga er ánægjan af að geta veitt og miðlað sköpun minni út á við til fólks miklu mikilvægari en að fá peninga fyrir það! Ef aðrir eru ánægðir og njóta þess sem ég miðla þá er ég ánægður.

Ég sem svona rosalega leitandi einstaklingur hef orðið svo var við margt í lífi mínu. Bæði sem snýr að mér og mínu lífi eins og og það sem er svo augljóst út í þjóðfélaginu. Varðandi sjálfan mig þá hefur svo margt komið fyrir í lífi mínu sem hefur vakið mig til umhugsunar. Líka mikið og mjög dularfullir hlutir. Margir hverjir mjög sérstakir og mjög einkennilegir. Atburðir sem eru svo erfitt að segja fólki frá því að svo margir einstaklingar eru svo ótrúir á það yfirnáttúrulega og dularfulla. Eins og tildæmis þeir sem hafa aldrei orðið var við neitt slíkt sjálfir. Því er svo margt sem hefur komið fyrir mig sem ég mun sennilega aldrei geta sagt fólki frá nema þá helst inni í minni fjölskyldu.

Strax þegar að ég var unglingur varð mér augljóst að þessi peningahyggja í þjóðfélaginu myndi aldrei geta gengið. Ég sagði mörgum frá þeirri skoðun minni en margir þeirra trúðu mér ekki. Kannski hafði ég eitthvað á bak við mig sem gerði mig staðfastan í þeirri trú minni að það þjóðfélag sem var þá að verða til hér á Íslandi myndi aldrei geta gengið til lengdar! Kannski varð það mín viska? Eða kannski eitthvað yfirnáttúrulegt sem ég segi engum frá? Hver veit?

Flest okkar eigum við okkur drauma og væntingar til að þeir verði að veruleika. Allt sem við gerum hefur áhrif á þjóðfélag okkar. Það byrjar smátt en stækkar svo og vindur upp á sig. Þannig getur þinn eða minn draumur geta haft áhrif á líf okkra margra. Við getum nefnt eitt lítið dæmi eins og það að skrifa litla bók þar sem nefnd eru atriði sem mér (eða þér) finnst vera mjög áhugaverð. Svo áhugaverða að ég nefni það og segi frá þeim í viðtölum og samskiptum mínum við annað fólk. Það sama á við þjóðfélagið í heild sinni. Það sem ég geri og allir gera í þjófélaginu hefur áhrif á líf annara jafnt sem og okkar eigin líf. Því er svo mikilvægt að við sjálf tökum okkar höndum saman að mynda okkar þjóðfélag í framtíðinni. 

En hvernig á að bregðast við þegar að einstaklingar hafa ráðist svona að gölluðum stoðum þjóðfélags þess sem beið upp á það? Þar sem nánast allt leyfðist? Eigum við að reyna að laga það þjóðfélag sem við búum í? Verður þá eitthvað til sem okkur nýtist til lífs okkar inn í framtíðina? Kannski eitthvað pínulítið? En við náum einhverju fram sem við viljum? Búum við ekki alltaf við það sama gallaða þjóðfélag sem við höfum gert í gegnum árin? Er ekki erfitt að laga gallana í gallanum?

Eða ert þú kannski einn af þeim sem hefur þá visku að vilja þér og þínum framgang til sköpunar í lífinu sem og öðrum manneskjum?

Ég hef þá staðföstu trú að við sem manneskjur getum komið okkur sjálf til góðra verka til að skapa okkur mannúðlega og bjarta framtíð. Nýja framtíð fyrir Ísland! Eitthvað sem við öll eigum að geta notið!

Því eigum við sjálf að búa okkur til okkar eigin framtíð sjálfir! Við íslendingar sem búum í þessu landi.  Rökin eru með fólkinu að velja sér sína eigin framtíð!

 

 

 

 

 

 


Framhald af Þjóðfundi: LAUSNIR

Ég var á mjög góðum, skemmtilegum og athyglisverðum fundi sem var óbeint haldinn í framhaldi af þjóðfundi.

Á þessum gagnlega Markþjálfunarfundi var komið inn á og rætt um þau gildi sem voru valin í efstu sætunum á þjóðfundi: HEIÐARLEIKI * VIRÐING * RÉTTLÆTI.

Á fundinum var komið inn á ýmiss atriði og þátttakendur fengu að tjá sig um sig perónulega, eins og langanir og drauma í lífinu. Einnig um hvernig þjóðfélagið tengist saman frá einstaklingnum yfir í eina heild.

Á fundinum fékk ég líka mjög gott ca. 25 mínútna viðtal við Markþjálfa. Þar fékk ég að tjá mig um mín persónulegu ástæður og langanir varðandi framtíðina. Þar sem mínar langarnir og væntingar snúast mikið um að fólkið í landinu fá að ákveða sér sína eigin framtíð án flokka þá snerist umræðan mín við Markþjálfann um þessi atriði.

Í viðtali mínu kom ég inn á þann eldmóð sem við almenningur verðum að setja í gang til að ná fram breytinum í þjóðfélaginu. Sem byrjar fyrst hjá einstaklingnum sjálfum og tengist síðan í samsvörun og nýja vakningu fyrir heildar þjóðfélagið.

Síðan í hópnum varð rætt um grunnhæfniskörfur og skilgreiningar á þeim. Þar var farið yfir 11. atriði eins og virka hugsun og Vitundarsköpun svo dæmi séu nefnd.

Síðan var farið í Grunnþætti í ferli gagnræðu þar sem var fjallað um 12. atriði um GAGNRÆÐUR (Dialogue). Eins og tildæmis: auðsýndu djúpa virðingu, vera opinskár, tala frá hjartanu, hlusta heils hugar, hægja á sér, fresta ályktunum og fullvissu. Og svo framvegis.

Því miður gat ég ekki klárað þennan skemmtilega og áhugaverða fund því ég átti að mæta til minnar vinnu. Fundurinn stó til kl. 16.00 en ég fór kl. 14.20. En ég verð að fá að sjá heildarútkomuna á mánudaginn og setja inn á bloggið mitt. 

Eg tók einnig myndir á fundinum og ég mun birta þær hér á bloggi mínu um leið og ég er búinn að vinna þær.

Nú þurfum við að vinna af eldmóð til að virkja fólk til smárra sem og tenginu þeirra í stærri breytingar. Á ég þá við að það þarf að virkja fólk til hugsunar og þátttöku í að setja í gang kraft og eldmóð til að breyta Íslandi svo að við getum eftir mikla vinnu litið bjartari augum til framtíðarinnar! Einhver vinna sem gott væri að sem flestur almenningur kæmi að!, jafn stór sem smá. Því að við öll erum jú þátttakendur í þjóðfélaginu og eigum jafnan rétt á að búa okkur öllum bjarta, réttláta og mannúðlega framtíð.

Ég verð að bæta því inn í þetta að mér finnst að stjórnvöld séu ekki að vinna með réttan grunn. Því þau ætla sér bara að ger sér sínar breytingar innan núverandi kerfis sem er stórgallað og mjög ósanngjarnt fyrir mikið af fólki. Þegar að byggja þarf upp þá byggir enginn á gömlum grunni heldur þarf að búa tíl nýjan, mannúðlegan og heildsteyptan grunn. Því nýtt hús er það sem verður að byggja þegar að það gamla hrundi.

 OG VIÐ ÖLL SÖMUL ERUM ÞÁTTTAKENDUR Í ÞEIM HEILDAR STÓRA GRUNNI SEM ÍSLAND ER!

ÞVÍ SEGI ÉG ÁFRAM ÍSLAND OG ALMENNINGUR Í ÞVÍ. VIRKJUM OKKUR TIL AÐ BÚA OKKUR OG BÖRNUM OKKAR RÉTTLÁTA FRAMTÍÐ!

 


Rosalegt!

Það er dálítið sérstakt að Handboltalandslið frá þessari litlu þjóð sem Ísland er geti í raun verið svekktir yfir að gera jafntefli á móti svona rosaliði eins og Króatía sem hefur unnið marga stóra sigra á alþjóðlegum handbolta stórmótum undanfarin ár.

Strákarnir mega vera stoltir yfir frammistöðu sinni! Að hafa leitt allan leikinn með 2 til 4 mörkum yfir á móti þessari þjóð. 

Ég segi bara. Við íslendingar erum orðin stór þjóð í Handboltaheiminum og þetta frábæra lið gæti svo sannarlega unnið hvað landslið sem er!

Mér fannst alveg frá fyrsta leik liðsins að það byggi eitthvað sérstakt í þessu liði sem ætti bara eftir að springa út þegar að kæmi inn í mótið og liðið færi að keppa við sterkari lið. Það kom á daginn.

Lítum aðeins yfir málin:

Við unnum Dani mjög sannfærandi sem eru jú núverandi Evrópumeistarar.

Við hefðum átt sannarlega skilið að vinna Króatíu sem hafa unnið alla titla í Handboltanum nema Evrópumeistarann....

Hvað gerist næst? Við höfum unnið Rússa áður. Eigum alveg eins að geta það nú. Sérstaklega eins og vörn liðsins er að spila.

ÁFRAM ÍSLAND vinnum Rússana!


mbl.is Ísland - Króatía, myndasyrpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áskorun til ríkisstjórnar Íslands!

Ég skora á ríkisstjórn Íslands að segja af sér ef almenningur á Íslandi neitar að samþykkja Icesave lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með því að segja nei við Icesave er almenningur að gefa til kynna að það er þjóðin sem á að taka ákvarðanir um mjög mikilvæg málefni. Forseti Íslands hefur gefið almenningi á Íslandi það tækifæri sem ríkisstjórn neitaði þeim um þegar að frumvarpinu var neitað um þjóðaratkvæðagreiðslu á alþingi.

Með því að velja nei á atkvæðaseðli er því almenningur í raun að segja að þjóðin vilji hafa áhrif með gang stórra mála og fá að kjósa um þau. Því þjóðin fékk þá þjóðaratkvæðageiðslu sem þingi og ríkisstjórn neitaði henni um! Þjóðin sýnir með því vilja sinn um hvað hún hefði gert. 

Ef almenningur samþykkir hinsvegar lögin í þjóðaratkvæðagreiðslu þá er hún að segja að stjórnmálamenn og ríkisstjórnir eigi alfarið að ráða. Einmitt vegna þess að ríkisstjórn neitaði almenning þessar þjóðaratkvæðagreiðslu á alþingi.

Þetta er ófrávíkjanleg staðreind ef farið er í gegnum málin sem á undan eru gengin.

Því skal þjóðinni veitt sín tækifæri ef hún neitar Icesave lögum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því neitun segir í reynd að þjóðin hafi fengið valdið. Þjóðin er með neitun líka að segja að hún láti ekki alþingi og ríkisstjórn ganga yfir sig með ofurvaldi.

Ef þjóðin fær þetta vald þá er það stórkostlegur opnunarmöguleiki fyrir almenning að hafa mikil áhrif á gang mála í framtíðinni.  STÓRKOSTLEGT TÆKIFÆRI UM ÁFRAMHALD BÚSÁHALDABYLTINGARINNAR!

Ég skora á ríkisstjórn að segja af sér ef almenningur á Íslandi neitar þessum Icesave lögum. Þá skal almenningur hafa óskorðað vald um framhaldið!

 

Eftir því sem á undan hefur gengið síðan Búsáhaldabyltingar fólksins þá er þessi staða sem nú er komin upp sjálfstætt framhald og tækifæri fyrir almenning á Ísland að velja sjálft framtíð sína!

Möguleikar sem hægt væri að gera strax eftir neitun:

1. hefja strax viðræður við hagsmunasamtök heimilanna um stórbættar og raunverulegar leiðréttingar á hag heimilanna, eins og húsnæðislánamál.

2. að búa til byndiákvæði sem tryggja að fólk með lægri tekjur sé laust við þær álögur sem verið er að leggja á þjóðina varðandi ýmiskonar skatta og fleira. LAUNATRYGGING.

3. Moka flórinn sjálf því öðruvísi verður það ekki gert!

Og ýmislegt fleira..................


mbl.is 60% andvíg Icesave-lögunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að vinna að yfirliti mála og..+ ein skemmtileg mynd af Þingvöllum

Sæl og blessuð þið sem heimsækið Bloggið mitt. Ég vil byrja á að setja þessa skemmtilegu mynd af Þingvallakirkju sem ég tók, inn á bloggið mitt.

Hún á að vera sem einskonar "token" fyrir það sem koma skal. Ég er annars að vinna að yfirliti yfir mitt blogg undanfarið ár og mun koma með það hér inn rétt fyrir áramót.

Góðar stundir.Smile

thingvallakirkja.jpg

smellið á mynd til að skoða stærri! og smellið aftur fyrir enn stærri mynd!


Ísland verður að breytast! það er réttlátast!

Þeir sem hafa komið inn á bloggið mitt reglulega vita að ég hef mikinn áhuga að skipta landinu í 5 svæði og þá án flokka.

Það er gjörsamlega alveg ljóst að slík uppbygging með sjálfstjórnum væri sú réttlátasta vegna þess hvað gengið hefur á í þessu þjóðfélagi varðandi flokka og tengsl þeirra út í viðskiptalífið. Samanb. "Okkar Ísland"

SÚ LANG SANNGJARNASTA NIÐURSTAÐA!

Nú er fullt af fólki sem er orið sama sinnis!!!!!

Samkvæmt "Okkar Ísland" yrði því landið 5 Skattaumdæmi. 1 innan hverra 5 landsvæða (Vsv. Nsv. Ausv. Suðsv. og Höfb.sv.). En síðan yrði aðal umsjón en fámenn meðfram Aðalþingi og batteríinu í kringum það. 

 

 


mbl.is Vilja undirbúa breytingar á skattumdæmum betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hráskinnaleikur

Það er alveg löngu ljóst að allir flokkar eru og hafa alltaf hagað sínum yfirlýsingum eins og þeim hentar sjálfum.

Sem eru: hálfsannleikur, mistúlkanir, vitlaus útreikningur eða túlkanir þeim í hag. Allir flokkar eru þar sekir um!

Nú er það að gerast alltaf meira og meira að fólk er farið að sjá í gegnum yfirlýsingarnar! Því fjölgar þeim stöðugt sem vilja losna út úr viðjum og klöfum fjórflokkana. Nú orðnir þúsundir manna!

Ég er að spyrja fólk um þessi mál þar sem ég kem því við og nær undantekningalaust talar fólk um að það sé löngu búið að fá nóg af öllu þessu flokka rugli! 

Nú halda góðu verkin áfram en þau eru tvímælalaust að losna við flokkana og fá almenning til að virkja Ísland til alvöru góðra verka! Á endanum mun almenningur hafa sigur á því ofuroki sem flokkar á Íslandi hafa.

Virkjum Ísland! "Okkar Ísland" almennings í landinu!

 


mbl.is Gagnrýna Sjálfstæðismenn fyrir vafasama framsetningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventutónleikar

Ég vil nota hér tækifærið að auglýsa Aðventutónleika

Valskórsins og Karlakórs Fóstbræðra

í Kapellunni að Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00

 

dagskrá:

1. Valskórinn syngur nokkur Jóla og Hátíðarlög.

2. Hugvekja.

3. Karlakórinn Fóstbræður syngur nokkur lög.

Valskórinn er magnaður kór undir stjórn Báru Grímsdóttur. Ég sjálfur er þar einn af Tenórum.

 


Vitundarvakning?

Jólaskreytum Alþingi. Setjum upp risajólaljós á Alþingishúsið sjálft.

Skær birta gefur heilanum vakningu og verður kannski til þess að alþingismenn vakni nú fyrir alvöru. Vekjum því alþingismenn upp af værum blundi.

Hugsa mætti sér síðan að þeir sjálfir taki sig til við skreytingarnar.

Það er búið að ganga svo mikið á þetta árið á Íslandi að það væri nú ekki slæmt að gera eitthvað sérstakt, nýtt og óvenjulegt til tilbreytingar. 

Fólk innan ríkisstjórnar, hættið að beyta sjálft ykkur þrýstingi og snúið nú blaðinu við með því að vinna með almenningi í landinu! Í stað þess á móti þeim!

 

 


mbl.is Mikil eftirspurn eftir jólaskreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ekki?

Ég er dáítið inn á því að mannanöfn verði að vera á íslensku. Vil ég benda á í því sambandi að þeir einstaklingar sem eru skýrðir eiga eftir að lifa innan íslensks samfélags þar sem íslenska er töluð og íslensk nöfn notuð.

Ég tel mig ekkert vera neinn sérstakan þjóðernissinna né öfgakenndan við að hafa þessa skoðun.

Ég vil benda á að ég væri alveg tilbúinn að vera skýrður og hafa nafnið Emmanuel eða Bastian í því landi þar sem það nafn er algengt og viðhaft. 

Ég væri hinsvegar ekki sjálfur sáttur við að vera skýrður Emmanuel eða Bastian á Íslandi. Mér finndist það alveg vera hræðilegt að hafa nafn sem algjörlega væri andstæða öðrum nöfnum íslenskra barna. Væri tildæmis miklu sáttari við Mikjáll heldur en Mikael.

Það að heita íslensku nafni fellst einn af mörgum þáttum í því að búa inn í íslensku samfélagi. Sérstaða er betri en samkrulla.

Ég er hinsvegar á báðum skoðunum gagnvart þeim sem flytja inn í landið og fá íslenskan ríkisborgararétt. Ég sæi samt að ég ætti erfitt með að breyta nafni mínu ef ég tildæmis flytti til Spánar. Vildi halda nafni mínu: Guðni (en aðeins af því ég var skýrður það). En yrði samt að sætta mig við annað nafn ef þess væri krafsist! Sumir hafa þannig nöfn sem erfitt væri að breyta og þyrftu því að taka upp algjörlega nýtt nafn. Á meðan aðrir hafa nöfn sem nægir að breyta kannski einum staf: eins og mitt: Guðni í Gudni.

Sjáið tildæmis fyrir ykkur nafnið Charles. Þætti ykkur sjálfsagt að einhver sem fæðist hér á landi bæri nafnið Charles? 

Ég sé alveg fyrir mér í hversu miklum vanda Mannanafnanefnd er og virði starf þeirra að verðleikum.

Þetta er mín skoðun.


mbl.is Fá ekki að heita Emmanuel og Milica
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband