Aðeins smávegis um vanda heimilanna

Ég var á athyglisverðum og góðum fundi um vanda heimilanna í fyrrakvöld. Þar komu nokkur mjög góð atriði fram. Ég hafði lúmskt gaman af því þegar að blessaður kallinn Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra minntist á þennan svokallaða stöðuleika sáttmála. Þá hló allur salurinn í Iðnó og nokkuð var um frammíköll í framhaldinu. Það er alveg ljóst að í huga fólks er þetta svokallaða stöðuleika plagg ekkert annað en algjört bull.

Væri ekki upplagt að gera nú eitthvað fyrir alvöru til að hjálpa heimilunum út úr þessum vanda? Þó nefna mætti öll hin atriðin eins og að lagfæra lánin þá eru önnur atriði sem mætti einfaldlega framkvæma á þessum síðustu og verstu tímum. Sérstaklega tvö atriði sem væru kjarabót og sem slík bæði stuðningur og réttlæti fyrir fólk gagnvart öllum þessum bankamálum og öllu því fjármálasukki sem gengið hefur yfir þjóðina.

1. Hvernig væri nú að taka sig til og borga fólki út dálítið af eignum sínum í Lífeyrissjóðum? Svona eins og 20% af eignum þeirra? Afhverju ekki þetta alveg eins og að nefna alltaf að hinir og þessir Lífeyrissjóðir eigi að taka sig til og fjárfesta í fyrirtækjum? Þessir peningar eru jú eign almennings og fínt væri að nota hluta af þeim svona á síðustu og verstu tímum?!

2. Eða? Má ekki leysa hreinlega einn bankann sérstaklega til almennings? Þjóðin á jú Landsbankann! Hvernig væri að snúa við blaðinu að í stað þessa 200 milljarða sem verið er að setja í bankana, þá setji bankarnir einhverja milljarða til baka til almennings í landinu til að bæta því þetta mikla tjón sem hefur orðið.

Ég bara spyr!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stöðuleiki um óbreytt kjör hagstjórnarfræðinga með annars?

Stöðuleikinn í síðust þjóðarsátt 30% skerðing 2/3 hlutaþjóðarinn er enn ekki farin að skila sér? 

Þarf ekki bara að skipta um orð til fólki gleypi við þessu? Stökkbreyting upp á við fyrir 2/3 hluta þjóðarinnar til að byrja með.

Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 14:20

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Já og stöðuleiki um óbreytt kjör annara fræðinga og þar til gerða gæðinga?

>Stöðuleikinn í síðust þjóðarsátt 30% skerðing 2/3 hlutaþjóðarinn er enn ekki farin að skila sér?

Jú aðeins því miður er skerðingin farin að byrja. Hvernig er með allar stöðugu verðhækkarnirnar í búðunum? Er það þessi svokallaði stöðugleiki? Eða hvað?

Afhverju geta þau ekki notað orð eins og stóraðgerðapakki eða eitthvað svipað? Munum við þó trúa því frekar en hinu? Sama hvað þau nefna það?

Síðan er alveg ljóst að sama hvaða stjórn er við völdin þá hefði sú sama búið til eitthvað svipað og kallað eitthvað svipað. Pakki þetta, pakkið hitt.......

Verkalýðshreyfingin er fyrir löngu búin að bregðast fólki og gerir ekkert annað en að fylgja eftir í Pilsfaldi ríkisstjórnar. 

Guðni Karl Harðarson, 19.9.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í anda EU kemur allt að ofan líka leiðtogar launfólks og atvinnurekanda sem tala máli ráðmanna [Baklandi stjórnmálaflokkanna] á hverjum tíma.

Hinsvegar telur almenningur ekki svo vera. Fyrir daga EU nútímans á Íslandi, voru heimilin hornsteininn og sjálfbærni einstaklinganna á öllu sviðum í fyrir rúmi. Þá komu leiðtogar launafólks úr þeirra röðum og sannlega fóru kjörin stigvaxandi ár frá ári og velferðakerfið byggðist upp vegna almennra skattagreiðslna. 

Allir sem hafa fylgst með stöðu mála hér [og á norðurlöndunum t.d.] hafa séð afleiðingar eftir breytingar og upptöku hugmyndafræði stórborgasamfélags ráðandi Meðlima-Ríkja EU.

Stöðugleiki samfara hverri skerðingu á fætur annarri og stöðugt meiri tekjuskipting frá almenningi yfir til 1% þjóðarinnar.

Gamla kerfið og peninganna til fólksins því þeir eru það raunverulega vald eða ávísun á val sem skiptir máli.

Gamla kerfið í ljósi þess hverju það skilaði, Ný kerfið í burt í ljósi þessu hverju það skilaði.

Viðreisn og stöðuleiki á ekki við í dag nema litið sé aftur til 1944.

Samstaða um að allir geti trúað á mátt sinn og megin og fái tækifæri til þess þá minnkar þörf fyrir rándýra forsjá reynslulausra og óábyrgra aðila.  

Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 16:19

4 Smámynd: Félag Fólksins

Það er margur vandi og margt með lausnir en það þarf að byrja á að finna leiðir til að styrkja hag þjóðarinnar með aukningu á þjóðarframleiðslu eða öðru sem getur aukið tekjur landsins.

1. Kvótinn á að vera í ríkis eign og leigður út.

2. Styrkja bændur til að auka framleiðslu kjötafurða til sölu úr landi sem náttúru afurð.

3. Hægt væri að auglýsa landið sem raforkuland og bjóða fyrirtækjum sem eru í þróunar verkefnum að koma hingað til að nýta sér orku sem landið hefur.

Mótvægi skulda.

1. Það á að taka bankana alla í þjóðar eign sameina þá og hætta að vera að dæla peningum inn í marga banka eins og er gert. Það á að fella niður þá vexti sem hafa orðið til þess að lánin hafa vaxið sem þau hafa gert og setja lán á byrjunarstig eða leifa fólki að frysta þau vaxtarlaust svo að fólk geti borgað beint inn á höfuðstól lánanna í einhvern X tíma. Einnig á að leifa fólki að sameina mörg smá lán sem það hefur tekið og/eða fá nítt lán á góðum kjörum til að borga upp smærri lán þar sem mikið er um að fólk hefur tekið lán á mörgum stöðum.

2. Einnig á að fella út eftirlaun ráðamanna svo að það sé ekki verið að borga fólki sem er ekkert að vinna fyrir þjóðina, þeir peningar geta gengið upp í margt af því sem heimilin og/eða landið skuldar.

Annað

Burtséð því hvernig vinnubrögð stjórnmálamann eru þá er það svo að landið er stórskuldugt vegna mistaka sem voru gerð af bönkunum og útrásar mönnum, mikið hefur verið stolið af peningum og fjárfest fram úr getu. Þeim peningum á að skila eftir bestu getu og þeir sem eiga sök að vandanum dregnir fyrir dóm og látnir bera ábirgð á gjörðum sínum.

Lífeyrissjóðir

Að leifa fólki að taka út peninga af lífeyris reikningum er bara leið til að stela af fólki peningum sem það á að eiga á efri árunum. Ef fólk fer að taka út peninga af lífeyris reikningum fara þeir peningar mest upp í skuldir og er það ekki mikli bót þar sem það er að taka af peningum sem það á að geiga einna með.

Einnig eiga lífeyrissjóðir ekki að fá að bruðla með peninga fólks, heldur eiga þeir að geyma þessa peninga og halda utanum þá. Þessir peningar eiga að vera geymdir inna ríkisbanka til að þeir séu tryggðir, bankinn getur veitt lán og annað til að auka veltu sína en þeir peningar sem eru lánaðir eiga ekki að vera lífeyrispeningar fólksins. Það má segja að lífeyrissjóður væri skildu sparnaður sem ætlaður er til efri ára fólks en fólk fengi að ráða hve háa prósentu það borgaði í sparnaðinn.

Félag Fólksins, 19.9.2009 kl. 18:23

5 Smámynd: Júlíus Björnsson

Aðrar þjóðir flestar eru með bein flæði í lífeyrissjóðskerfi. Þeir sem þiggja lífeyri fá 60% á mánuði af meðaltalimánaðar tekna fyrir lífeyristöku. Íbúðalánin eru þá að fullu greidd. Þetta gerir kröfu um að 85% af vinnuaflanum greiði 10% af launum sínum í lífeyris sjóð. Sem gerir kröfum um styttingu námstíma og skilvirkni 6 tíma á daga allra starfandi launþega. Gerir kröfu um að lámarkslaun tryggi að maður geti tekið íbúða lán um 25-30 ára og greitt það upp á 30-40 árum með 2-3% raunvöxtum. 

Allur annar sparnaður getur svo verið fyrir utan sameiginlega tryggingarkerfið sem er laust við sjóðsábyrgð,og spámennsku eins og þetta Íslenska  í dag. Kostnaður sama sem enginn allt tölvukeyrt í samvinnu við reiknistofu bankanna. 

Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 18:49

6 Smámynd: Júlíus Björnsson

Skv. CIA factbook var vinnu aflinn 184.000 2008 sem skilar um 28.000 60%.

Hinsvegar voru 37.000 eldri  en 65. ára.

Sem sýnir hve klikkað er að álíta í ljósi alþjóðamála að hægt sé að standa við ávöxtunarkerfið í dag.  Vonlaust.

Það er alls ekki í þágu almennings og hvergi notað utan Íslands enda arfavitlaust í grunni. Útlendingar borga ekki ávöxtunarkröfu Íslenskra lífeyrissjóða. N.B.

Júlíus Björnsson, 19.9.2009 kl. 19:34

7 identicon

Heill og sæll; Guðni Karl - sem og, þið önnur hér á síðu !

Þakka þér; þessar tillögur allar, Guðni.

Jafnframt; vil ég árétta, að ég sé fyrir mér, nú þegar, um sex manns, hverjir gætu tekið við landsstjórninni, utan þings - yrði valdastéttin hrakin frá, á næstunni. Þyrfti þó; að bæta við, öðrum 4 - 6, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; sem öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 22:12

8 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þetta var góður pistill hjá þér Guðni, en ég er hræddur um að greiðslur úr lífeyrissjóðum myndu að stórum hluta fara í ginið á skattmann og ekki líst mér á það.

Auðvitað eiga greiðslur úr lífeyrissjóðum að vera skattlausar en greiðslur í sjóðina skattlagðar. það er alltaf hægt að níðast á eldri borgurum virðist vera.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.9.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Félag-fólksins sagði:

>Lífeyrissjóðir

>Að leifa fólki að taka út peninga af lífeyris reikningum er bara leið til að stela af fólki peningum sem það á að eiga á efri árunum. Ef fólk fer að taka út peninga af lífeyris reikningum fara þeir peningar mest upp í skuldir og er það ekki mikli bót þar sem það er að taka af peningum sem það á að geiga einna með.

Ekki rétt. Fyrir það fyrsta tala ég um að taka út úr lýfeyrisjóð á að vera kjarabót sem gagnvægi gegn öllum verðhækkunum í búðum. Ég er þá auðvitað að segja að þetta sé sem viðbót eftir að búið er að framkvæma aðrar aðgerðir eins og að leiðrétta lán og þessa bölvuðu verðtryggingu! ÁÐUR.

Ég á sjálfur yfir 3 milljónir í líeyrissjóð og það sem ég mun fá á mánuði eftir að ég er kominn á aldurinn er bara sláandi miðað við hvað ég er búinn að safna. Ég man ekki hver útreikningurinn er þó ég hafi einhverntímann skoðað það. En ég reikna með að þetta séu ekki hærri en svona skitnar 8.000 til 9.000 á mánuði. Þegar að ég fell svo frá á endanum (eins og staðan er nú) þá er ég bara búinn að fá brot af því sem ég borgaði í sjóðinn í heild. Ég hef verið að tala við kennara sem sagði mér að það sem hann fengi nú væri eitthvað um 4.000 krónur á mánuði.

Auðvitað eiga peningar okkar í þessum sjóðum ekki að ver bruðlað með. Málið er að sumir sjóðir eru þegar búnir að tapa um og yfir 17% af eignum okkar. Peningar sem þeir hafa notað til fjárfestinga bæði í hlutabréfum og skuldabréfasjóðum.

Mér finndist það alveg réttlátt að við fengjum hluta af þessum peningum enda mætti segja sem svo að það vær einmitt sá hluti sem ég hefði ekki fengið af því að ég væri fallinn frá. Ég ætti kannski 2 milljónir inni. Væri ekki réttlátt þó ég fengi eins og litlar 300.000 krónur og það væri helminngi meira í einni greiðslu?

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 01:15

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ísleifur auðvitað ætti slíkar eingreiðslur að vera skattfrjálsar! Og án þess að hafa áhrif á elli eða örorkustyrk. Öðruvísi datt mér þetta ekki í hug! 

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 01:17

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Félag fólksins skrifaði:

1. Kvótinn á að vera í ríkiseign og leigður út.

Að nokkru leit sammála þér en það þarf að bjóða upp á að þeir sem vinna hjá fyrirtækjunum eignist í kvótanum og hlutabréf í fyrirtækinu. Þannig búa til tryggingu (ath. í þessari atvinngrein) fyrir gegn því að missa vinnuna...

Síðan útfærir kvóti í eign ríksins alveg rosalegt ríkisbákn. Það þarf svo mikla vinnu í skriffinsku í kringum það. Ef þetta með útleig kvóta þá hvað á að gera í öðrum atvinnugreinum? Búa til kvóta? og setja fólk í skriffinsku við það líka.

Það er alveg ljóst að finna þyrfti hinn gullna meðalveg sem væri hagur fyrir almenning en ekki einhverra sérstakra hagsmunaaðila. En í "Okkar Ísland" sem ég hef verið að setja saman þá er þetta ríki minnkað svo og reynt að gera það abæði að engu og fyrir fólkið. Því að ríkið er fólkið sjálft en ekki einhverjir sem ráða sérstaklega yfir fólkinu eins og ríksbákn. En það mætt brúa bil þeirra sem vilja nota ríkið og hinna sem vilja gera allt frjálst. Ég er að segja það að það er fólkið sjálft sem stjórnar og með valddreyfingu og valdskiptingu. Þannig náum við að búa til nýtt kerfi almennings.

>2. Styrkja bændur til að auka framleiðslu kjötafurða til sölu úr landi sem náttúru afurð.

Ég hef verið mjög á þeim skoðunum að það þurfi að endurbyggja allan Landbúnaðinn upp. Meðal annars væri Landbúnaðurinn einn stór þáttur í nýrri stór eflingu í verðmætasköpunar sem skiptist  á milli landshluta ("Okkar Ísland" nefnir skiptingu landsins í 5 hluta og hver hluti taki að sér 3-5% aukna verðmætasköpun árlega.

>3. Hægt væri að auglýsa landið sem raforkuland og bjóða fyrirtækjum sem eru í þróunar verkefnum að koma hingað til að nýta sér orku sem landið hefur.

Auðvitað ættu erlend fyrirtæki að kaupa orku af okkur sjálfum en ekki selja orku til fyrirtækja sem svo selur orkuna erlendis. Grundvallaratriði!

Síðan væri það svo mikið sem við gætum sjálf unnið orku okkar til að setja í gang ýmsar vörutegundir eins og það sem kæmi frá jarðvarma, tildæmis stóraukningu í gróðurhúsum.

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 01:33

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Júlíus og hinir allir. Það er alveg ljóst að við þurfum aðra tegund af viðreisn og það án flokka. Nú eru allir búnir að reyna og það væri gjörsamlega ótækt ef að Sjfl. muni ná hér völdum aftur, Því að þaðan kom allt þetta rugl í uppahafi fyrir um 27 árum þegar að það byrjaði fyrir alvöru. Hvað þá framsókn!

Nú er komið að almenningi! með sína utanþingsstjórn! Almenningur á alveg að geta unnið saman í nýrri stjórn og framkvæma hlutina fljótt og örugglega. Án blekkinga og með réttlátri upplýsingagjöf út í samfélagið. Ég er alveg viss um að almenningur án flokkar í utanþingsstjórn stæði sig ekki ver heldur allir þessir flokkar sem hafa ráðið landinu undanfarin ár! Einmitt vegna þess hvernig komið er fyrir Íslandi.

Júlíus skrifaði:

>Allur annar sparnaður getur svo verið fyrir utan sameiginlega tryggingarkerfið sem er laust við sjóðsábyrgð,og spámennsku eins og þetta Íslenska  í dag. Kostnaður sama sem enginn allt tölvukeyrt í samvinnu við reiknistofu bankanna. 

Hárrétt hjá þér. því að lífeyrissjóðir eiga ekki að hafa leyfi til að spila með pengana mína og okkar!

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 01:44

13 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Leiðrétting:

var>þá er ég bara búinn að fá brot af því sem ég borgaði í sjóðinn í heild.

Þá væri ég bara búinn að fá eftir þessu kerfi.

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 01:47

14 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og svo ÁFRAM ÍSLAND OG ekkert ESB!

Verum menn og gerum hlutina sjálfir. Sýnum heiminum hversu sterkir íslendingar eru á úrslita stundum í erfiðleikum þjóðar! Mannafl er auðlind sem og aðrar auðlindir  okkar.

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 01:55

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þjóverjar búa við gegnumflæði lífeyrissjóðskerfi, hlutfall þeirra sem eru á aldrinum 15-65 ára er sama og hér en þeir sem eru eldri fleiri og þeir sem eru yngri færri. Pétur Blöndal  lærði þar.  Þótt Íslenska kerfið sé einstakt í heiminum toppar það örugglega ekki það þýska um áreiðanleika eða hagkvæmni.  Þar standa menn undir titlum.

Rökin fyrir því Íslenska byggja á kröfu um ávöxtun og speculation um hlutfallslega fjölgun þeirra sem lífeyrir.

Hinsvegar gerir ávöxtunarkrafan það að verkun að  innstreymi í sjóðinn verður að vaxa með hverju ári, til þess er ekki hægt að græða á vitlausari útlendingum í kauphöllum, og það þýðar minnkandi kaupmátt komandi á atvinnumarkaði, gott fyrir þá sem áð taka lífeyri í augnblikinu. Gott fyrir Pétur, Ásmund og Víglund t.d.   Augljóslega liður í EFTA aðildinni að reisa hér upp þjónustugeira á sviði fjármála sem ráðmenn í Brussel hafa alltaf vitað að ekki myndi ganga upp. 300.000 manna heimmarkaður ber ekki kauphöll og risaumfangsmikinn Seðlabanka eins og sannast hefur. Án þess að almenningur gæfi eftir kaupmátt til að rýma fyrir innflutningi fólks með frá löndum með lægri kjör í boði.

Nú ef ég man rétt þátt komu hér í kjölfar síðustu þjóðarsáttar ekki bara kröfur um einkavæðingu þjónustugeira í eigu ríkisins, kauphöll og aukin umsvif Seðlabanka með upplýsinga og þýðingaskyldu  gagnvart Seðlabanka Evrópu heldur líka þríhlið viðræðir ráðandi aðila á vinnu markaði: í anda EU stjórnskipunarlaga. Ríkismilliganga. Launþegar féllu frá kauphækkunum [ekki atvinnurekendur eða forusta launþega] fengu í sérréttarlífeyrisréttindi og greiðslur í formi hærri lífeyrisprósentu.

Nú fæ ég að taka út séreignalífeyrinn. Ekki sáttur því ég hefði notað kaupið sem mér var ekki afhent fyrir vinnuna til að greiða niður lánið á íbúðinni sem þýðir að neysluveðsverðtryggingarvísitalan í stað fasteignveðsverðtryggingarvísitölu  hefur aukið höfuðstól skuldarinnar kannski um sömu upphæð eða meiri  sem hann hefði lækkað ef ég hefði getað greitt meira á mánuði öll þessi ár.

Þetta er að sjálfsögðu augljóst svindl þar sem þetta er sérfyrirbrigði á Íslandi. Vitlaus verðtryggingar vísitala á 80% lánum heimilanna og lán í sukksjóði illa rekinna Íslenskra ríkisverndaða fyrirtækja, í séreign fárra einstaklinga: skuldaþræla EU.

Ríkisstjórnir sem mismuna kennitölum eru ekki að hugsa um heildarhagsmuni og vinna ekki í anda núverandi stjórnarskrár. Allt almennt í stjórnsýslunni á skjön við það sem tíðkast meðal alþjóða virðist allt bera vott um valdníðslu að mínu mati.

Engin góð rök eru fyrir einokun verðtryggingarvísitöluferils eða hávaxtalífeyrarsjóða það er hvernig þau hagnast öllum jafnt.

Hér er ekki hægt að bíða niður skurð á þjónustugeiranum verður að byrja strax þá aðallega á þeim dýrasta: fjármálakostnaðinum [kauphöll og Seðlabanka regluverksins]. Einn öfluga Ríkisbanka, Orkuinnflutnings fyrirtæki, tryggingarfélag.

Þjónustugeirinn allt annað en fiskveiðar, landbúnaður og framleiðsla er um 78% af mannaflinu hér, um 66% í þýskalandi og í EU. 10% er síað frá og látið vera atvinnulaust, [flutt inn hæfari], 80% er síuð frá námi til að tryggja að topparnir sé yfir meðalgreind. 

Hinsvegar uppfyllir Ísland að landbúnað og fiskveiðar telja til 3%eins og í EU.

Iðnaður byggist á stóriðju fullframleiðslu og tækni í EU sem hækkar þjóðartekjur hlutfallslega mikið meir en stóriðja 1. stigs framleiðslu.

Nýmjólk og shortlife afurðir, ferskt kjörmeti borgar sig ekki að flytja inn vegna flutningskostnaðar en gæti hækkað innlands þegar gengið verður fest gagnvart evru á miðstýrðu gengi Seðlabanka Evrópu. 

Styrkir til landbúnaðar eru úr sögunni ef kaup hækkar almennt. Kostnaður ríkisins vegna  78/66 = 18% hærri þjónustugeira í formi skattafríðinda og langrar námsdvalar og slakrar skilvirkni eftir að í vinnu er komið: ofmönnun í yfirbyggingunni er örugglega talsvert meiri en styrkir til landbúnað hér hjá þessum fáa hópi fólks sem við hann starfar.

Svona hugsar mitt fólk í Þýskalandi til dæmis. Gjör ólíkt Íslensku EU-sleikjunum.

Ég ber virðingu fyrir EU þar sem margt gott gera þeir sem hentar stórborgum meginlandsins og hvað Meðlimir þeirra eru þjóðhollir hver innan sinnar eigin efnahagslögsögu í innri samkeppni um stóriðju fullframleiðslu. Hvert Meðlima ríki ber ábyrgð á sinni efnahagslögsögu, sínum kennitölum og öllu eiga þau að vera eins hlutfallslega með til til skiptingar útgjalda í aðalmálaflokka. Sér í lagi stjórnsýslan.

Sem gleymdist í síðust þjóðarsátt.  Hinir þjónustugeirarnir skreppa svo saman í tekjum sjálfkrafa þangað til EU stöðuleika er náð.  Alþjóðlegir fjárfestar sjá svo um að flytja arðinn einir úr landi. Eigendur bera ábyrgðina á vöxtunum.

Júlíus Björnsson, 20.9.2009 kl. 05:37

16 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Júlíus ég þakka þér fyrir greinargóðan pistill hér inni á bloggi hjá mér.

Ísleifur, varðandi skattana þá eigum við ekki að tvíborga skatta af lífeyri okkar. Því þú borgar þegar af þeim skatt þegar laun þín eru reiknuð út.

Félag Fólksins Ég vil bæta því við að ég vil miklu frekar nota hluta af lífeyri mínum til að losa skuldir ef stjórnvöld geta á engan annan hátt hjálpað við vanda heimilanna. Auðvitað vil ég allt gera til að losna út úr skuldaánauð! Jafnvel þó ég þurfi að fórna hluta af lífeyri mínum til þess!

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 13:06

17 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ísleifur afsakaðu misskilninginn: það var einn Sjálfstæðismaður sem vildi tvískatta greiðslur okkar í lífeyrissjóð með því að legga líka á skatt þegar að laun eru reiknuð út.Hann kom fram með hugmynd um það.

En auðvitað veit ég hvernig laun eru reiknuð út enda gert það sjálfur. Bara fljótfærni á mér.

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 15:11

18 Smámynd: Júlíus Björnsson

Svo má líka álykta sem svo 5% raunávöxtun í lífeyrisjóði , krefst 5% aukningar starfandi á sömu meðallaunum eða 5% hækkun meðallaun launa ef starfandi fjölgar ekki, hærra ef þeim fækkar, annars minnka ráðstöfunartekjur þeirra sem eru starfandi. Hér er Ísland einangrað. Hinsvegar ef okkar menn standa sig betur í alþjóðkauphöllum er hægt að næla í ávöxtunina úr pottum útlendinga. [Ekki þjóðverja of klárir]

Ef stöðugleiki á að ríkja næstu 30 árin tel ég mig sem launmann alls ekki græða á sjóðamyndun og krefst almenns grunnflæðis með allri þeirri sanngirni og kostum sem ég hef nefnt.

Júlíus Björnsson, 20.9.2009 kl. 15:58

19 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Júlíus það mætti líka hugsa sér að almenningur (þ.e. sjóðsfélagi) hefði ráð á í hvað peningar hans inna lífeyrissjóðsins væri notað. Þannig fengi sjóðsfélagi val um ef hann vilji fjárfesta hluta af lífeyrisfé sínu og hefði aljgör ráð þar á hvernig það væri gert. Síðan fengi sjóðfélagi auðvitað tekjur af fjárfestingu sjóðsins. En sjóðurinn kannski 1% og umsýslugjald.

Eingöngu yrði þannig fjárfest fyrir þá peninga hefði leyfi til að fjárfesta fyrir. Enda á sjóðsfélagi peningana og ætti að hafa nokkur tök á að velja hvernig þeirra fé er varið. Ef hinsvegar hann hefur ekki áhuga á slíkri fjárfestingu þá einfaldlega gæti sjóðurinn ekki gert kröfur til þess.

Ef þetta yrði svona þá ætti á bjóða upp á að sjóðfélagi ætti kost á að velja fjárfestinguna. Þar að segja hvernig hún væri og af hvernig markaði eins og tildæmis Þýskalandi ef því væri að skipta.

En ég hef skrifað áður um þetta atriði á bloggi mínu fyrir nokkrum mánuðum síðan.

Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 17:28

20 Smámynd: Júlíus Björnsson

Einföldun er best, allir í sama grunlífeyriskerfi 10% af launum sem tryggir 60% . Launhækkun í kjölfarið og felsi til að taka áhættu umfram fyrir alla á eigin ábyrgð og kostnað í frjálsum sjóðum sem geta boðið hvað sem er á sína ábyrgð. 

Júlíus Björnsson, 20.9.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband