Nýtt Lýðveldi með nýrri stjórnarskrá!

Það er alveg á hreinu að þetta frumvarp er algjört rugl!

Fyrir það fyrsta er það samsuða minnihlutaflokkastjórnar sem hefur unnið að málinu í mjög stuttan tíma.  Þar á meðal eru inni í þessu atriði sem eru að þingmanna eigin geðþótta!

Athugið sem detta hér inn og lesa:

Það er búin að vera mikil vinna hjá hópi fólks um hvernig stjórnlagaþing á að vera. Bæði á Internetinu og á fundum í Borgartúninu. Þar kom að Lýðveldisbytingin og fleiri hópar. Síðan gerist það að viss hópur vill láta á það reyna hvort þessu máli megi koma í gegn á alþingi. Það er aðeins slíkur hópur sem repesenterar fólkið sem má koma að þessu máli ef hann kemur manni inn. En aðeins með því að búa til algjörlega nýtt frumvarp og síðan vísa málinu strax í nefnd fólksins í landinu! Frumvarpið sem slíkt á eingöngu að taka til þess hverjir byrja á (hvaða fólk) að ákveða hvað verður rætt á Stjórnlagaþingi! Þannig þarf ný (hreyfing hver sem væri!) aðeins að undirbúa kosningar inn á undirbúningsnefndina! Það væri eina sem taka ætti á í frumvarpinu og það strax þegar að ný stjórn yrði mynduð!

Það er hinsvegar mjög ólíkegt að nýr hópur eða hreyfing geti komið að þessu máli inni á alþingi! Til þess þyrfti hann að vinna að þessu máli með öðrum flokkum.  Þeir fengju ekki að vinna einir að þessu máli.

Sem segir eingöngu eitt! Það er aðeins fólkið sjálft sem getur undirbúið Stjórnlagaþingið og hvað á að ræða þar! 

>Í áliti meirihluta sérnefndarinnar segir, að í reynd sé þinginu þó ætlað að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá og endurskoðun stjórnarskrárinnar sé einungis liður í því starfi. Samkvæmt tillögu nefndar meirihlutans á að bera frumvarp um stjórnskipunarlög, sem stjórnlagaþing samþykkir, undir þjóðaratkvæði.

Eins og ég hef sagt m.a. í síðustu bloggfærslu minni! Stjórnmálaflokkar eiga ekki að koma að endurskoðun stjórnarskrár. Þessvegna er svo mikilvægt að stöðva þetta frumvarp með öllum ráðum eins fljótt og hægt er!

Athugið! Þjóðin ræðir lífróðri meðan að þetta frumvarp er í gangi! Mál sem er svo algjörlega mikilvægt að ef stjórnmálamenn koma einhverstaðar að gerð nýrrar stjórnarskrár mun fólkið í landinu aldrei geta verið fyllilega ánægt með útkomuna! Nýtt Lýðveldi með aðkomu stjórnarflokka er glatað mál.

 Ég hef vandlega skoðað þetta mál fram og aftur. Endurskoðun stjórnarskrárinnar þýðir aðeins eitt!

Ný stjórnarskrá þýðir í reynd að endurgera þarf Lýðveldi Íslands.

 

Það er mjög sennilega ekki rökrétt að búa til nýja stjórnarskrá án þess að setja af stað nýtt Lýðveldi. Afhverju? Vegna þess meðal annars að það þurfi að endurvinna núverandi stjórnarskrá það segir að hún sé gölluð! Yfirstéttin setti í gang Lýðveldi með gallaðri (danskri) stjórnarskrá. Það að þurfa að laga hana segir allt.......

Endurgera þarf stjórnarskrána með nýju Lýðveldi!

Það er megin orsökin fyrir því að fólkið í landinu á sjálft að sjá um þetta ekki stjórnmálamenn!

Guð forði okkur frá að búa til nýtt Lýðveldi með aðkomu stjórnmálamanna!

Það er almenningur, fólkið í landinu sem á að taka þetta að sér!

Gott fólk stöðvum þetta með öllum ráðum!

 

Ég vil bæta við!:  Gleymum ekki að það eru stjórnmálamenn sem eru þjónar fólksins en ekki öfugt. 


mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband