Smá hugarefni

Heilinn í okkur getur verið svo erfitt verkfæri að skilja eins og svo margir vita. Við notum jú svo lítið af honum í daglegu lífi. Stundum koma upp atburðir í lífinu sem fara þarf aftur og aftur yfir í huganum til að leita að örsökum og úrlausnum. Óvenjulegir og óútskýranlegir atburðir.

Eitt lítið dæmi um slíkt er það sem kom fyrir mig þegar að ég var að vinna í fiskvinnu á Flateyri fyrir hér um mörgum árum......Eitt sinn á miðjum vetri var haldið Bingó á staðnum. Mig langaði að prufa svona til gamans þótt vinningarnir væru ekkert sérstakir. Á borðinu fyrir innan var heljarinnar stór bunki af Bingóspjöldum. Ég dróg eitt spjald upp úr bunkanum eins og svo margir aðrir. Strax og ég sá spjaldið fékk ég algjöra fullvissu um að ég myndi fá vinning á spjaldið. 

En spjaldið  sem ég dróg úr bunkanum var með þessar tölur lóðrétt:

B

1

2

3

4

5

Hinar tölunar skiptu engu máli. Hugsið ykkur hvað það er ótrúlegt að fá Bingó vinning á svona tölur. Hverjar eru líkurnar?

Ég dróg þetta spjald innst innan úr öllum bunkanum án þess að vera að leita að einhverju sérstöku! En auðvitað vann ég svo á það þó vinningurinn væri lítill. Aðeins einn lítill blómavasi sem ég á reindar enn. Ég fékk svona mjög skyndilega kikk-upp vitneskju strax og ég tók upp spjaldið. Uppljómun einhverja. 

Málið er: Hvað ef svona kemur fyrir mann oft og mörgum sinnum og þá jafnvel í stærri stíl? Að í sumum tilfellum hafa vitjneskju um atburði sem eru að gerast og bíða jafnvel eftir því sem á að fara að gerast. 

Já. Skrýtið tæki er blessaður Heilinn.

 

Annars er ég líka að tilkynna að Bloggið mitt verður aðeins minna næstu daga þó ég kíki við og við inn og kannski skrifi eitthvað ef ég sé frétt sem ég hef áhuga að skrifa um. Málið er að ég að vinna að fullkomnari útgáfu á skjali mínu "Okkar Ísland" Skjal sem þegar að verður tilbúið verður sett upp vandlega og prentað út í bækling......Mikið mun bætast við það sem þegar er komið þar inn og nákvæmara verður farið inn í málin og vandlega sett upp.

Ég er jú í nokkra daga sumarfríi og ætla nota þá þegar að Sólin lætur mig í friðiSmileCool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband