Mamma mín sagði einu sinni

Að þegar á harðbakkann slær skuli spýta í lófana.

Aldrei nokkurn tíma hefur gengið eins á í íslenskum stjórnmálum eins og síðustu ár.  Lang flest atriði hafa snúist um að bjarga þeim sem peningana hafa. Sem og innlimun í þetta ESB samband sem er að hruni komið.

Flest allar aðgerðir þessarar ríkistjórnar hafa orðið til þess að erfiðara og erfiðara verður fyrir tekjulága að hafa í sig og á. 

Endalaust er lagður skattur hér og þar sem hefur áhrif á minnkandi tekjur. Nægir að nefna auknar álögur ríkistjórnar á bensín sem hefur eins og venjulega orðið til þess að vöruverð hefur hækkað.

Enda sér maður vöruverð hækka í matvöruverslunum nær dag frá degi. Fólk verður var við að peningarnir í buddunni endast skemur og skemur.

Fátækt hefur sjaldan verið meiri í sögu þjóðarinnar síðan að lýðveldið varð til.

Sífellt fleiri og fleiri missa heimili sín og verða gjaldþrota. 

Allar aðgerðir ríkistjórnar miðast við að verja handónýtt fjármálakerfi. Með þeirri vörn stendur þessi stjórn gegn eðlilegum breytingum og kröfum sem eru sanngjarnar fyrir láglaunafólk sem á í erfiðleikum.

Sjaldan hefur maður séð manneskju standa gegn eigin orðum eins og þessari sem fer fyrir ríkistjórninni. 

 

Guð hjálpi þjóðinni fyrir það að þessi kona og stjórn hafi aðeins áhyggjur á að hvort satt sé að hún hafi ekki staðið við (stórgölluð) gefin loforð.

Í krafti fullkomnrar andstæðu við núverandi ástand mun þjóðin helga sér nýja framtíð. Þar sem búið er að taka burt og banna að áföll peningavaldsins skuli falla á hinn vinnandi almenning sem og aldraða og öryrkja.

Þessi kona ætti að kunna að skammast sín sem hún því miður kann ekki. 

 

 

 


mbl.is Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei hún kann ekki að skammast sín því miður og það sem verra er alltaf eru einhverjir kjánar sem styðja hana í lyginni og verja gjörðir ríkisstjórnarinnar öllum til vansæmdar og erfiðleika. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2012 kl. 17:47

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það gerir sovéteuroið, eitthvað borgar þetta apparat sem ekki getur skilað ársuppgjöri ár,eftir ár.

Helga Kristjánsdóttir, 17.1.2012 kl. 00:05

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Getur það verið Ásthildur að það séu einhverjir kjánar? Kannski verðum við bara að upplýsa þessa svokölluðu kjána betur hvað sé best fyrir þjóðina?

En þú veist vel að það er fullt af fólki sem hefur stutt þetta lið og líka hina lengst til hægri sem er jú ekkert betra. Því miður. 

Fjórflokkurinn liggur eins og mara yfir þjóðinni. Kannski er það gott fyrir okkur hin að þeir berjist innbyrðis. Nóg hefur verið af því að undanförnu. Þá sér fólk betur....

Og eftir það sem gengið hefur á í íslensku þjóðfélagi er ekki annað enn sanngjarnt en þetta lið gefi eftir og fólk sjái að ekki getur það verið verra sem breytt yrði! Hinsvegar yrði þá okkar að sanna að það væri betra!

Guðni Karl Harðarson, 17.1.2012 kl. 02:10

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvað þú skrifar Helga mín mættir þú aðeins betur útskýra fyrir mér.

Guðni Karl Harðarson, 17.1.2012 kl. 02:11

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Guðni tek alveg undir orð þín, fjórflokkurinn liggur eins og mara á þjóðinni, og víst þurfum við að breyta því. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 12:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband