Hvaða stöðuugleikasáttmálarugl er þetta alltaf sem verið er að tala um?

Hvað er búið að gerast síðan að þetta stöðugleikabull var búið til? Hvað með það sem ASÍ kemur að?

 >Í yfirlýsingu oddvita stjórnarflokkanna segir, að gerð stöðugleikasáttmálans síðastliðið vor hafi verið sögulegur og sameiginlegur áfangi til að hefja endurreisn efnahagslífsins og auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina.

Er það að auka tiltrú þjóðarinnar á framtíðina að leggja alltaf sífellt fleiri álögur á láglaunafólk og gera lítið sem ekkert til að fyrir alvöru leysa vanda heimilanna. Eins og fara eftir og ganga í alvöru viðræður með samtökum heimilanna svo dæmi sé tekið. Að allur vandi lendi á fólki við að halda utanum fjármál heimilanna og hafa þau í plús stöðu en í staðin stóraukast vandamálin vegna stóraukinna hækkana á þjónustu og vöruverði á verslunum? Hvert eru launin okkar komin? 

Er það stöðugleiki að framlengja öllum vanda til framtíðarinnar með því að taka endalaus lán í stað þess að fyrir alvöru byggja upp atvinnulífið úti á landi og snúa þessari þróun við?

Ef þetta er stöðugleiki þá hlít ég að vera eitthvað óstöðugur því ég get hvergi séð að neitt af þessu standist á neinn hátt.

Ég er búinn að fá nóg af þessu rugli og blekkingum frá stjórnarfólki, hvaðan úr flokki sem þau koma. Því alveg það sama mun gerast ef aðrir flokkar vinna í stjórn.  Ekkert betri og sama ruglið!


 

 


mbl.is Áform um orkuskatt endurskoðuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ekki veit ég hvaða sáttmáli þetta er né um hvað hann snýst og hef á tifinningunni að málsaðilar viti það ekki sjálfir. En ég býst við að formenn SA og ASÍ viti hvað kemur þeim sjáfum best persónulega.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 28.10.2009 kl. 23:32

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já hvað annað en sem þeim þykir persónulega best að segja og reyna að fá fólk til að trúa.

Gömul tugga tuggin enn og aftur og aftur. Við sjáum í gegnum þetta og við erum dugleg/ir að upplýsa fólk hvað sé það rétta og hvað sé blekking.

ÁFRAM ÍSLAND!

NEI VIÐ ESB - NEI við Icesav - NEI við AGS.

Guðni Karl Harðarson, 29.10.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband