Laugardagur, 19. september 2009
Hvað? eru nú Bretar líka að fara á hausinn?
Rosaleg tala er þetta. 6.000 pund á sekúndu?
Hvernig er staða annara þjóða innan ESB þætti mér gott að vita?
Er ekki flest öll lönd í heiminum í skuldum? Væri þá ekki upplagt tækifæri að allar þjóðir í skuldum komi saman sérstaklega til að leysa þau mál sín í milli? Ég bara spyr því ég veit ekki til þess að reyndar hafi verið neinar sam-þjóða leiðir til að losna út úr vandanum.
Eða er ég svo vitlaus að halda fjármála Elíta heimsins samþykki það að losa heiminn undan skuldaoki? Því þannig hafa þær jú verið að hagnast, með því að halda heilu þjóðunum í ánauð með ýmsu móti.
Milljón í skuldir á sekúndu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Athugasemdir
To put this in perspective..........The UK owes approximately 45% of its GDP. Iceland owes approximately 240% of its GDP..............
Eirikur , 19.9.2009 kl. 12:06
Eirikur, þakka þér innlitið. Hversu lengi er þessi tala sem þú nefnir að ná okkar ef skuldirnar aukast um 6.000 pund á sekúndu? Í svona stóru ríki eins og Bretland?
Reyndar er íslenska talan 230% síðast þegar að ég vissi.
Best hefði verið að fá hér hversu skuldir íslenska ríkisins aukast mikið á sekúndu til samanburðar.
Afhverju annars ekki að skrifa á íslensku?
Guðni Karl Harðarson, 19.9.2009 kl. 12:12
Það sem ég á líka við er: hversu lengi verður þetta 6.000 pund á sekúndu? Mun þessi tala ekki fljótt hækka í 7.000 pund pr. sekúndu?
Guðni Karl Harðarson, 19.9.2009 kl. 12:17
Stendur ekki í fréttinni að skuldir séu 57% af GDP. En hvort sem þetta er 45% eða 57% er er það töluvert minna en 230%-240% sem er okkar súpa.
Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 12:53
Magnús Orri þakka þér innlitið líka. Okkar súpa? Þeirra súpa?
Veit ég vel að þeirra súpa er miklu minni en okkar. Hinsvegar var ég með fyrirsögn minni að vekja athygli á að hvort sem þetta er einhver 57% eða 230% þá er þeirra tala samt mjög há og til að ná einhverri tölu í kringum 100% þá má allt eins telja það nálægt gjaldþroti.....Hinsvegar er staðreindin sú að við erum löngu orðin gjaldþrota.
Í því sambandi langar mig til að spyrja hvort verður auðveldara og fyrr að stækka:
1. þeirra tala úr 57% í yfir 100% GDP?
2. okkar tala úr 230% í 260% GDP?
Þar að segja: Hvorar skuldirnar vaxa hraðar héðan af?
Eigum við ekki að sjá stöðuna um áramót?
Guðni Karl Harðarson, 19.9.2009 kl. 14:05
Ágætir punktar Guðni. Það er hárrétt að hér á Íslandi eru áhrifin af efnahagshruninu að mestu leyti komin fram nú þegar, þ.e. þegar Seðlabanki Íslands fór á hausinn þá "raungerðist" allt tapið í bókhaldinu. Á ESB-svæðinu á hinsvegar megnið af tapinu eftir að koma fram og "raungerast", spurningin er bara hversu lengi þeim tekst að seinka því með peningaprentun og hugvitssömum bókhaldsfölsunum. Þegar sú spilaborg hrynur hjá þeim mun koma í ljós að Ísland er bara alls ekkert illa sett í samanburði.
Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2009 kl. 16:36
Já það er rétt hjá þér Guðmundur. Tapið á eftir að raungerast hjá þeim inn í bókhaldið. Svo þegar afleiðingar bókhaldsfixana koma í ljós þá hrynur allt saman.
Ég hef stundum verið að lesa ensk fjármála og dagblöð á netinu. Þar hefur komið fram að nú munu sumar þjóðir innan EU fara að prenta út peninga sem engvar innistæður eru fyrir (dæla dummy money út í fjárkerfin). Þarna voru tildæmis einhverjir sérfræðingar, hagfræðingar að skrifa og leggja það til að þetta yrði ekki notað sem lausn. En hvað munu stórþjóðir gera þegar að stjórnvöld finna engva leið út úr fjármála vandanum? Prenta peninga og framlengja vandann til framtíðar.
Svo ég fari ekki nánar út í þetta en þörfin hjá þeim til peninga prentunar mun aukast, og m.a. vegna þess að útflutningstekjur eru að hraðminnka. Ég hef lesið um útflutninghrap hjá ýmsum þjóðum innan ESB.
Guðni Karl Harðarson, 20.9.2009 kl. 12:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.