Smávegis varðandi Blogg mitt

Ég hef verið einn af aktivustu Bloggurum undanfarna mánuði. Eins og sést hefur á Bloggi mínu hef ég skoðanir á mjög mörgum málum. Einnig fullt af hugmyndum. Sérstaklega í Pólitíkinni. Auðvitað geri ég mér grein fyrir að ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér í sumum málum. Og stundum er ég alveg óhræddur að Blogga um sum mál sem ég hef ekki nægilega þekkingu á. En ég leitast þá eftir svörum góðra manna og leiðréttingum.

Oft er tilgangurinn með Bloggi mínu að fá fólk til umhugsunar um tiltekin mál. Þó að það væri ekki nema það.

Stundum kemur fyrir að ég geri mistök og skrifa inn vitleysur eða endurtekningar. Þegar að ég tek eftir því laga ég og leiðrétti hiklaust greinina aftur þó að hún sé þegar birt.

Ástæður fyrir Bloggi mínu (og stundum skoðunum mínum) eru ekki bara það sem ég hef skrifað um mig. Af því tilefni vil ég geta þess að það eru fleiri ástæður sem ég hef ekki getið um og fáum sagt frá. Mjög sérstakar ástæður. Í eðli þessa koma upp stórar spurningar hvort ég eigi að vera að segja nokkuð frá því opinberlega. 

Auðvitað mun ég halda áfram að Blogga af fullu og þeir sem hafa áhuga mega endilega skrifa uppbyggilegar athugasemdir við Bloggið mitt. En þó ég komi með Blogg stundum sem ég veit ekki nógu vel um þá get ég fullvissað lesendur þess að það er ekkert sem ég get ekki lært!

Ég ætla leyfa mér að spá því hér að á næstu mánuðum muni gerast þeir atburðir að breyta Íslandi stórlega til muna fyrir framtíðina. En auðvitað mun ég vera þátttakandi í fréttum um alla atburði sem mér finnst skipta máli, með Bloggi mínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband