Glæpsamlegar hækkanir síðustu vikurnar

Afhverju í ósköpunum hækkar alltaf bensínverð hér á landi jafnt og þétt þótt að heimsmarkaðsverðið lækki?

Nú var nefnilega í fréttum í morgun í Útvarpi að bensínverð erlendis hafi lækkað umtalsvert vegna aðgerðar Frakklands. 

Ætti þá ekki að vera skilyrði fyrir Olíufélögin hér að fylgja því?

Því miður hafa Olíufélögin ekkert farið eftir að lækka verð á bensíni til samræmis við annarsstaðar í heiminum. Þvertá móti sjáum við hækkanir eftir hækkanir en aldrei lækkanir.

Ætti ekki að vera betra eftirlit með bensínverði hér á landi? Eins og tildæmis að setja í gang séststakt bensínráð í stjórnsýslunni, sem heldur utanum og passar upp á að verðið hækki ekki þegar tildæmis að það lækkar annarsstaðar í heiminum. 

Eins mætti setja sérstakar takmarkanir á hagnað Olíufyrirtækja einmitt vegna þess hversu þjóðin er þörf fyrir Bensín. 


mbl.is ÓB hækkar bensín um 4 kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er þetta ekki bara græðgi á háu stigi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.3.2012 kl. 23:12

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Jú Ásthildur. Svo eru líklega samráð enn í gangi. Augljóst á því hvernig Olíufélögin eru með mjög svipuð verð á Bensíni og Díesel.

Guðni Karl Harðarson, 30.3.2012 kl. 01:15

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er bara hneyksli að samráð olíufélaganna voru dæmt ómerk og dauð.  Þvílíkur skandall.   Það þarf að skipta um dómara í hæstarétti, þeir eru vilhallari en hægt er hugsa sér í vestrænu lýðræðisríki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 01:24

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

O g ég sem hallaði mér að Atlandsolíu,sem fékk síðan græðgisveikina.

Helga Kristjánsdóttir, 30.3.2012 kl. 02:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband