Hvar er skynsemi þessa fólks?

Það er með ólíkindum hvernig er komið fyrir þessari hreyfingu á þessum stutta tíma. 

Ég skal segja ykkur hér og nú að þegar að ég var þarna á fundum sem varamaður í stjórn þá kom það skýrt fram hjá þessu fólki sem bauð sig fram í þessi efstu sætin (þar að segja efstu stjórnendurnir sjálfir) að þau væru ekki að þessu fyrir sjálfan sig að bjóða sig til þingmennsku. Það ætlaði sér aðeins að vinna fyrir fólkið í landinu.

Nú hefur annað komið svo sannarlega í ljós. Þau eru ekki að vinna fyrir almenning heldur sjálfan sig eingöngu. 

Hversu stór verður svo þessi hreyfing?

Það er með ólíkindum hvernig er komið fyrir lýðræði á Íslandi segi ég bara. Þetta er nú bara orðið algjört bull........

Hvar er nú heiðarleikinn hjá þessu liði?

 


mbl.is Klofningur í Borgarahreyfingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Guðni, þú hlýtur að hafa séð það á þeim fundum sem þú mættir á í sumar að þau höfðu ekki vinnufrið, það er ákveðinn hópur fólks í BH og núna í stjórn BH sem hefur lítið gert annað í sumar en að kasta í þau skít, gerum okkur grein fyrir því að þing hefur enn ekki komið saman eftir kosningar nema sumarþing um tvö mál, svo það hefur bara ekki reynt á þau ennþá.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 14:52

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Högni ég mætti ekki á neina fundi þarna í sumar! Enda var ég löngu farinn úr þessu rugli. Það var fyrir kosningar sem ég var þarna í kringum þetta lið og var meira segja rekinn úr hópnum (með einu fáránlegu símtali) fyrir að láta illa á fundum. Og sagt að ég væri ekki hæfur að bjóða mig fram. Enda öðruvísi en þetta lið

Kastað í þau skít á fundum?

Ég var ekki inni á þessum fundum og get því ekki svarað hér hvað þar gerðist nema það sem hefur borist út í þjóðfélagið með fréttum.

Það er þó alveg ljóst í mínum huga að þingmenn svona hreyfingar eiga að vera að vinna fyrir almenning innan hreyfingarinnar og það því sjálfsagt mál að þingmenn vinni með hreyfingunni að málum en ekki ákveði sín mál sjálfir eins og þeim hentar. 

Guðni Karl Harðarson, 18.9.2009 kl. 15:02

3 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ókey en það var ekki vinnufriður fyrir þessu fólki, það var ekki verið að tala um málefni á þessum fundum í sumar, þinghópurinn gat ekki unnið með þeim því að þau voru ekki að vinna með þinghópnum svo það var ekki um neinn möguleika á samvinnu að ræða.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 15:08

4 Smámynd: Ingifríður Ragna Skúladóttir

Þetta er hreint út sagt ekki rétt hjá þér Högni. Ég held að hér talir þú gegn þinni betri samvisku.

Ingifríður Ragna Skúladóttir, 18.9.2009 kl. 15:23

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Högni? Varst þú á þessum fundum?

Ef ekki. Hver er þá heimildarmaður þinn?

Ertu búinn að fá nákvæmar upplýsingar um málið báðum megin við borðið?

Guðni Karl Harðarson, 18.9.2009 kl. 15:39

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég var á nokkrum þessara funda og Inga veit allt um málið, þó svo að hún vilji snúa út úr fyrir mér núna, á einum fundi fór langur tími í að þrasa um upptöku á fundinum en þau voru farin að taka fundina upp og það jafnvel án þess að það væri sagt frá því í byrjun fundar svona semdæmi og andrúmsloftið mjög rafmagnað og til dæmis þær stöllur Inga og Björg fyrrtust við í hvert skipti sem þau Margrét og Þór töluðu en reyndar var Björg þar sýnu verri.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.9.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband