Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Á villigötum
Það er alveg ótrúlegt að alþingi skuli hafa eitthvað með það að gera að velja hverjir skuli fara fyrir landsdóm.
Það segir einöngu að málum ætti að vera öðruvísi háttað eins og tildæmis einhver ópólitísk mönnuð nefnd sem tæki svona fyrir og ákveði hverjir úr ríkistjórn (og þar á meðal alþingsmanna vegna þess að þrískipting valdsins er ekki rétt) fari fyrir Landsdóm.
Varðandi þetta tiltekna mál þá breytir það ekki þeirri staðreynd að það var alþingi sem ákvað það sjálft að velja aðeins einn mann fyrir Landsdóm. Það er búið að velja það og því skal það klárað.
Hinsvegar ætti því að vera svo háttað að þingið gæti sett ný lög sem ákveði að aðrir ráðherrar úr þessari ríkistjórn Geirs skuli fara líka fyrir Landsdóm. En þau segja að málið sé fyrnt sem er bara einn undansláttur.
Alþingi hefur sjálft komið sér í þessar ógöngur.
Ég spyr hvort að annað lyggi hér að baki hjá VG mönnum? Kannski að koma sér innundir hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu ríkistjórn? Getur það kannski verið að fljótlega muni VG draga sig útúr þessari ríkistjórn með það að leiðarljósi að alltof geyst hafi verið farið í málum vegna ESB?
Maður spyr sig óneitanlega. Hrossakaupin í valdabatterí stjórnmálana geta verið ótrúleg til að ná völdum.
Forystumenn lögðust á sína menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. janúar 2012
Atriði lýðræðis
Auðvitað ætti að koma þessu fyrir að engar hrókfæringar ráðherra í ríkistjórn eigi að vera möguleiki.
Ríkistjórnir eiga ekki að geta reynt að laga stöðu sína allt eftir því hvaða þingmenn eru bestir hvað varðandi mál þau sem þau vilja halda í eða halda áfram með.
Kosnir þingmenn sem valdir verða ráðherrar ættu að vera út kjörtímabilið. Því að lítil samstaða = fall stjórnar og þingrof, nýjar kosningar. Nema að gengið sé frá þessu í upphafi nýrrar ríkistjórnar. Þar að segja að breytingar verði festar strax niður. Og strax sett hverjir skipti ráðherrum út.
Hinsvegar varðandi þingmenn og þingforseta er sjálfsagt að það verði skiptifyrirkomulag sem sett yrði upp þannig að skipt yrði um þingmenn á kjörtímabili og nýjir komi inn í staðinn. En það yrði allt samkvæmt öðrum forsendum sem ég þó hef nefnt áður.
Varðandi þingforseta þyrfti þetta vera þannig að í upphafi þings eftir að ný ríkistjórn hefur verður kosin, verði kosnir þingforsetar fyrir hvert ár. Þingmenn kjósi hverjir verði þingforsetar og velji alla strax. Þingforsetar verði 2 ár úr flokki ríkistjórnar og 2 ár úr flokki stjórnarandstöðu.
En þetta er aðeins skoðun mín og pælinar.
Ekki útilokað að Ásta R. víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. janúar 2012
Alveg snilld!
Þetta er nú alveg allt saman snilld því ráðherranir falla í umvörpum og þá verður ekki lengur eftir neinn til að skipta um til að setja inn nýjan ráðherra í staðinn
Alþingi íslendinga heldur sífellt áfram að valda almenningi vonbrigðum með framgöngu þingmanna. Alveg ótrúlegt hefur verið að hlusta á og fylgjast með þinginu síðustu daga. Þetta allt saman er meiri farsi en í bíómynd.
Stutt hlýtur að vera þangað til að stjórnin fellur. Því það heyrist af sífellri reiði meðal þingflokksmanna um framgöngu ráðherra og þingmanna þeirra. Tildæmis eins og með Össur og Ögmund.
*****
Sjáið þessi tvö þarna á myndinni sem hér fylgir fréttinni. Ekki veit ég hver var að tala þarna þegar að myndin var tekin.
Kallinn á myndinni notar byssu "steeble" á ræðumann sem segir: þú ættir að þegja og hætta þessu rugli. Sem sagt; ætlað að nota til að stoppa þann sem talar af.
Konan hallar út á hlið og setur hendina undir höku. Sem þýðir: ég vil helst ekki hlusta á svona rugl.
Hart sótt að Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 19. janúar 2012
Ójöfnuður - hatvinna - helferð
Almenningur er algjörlega búinn að fá upp í kok yfir sig á ástandinu í þjóðfélaginu. Daglega rignir yfir okkur fréttir um baráttu stjórnmálamanna og flokka sín á milli inn á þingi þar sem barátta þeirra er hver sé sekur eða saklaus. Sem og aðrar ávirðingar þeirra á milli. Þar sem völdin skipta þau meira máli en velferð þegna landsins.
Svo er alltaf reynt að ljúga í fólk að allt sé nú í góðu standi. Að ríkistjórnin sé að gera svo góða hluti. Og fyrir hina skiptir mestu máli að hreinsa sig af áburði og ábyrgð fyrir eigin gerðum sem þó þáverandi samstarfsflokkur þeirra var þátttakandi í svo nefnt sé tildæmis aðra ráðherra í þeirri stjórn.
En staðreyndirnar aðrar blasa við. Hækkanirnar hér og þar. Fyrir þá sem sérstaklega fylgjast með þá er þetta augljóst mál. Svo eru verkalýðsfélög í stappi við ríkistjórn útaf að það sé ekki staðið við samninga sem skipta orðið engu máli því verðlag á nær ÖLLU hefur hækkað svo mikið að ráðstöfunartekjur hafa svo stórlega minnkað. Sem ég nær daglega verð var við, verandi í nánd við verslanir á mínum vinnustað.
Svo talað sé nú ekki um bankana sem auglýsa sig banka fyrir landsmenn og allt sé að verða svo fínt og gott. Á meðan að þeir ganga að fólki sem á í erfiðleikum.
Ég heyri fólk tala um daglega hversu ÓGEÐSLEGT þetta ástand sé.
Nei þessi SF flokkur snýst svo sannarlega ekki um stóru yfirlýsingarnar! Frekar hægt að segja að þau vinni hatrammri baráttu fyrir ójöfnuði og standa í helferð gegn vinnandi fólki í landinu.
En því miður ekki eru hinir í fjórflokknum neitt betri.
Eitt sinn hélt ég sjálfur að Jóhanna væri að gera svo góða og fína hluti fyrir fólk.
Ég verða að biðja afsökunar af að hafa einhverntímann verið svo vitlaus að halda þetta.
Þetta er orðið svo grafalvarlegt mál að það þarf fyrir alvöru að gera eitthvað við þessu ástandi!
Vonbrigði með ríkisstjórnina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 18. janúar 2012
Áríðandi spurningar!
Hvað segir þetta um alþingi og þingmenn að þessi staða skuli vera komin upp? Hver er ábyrgðin? Hverjir bera ábyrgð? Einn maður eða ef til vill kannski fleiri þeirra sem voru í ríkistjórn á þessum tíma?
Er eitthvað sett í stjórnarskrána sem getur tekið á svona málum?
Eða þurfa ekki alþingismenn að læra að taka ábyrgð á gerðum sínum? ALLIR SAMAN!
Hver er staða frjálshyggjunnar?
Hver er staða jafnaðarmennskunnar?
Hver er staða miðjumoðsins?
Hver er staða vinstrimanna?
Hefur ekki allt þetta lið tekið þátt í hruninu með einum eða öðrum hætti?
Hver væri staðan ef aðrir flokkar væru í stjórn? Hvað myndi tilddæmis Sjálfstæðisflokkurinn gera?
Það er sjálfsögð krafa kjósenda að alþingismenn kunni að taka ábyrgð á gerðum sínum. Öðruvísi getum við ekki verið með stjórnarskrá sem segir í fyrstu orðum: Ísland er Lýðveldi með þingræðisstjórn.
Ég mun neita að kjósa nýja stjórnarskrá án þess að búið sé að taka örugglega og fast á þessum málum!
Staðfesting á að málið sé pólitískt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 16. janúar 2012
Mamma mín sagði einu sinni
Að þegar á harðbakkann slær skuli spýta í lófana.
Aldrei nokkurn tíma hefur gengið eins á í íslenskum stjórnmálum eins og síðustu ár. Lang flest atriði hafa snúist um að bjarga þeim sem peningana hafa. Sem og innlimun í þetta ESB samband sem er að hruni komið.
Flest allar aðgerðir þessarar ríkistjórnar hafa orðið til þess að erfiðara og erfiðara verður fyrir tekjulága að hafa í sig og á.
Endalaust er lagður skattur hér og þar sem hefur áhrif á minnkandi tekjur. Nægir að nefna auknar álögur ríkistjórnar á bensín sem hefur eins og venjulega orðið til þess að vöruverð hefur hækkað.
Enda sér maður vöruverð hækka í matvöruverslunum nær dag frá degi. Fólk verður var við að peningarnir í buddunni endast skemur og skemur.
Fátækt hefur sjaldan verið meiri í sögu þjóðarinnar síðan að lýðveldið varð til.
Sífellt fleiri og fleiri missa heimili sín og verða gjaldþrota.
Allar aðgerðir ríkistjórnar miðast við að verja handónýtt fjármálakerfi. Með þeirri vörn stendur þessi stjórn gegn eðlilegum breytingum og kröfum sem eru sanngjarnar fyrir láglaunafólk sem á í erfiðleikum.
Sjaldan hefur maður séð manneskju standa gegn eigin orðum eins og þessari sem fer fyrir ríkistjórninni.
Guð hjálpi þjóðinni fyrir það að þessi kona og stjórn hafi aðeins áhyggjur á að hvort satt sé að hún hafi ekki staðið við (stórgölluð) gefin loforð.
Í krafti fullkomnrar andstæðu við núverandi ástand mun þjóðin helga sér nýja framtíð. Þar sem búið er að taka burt og banna að áföll peningavaldsins skuli falla á hinn vinnandi almenning sem og aldraða og öryrkja.
Þessi kona ætti að kunna að skammast sín sem hún því miður kann ekki.
Gagnrýndi harðlega Samtök atvinnulífsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. janúar 2012
Það sem ég sá
Úr frétt:
>Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Lárus Blöndal, sem var einn helsti talsmaður samninganefndarinnar hér á landi, sendi fjármálaráðuneytinu reikning vegna samskipta við fréttamenn og fyrir að koma fram í sjónvarpsþætti.<
Er ekki inni í launum samningamanna að koma fram í sjónvarpi og tala við fréttamenn? Maður hefði talið þetta starfinu tilfallandi. Eða er þetta eitthvað óvíst í starfslýsingunni? Gleymdist kannski að segja samningamönnum nákvæmar skildur sínar?
Eflaust eru til miklu fleiri eldri tilfelli um svipað. En nú eru þeir sem eru samningamenn búnir að læra að best sé bara að koma sem mest fram í fréttum og sjónvarpsþáttum.
Gott væri að fá upplýst hve krafa hans hafi verið há og hvað hann fékk?
Til Túnis vegna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 11. janúar 2012
Fyrirséð!
Það er löngu ljóst að ekkert gerir neitt fyrir launamanninn neinir kjarasamningar. Alveg ótrúlegt að það skuli verið að semja um eitthvað sem þegar er löngu farið í verðlagið.
Alltaf þessi algjöra endalausa vitleysa ár eftir ár. Gervi barátta á milli stéttarfélaga við ríkistjórn.
Það er alveg augljóst að það þarf að finna nýjar leiðir til að breyta kerfinu. Tildæmis hæfist það alveg með sérstakri festingu á launum sem héldust í hendur með launum við samvinnu fólks í sköpun verðmæta. Losum takið sem gervipeningar hafa á launamanninum með spjalli krónunar og losum hana undir oki vísitalna. Tökum burt spákaupmennsku frá krónunni og raungerum hana með því að skipta henni niður í 4 til 5 verðmætagjaldmiðli í tengslum við verðmætasköpun og laun.
Höldum eiginlegri krónu aðeins sem viðskiptamiðli á gjaldeyri og slíkum viðskiptum á vöru og þjónustu milli fyrirtækja erlendis og innanlands.
Þetta væri bestu kjarabætunar.
Hér er ein stutt vísa sem ég bjó til af tilefninu og varð til á ca. klukkutíma:
Drafandi uppi á berginu vofir doðinn,
og dáist að vonleysi okkar hér,
um fingurna verið lengi loðin,
og losar ei takið á þér.
Í hjarta mínu held ég þó,
að hamingjan taki tímann,
og hengi á okkur hugarfró,
því þó hörð sé vinnst á endanum glíman.
þorum að breyta með tungum í takt,
teflum við ókomna tíma,
þeysum á völlinn þar stöndum við vakt,
þurrkum burt allan híma.
Það er spurning hver á að standa við hvað?,
hversu lengi eigum við að bíða?
Ég segi þér ákveðið það?
þessi tími er alltof lengi að líða.
Ég ætla þó að bæta við þessa fleiri erendum.
Skora á stjórnvöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 8. janúar 2012
Ha? hvaða stjórnmálaleikur er þetta eiginlega?
Fyrir stuttu síðan kom í fréttum að fullveldissinnar væru með hreyfingunni, frjálslyndum, borgarahreyfingunni og aðilar úr stjórnlagaþinginu að tala saman um að mynda saman nýja stórnmálahreyfingu. Meira að segja að þegar væri búið að setja í gang málefnahópa.
Mér er spurn! Er sú umræða á enda? Eða eru orð Bjarna aðeins leikur til að reyna að fá meira af þeirra málefnum inn?
Hugarburður og dylgjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 5. janúar 2012
Gagnrýni eða bölbænir? amk. 12 kröfur hér!
Úr fréttinni:
>Sitthvað eru bölbænir og gagnrýni
Ögmundur segir skorta á málefnalega gagnrýni á ríkisstjórnina.
Nokkuð fer fyrir bölbænum í garð ríkisstjórnarinnar á opinberum vettvangi. Geri ég mikinn mun á þeim annars vegar og heilbrigðri málefnalegri gagnrýni hins vegar. Mér segir svo hugur að í stjórnmálum framtíðarinnar muni málefnalegur ágreiningur innan stjórnarmeirihluta ekki valda þeim skjálfta sem hann gerði fyrr á tíð og gerir enn. Ég var einhverju sinni spurður að því í fjölmiðli hvort hver höndin væri upp á móti annarri á stjórnarheimilinu. Ég sagði að oft væru margar hendur á lofti og væri það framför frá því sem áður var þegar ein hönd var í lofti með vísifingurinn vel sýnilegan og allir samsinntu múlbundnir í undirgefni og þöggun. Að þessu leyti eru stjórnmálin að breytast. Að vísu hægt en bítandi. Verst hve mörg fórnarlömbin hafa orðið í þeim umbrotum sem þessum breytingum fylgja. Þegar upp er staðið munu hins vegar allir njóta góðs af. Það skelfilegasta sem hægt er að hugsa sér eru stjórnmál án skoðana, stjórnmál án frjálsrar hugsunar, stjórnmál án hispurslausra skoðanaskipta.
Þessi orð finnst mér standa upp úr í grein hans.
Ögmundur er hérna að upplýsa vanþekkingu sína á því hvað hefur gengið á út í þjóðfélaginu! Um mótmæli má segja þveröfugt við það sem hann skrifar. Því sjaldan hafa þær verið málefnalegri og skýrari.
Kröfur okkar sem viljum alvöru breytingar eiga almenningi að vera alveg ljósar.
1. Losa burt verðtrygginuna
2. Finna alvöru leiðir fyrir fólk sem á í fjárhagsvanda.
3. Tryggja að fólk séu undir viðmiðunarmörkum, þar að segja að ekki verði eftir í mínus af launum á mánuði, þannig passa upp á að skuldirnar aukist ekki í hverjum mánuði.
4. Að boðið sé upp á samfélagslega bankaþjónustu með samfélagslegum bankalánum, svipað og IAK banki í Svíþjóð. ÞETTA ERU MANNRÉTTINDI!
5. Setja skýrari reglur á bankaumsýslu.
6. Skilja viðskipti með hlutabréf og aðra spákaupmennsku undan vísitölum og setja sér ef ekki er hægt að taka af. Slíkt getur haft afgerandi áhrif á tekjur fólks. Tildæmis eins og viðskipti lífeyrissjóða á hlutabréfamörkuðum osfrv.
7. Lífeyrissjóðir þurfi að fá leyfi hjá sjóðsfélaga til að (og áður en að) fjárfesta í hlutabréfum.
8. Þeir sem borga í lífeyrissjóði geti líka farið fram á að lífeyrissjóðir fjárfesti fyrir sig ef aðstæður þykja til (að pínu litlum hluta þeirra peninga sem þeir borga í lífeyrissjóð).
9. Setja sérstakt bann (búa til kjarna í kringum hvar mætti taka peninga) við því að almenningur í landinu þurfi að greiða fyrir fjárglæframenn (með sköttum og öðrum gjöldum).
10. Setja þarf tryggingu fyrir því að lífeyrissjóðir geti ekki spilað með lífeyrir sjóðsfélaga.
11. Festa tekjur öyrkja og eldriborgara þannig að ekki verði hægt að skerða af þeim eins og vanalega er gert!
12. Og að sjálfsögðu vill ég að við hættum þessu aðlögunarferli inn í ESB og það strax!
Þetta er nú svona sem fljótlega er tekið til og mjög margir sem hafa gagnrýnt ríkistjórnina
Vilja ekki Sjálfstæðisflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)