Hvaða tilgangur var í því að senda fyrirvarana út?

Ég bara spyr. Hver var tilgangurinn með því að senda út þessa fyrirvara? Að draga málið á langinn? Eða eru þau virkilega það vitlaus að halda að Bretar og Hollendingarnir hefðu samþykkt þetta atriði með síðustu greiðslur, síðustu stöðu og lengd lánsins?

Ég vona svo sannarlega að þetta Icesave mál dragist sem lengst af þeim forsendum að þá fer svo mikinn tími í það að ríkisstjórnin verður að segja af sér vegna þess að þau eru ekki fær um að leysa það.

Svo senda þau það út aftur og fá nýja umsögn frá þjóðunum. Nýja fyrirvara við þeirra fyrirvara. Ég sé fyrir mér að ríkisstjórnin eyði alltof miklum tíma í þetta mál og geti ekki á meðan gengið í önnur mikilvæg mál sem þarf að leysa. En ég nefni þar því allra nauðsynlegasta og það eru fjármál heimilana en ekki svokallaða endurreisn með lánum og vaxtalækkanir sem Jóhanna nefnir og er svo tíðrætt um.

>Lausn málsins myndi ekki breyta því að það er illt að þjóðin skuli þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn sem nýttu sér hið góða nafn hennar á óábyrgan hátt.

 Lausn þessa máls ætti alltaf  að vera á þann hátt að þjóðin skuli aldrei þurfa að ganga í ábyrgð fyrir fjárglæframenn með því að setja tryggingu fyrir sjóð fjárfesta. Á þann hátt hefði verið heiðarlegt að taka á málunum gagnvart því fólki sem aldrei tók þátt í og mun aldrei taka þátt í neinu misjöfnu svo vægustu orðin séu hér notuð.

Það er málið sem segir allt og bara þessi atriði fær mann að hugsa með glýgju og skömm á stjórnmálamenn sem geta sett þjóðina í slíka stöðu! Og það er á hreinu að ef einhverjir aðrir hafi verið við stjórn þá hafi þeir tekið svipað á málunum. Einmitt vegna þess að allt þetta kom með frelsi einkafjárfestinga sem kom í byrjunninni frá einum flokki þó hinn sá vanalega næststærsti flokkur hafi spilað með og spili enn með.

Sem segir einfaldlega það að ríkisstjórnin ætlar aldrei að ná inn neinu fé frá fjárglæframönnum til að nota í þetta. Það eru það margir fjárglæframenn sem halda leiknum enn áfram og/eða hafa náð inn peningum með óvönduðum ráðum sem enn hafa ekki verið skilað til baka í þjóðfélagið! Það eru menn þarna úti sem enn eru að störfum og ekki er byrjað að birta neinar kærur á þá. Það þýðir því ekkert að segja að allir peningarnir séu horfnir. Og dómar á ákærur ættu að vera bæði fangelsisdómur og ná inn peningum!

 


mbl.is Ekki séð fyrir enda Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband