Færsluflokkur: Kjaramál
Sunnudagur, 31. mars 2013
Hvað er eiginlega fátækt?
Núna þegar að mestu lætin eru frá vegna orða Vigdísar Hauksdóttur langar mig til að setja nokkur orð hér á bloggið mitt um fátækt.
Eitt af því fyrsta sem ég man eftir í lífinu var þegar að brann undan fjölskyldunni þar sem við bjuggum á mótum Skerjabrautar og Nesvegar á mótum Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Allt fór. Við björguðumst út á Náttfötunum. Eina sem bjargaðist voru smá föt sem mamma gat hennt í tösku. Okkur var hjálpað niður um stiga sem var lagður upp að glugga á íbúðinni sem var í risinu. Við fengum að gista hjá afa og ömmu á Hringbrautinni þangað til við fengum annað húsnæði.
Fátæktin varð sem logi í gegnum líf fjölskyldunnar eftir það.
Við fengum svo húsnæði vestast á Vesturgötunni í Bragga/Verbúð. Ekki varð nú mikið um húsgögnin þá. Svona aðeins rúmin okkar og nokkrir aumir tréstólar og gamalt borð til að setjast við snæðinginn. Engin stofa, því eldunarbúnaðurinn var sameinaður í eitt hol þar sem við þrjú systkinin sváfum í hinum enda þess. Og aðeins eitt annað herbergi sem var fyrir foreldra okkar.
Við fluttum alls fimm sinnum á þessum árum þegar að ég var lítill drengur og fram að við fluttum burt frá Hverfisgötu 23 (þar sem nú er lýðveldisgarður) þegar að ég var ný orðinn fjórtán ára.
Ég man alltaf eftir því hversu oft við vorum að ströggla við að hafa í okkur og á. Mamma átti einn stóran gráan Pott sem hún sauð Kjötsúpuna í. En í hann var oft blandað Kartöflum, smá Gulrótum, Lambakjötsbitum og afgöngum frá deginum áður. Oft var nú potturinn sá notaður og sennilega ein sú mesta lífsbjörg okkar. Þá var sko heldur enginn Ísskápur til að geyma matinn í heldur eitt pínulítið Búr með nokkrum hillum. Stundum var Fiskur á borðum, en það var helst þegar pabbi gat náð eins og einn fisk gefins hjá Trilluköllunum.
Þá var okkur svo sannarlega kennt að meta sem við höfðum. Oft var sig spurt hvað yrði til í matinn daginn eftir. Við áttum tildæmis skilyrðislaust að borða matinn þó okkur þætti hann vondur. Ég man tildæmis alltaf eftir því hvað okkur krökkunum fannst Hræringurinn vondur (Hræringur var blanda af Skyri og köldum Hafragraut og Mjólk sett útá). Ef við ætluðum að neita að borða hann þá var viðkvæðið frá mömmu: "hugsið ykkur fátæku börnin úti í heimi sem fá ekkert að borða". Það voru alltaf einhverjir sem höfðu það verra en við.
Og Guð minn góður, ekki var nú mikið af fötunum að fara. Enginn lúxus né tískudót heldur var það ódýrasta og nýtingin sett í fyrsta og annað sæti. Oft vildi það til að göt komu á fötin þar sem maður var mikið úti að leika sér. Urðu þá Hnéin og Olnboganir mest fyrir barðinu og götunum. Ekki var þá hlupið til að kaupa ný föt, heldur var tekið sig til og settar bætur yfir. Oft skrautlegar, því stundum varð að grípa til þess sem hendi var næst. Og maður skammaðist sín fyrir að mæta í skólann í stagbættum fötum.
En þrátt fyrir allt þetta var okkur kennt það góða í lífinu. Eins og hvað Kærleikur, Kurteisi, Virðing oig Heiðarleiki væri og hvernig ætti að nota þau góðu Gildi. Og við tókum þau með okkur inn í fullorðins árin.
Svo velltir maður því fyrir sér hvernig aðrir af ættingjum okkar hefðu það. Voru þau fátæk og gætum við gert eitthvað til að hjálpa þeim? Því oft er nú skilningurinn mestur hjá þeim sem þekkja til og vita um hvað málin snúast. Við vissum alltaf að það var fátækt út um allan heim og hvar hún væri mest. En lítið gátum við gert við það. Því það er nú einu sinni þannig að við sjálf þurftum að lifa.
Svo ef okkur var boðið eitthvað í neyð þá þurfti alltaf að vega og meta hvort ætti að þiggja. Því stoltið var oft yfirsterkara. Og vegna þess var því stundum sleppt að leita aðstoðar til hjálparsamtaka, nema þá í allra mestu neyðinni, þó sem betur fer við þurftum lítið sem ekkert að nota.
Oft er svo erfitt að vega og meta hvar neyðin er stærst og mest. Er hún hjá sjálfum okkur? Ættingjum? Eða úti í löndunum í Afríku? Svo vakna upp ýmsar spurningar eins og tildæmis þær hvað sé hægt að gera við hinni miklu fátækt á vissum stöðum í heiminum? Eigum við fyrst og fremst að hugsa um nálægðina þegar tildæmis óvenju mikil fátækt er á Íslandi og fólk á ekki fyrir allra helstu nauðsynjum eins og mat og fötum? Eigum við að hugsa um fjarlægðina þegar að spurningar koma upp í hugann hvort að hjálp í neyð geri eitthvað fyrir alvöru til að losa burt fátækt? Eða svo er spurningin stærst að geta þó alltaf í voninni að bjarga mannslífum.
En það er svo erfitt að setja peninga í eitthvað sem ekki er vitað nákvæmlega í hvað fara. Og svo eins og það hvort peningunum eða matvælunum verði ekki bara stolið. Svo breytist ekkert. Alltaf sama fátæktin á sum sömu stöðum alveg sama hvað gert er. Því ekki er tekið á vandamálunum eins og að byggja upp þannig að fólk geti notið afrakstur vinnu sinnar með því að rækta sér sín matvæli sjálft. Þó alls ekki megi alhæfa því vissulega á sumum stöðum er gott fólk að vinna upp og aðstoða fólk fyrir framtíðina til að losna úr langvarandi fátækt.
Í mínum huga vil ég ekki blanda fátækt á Íslandi saman við fátækustu lönd í Afríku. Við eigum að gera okkar til að búa til sanngjarnt kerfi til að losa okkur út úr fátæktinni hér heima. Að bjóða öllum íbúum á Íslandi uppá sanngjarna afkomu, sanngjarnt kerfi og án ölmusu. Þar sem ekki er alltaf verið að særa stoltið.
Hvað Afríku löndin varðar þá er nú svo að langvarandi fátækt í fjölskyldum þar sem það hefur ekki mat á milli daga, þar hugsar fólk ekki um stoltið, heldur aðeins fyrst og fremst um að lifa. En lítið getum við gert, nema þó að senda einhverja aðstoð. Þá er ég tildæmis að tala um undirstöðu matvæla, eins og hveiti og önnur aðföng sem nýtast fólki til að rækta upp og búa til. Og peningarnir sem fara héðan úr landi ættu að vera notaðir eingöngu í svoleiðis. Því það er sterkasta sem við getum gert.
Í mínum huga þarf því að sinna fátæktinni í Afríku en búa okkur heima á Íslandi við bætt kjör, sanngjarnt kerfi þar sem okkrar fátækt er útrýmt að fullu.
Þessvegna finnst mér þessi tvö mál eigi ekki að vera á fullu að bera saman. Við eigum að hjálpa fólki í ýtrustu neyð í Afríku með þeim formerkjum að við vitum í hvað aðstoðin fer.
Og við eigum jafnframt að útrýma algjörlega fátækt á Íslandi.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 28. mars 2012
Glæpsamlegar hækkanir síðustu vikurnar
Afhverju í ósköpunum hækkar alltaf bensínverð hér á landi jafnt og þétt þótt að heimsmarkaðsverðið lækki?
Nú var nefnilega í fréttum í morgun í Útvarpi að bensínverð erlendis hafi lækkað umtalsvert vegna aðgerðar Frakklands.
Ætti þá ekki að vera skilyrði fyrir Olíufélögin hér að fylgja því?
Því miður hafa Olíufélögin ekkert farið eftir að lækka verð á bensíni til samræmis við annarsstaðar í heiminum. Þvertá móti sjáum við hækkanir eftir hækkanir en aldrei lækkanir.
Ætti ekki að vera betra eftirlit með bensínverði hér á landi? Eins og tildæmis að setja í gang séststakt bensínráð í stjórnsýslunni, sem heldur utanum og passar upp á að verðið hækki ekki þegar tildæmis að það lækkar annarsstaðar í heiminum.
Eins mætti setja sérstakar takmarkanir á hagnað Olíufyrirtækja einmitt vegna þess hversu þjóðin er þörf fyrir Bensín.
ÓB hækkar bensín um 4 kr. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 19. janúar 2012
Ójöfnuður - hatvinna - helferð
Almenningur er algjörlega búinn að fá upp í kok yfir sig á ástandinu í þjóðfélaginu. Daglega rignir yfir okkur fréttir um baráttu stjórnmálamanna og flokka sín á milli inn á þingi þar sem barátta þeirra er hver sé sekur eða saklaus. Sem og aðrar ávirðingar þeirra á milli. Þar sem völdin skipta þau meira máli en velferð þegna landsins.
Svo er alltaf reynt að ljúga í fólk að allt sé nú í góðu standi. Að ríkistjórnin sé að gera svo góða hluti. Og fyrir hina skiptir mestu máli að hreinsa sig af áburði og ábyrgð fyrir eigin gerðum sem þó þáverandi samstarfsflokkur þeirra var þátttakandi í svo nefnt sé tildæmis aðra ráðherra í þeirri stjórn.
En staðreyndirnar aðrar blasa við. Hækkanirnar hér og þar. Fyrir þá sem sérstaklega fylgjast með þá er þetta augljóst mál. Svo eru verkalýðsfélög í stappi við ríkistjórn útaf að það sé ekki staðið við samninga sem skipta orðið engu máli því verðlag á nær ÖLLU hefur hækkað svo mikið að ráðstöfunartekjur hafa svo stórlega minnkað. Sem ég nær daglega verð var við, verandi í nánd við verslanir á mínum vinnustað.
Svo talað sé nú ekki um bankana sem auglýsa sig banka fyrir landsmenn og allt sé að verða svo fínt og gott. Á meðan að þeir ganga að fólki sem á í erfiðleikum.
Ég heyri fólk tala um daglega hversu ÓGEÐSLEGT þetta ástand sé.
Nei þessi SF flokkur snýst svo sannarlega ekki um stóru yfirlýsingarnar! Frekar hægt að segja að þau vinni hatrammri baráttu fyrir ójöfnuði og standa í helferð gegn vinnandi fólki í landinu.
En því miður ekki eru hinir í fjórflokknum neitt betri.
Eitt sinn hélt ég sjálfur að Jóhanna væri að gera svo góða og fína hluti fyrir fólk.
Ég verða að biðja afsökunar af að hafa einhverntímann verið svo vitlaus að halda þetta.
Þetta er orðið svo grafalvarlegt mál að það þarf fyrir alvöru að gera eitthvað við þessu ástandi!
Vonbrigði með ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 16. janúar 2012
Mamma mín sagði einu sinni
Að þegar á harðbakkann slær skuli spýta í lófana.
Aldrei nokkurn tíma hefur gengið eins á í íslenskum stjórnmálum eins og síðustu ár. Lang flest atriði hafa snúist um að bjarga þeim sem peningana hafa. Sem og innlimun í þetta ESB samband sem er að hruni komið.
Flest allar aðgerðir þessarar ríkistjórnar hafa orðið til þess að erfiðara og erfiðara verður fyrir tekjulága að hafa í sig og á.
Endalaust er lagður skattur hér og þar sem hefur áhrif á minnkandi tekjur. Nægir að nefna auknar álögur ríkistjórnar á bensín sem hefur eins og venjulega orðið til þess að vöruverð hefur hækkað.
Enda sér maður vöruverð hækka í matvöruverslunum nær dag frá degi. Fólk verður var við að peningarnir í buddunni endast skemur og skemur.
Fátækt hefur sjaldan verið meiri í sögu þjóðarinnar síðan að lýðveldið varð til.
Sífellt fleiri og fleiri missa heimili sín og verða gjaldþrota.
Allar aðgerðir ríkistjórnar miðast við að verja handónýtt fjármálakerfi. Með þeirri vörn stendur þessi stjórn gegn eðlilegum breytingum og kröfum sem eru sanngjarnar fyrir láglaunafólk sem á í erfiðleikum.
Sjaldan hefur maður séð manneskju standa gegn eigin orðum eins og þessari sem fer fyrir ríkistjórninni.
Guð hjálpi þjóðinni fyrir það að þessi kona og stjórn hafi aðeins áhyggjur á að hvort satt sé að hún hafi ekki staðið við (stórgölluð) gefin loforð.
Í krafti fullkomnrar andstæðu við núverandi ástand mun þjóðin helga sér nýja framtíð. Þar sem búið er að taka burt og banna að áföll peningavaldsins skuli falla á hinn vinnandi almenning sem og aldraða og öryrkja.
Þessi kona ætti að kunna að skammast sín sem hún því miður kann ekki.
Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 11. janúar 2012
Fyrirséð!
Það er löngu ljóst að ekkert gerir neitt fyrir launamanninn neinir kjarasamningar. Alveg ótrúlegt að það skuli verið að semja um eitthvað sem þegar er löngu farið í verðlagið.
Alltaf þessi algjöra endalausa vitleysa ár eftir ár. Gervi barátta á milli stéttarfélaga við ríkistjórn.
Það er alveg augljóst að það þarf að finna nýjar leiðir til að breyta kerfinu. Tildæmis hæfist það alveg með sérstakri festingu á launum sem héldust í hendur með launum við samvinnu fólks í sköpun verðmæta. Losum takið sem gervipeningar hafa á launamanninum með spjalli krónunar og losum hana undir oki vísitalna. Tökum burt spákaupmennsku frá krónunni og raungerum hana með því að skipta henni niður í 4 til 5 verðmætagjaldmiðli í tengslum við verðmætasköpun og laun.
Höldum eiginlegri krónu aðeins sem viðskiptamiðli á gjaldeyri og slíkum viðskiptum á vöru og þjónustu milli fyrirtækja erlendis og innanlands.
Þetta væri bestu kjarabætunar.
Hér er ein stutt vísa sem ég bjó til af tilefninu og varð til á ca. klukkutíma:
Drafandi uppi á berginu vofir doðinn,
og dáist að vonleysi okkar hér,
um fingurna verið lengi loðin,
og losar ei takið á þér.
Í hjarta mínu held ég þó,
að hamingjan taki tímann,
og hengi á okkur hugarfró,
því þó hörð sé vinnst á endanum glíman.
þorum að breyta með tungum í takt,
teflum við ókomna tíma,
þeysum á völlinn þar stöndum við vakt,
þurrkum burt allan híma.
Það er spurning hver á að standa við hvað?,
hversu lengi eigum við að bíða?
Ég segi þér ákveðið það?
þessi tími er alltof lengi að líða.
Ég ætla þó að bæta við þessa fleiri erendum.
Skora á stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 4. janúar 2012
Það þarf fyrst þá að laga
Því þeir laga ekki neitt! Í hvaða heimi lifa þessir gaurar eiginlega?
Verðlagið og framfærslan löngu farin langt upp fyrir síðustu kjarasamninga. Bensín ný hækkað og annað vöruverð fylgir á eftir eins og vanalega.
Afhverju snúa þessir gaurar sér ekki frekar að því að sporna við síauknum fjölda fátækra og aðstoða fólk sem á í fjárhagserfiðleikum? Gera eitthvað að viti?
Ríkið ekki staðið við sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 1. október 2011
Okkar Ísland - fólksins
Ég hef lengi sagt það! Ísland er "Okkar fólksins" en ekki bankanna, né lífeyrissjóðana, né alþingis, né alþingismanna, né ríkistjórnar.
Eggjum kastað í þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. september 2011
Bretanir auglýsa fund með tillögur breytinga á Bankakerfi
Sá þessa grein á Internetinu og að samtök um "nýja fjármálastefnu" þar eru að auglýsa fund um bankamál þann 29. okt.
Ég velti því fyrir mér hvort hér séu kannski að hluta til atriði sem væru fyrir okkur íslendinga að skoða?:
A few simple changes to the banking system can stop the banks from blowing up the economy again in the future, and mean that well never have to bail out another toxic bank. We can also remove banks' power to create money, and use that privilege responsibly for the benefit of society and the economy as a whole.
Here are the three changes we urgently need to make:
1. Make banks ask our permission before they gamble with our money
Banks would need to offer two types of account. Firstly, a bombproof safe account where you can keep your money. The bank wont lend this money, so it will be available whenever you need it and cant ever be lost or gambled away. The other type of account is an Investment Account, where you actually ask the bank to invest the money so that you can earn some interest. Youll have to tell them how long you want to invest the money for, and you'd accept that there would be some risk taken with your money. This means that we get the choice of keeping our money 100% safe, or placing it at risk in return for interest. This is a simple change, but the knock-on consequences mean that we would never need to bail out another toxic bank, and the banks would have less money to pump into dangerous bubbles and toxic derivatives, making it less likely that theyll blow up the economy.
2. Banks should tell us how they'll use our money
Obviously most people dont want to know every house or business that their money has been invested in, but we should know if the bank will be using our money to invest in something socially useful, or something socially harmful. Then, those of us who dont want to fund, for example, the arms industry, destruction of the Canadian countryside (thank you, RBS), or who dont want their money to be used to bet on the prices of food in the third world, driving them up and causing people to starve, can opt out of doing so. This again would limit what banks can do with our money, so that they couldnt take your life savings and gamble them on financial markets unless youd actually agreed to take some of that risk by putting your money into your banks Toxic Derivatives Savings Account.
3. We should remove the bankers licence to print money and use any newly-created money for public benefit.
Bankers simply cant be trusted to control the amount of money in the economy - they always have the incentive (bonuses, commissions, promotion) to create as much new money by lending as possible, with the consequences that weve seen over the last few years.
But we cant trust politicians either, we might all end up with £1000 cheques the day before an election, but this would come at the expense of the damage it would do to our businesses in the economy through the inflation it would cause.
Instead, we need to take this power away from them, and give it to an independent, accountable and transparent body, such as the Monetary Policy Committee at the Bank of England. This body could then create money only as long as prices were stable. If house and food prices started rocketing like they did before the crisis, then they would have to stop creating money until prices had stabilised again. This is the opposite of what happens when the banks control the money supply, and would mean that we could have an extra £30 billion to spend on schools, roads, and hospitals, never have to bail out a bank again, and have a better economy to do business in!
Check out our detailed proposals, designed by ourselves in conjunction with The New Economics Foundation and banking expert Professor Richard Werner of Southampton University.
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 31. ágúst 2011
Nú er komið nóg!!!!!
Það er kominn tími til að snúa sér fyrir alvöru í að rétta hag þeirra sem hafa orðið undir vegna kreppunnar. Það er sannarlega kominn tími til að snúa sér að því að gera Ísland byggilegt fólki. Að íslendingar geti eignast íbúð án þess að lenda í ævilöngum skuldum og skuldavanda. Það er kominn tími til að vinna fyrir alvöru að þessum málum.
En fyrsta verkið er að snúa sér að því að taka verðtrygginguna af.
Síðan þarf fólk fyrir alvöru að koma saman til að finna leiðir sem hægt væri að fara til að snúa þróuninni við og takast fyrir alvöru á vandanum. Tildæmis mætti búa til sérstakan söfnunarsjóð þeirra sem vilja standa saman í því að eignast íbúð/ir á réttlátum kjörum.
En hvað hefur Ríkistjórnin gert?
Hún hefur meðal annars staðið helst í því að fara eftir kröfum AGS.
Hún hefur meðal annars staðið í því rétta bankana við svo þeir geti haldið áfram að lána gervipeninga til þeirra sem standa í vafasömum fjárfestingum og setja í gang vafasöm fyrirtæki eða rétta af vonlaus. Allt svo sami leikurinn geti staðið endalaust.
Í stað hefði ríkistjórnin átt að byrja sérstaklega að taka á þeim vanda sem snýr að heimilunum og skuldurum svo og þeim sem urðu undir í þjóðfélaginu, því það eru þeir sem eru hin raunverulega undirstaða þjóðfélagsins. Fólkið sem leggur launin sín inn í bankana. Fólkið sem bankarnir nýðast á.
Ég spyr hvað gerist ef fólk á einfaldlega ekki peninga til að það verði þessi aukna neysla sem stjórnvöld vilja ná fram. Hvað gerist við það að neysluhrap verður?
Er kannski einmitt lausnin að við sem erum neysluþrælar tökum okkur saman og neitum að halda bullinu áfram, því það er einmitt það sem þau vilja. Kannski væru til fyrir okkur leiðir að gera annað við launin okkar, eins og tildæmis að standa saman í því að slá þeim saman á einhvern sérstakan reikning.
Í alvöru eru til ýmsar leiðir sem við getum notað við þrýsting á stjórnvöld til að ná fram réttlátri niðurstöðu.
En þið sem hér komið inn og lesið er velkomið að koma fram með hugmyndir um hvernig við getum náð fram þessum þrýstingi á stjórnvöld. Ef ekki hér inn, þá að minnsta kosti að hugsa það með ykkur.
Spá hagvexti næstu árin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 1. maí 2011
Áfram Íslands verkamenn!
Til hamingju með daginn verkamenn þessa lands.
Ég vona að framtíðin veiti okkur visku til að takast á við mál okkar. Við berjumst fyrir bættum kjörum.
Í mínum huga munum við litlu ná fram nema að breyta kerfinu algjörlega. Að gera kerfi sem tryggir okkur atvinnu og sanngjarnri afkomu. Því miður er þetta gamla samningakerfi algjörlega úrelt og gerir lítið nema að veita samningamönnum margfalt auknar fjárhagslegar tekjur á við okkur sjálf-a.
Ég treysti á að við almenningur á Íslandi getum unnið saman af að rétta okkur sjálf út úr fjármálavandanum og allir fái brauði bætt sem eiga það skilið!
Ég vona að þeir sem lifa í fátækt og hafa ekki fyrir mat eða öðrum nauðsynjum, nái að losna úr þeim vanda og þeir fái öll lausn á sínum málum. BURT MEÐ FÁTÆKTINA!
ÁFRAM ÍSLANDS VERKAMENN. Það verða við sem erfum landið með verkum okkar því án okkar er ekkert hægt fyrir alvöru að gera.
1. maí fagnað um land allt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kjaramál | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)