Smávegis um kosnaðarliði í fjárlögum og hvernig breytt fyrir "Okkar Ísland"

Hugmyndir þessar sem hér koma fram munu fara inn í "Okkar Ísland" 1.05.

Þau mál og hugmyndir sem er skrifað eru hugsuð sem undirbúningur til  leiða sem svo yrðu nákvæmar farið yfir og leitast eftir að finna leiðir til að framkvæma. 

Kerfisgalli

Gallinn við kerfið sem við búum við þegar að fjárlög eru unnin er sá að stjórn landsins lítur alltaf á kosnaðarliði sem tap, þar að segja útgjöld á hverskonar úthlutanir í Heilbrigðiskerfið, Velferðarkerfið, Vegamál og svo framvegis. Þannig eru þau oftast að skera niður í þessum málaflokkum og líta á það sem neikvæð áhrif á Fjárlögin. 

*****Sum þessara mála sem sveitarstjórnir og bæjarstjórnir þurfa að sinna í sínum fjárlögum eru mörg hver þau sömu sem ríkisstjórn þarf að fara yfir í sínum fjárlögum. Nægir tildæmis að nefna Heilbrigðismál og Vegaframkvæmdir. 

 Byggingaframkvæmdir

Mennningar og ferðasvið, menntasvið,  leikskólasvið, íþrótta og tómstundasvið, velferðasvið, ýmsar fasteignir,  verkefni  við einstök hús, hugbúnaður, endurbætur og viðhald.

Gatnaframkvæmdir

Endurnýjun á vegum innan svæðis, nýbyggingarhverfi, umhverfi og aðgengi, umferðaröryggi, ýmsar gatnaframkvæmdir, þjóðvegir.*****

Breytt í Kerfishagnað

Í "Okkar Ísland" hugmyndinni er hugsunin sú að líta á öll þessi útgjöld sem gróða fyrir þjóðfélgið og tekið á málum þannig að búa til aðstæður að ef það á að gera einhverja framkvæmd í þessa veru þá skili það sér margfalt til baka út í þjóðfélagið með vinnu og peningum. 

Með því fyrirkomulagi er alltaf reynt að hámarka allar svona framkvæmdir og þær skili sér alltaf til baka út í bæði í Landsjóð sem peningar og út á svæðin sem efling á mannauð sem er vinna og verðmætasköpun í kringum það. Þannig vær það sem nú er talið  sem kosnaður ef þarf að byggja nýjan veg og/eða lagfæra gamlan, þá væri gert allt til að hámarka það sem hagnað og fundin leið til þess að nýta þær framkvæmdir sem peninga inn í Landssjóð og inn á svæðin.

Þannig með þessu er næstum því það eina sem stendur eftir eru skuldir þjóðarinnar, nema ef vera skildi starfsmanna og launamál. En hægt væri að finna leiðir til að setja skuldirnar sem einhverskonar hliðaráhrif (sjóður) og þannig aðeins borga þær þegar að komið er að þeim en komið í veg fyrir að þær hafi áhrif á Höfðustól Landssjóðs og þannig sem minnst áhrif á þjóðarbúið. Að losa neikvæðu áhrifin burt.

Þetta er því algjörlega breyttur hugsanaháttur og hugsað um öll svona mál sem verðmæti og unnið út frá því. Vel mögulegt væri að virkja svona hugmyndir. Hugsið um hvað þetta gæti haft jákvæð áhrif á alla velferð á Íslandi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband