Auknar álögur til fólksins í landinu frá frjálshyggjupostulunum

Hvað verður svo næst? Sparisjóðirnir? 

Það væri gott að geta sett sí auknar skuldir ríkisins vegna fjársjúkra upp í candle-línurit sem endurnýjaði sig þegar að nýjar skuldir bætast við. Bara til að skoða það og sjá hrapið.

Guð hvernig komið er fyrir þessari þjóð. Að það skuli lenda á almenningi sem þessi fjármálafól hafa gert. Síðan lifa þessir kallar sjálfir í höllum sínum og flottræfilsbílunum á meðan að skuldirnar sem koma vegna gerða þeirra lenda á þjóðinni með stórauknum sköttum og hækkandi vöruverði.

Hvað þarf eiginlega til þess að þjóðin muni læra? Er kannski fólkið sem kýs þessa flokka með stefnu sem hefur sett þjóðina á hausinn dáleitt til að kjósa þá aftur? Notast kosningamaskína Sjálfstæðisflokksins við dávald til að ná til baka fylgi? Eða er það alveg sama hvað þessir frjálshyggjumenn gera, þeir muni alltaf halda svipuðu fylgi og grunnhyggið fólk alltaf kjósa þá aftur og aftur.

Mér er bara spurn? 

Það er löngu kominn tími fyrir fólkið að standa nú saman við að losna við þetta lið! Burt með frjálshyggjuna og einstaklingshyggjuna algjörlega! Burt með aðalmeinið úr þjóðfélaginu!

Þeir hafa sagt að það hefði verið fólkið en ekki stefnan sem hefði sett landið í þessa stöðu. Ekkert er fáránlegra! Var það ekki þetta fólk sem bjó til stefnuna?

Gott fólk. Vaknið nú til lífsins og komum saman til að breyta landinu okkar! Við erum að falla á tíma! Gerum landið okkar lífvænlegt til að búa í fyrir almenning en ekki bara einhverja yfirherra og stjórnendur sem munu svífast einskis til að halda völdum. Valdasjúka valdhafa sem teygja sig út um allt þjóðfélagið með sjúka fjárvírusa sína.

Nú er tækifærið! Ef ekki núna þá tekst það einfaldlega aldrei og við munum vera að sligast í skuldum um ókomin ár. Síðan að hengja þær á afkomendur okkar.

 

 

 

 


mbl.is „Auknar líkur á þjóðargjaldþroti"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband