Fjarstæðukennt

Hvernig er þetta hugsað? Eiga síðan öll þessi ríki að vera með inni í ESB? Ef það var ætlunin þá gengur þetta ekki upp því Ísland mun aldrei ganga í ESB og heldur ekki Noregur.

Ég held að málefnum Íslands verði ekki borgið inni í svona ríki. Meðal annars vegna fjarlægðarinnar og smæðarinnar.

Svo sýnist mér þetta vera hugsað með hámark valds með einu yfirvaldi. En allar tilheigingar í framtíðinni mun vera þveröfugt, að dreyfa valdi og færa til vald.

Það eru svo ótal spurningar sem koma upp í hugann. Eins og tildæmis kjarafyrirkomulag, heilsugæsla og svo framvegis. Ef ætti að fara að vinna að svona þá tæki það heilan áratug að koma slíku ríki saman og gera að veruleika.


mbl.is Vill stofna norrænt ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

"því Ísland mun aldrei ganga í ESB og heldur ekki Noregur."

Gat nú verið. Ísland er ekki með innistæðu fyrir svona smákóngahugarfari. Úrtölur og úrtölur, þetta væri einfalt mál miðað við margt annað sem fólk og samfélög taka sér fyrir hendur.

Við erum með eitt yfirvald hér heima sem stendur sem er ófært um að stjórna án gegnsýrðrar spillingar. Eitt sem mundi koma úr úr svona skoðun væri að vera með sjálfstætt þing með fulltrúa þjóðanna sem stæðu að hinu norræna ríkjasambandi.

Erfiðasti hjallinn væri að komast yfir áhrif grátkórsins sem vill halda í níðingastjórnmálin á Íslandi. Það var aldeilis frábært að vera svona pínulítil og afskekkt núna í hruninu var það ekki? Okkur gekk svo vel að hafa regluverkið rifið niður af íhaldinu og framsókn og af því að einkavæða bankana og leyfa þeim að skuldsetja þjóðina. Það kom aldeilis frábærlega út! Að þið skuluð væla yfir ESB í sambandi við þetta.

Rúnar Þór Þórarinsson, 27.10.2009 kl. 17:28

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Rúnar minn ég legg til að þú lesir bloggið mitt undanfarna mánuði Ég mun alltaf "væla" um ESB og tengja við allar svona fréttir.

Norrænt ríkjasamband. Ég væri til í að hugsa um norrænt fríríkja samband en ekki Norðurlöndin sem saman eitt ríki með einum stjórnanda.

Síðan að uppræta spillingu væri miklu auðveldara ef við sæjum um okkur sjálf. En eins og ég hef svo skrifað í "Okkar Ísland" þá vil ég losa burt stjórnmálaflokka og byrja upp á nýtt með öðruvísi stjórnun fyrir almenning. Slíkt væri best ef við sæjum um okkur sjálf. Ég er að tala um ALVÖRU Lýðræði þar sem öllum völdum er dreyft og snúið við þar sem byrjar hjá fólkinu (og fólkið sjálft hefur stjórnunina) og endar í Aðalþingi en með þrískiptu valdi og tilfærslu á valdi.

Guðni Karl Harðarson, 27.10.2009 kl. 18:15

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Ég hefði getað bætt við að það er ekki smuga að af þessu verði en sterkara samstarf norðurlandanna er bara af hinu góða.

Uppstokkun stjórnmálakerfisins er bara af hinu góða, eins og þú hefur bloggað um. En það er ekki gott fyrir ofursjálfstætt smáeyríki að einangra sig og ESB er ekki Bandaríkin heldur ríkjasamband. Það er gott fyrir okkur að hugsa út frá "the extended phenotype" (Dawkins) þar sem það er gott fyrir hópinn er gott fyrir einstaklinginn.  Það þjónar engum tilgangi að væla yfir ESB heldur er það hagsmunamál þjóðarinnar að ganga í ESB um leið og fjármálaruglsöldurnar lægi.

Reyndar geta og hljóta hægrimenn og ESB andstæðingar að fagna gjaldþroti þjóðarinnar þ.s. við uppfyllum ekki lengur skilyrði um inngöngu í ESB. Greifarnir/níðingarnir geta því setið að kjötkötlunum hér enn um sinn og veitt bestu bitana til sín þótt þeir séu fátæklegir.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.10.2009 kl. 13:08

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

ég skrifaði>Ég væri til í að hugsa um norrænt fríríkja samband en ekki Norðurlöndin sem saman eitt ríki með einum stjórnanda.

Reyndar meinti ég Norrænan fríríkjasamning á milli þjóða utan ESB eins og Noreg, Kanada og fleiri þjóðri.

þú skrifaðir>Reyndar geta og hljóta hægrimenn og ESB andstæðingar að fagna gjaldþroti þjóðarinnar þ.s. við uppfyllum ekki lengur skilyrði um inngöngu í ESB. Greifarnir/níðingarnir geta því setið að kjötkötlunum hér enn um sinn og veitt bestu bitana til sín þótt þeir séu fátæklegir.

Rúnar þú setur þetta allt í vitlaust samhengi. Ég veit ekki betur að það séu fullt af hægri mönnum séu fylgjandi inngöngu í ESB. Ég gæti tildæmis nefnt sérstakan vin hans Össurs sem er úr röðum Sjálfstæðisfl. og fullt af öðrum. Síðan er þjóðin gjaldþrota hvort sem hún er í ESB eða ekki og kemur því það ekkert þessu við. Það eru Greifar og níðingar innan allra flokka og engu minni í Samfylkingunni (sjáðu tildæmis spillingalistann annarsstaðar í athugasemd á bloggi mínu mjög nýlega).

Ég vil að við almenningur á Íslandi endurreisum landið og byggjum upp nýtt Ísland. Algjörlega á almennings forsendum en ekki einhverra greifa eða níðinga. Við gætum alveg losnað við spillinguna! Við þurfum ekkert að vera einangraðir þó við viljum vinna hlutina sjálfir. Síðan munu þjóðir heimsins í framtíðinni lýta með aðdáunaraugum á þessa litlu þjóð sem leysti sinn vanda sjálf þó það taki sinn tíma. Á vinnusama fólkið sem tekur höndum saman til að reysa þjóðina við. Það er einfaldlega hið eina rétta í stöðunni.

Það þarf ekki bara uppstokun stjórnmálakerfisins heldur heildstæð stefna um að við íslendingar tökum okkur saman til að vinna okkur út úr vandanum í stað þess að leita erlendis til að bjarga okkur sem er bara aumingjaskapur.

Ég ætla að enda þetta með því sem ég skrifaði neðarlega í:

Ísland er landið mitt - 2

Ísland á sér svo mikin auð að við sem búum hér og ræktum þetta land eigum sjálf að njóta afrasktur vinnu okkar af hverskonar nýtingu auðæfa okkar til okkar hags sjálf í stað annarra sem búa ekki í þess landi og bjuggu ekki til afrakstur auðæfa okkar. Það eru aðeins við sem byggjum upp og vinnum í okkar landi sem eigum fullan rétt á landinu og afrakstur auðæva þess heldur en einhverjir auðmanna sem vilja nýta sér okkar vinnu og afraskur sjálfir án þess að koma nálægt þeirri vinnu nema að litlu leiti sjálfir og aðeins svo litlu leiti sem þeir geta!

Að sjálfsögðu eigum við íslendingar sjálfir að búa til aðstæður fyrir verðmætasköpun af landinu okkar í og njóta síðan okkar afraksturs sjálf. Það eru fullt af verkefnum sem við gætum sett í gang sjálfir án þess að vera aðskotahlutir, afætur á landinu okkar með þeim eyðileggingum sem því fylgja. Það þarf ekki að ganga á náttúruna!

Guðni Karl Harðarson, 28.10.2009 kl. 15:37

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þeir sem ég kalla greifa/níðinga í ofangreindu samhengi koma vissulega úr fleiri röðum en íhaldsins. Ég sagði það ekki. Hinsvegar eru ekki aðrir flokkar en sjálfstæðisflokkurinn sem er svo vitlaus að grobba sig af því að: "Stjórna fiskveiðiauðlindinni." nema þá etv. Framsókn sem varð einhverntíman stóriðjuflokkur en ekki bændaflokkur. Samfylkingin er auðvitað í alvarlegri tilvistarkreppu og VG sem heita á róttækur  er síst til þess fallinn að breyta stjórnmálaumhverfinu. Satt best að segja er Samfylkingin líklegust til þess, sbr. málflutning Jóhönnu. En þegar hún hverfur af sjónarsviðinu er ekki gott að segja hvert sá flokkur fer.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.10.2009 kl. 13:24

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Og ég enda þetta á að lýsa 100% stuðningi við niðurlag þessa hjá þér. Ég hef trú á því að svona vitundarvakning sé ekki stundarfyrirbrigði heldur sé komin til að vera. Jafnvel 10 ára sonur minn getur rætt um þjóðmálin og tiltölulega flókin fjármalafyrirbæri af þokkalegri hæfni og ef unga fólkið í dag innbyrðir svona það sem er í gangi og við gætum þess að leyfa þeim að alast upp í öryggi og trú á getu okkar til að komast áleiðis, þá eru okkur allar leiðir færar.

Rúnar Þór Þórarinsson, 29.10.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband