Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Fimmtudagur, 3. nóvember 2011
Spurning
Er það ekki rétt munað hjá mér að þessi kona hafi fyrst boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn og verið í honum? Eða var það kannski einhver önnur kona sem ég rugla saman við þessa?
Fyrst erlendra kvenna á þing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Furðuleg yfirlýsing!
Samkvæmt heimildum AFP fréttastofunnar innan úr ríkisstjórn Frakklands munu þau Sarkozy og Merkel ætla að senda Papandreou skýr skilaboð á fundinum: Að þjóðaratkvæðagreiðslan snúist um aðild Grikkja að evru-svæðinu. Annað hvort fari Grikkir úr sambandinu eða ekki. Það yrði í fyrsta skipti sem Frakkar og Þjóðverjar veki alvarlega máls á því hvort ríki eigi að yfirgefa evru-svæðið.
Er verið að hóta?
Svona hótanir geta haft þver öfug áhrif! Ég yrði sko alls ekki hissa þó þjóðin hafni þessu. Sérstaklega með tilliti til stöðu almennings í landinu, mikilla mótmæla vegna kjara og svo bætist þetta við.
Sjálfbærniþorp hvað er það?
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1202226/
Getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Sjálfbærniþorp hvað er það?
Þeir sem hafa ratað hingað inn á bloggið mitt síðustu dagana hafa kannski tekið eftir einhverju sem ég hef smám saman verið að auglýsa? En svoleiðis er að ég setti saman sérstaka hugmynd um Sjálfbærniþorp sem yfirleitt hefur verið tekið vel af þeim sem hafa séð.
Lýðræðisfélagið Alda hefur tekið mjög vel á móti mér með hugmynd mína sem gengur út á að setja í gang sérstakt Sjálfbærniþorp. Og þakka ég vel fyrir það! Á fyrsta fundi þar sem slík sjálfbærnimiðstöð kom til umræðu komu 9 manns (að mér meðtöldum). Mikið var rætt fram og til baka um möguleika Sjálfbærniþorpsins. Óhætt er að segja að sá fundur hafi verið bæði áhugaverður og ánægjulegur.
En Sjálfbærniþorp gæti gefið mikla möguleika í ýmsum nýjungum er tengjast sjálfbærni í sem víðustu hugtaki. Þar á meðal félagsleg sjálfbærni, fjármála sjálfbærni, vistvæn verkefni stór og smá, osfrv.
Lýðræðisfélagið Alda býður fólki velkomið sem hefur áhuga á að ræða saman um þetta málefni innan umræðuhóps í félaginu.
Í kvöld verður annar fundur um málefnið í Brautarholti 4 kl. 20.30
Hér er linkur á einfalda heimasíðu um verkefnið sem er þar grunnvinna:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
hér er linkur á Lýðræðisfélagið Öldu:
Óhætt er fyrir mig að segja að við erum að vinna áhugaverða grunnvinnu að góðum undirbúningi.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Hvaða efnahagsbati er það?
Ég hef ótal sinnum séð þetta gert af Bandaríkjamönnum, yfirbankanum þar og afleiðingarnar af því. Það spólar efnahagskerfið upp þangað til það hrynur. Með hækkandi vöruverði svo dæmi sé tekið. Í Bandaríkjunum sá maður að skammtíma hækkun hlutabréfa varð til þess að búa til ofurbólu væntinga sem hækkaði verð í bréfum langt umfram raunvirði fyrirtækisins. Síðan hrundi allt saman þegar að kerfið tók ekki við meiru. Fólk tók að selja og skorta (short sell) í stríðum staumum vegna þess að það kom í ljós að spread-ið á verðinu á hlutabréfunum hélst alltof mikið og augljóst að væntingar voru að baki. Ég hef séð þetta gerast ótal sinnum eftir að vextir hafa verið hækkaðir í BA og eða að prentaðir hafa verið fleiri peningar eins og sala ríkisskuldabréfa.
Og að sjálfsögðu má búast við því að bankarnir hér munu hækka gjöld og vexti í samræmi við það.
Framleiðsla og sköpun verðmæta er langt undir getunni til að halda í við fjármálakerfið. Sem byggir að miklum hluta til á fölskum tilbúnum (og auknum) peningum sem ekkert er á bak við nema loftbóla. Það er augljóst að tilbúnir gervipeningar hafa aukist.
Ég er að vellta því fyrir mér hvort að aukin spenna í því nú sé vegna fjármálaspekúlantana?
Það er enginn efnahagsbati því það eru neikvæður hagvöxtur sem var -4.0 fyrir árið 2010. Hvergi séð að hagvöxtur muni batna og fara yfir + inn miðað við þegar að hann byrjaði að fara í mínus, svo ég noti nú þetta ógurlega orð því hagvöxtur á ekkert að þurfa að skipta okkur verkafólkið miklu máli.
Ég vil benda fólki á að trúa ekki einu einasta orði um efnahagsbata, því staðreyndirnar segja allt annað. Hér er verið að tala upp eins og stjórnmálamennirnir gera.
Hækkum vexti vegna verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 27. október 2011
Við hötum öll IMF - 11 MYNDIR frá mótmælum við Hörpuna
Við fólk sem eru að mótmæla erum langflest á móti IMF og við hötum öll þetta ofur-peningakerfi sem byggist á engu öðru en að ná peningum í vasa örfárra ofurríka einstaklinga af ríkjum heimsins. Þeir sem blóðmjólka samfélögin og láta líta svo út sem þeir séu bjargvættir skuldugra þjóða.
Skrapp aðeins á mótmælin í dag. Hér eru 11 myndir sem ég tók.
Smellið á þennan link hér fyrir neðan:
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1200873/
Loðinn og krúttlegur AGS | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 27. október 2011
Ruslið á eftirdragi - myndir af mótmælum
Í dag er dapurlegur dagur í Íslandssögunni. Dagur sem fer í sögubækurnar fyrir ómerkilegan fund æðstu ráðamanna á Íslandi sem og lið hins erlenda alþjóða yfirgróðasjóðs sem nefndur er: Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn.
Mættur voru nokkrir mótmælendur til að mótmæla fyrir utan Hörpuna vegna fundar IMF og ríkistjórnar um svokallaða meinta árangur á að endurreisa Ísland út úr fjármálasukkinu.
Kl. 12.20 kveiktu mótmælendur á 50 blysum.
Nokkrar skondnar persónur voru mættar á staðinn. Þar var tildæmis svartklæddur maðurinn með Ljáinn með dauðans bros á vör.
Helga Björk kom svo inn á svæðið á gömlu hvítu druslunni. Sí flautandi með vel merkta Ruslatunnu í eftirdragi. Hefur sjálfsagt ætlað að veiða eitthvað af liðinu þarna inni í hana.
Ég skrapp niðureftir til að taka þátt og taka nokkrar myndir með.
Hér eru 11 myndir af mótmælunum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 24. október 2011
Bréf vegna hól-ráðstefnu AGS 27.10.2011
Eftirfarandi bréf er ritað af hópi fólks sem hefur sett spurningamerki við efnahagslegan bata Íslands eftir hrunið og hvernig hann er settur fram af opinberum aðilum og AGS. Það var sent á eftirfarandi aðila á ensku:Joseph Stiglits, Willem Buiter, Poul Thomsen, Julie Kozack, Paul Krugman, Simon Johnson, Nemat Shafik og Martin Wolf en þetta eru erlendur sérfræðingarnir sem munu taka þátt í ráðstefnunni sem haldinn verður í Hörpunni n.k. fimmtudag undir yfirskriftinni: Iceland´s RecoveryLessons and Challenges.
Reykjavík 23. október 2011
Kæri herra/frú
Tilefni þessara skrifa er það að þú ert meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni Iceland´s Recovery-Lessons and Challenges, sem haldin verður í Reykjavík 27. október næst komandi. Við undirrituð höfum áhyggjur af því að þú hafir aðeins fengið valdar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi frá hérlendum stjórnvöldum. Við viljum því benda þér á mikilvægar viðbótarupplýsingar varðandi fjármál ríkis og sveitarfélaga, fjármálakerfið og stöðu almennings í landinu.
Almennt
Ljóst er að staðan í íslensku efnahagslífi er nokkuð önnur í dag en upphaflegar áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gerðu ráð fyrir þegar þeir komu hér að málum í lok árs 2008. Þannig voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nærri tvöfalt meiri í árslok 2010 en upphaflega var áætlað; skuldir hins opinbera eru meiri, atvinnuleysi er meira, verðbólga á árinu 2010 var meiri og svo virðist sem samdrátturinn í efnahagslífinu ætli að verða dýpri og vara lengur.
Ríkisfjármálin
Fyrir hrun skuldaði ríkissjóður 26% af VLF. Opinberar tölur yfir skuldir ríkisins eru 111% af VLF en heildarskuldir þjóðarbúsins eru hins vegar 280% af VLF. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði um 140 milljarða króna milli annars ársfjórðungs 2010 og 2011. Ef marka má þessar tölur þá er hægt að leiða að því líkum að íslenska ríkið hafi frá hruni tekið að láni fjárhæð sem nemur jafnvirði landsframleiðslu í eitt ár og þá eru lánin frá AGS ekki einu sinni talin með. Vaxtakostnaður ríkissjóðs af núverandi skuldabyrði er hátt í 20% af tekjum.
Sveitarfélög
Skuldir sveitarfélaganna og skuldbindingar voru 586 milljarðar um seinustu áramót. Ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru vel á 300 milljarða, og 47 milljarða lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaganna eru frátaldar standa samanlagðar skuldir sveitarfélaganna í 310 milljörðum kr. sem er 20% af VLF og 154% af tekjum þeirra.
Fjármálakerfið
Kostnaður íslenska ríkisins við endurreisn bankakerfisins í kjölfar hrunsins haustið 2008 var 64% af VLF sem er heimsmet. Nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna á 45-65% af raunvirði þeirra. Þessi niðurfelling á milli gömlu og nýju bankanna hefur þó ekki skilað sér til almennings þar sem lánin eru rukkuð inn á nafnvirði þeirra. Afleiðingarnar eru mikill hagnaður bankanna sem byggir á því að þeir eru að eignast stóran hluta af öllum eignum íslenskra fyrirtækja og heimila.
Almenningur
Nú er svo komið að 20% heimila í landinu geta ekki borgað af lánum sínum og 40% eru í miklum erfiðleikum. Í raun eru það bara 10% sem geta greitt af húsnæðislánum með eðlilegum hætti.
Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa lækkað um 27,4% síðastliðin þrjú ár á meðan verðlag hefur hækkað um 40%. Af þessum ástæðum hefur neysla þjóðarinnar dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir mataraðstoð margfaldast en engar opinberar tölur eru til yfir fjöldann. Það eru þó staðreyndir að biðraðirnar við hjálparstofnanir hafa lengst og fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna hefur aukist um 62% frá hruni.
Fram hefur komið í tölum ríkisskattstjóra að skuldir íslenskra fjölskyldna hafi vaxið meira en eignir en á síðasta ári rýrnuðu eignir í fyrsta skipti meira en skuldir. Fjölskyldum sem eiga meira en þær skulda hefur fækkað um 8,1% milli ára. Þeim sem voru með neikvæðan eignaskattstofn fjölgaði hins vegar um 12,1%.
Samkvæmt síðustu tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysið 6,7%. Sú tala er hins vegar umtalsvert hærri þar sem markvisst er unnið að því að koma atvinnulausum í nám og margir hafa yfirgefið landið í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Í þessu sambandi skiptir líka máli að hópur fólks sem er atvinnulaus en á ekki rétt á atvinnuleysisbótum skráir sig ekki atvinnulausa. Hvatinn til að skrá sig er ekki til staðar þar sem fólk fær engar bætur hvort sem er. Að lokum er rétt að benda á að samkvæmt tölum sem hafa verið í opinberri umræðu má ráða að störfum á Íslandi hafi fækkað um 22.500 sem er u.þ.b. 8,2% af skráðu vinnuafli árið 2010.
Niðurstaðan
Meginástæða hrunsins var ofvaxið bankakerfi. Það orkar því mjög undarlega á almenning að horfa upp á þá ofuráherslu sem stjórnvöld leggja á endurreisn þessa sama kerfis í stað þess að byggja upp raunhagvöxt samfélagsins. Byrðum fjármálakreppunnar hefur fyrst og fremst verið dreift á skuldsett heimili. Ríkisstjórnin hefur markvisst unnið gegn almennri leiðréttingu lána og innleitt sértæk skuldaúrræði sem gefa bönkunum sjálfdæmi varðandi það hverjir fá leiðréttingu og hversu mikla. Flest ef ekki öll úrræði við skuldavanda heimila og smærri fyrirtækja hafa miðast við að viðhalda greiðsluvilja.
Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar og vinnubrögð bankanna hafa skapað aukna misskiptingu. Landsmenn horfa upp á að það er verið að afskrifa skuldir þeirra sem ullu hruninu. Þessir halda líka fyrirtækjum sínum og arði af ólöglegum fjármálagjörningum á sama tíma og almenningur er látinn sitja uppi með forsendubrestinn. Því er svo komið að óréttlætið ógnar félagslegum stöðugleika í landinu. Kjörnir fulltrúar fara eftir kröfum fjármálaaflanna á kostnað hagsmuna almennings.
Íslenska bankakerfið hefur sett skuldir sínar yfir á almenning eins og gert hefur verið í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og víðar. Ísland sker sig því ekkert úr hvað það varðar að lýðræðið hefur orðið fórnarlamb bankaveldisins.
Virðingarfyllst,
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ásta Hafberg, nemandi í viðskiptastjórnun
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, fyrrverandi garðyrkjustjóri
Elínborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður
Elías Pétursson, framkvæmdastjóri/háskólastúdent
Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson, hugbúnaðarsérfræðingur
Björg Sigurðardóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður
Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi
Guðbjörn Jónsson, ráðgjafi kominn á eftirlaun
Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur
Helga Þórðardóttir, kennari
Indriði Helgason, rafvirki
Jakobína I. Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir
Þórarinn Einarsson, aktívisti
Þórður Á. Magnússon, framkvæmdarstjóri
Mánudagur, 24. október 2011
Ég velti því fyrir mér
>samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang.
Var samsláttur í hagkerfinu þá hugsanlega vegna Lúsagangs? Og eftir það hafi peningavélin farið á nýju í gang?
Bara svona til gamans að nota samlíkinguna
Alda félag um sjálfbærni og lýðræði - fundarboð
Mýs grunaðar um að hafa startað dráttarvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. október 2011
Sjálfbærniþorp hvað er það?
Auglýsing frá Sjálfbærni og Lýðræðisfélaginu Öldu (sem ég er félagsmaður í):
Á miðvikudagskvöld verður Lýðræðisfélagið Alda með fund í málefnahóp um sjálfbært hagkerfi. Á fundinum verða markmið vetrarins skilgreind ásamt því að skoðaðir verða möguleikar fyrir sjálfbærniþorp á landsbyggðinni þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og samvinnu íbúa í nærumhverfi. Stórgóð hugmynd sem vert er að rannsaka en hún er sprottin úr kolli Guðna Karls, félagsmanni.
Komið og verið með! Fundurinn er sem fyrr segir næsta miðvikudag kl. 20.30 og er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4.
Eins og segir í auglýsingunni þá mun ég setja í gang umræðu um hugmynd mína: "Sjálbærniþorp".
Sjá líka auglýsingu á heimasíðu Öldu:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. október 2011
Guð hjálpi þjóðinni!
Ef þessi kona þarna á myndinni heldur áfram um stjórnartaumana og þessi ríkistjórn.
Eigum við að fara svolítið yfir málin? Þegar að íslendingar sögðu NEI við Icesave þá hefði þessi ríkistjórn átt að fara frá! Icesave hefði átt að vera örlagavaldur stjórnarinnar. Tildæmis þetta segir hvaða ofurvald ríkistjórnir hafa yfir þjóðinni.
Ég velti því fyrir mér hversvegna fullt af fólki er að mótmæla? Er það afþví að ríkistjórnin hefur staðið sig svo ótrúlega vel? Eða er það afþví að við mótmælum alltaf hvað sem gengur á?
Hverju eru mótmælendur alltaf að mótmæla? Væru ekki allt rólegt ef ríkistjórnin hefði í reynd staðið sig rosalega vel eins og þau vilja láta fólk trúa?
Förum aðeins smávegis yfir málin og staðreyndinar:
1. að ríkistjórnin valdi þá leið að bjarga bönkunum frekar en að taka sig sérstaklega til með stuðningi við almenning. Og hafa þor til að breyta kerfinu.
2. að ríkistjórnin stendur ekki með heimilunum í landinu sem urðu undir í hruninu. Heldur stendur hún með fjármagnseigendum.
3. að ríkistjórnin hefur staðið gegn því að fella niður verðtrygginguna sem þúsundir manna á Íslandi hefur farið fram á.
4. að mikill fjöldi fólks er að missa heimili sín vegna stórgalla á fasteignakerfinu sem ekki hefur verið lagaður.
5. að ríkstjórnin hefur ekki þorað að finna leiðir til að breyta hagkerfinu heldur rígheldur í stórgallað fjármálakerfi.
6. fjöldi fólks er við fátæktarmörk og þeim fer fjölgandi sem hafa ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.
7. að ráðherrar hafa ítrekað talað um að ekki eigi að hækka skatta á næsta ári. En hið gagnstæða hefur komið fram. Meðal annars vegna skattaálögur á aldraða.
8. að ríkistjórnin hefur beint sjónum sínum í að sækja um inn í stórgallað reglukerfi og fjármagnskerfi Evrópu og það þrátt fyrir að ráðamenn í þessum löndum hafa verið á endalausum fundum til að gera tilraun til að bjarga ósjálfbjarga skuldugum þjóðum innan þess sambands. Að þessir fundir þurfi að gerast segir allt í dæminu!
Og svo gæti ég eflaust lengi haldið áfram.
NEI! Staðreyndin er sú að það er fátt sem þessi stjórn hefur gert af viti.
Guð bjargi þjóðinni og forði henni frá að halda í eða velja slíka stjórn aftur!
Samfylkingin fær í flestan sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)