Fimmtudagur, 14. maí 2009
Fjörkálfafrumvarpið endurtekið hvenær?
Hvenær ætla þau að taka þetta aftur upp?
Verður þetta ekki sama vitleysan og áður? Sjálfstæðismenn á móti að sama hátt að öllu óbreyttu.
<úr greininni í mbl.>Frumvarp um persónukjör til Alþingis náði ekki fram að ganga, m.a. vegna þess að 2/3 hluta atkvæða þurfti til að samþykkja það. Ásmundur Helgason, yfirlögfræðingur Alþingis, segir að ekkert sérákvæði sé í stjórnarskránni um að það þurfi aukinn meirihluta á Alþingi til að gera þess háttar breytingar á lögum um kosningar til sveitarstjórna. Einfaldur meirihluti ráði því örlögum slíks frumvarps<endir á tilvísun>
Hvort er það 2/3 eða einfaldur meirihluti? Er einhver munur þar á hvort það sé kosið til Sveitarstjórnar eða Alþingis? Málið er að sama var sagt um hitt frumvarpið: að ekkert sérákvæði í stjórnarskránni væri að það þyrfti 2/3 hluta en samt................
Í mínum huga er persónukjör val um að kjósa óraðað á lista eins og ég hef áður bloggað hér um og sendi bréf til Forseta Íslands um við myndun minnihlutastjórnarinnar. Einnig að einstaklingur/ar eigi sjálfir kost á að bjóða sig fram og þá utan flokka!
Svo er eitt mikilvægt atriði í þessu og það er að sett verði í frumvarpið krafa um að flokkar geti eingöngu verið með persónukjör og verði að taka allar aðrar aðferðir af við val, eins og tildæmis prófkjör. En það er víst bara í draumalandinu?
Atriði sem á við afþví að persónukjör hefur ekki náð fram að ganga!:
Maður skildi aldrei ætla flokki eða hreyfingu val á lista án þess að kjósa um það á almennum fundi allavega! Tildæmis það að fólk sem bíður sig fram í stjórn félags og er kosið í stjórnina, bjóði sig síðan fram sjálft til alþingis og raði sér á lista án þess að verða kosið um það sérstaklega af almenningi þá á sérstökum lokafundi um val frambjóðenda á snemmstigum þess í einhverjum til þess gerðum flokki eða hreyfingu til þess. Sama þó ef sérstaklega væri talað um val en ekki farið eftir vegna öfugrar aðferðafræði.
Það sem ég á við er þetta: Að gefa fólki kost á að bjóða sig fram þyrfti að fara fram á almennum fundum til þess og síðan að kjósa um röðina á fundinum sjálfum.
Ekki að ganga í það að velja sjálfa sig og aðra í stjórn á lista og hringja síðan í aðra til að fá fólk til að bjóða sig fram. Þá væri prófkjör betra!
Frekar að bjóða til þess á fundi val fyrir fólk að bjóða sig fram.
Lýðræðið á Íslandi er stórskrýtið fyrirbæri.
Sveitarstjórnarmenn vilja persónukjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Lífstíll, Mannréttindi, Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.