Mánudagur, 9. mars 2009
Hvernig? hversvegna? hvenær? hvað? hverjir?
Í framboði fyrir Borgarahreyfinguna
Hvernig er það eiginlega útskýranlegt að hafa alltaf sagt að svona kæmi fyrir þjóðina? Að ég hafi sem unglingur sagt að sú stefna sem sett var í gang með óheft fjármagn fyrir ákveðna aðila myndi setja þjóðina í miklar ógöngur? Ég skil ekkert hversvegna ég sagði þetta á sínum tíma og óttaðist mikið að ég hefði rétt fyrir mér. Nú er það komið á daginn að það sem ég sagði við ákveðna fjármálaforkólfa sem voru þá unglingsskrattar eins og ég og voru að vinna með mér, m.a. hjá Eimskip. Gaurar sem ætluðu sér stóra hluti. Já nú er það komið á daginn að ég hafði því miður rétt fyrir mér. Ég las því miður rétt í stöðuna.
Nú eru ekkert nema erfiðleikar framundan. Meira að segja erfiðleikar við að fá almenning til að vakna til lífsins og taka þátt í að rétta hag landsins við. Rétta það úr óráðsýju sjúkrar valdhyggju og frjálsrar peningaflæðistrúar. Gera það lífvænlegt að búa fyrir okkur og afkomendur okkar.
Þeir sem eru að skoða bloggið mitt og þekkja til mín vita hvernig einstaklingur ég hef alltaf verið. Lokaður og óframfærinn vegna fötlunar ofl. Nú er bara komið nóg! Komið mál til að brjótast út og gera góða hluti!
Það er þessvegna sem ég er að fara í framboð! Ég er að brjótast út úr viðjum óframfærninnar því það er mál til komið að gera eitthvað af viti! Ég vil vinna að því að koma á breytingum í þessu þjóðfélagi sem væru til heilla fyrir þjóðina um ókomna framtíð!
Erfiðleikarnir eru til að sigrast á þeim! En við munum á endanum gera það. En aðeins ef við stöndum saman!
Ég legg til að þið hugsið aðeins um þessi mál.
Viltu breyta samfélaginu?
Hverju vilt þú breyta?
Hversvegna
Hvenær vilt þú breyta?
Hvað á að gera?
Hverjir eiga að breyta?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt 16.3.2009 kl. 16:03 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.