Mánudagur, 24. október 2011
Ég velti því fyrir mér
>samsláttur í rafkerfinu, þá hugsanlega vegna músagangs, og við það hafi vélin farið í gang.
Var samsláttur í hagkerfinu þá hugsanlega vegna Lúsagangs? Og eftir það hafi peningavélin farið á nýju í gang?
Bara svona til gamans að nota samlíkinguna
Alda félag um sjálfbærni og lýðræði - fundarboð
Mýs grunaðar um að hafa startað dráttarvél | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 24. október 2011
Sjálfbærniþorp hvað er það?
Auglýsing frá Sjálfbærni og Lýðræðisfélaginu Öldu (sem ég er félagsmaður í):
Á miðvikudagskvöld verður Lýðræðisfélagið Alda með fund í málefnahóp um sjálfbært hagkerfi. Á fundinum verða markmið vetrarins skilgreind ásamt því að skoðaðir verða möguleikar fyrir sjálfbærniþorp á landsbyggðinni þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og samvinnu íbúa í nærumhverfi. Stórgóð hugmynd sem vert er að rannsaka en hún er sprottin úr kolli Guðna Karls, félagsmanni.
Komið og verið með! Fundurinn er sem fyrr segir næsta miðvikudag kl. 20.30 og er haldinn í Grasrótarmiðstöðinni að Brautarholti 4.
Eins og segir í auglýsingunni þá mun ég setja í gang umræðu um hugmynd mína: "Sjálbærniþorp".
Sjá líka auglýsingu á heimasíðu Öldu:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sunnudagur, 23. október 2011
Guð hjálpi þjóðinni!
Ef þessi kona þarna á myndinni heldur áfram um stjórnartaumana og þessi ríkistjórn.
Eigum við að fara svolítið yfir málin? Þegar að íslendingar sögðu NEI við Icesave þá hefði þessi ríkistjórn átt að fara frá! Icesave hefði átt að vera örlagavaldur stjórnarinnar. Tildæmis þetta segir hvaða ofurvald ríkistjórnir hafa yfir þjóðinni.
Ég velti því fyrir mér hversvegna fullt af fólki er að mótmæla? Er það afþví að ríkistjórnin hefur staðið sig svo ótrúlega vel? Eða er það afþví að við mótmælum alltaf hvað sem gengur á?
Hverju eru mótmælendur alltaf að mótmæla? Væru ekki allt rólegt ef ríkistjórnin hefði í reynd staðið sig rosalega vel eins og þau vilja láta fólk trúa?
Förum aðeins smávegis yfir málin og staðreyndinar:
1. að ríkistjórnin valdi þá leið að bjarga bönkunum frekar en að taka sig sérstaklega til með stuðningi við almenning. Og hafa þor til að breyta kerfinu.
2. að ríkistjórnin stendur ekki með heimilunum í landinu sem urðu undir í hruninu. Heldur stendur hún með fjármagnseigendum.
3. að ríkistjórnin hefur staðið gegn því að fella niður verðtrygginguna sem þúsundir manna á Íslandi hefur farið fram á.
4. að mikill fjöldi fólks er að missa heimili sín vegna stórgalla á fasteignakerfinu sem ekki hefur verið lagaður.
5. að ríkstjórnin hefur ekki þorað að finna leiðir til að breyta hagkerfinu heldur rígheldur í stórgallað fjármálakerfi.
6. fjöldi fólks er við fátæktarmörk og þeim fer fjölgandi sem hafa ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.
7. að ráðherrar hafa ítrekað talað um að ekki eigi að hækka skatta á næsta ári. En hið gagnstæða hefur komið fram. Meðal annars vegna skattaálögur á aldraða.
8. að ríkistjórnin hefur beint sjónum sínum í að sækja um inn í stórgallað reglukerfi og fjármagnskerfi Evrópu og það þrátt fyrir að ráðamenn í þessum löndum hafa verið á endalausum fundum til að gera tilraun til að bjarga ósjálfbjarga skuldugum þjóðum innan þess sambands. Að þessir fundir þurfi að gerast segir allt í dæminu!
Og svo gæti ég eflaust lengi haldið áfram.
NEI! Staðreyndin er sú að það er fátt sem þessi stjórn hefur gert af viti.
Guð bjargi þjóðinni og forði henni frá að halda í eða velja slíka stjórn aftur!
Samfylkingin fær í flestan sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 21. október 2011
Framtíð Þingvalla
Ég er á þeirri skoðun að það væri alveg sjálfsagt að byggja sérstaka varanlega aðstöðu fyrir stórhátíðir eins og þær sem tengjast afmælum þjóðarinnar. Eitthvað skemmtilegt svæði á reitnum þar sem gamla Hótelið var. Sérstaklega með tilliti til þess hvaða sess Þingvellir eiga meðal þjóðarinnar.
Mér finnst dálítið vanta á að hefja Þingvelli til fyrri vegs og virðingar.
Ég er þá að tala um sértakt hátíðarsvæði í sér-íslenskum stíl.
Ég er hinsvegar alveg sammála honum Hjörleifi að ekki ætti að byggja Hótel á Þingvallasvæðinu.
Ég vil nota tækifærið að hvetja ykkur að fara inn á heimasíðu Öldu sem er félag um Sjálfbærni og Lýðræði, til að lesa þar grein um "Sjálfbærni og Mannlíf" sem ég hef fengið birta þar.
Greinin er undanfari verkefnis sem stendur til að verði sett í gang í næstu viku.
Greinin byrjar hægra megin á forsíðu:
Hér er linkurinn: http://alda.is
Þingvellir verði lausir við bústaði og hótel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 20. október 2011
Sjálfbærni og mannlíf
Eftirfarandi eru glefsur úr grein minni um "Sjálfbærni og mannlíf" inni á heimasíðu Lýðræðisfélagsins Öldu. En restina er hægt að lesa með því að heimsækja heimasíðu félagsins.
..........................................Flest öll verkefni hafa snúist um kröfuna um að græða sem mest og með því geta sagst hafa veitt fullt af fólki atvinnu við að setja verkefnin í gang. Margar þær aðgerðir hafa verið á kostnað landsins okkar með eyðileggingu á náttúrunni og ofnotkun af lífríkinu þar sem litlu er skilað til baka. Hámarks ágóði hefur því verið krafan hvað sem það kostar, á kostnað landsins, með þeirri mengun sem því fylgir og lífríkið hefur skaðast mikið..........
Í stað þess væri hægt að byggja grunn á því að setja í gang fjölverkefni sem færa sig í áttina að allri þeirri tengingu til landins þannig að almenningur njóti þeirra verkefna sem sett væru í gang í sameiningu og án eyðileggingar. Öll þau verkefni sem unnið væru að yrðu þannig tengd saman með sérstökum líffræðilegum grunni þar sem allir þættir lífsins koma inn þar sem þess er kostur ..................
Endilega lesið restina af grein minni á heimasíðu Öldu:
Greinin byrjar hægra megin á forsíðu.
Greinin er undanfari stærra verkefni míns um Sjálfbærni og mannlíf sem opinberast í næstu viku.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 18. október 2011
Hvar eru tækifærin? afsakið mig, fyrirsögnin hefði átt að vera önnur:-)
Í Áli eða annarsstaðar? Er ekki kominn tími til að vinna hlutina af öðrum forsendum?
Nú berja hverjir einir þingmenn á Alþingi sér á brjóst í Bananalýðveldinu Ísland og hrósa sér af því að losna við Alcoa.
Vissulega hefðu orðið til nokkur störf ef Álverið á Bakka hefði verið sett í gang.
Þar fyrir sagt væru möguleg önnur tækifæri fyrir allt svæðið en ekki endilega bara Húsavík.
Það er kominn tími til að breyta. En það tæki þó örugglega nokkurn tíma. Fer eftir viðbrögðum fólks við að setja ný tækifæri í gang.
Bakkadraumur var villuljós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 17. október 2011
Spurning!
Ég velti því fyrir mér hvort Álverið á Bakka hafi verið þarna með inni í öllum þeim störfum sem Jóhanna lofaði í LOFRÆÐU sinni við upphaf þingsins.
Tími hinna glötuðu tækifæra kominn?
Alcoa hættir við Bakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. október 2011
Fyrir löngu! - hér eru 11 myndir af mótmælum 15 okt.
Við tökum okkur bara til og breytum sjálf innan kerfisins. En það er alveg hægt!
Hinsvegar var alþjóðlegur samstöðufundur haldinn á Lækjartorgi en Raddir Fólksins var með fund á Austurvelli.
Óhugnanlegur peningaheimur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 15. október 2011
Við viljum alvöru lýðræði!
Tólf mótmælendur deyddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 12. október 2011
Sendu köttinn á Bavíanann
Nefndur svínið og bavíaninn í nýrri bók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |