Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 4. janúar 2012
Það þarf fyrst þá að laga
Því þeir laga ekki neitt! Í hvaða heimi lifa þessir gaurar eiginlega?
Verðlagið og framfærslan löngu farin langt upp fyrir síðustu kjarasamninga. Bensín ný hækkað og annað vöruverð fylgir á eftir eins og vanalega.
Afhverju snúa þessir gaurar sér ekki frekar að því að sporna við síauknum fjölda fátækra og aðstoða fólk sem á í fjárhagserfiðleikum? Gera eitthvað að viti?
Ríkið ekki staðið við sitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 3. janúar 2012
Frekar þarf að gera annað!
Það er augljóst mál eftir því sem á undan hefur gengið hjá alþingi og gagnvart þjóðinni að engin smáframboð geti gert neitt til að brjóta niður það ofurvald sem fjórflokkurinn hefur yfir Íslandi.
Nú er verið að undirbúa önnur atriði sem munu miklu frekar virka.
Frjálslyndir í viðræðum við aðrar stjórnmálahreyfingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. janúar 2012
Algjörlega ósammála Eiði
Forseti Ísland hr. Ólafur Ragnar þarf ekki að segja af eða á strax um hvort hann ætlar að bjóða sig fram.
Nóg væri að gefa yfirlýsinguna rétt fyrir eiginlega kosningabaráttu.
Ólafur hefur sýnt þjóðinni mikla virðingu og sannað að hann er verðugur fulltrúi hennar. Í gangi er áskorun (á facebook) til forsetans að bjóða sig aftur fram.
Það er rétt hjá honum að bíða aðeins og sjá hverjir aðrir ætla sér í framboð. Meðal annars þeir sem er/væru algjör andstaða við hann. Eða þeir sem hugsanlega bjóða sig fram með stuðnings einhverra stjórnmálaafla á bakvið sig. Eins og tildæmis Samfylkingin sem hefur sýnt forsetanum óvirðingu og staðið gegn honum.
Styðjum við forsetann og skorum á hann að verja embættið!
Sakar Ólaf Ragnar um óvirðingu við þjóðina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. janúar 2012
Áramótaræða mín
Eftirfarandi er texti úr ræðu sem ég samdi og tók upp heima hjá mér í tilefni nýs árs:
sett hér inn sem texti vegna þess að vinnsla ræðunnar er ekki tilbúin.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 11. desember 2011
>Guð hjálpi Íslandi
Við erum löngu orðin þreytt á ruglinu.
Það er alveg augljóst mál að ef við kjósum yfir okkur flokka innan sama kerfis þá mun litlu sem engu verða breytt fyrir framtíðina.
Eftir því sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum þá er komið að því að nú fái almenningur að velja sér sína framtíð sjálfur. Miklu frekar en að velja sér einhvern fulltrúa sem segir þér frá loforðum sem lítið gera og marg oft eru brotin.
Nú er komið að okkur að segja hvað við viljum! Við eigum ekki að leita til stjórnmálamanna eða flokka. Heldur eiga þeir að fara eftir kröfum okkar.
Við þurfum að velja okkur þá sem þora að fara eftir sanngjörnum kröfum okkar og setja þær í framkvæmd.
Eitt af því að sem viturlegt væri að gera er að snúa stjórnmálunum alveg við, þannig að almenningur verði miklu, miklu meiri þátttakendur í ákvörðunatöku. Því slíkt er raunverulegt lýðræði, fremur en það sem við búum við núna. Þar sem veljum okkur fulltrúa sem síðan búa til og framkvæma eftir eigin geðþótta fremur en að fara eftir vilja fólksins.
Það er mín von að við íslendingar höfum vit til að velja okkur framtíð þar sem allir þegnar þjóðfélagsins geti búið við fullkomin skilyrði til geta byggt okkur upp sanngjarna framtíð.
Það er mín von að við höfum vit á því að nota okkar eigið hugvit og kraft til að byggja upp nýtt Ísland. Uppbyggingu með dugnaði, umburðarlyndi, manngæsku og hverskonar manngildi að leiðarljósi.
Það er mín von að við íslendingar getum sjálf nýtt okkur gæði landsins okkar sem þætti í því að búa okkur til þessa framtíð. Fá lönd eins og Ísland hafa þannig eins mikil tækifæri til að nýta sér gæði landsins síns. Fá lönd hafa eins miklar auðlindir til þess.
Að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að nýta þessar auðlindir sjálf og byggja upp frá því. Eins og með að selja afurðir verkefnanna. Því sú leið er sú sanngjarnasta vegna þess að þá erum við öll sjálf þátttakendur í þeim framkvæmdum sem leiða til þeirrar framtíðar sem við viljum búa til.
Frekar en að selja auðlindir okkar til erlendra aðila sem mun ekkert annað gera en að mergsjúga landið okkar. Sem og sjúga úr okkur kraft okkar til að taka þátt í þeim framkvæmdum og verkefnum í lífinu sem við viljum byggja upp.
Það er von mín að íslendingar hafi þor til að gera miklar breytingar á stjórnskipun landsins. Það er tildæmis alls ekki nóg að breyta til þess stjórnarskrá Íslands, þó vissulega sé þörfin fyrir hendi. Við þurfum miklu frekar að fókusa á aðalatriðin sem eru að breyta Íslandi með því að byggja landið upp og búa til nýja framtíð. Það er svo mörg mál miklu meira aðkallandi heldur en stjórnarskráin.
Það er sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í uppbyggingu verkefna. Að vera þátttakandi í því að byggja upp sanngjörn lífskjör. Ég hlýt þannig að hafa réttinn til að vera með. Að vera alvöru þátttakandi.
Þannig er miklu mikilvægara að búa til skilyrði fyrir framtíð sem hjálpar okkur að vera með í uppbyggingu nýrra verkefna.
Með því að selja landið okkar til erlendra fyrirtækja þá stendur ekkert eftir nema það að vera háður duttlungum þeirra aðila og hafa lítil sem engin tækifæri til að vera þátttakandi í gangsetningu verkefnanna. Með því að selja auðlindir okkar úr landi missum við úr höndum okkar umráðaréttinn yfir þær og tækifærin til að búa okkur til þátttöku í verðandi verkefnum.
Á sama hátt er það sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í því að byggja upp og halda þeim gjaldmiðli sem Ísland hefur átt, amk. frá stofnun lýðveldisins okkar. Að segja að gjaldmiðill sé ónýtur segir alls ekki að ekki megi laga hann. Heldur frekar að mistekist hafi að vinna með hann. Það gerir ekkert fyrir okkur að velja nýjan gjaldmiðil því við munum eingöngu búa við sömu vandamál sem áður. Að skipta um gjaldmiðil leysir þannig engan vanda. Miklu frekar eigum við að tryggja okkar eigin gjaldmiðil með því að gera hann sjálfbæran. Það mætti tildæmis gera með því að byggja gjaldmiðilinn upp með því að hlutaskipta honum. Eins og það að gera innanlandskrónur sem væru byggðar upp eingöngu frá verðmætum þeim sem við náum fram með framkvæmdum nýrra verkefna með sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar. Þannig haldast sjálfbærni og verðmæti í hendur til að vera undirlyggjandi á nýrri uppbyggingu á Íslandi.
Ég vil verka þátttakandi í því að búa til nýtt Ísland. En þú?
Leið illa í Framsókn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 11. desember 2011
Guð hjálpi Íslandi!
Við erum löngu orðin þreytt á ruglinu.
Það er alveg augljóst mál að ef við kjósum yfir okkur flokka innan sama kerfis þá mun litlu sem engu verða breytt fyrir framtíðina.
Eftir því sem gengið hefur á í íslenskum stjórnmálum á undanförnum árum þá er komið að því að nú fái almenningur að velja sér sína framtíð sjálfur. Miklu frekar en að velja sér einhvern fulltrúa sem segir þér frá loforðum sem lítið gera og marg oft eru brotin.
Nú er komið að okkur að segja hvað við viljum! Við eigum ekki að leita til stjórnmálamanna eða flokka. Heldur eiga þeir að fara eftir kröfum okkar.
Við þurfum að velja okkur þá sem þora að fara eftir sanngjörnum kröfum okkar og setja þær í framkvæmd.
Eitt af því að sem viturlegt væri að gera er að snúa stjórnmálunum alveg við, þannig að almenningur verði miklu, miklu meiri þátttakendur í ákvörðunatöku. Því slíkt er raunverulegt lýðræði, fremur en það sem við búum við núna. Þar sem veljum okkur fulltrúa sem síðan búa til og framkvæma eftir eigin geðþótta fremur en að fara eftir vilja fólksins.
Það er mín von að við íslendingar höfum vit til að velja okkur framtíð þar sem allir þegnar þjóðfélagsins geti búið við fullkomin skilyrði til geta byggt okkur upp sanngjarna framtíð.
Það er mín von að við höfum vit á því að nota okkar eigið hugvit og kraft til að byggja upp nýtt Ísland. Uppbyggingu með dugnaði, umburðarlyndi, manngæsku og hverskonar manngildi að leiðarljósi.
Það er mín von að við íslendingar getum sjálf nýtt okkur gæði landsins okkar sem þætti í því að búa okkur til þessa framtíð. Fá lönd eins og Ísland hafa þannig eins mikil tækifæri til að nýta sér gæði landsins síns. Fá lönd hafa eins miklar auðlindir til þess.
Að sjálfsögðu eigum við að byggja á því að nýta þessar auðlindir sjálf og byggja upp frá því. Eins og með að selja afurðir verkefnanna. Því sú leið er sú sanngjarnasta vegna þess að þá erum við öll sjálf þátttakendur í þeim framkvæmdum sem leiða til þeirrar framtíðar sem við viljum búa til.
Frekar en að selja auðlindir okkar til erlendra aðila sem mun ekkert annað gera en að mergsjúga landið okkar. Sem og sjúga úr okkur kraft okkar til að taka þátt í þeim framkvæmdum og verkefnum í lífinu sem við viljum byggja upp.
Það er von mín að íslendingar hafi þor til að gera miklar breytingar á stjórnskipun landsins. Það er tildæmis alls ekki nóg að breyta til þess stjórnarskrá Íslands, þó vissulega sé þörfin fyrir hendi. Við þurfum miklu frekar að fókusa á aðalatriðin sem eru að breyta Íslandi með því að byggja landið upp og búa til nýja framtíð. Það er svo mörg mál miklu meira aðkallandi heldur en stjórnarskráin.
Það er sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í uppbyggingu verkefna. Að vera þátttakandi í því að byggja upp sanngjörn lífskjör. Ég hlýt þannig að hafa réttinn til að vera með. Að vera alvöru þátttakandi.
Þannig er miklu mikilvægara að búa til skilyrði fyrir framtíð sem hjálpar okkur að vera með í uppbyggingu nýrra verkefna.
Með því að selja landið okkar til erlendra fyrirtækja þá stendur ekkert eftir nema það að vera háður duttlungum þeirra aðila og hafa lítil sem engin tækifæri til að vera þátttakandi í gangsetningu verkefnanna. Með því að selja auðlindir okkar úr landi missum við úr höndum okkar umráðaréttinn yfir þær og tækifærin til að búa okkur til þátttöku í verðandi verkefnum.
Á sama hátt er það sanngjörn krafa að fá að vera þátttakandi í því að byggja upp og halda þeim gjaldmiðli sem Ísland hefur átt, amk. frá stofnun lýðveldisins okkar. Að segja að gjaldmiðill sé ónýtur segir alls ekki að ekki megi laga hann. Heldur frekar að mistekist hafi að vinna með hann. Það gerir ekkert fyrir okkur að velja nýjan gjaldmiðil því við munum eingöngu búa við sömu vandamál sem áður. Að skipta um gjaldmiðil leysir þannig engan vanda. Miklu frekar eigum við að tryggja okkar eigin gjaldmiðil með því að gera hann sjálfbæran. Það mætti tildæmis gera með því að byggja gjaldmiðilinn upp með því að hlutaskipta honum. Eins og það að gera innanlandskrónur sem væru byggðar upp eingöngu frá verðmætum þeim sem við náum fram með framkvæmdum nýrra verkefna með sjálfbærri nýtingu auðlinda okkar. Þannig haldast sjálfbærni og verðmæti í hendur til að vera undirlyggjandi á nýrri uppbyggingu á Íslandi.
Ég vil verka þátttakandi í því að búa til nýtt Ísland. En þú?
Ekki hefðbundin skattlagning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 29. nóvember 2011
Reiknum þetta út!
1. Er Jón Bjarnason þessi blóraböggull og það sé vegna ESB en ekki þessara Sjávarútvegsmála hans (eins og Björn Bjarnason segir)?
2. (ég) Ef Jón Bjarnason er líka blóraböggull vegna þess að Sf þurfti að finna eitthvað til vegna ákvörðunar Ögmundar vegna Nubo málsins (vegna hótana Sf um að samstarfi flokkana væri búið og stjórninni slitið).
3. Hvað er það sem Ögmundur hefur þá sem ríkistjórnin þarf virkilega á að halda? Því staða hans hlýtur virkilega að vera traust!
4. Ef Ögmundur styður við Jón Bjarnason eins og hann segir. Geta þá Sf menn ekkert gert til að koma höggi á VG?
5. Það eru ca. 2 mánuðir síðan að tveir þingmenn yfirgáfu VG og gerðust óháðir. Eru þá tveir mánuðir núna þangað til stjórnin fellur?
Er ekki óhætt að segja að mjög stutt sé í að stjórnin falli. Það er jú mjög mikið rifist á stjórnarheimilinu.
Íslensk stjórnmál eru í algjöru rugli og eru að ná toppi í farsakenndum yfirlýsingum. Núna rétt fyrir Jólin.
Ögmundur styður Jón | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 26. nóvember 2011
Jæja, er það?
Auðlindir okkar samanstanda af þeim hlutum sem mestur skortur verður á í heiminum til framtíðar, orku, vatni, matvælum, landrými, sterkum samfélagslegum innviðum og öryggi, sagði Sigmundur.
Það er nú einmitt það sem ég sjálfur hef verið að skrifa um hér á bloggi mínu! Undanfarna daga og mánuði. Og á því þurfum við að byggja nýjan kjarna.
Til þess að við getum byggt upp framtíð þá þarf að haldast í hendur:
1. Fólksfjölgun út á landsfjórðunguna.
2. Að fólk geti eignast fasteign á viðráðanlegum lánum.
3. Fjárhagsleg afkoma fólks.
4. Lýðræðisviðræður við samkomu fólks þar sem hún verður til þegar að unnið er að öðrum verkum sameiginlega.
5. Sköpun atvinnuverkefna sem nýtist svæðunum.
6. Samfélagsleg aðkoma þar sem allt þetta helst í hendur og fólk vinnur saman í nærfélagi að verkefnum. Bæði í leik og starfi.
Það verður ekki gert nema að byggja upp skipulega frá sérstökum "Sjálfbærnimiðstöðum" Því þannig eingöngu næst heildstæð uppbygging á samfélaginu. Að byrja á vistvænum verkefnum sem síðan hver landsfjórðungur getur notið góðs að. ALGJÖR UPPBYGGING með þessi 6 atriði hér að ofan að leiðarljósi.
Ég vil nota tækifærið og benda fólki á hugmyndina á bak við "Sjálfbærniþorpið":
http://samfelagvesturs.weebly.com
Vill íslenskt ríkisolíufélag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 25. nóvember 2011
Gott mál
Mikið er ég ánægður með ráðherrann núna!
Ég skil ekki alveg tilganginn með því í fyrsta lagi að bera þetta upp við ráðherra. Það mætti tildæmis alveg ætla að útlendingar ættu að kunngera sér íslensk lög um þetta.
Sem svarar því spurningunni um þennan kaupsýslumann fullkomlega.
Ég nenni síðan ekki að fara að nefna eitthvað hér um "Global-lista" flokkinn á Íslandi og þingmenn hans. Búinn að fá yfir mig nóg upp í kok af því liði!
Við íslendingar þurfum að taka okkur til við að endurreisa Ísland með heildstæðum sjálfbærniverkefnum í nærumhverfi.
Skoðið einfalda vefsíðu um "Sjálfbærniþorpið"
http://samfelagvesturs.weebly.com/
Beiðni Huangs synjað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 24. nóvember 2011
Hún er skuggaleg
Segja má að framtíð ESB sé svona svipuð og myndin af Angelu. Dökk og skuggaleg. Myndin er svolítið táknræn því að skuggi fellur beint á mitt andlit hennar. Pínu ljósara á kinnarnar, en augun drungaleg. Það er eins og að vinstri kinnin falli í skuggann af þeirri hægri.
Merkel hefur haldið því fram að besta leiðin til þess að bæta ástand hins lamaða evrusvæðis sé að gera örlitlar breytingar á stofnsáttmálum ESB sem muni veita Brussel meira vald til þess að fylgjast fjárlögum aðildarríkja ESB og refsa þeim ef þau brjóta reglur sambandsins.
Aðrir, þar á meðal ríkisstjórn Frakklands og Framkvæmdastjórn ESB, vilja sameina skuldir evruríkjanna og veita Evrópska seðlabankanum aukin völd til þess að hafa afskipti af skuldabréfamörkuðum.
Hvaða pólar ætli taki völdin í ESB?
Hvort er betra ofurvald frá Brussel eða aukin seðlabankavöld?
Það væri alveg ljóst að svokallaðar "örlitlar" breytingar mun kalla á enn fleiri "örlitlar" breytingar í framtíðinni. Þangað til að ofurvald vofir yfir aðildarríkin og þau munu sífellt hafa minna að segja.
Aukin völd seðlabanka kallar á stóraukna peningastjórnun og þeir sem eru inn í Evrunni munu þannig geta haft lítið að segja um fjárhagslega framtíð sína.
Ég held það væri best að hætta þessu ruglsambandi strax því það er augljóst að það er svo margt sem tekur á og mikil vandamál sem þau ráða ekki við. Betra er að gera það sem fyrst því ef ekki þá verður aukin hætta á stríði.
Íslendingar vaknið nú og veljum okkur framtíð án þessa ofurvalds! Berjumst fyrir að búa okkur til eigin framtíð sjálf!
Segir framtíð ESB í hættu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)