Spegill, spegill, herm þú mér, hver fegurst er á landi hér?

Speglar voru tengdir ljósi og þar með sólinni, enda voru margir speglar hringlaga og umgjörðin skreytt margvíslegum jákvæðum trúartáknum. Það lætur því að líkum að illvættir speglast ekki, þær tengjast myrkrinu.

Þessi iðja hefur ekki alltaf verið niðurlægjandi. Það var ekki fyrr en á seinni tímum sem flokkarnir fóru að gerjast inn í ýmisskonar störf innanlands. Spreðuðu þannig byttlingunum inn í stjórnstörfin hér og þar um þjóðfélagið og gera það enn. 

Þessi iðja er þannig orðin afgerandi í öllum hraköllum þjóðfélagsins í dag og á stóran þátt í því hvernig þjóðfélagið er orðið. 

Á undanförnum árum og áratugum hefur það þannig orðið fyrir ýmsum áföllum vegna þessarar óstjórnar. Allskonar mál hafa þannig komið upp, bæði inni á alþingi sem og vítt og breitt um þjóðfélagið. 

Svo ekki sé nú talað um allar fjármálatengingarnar og vinasporslunar fjórflokksins. 

Ný framboð utan fjórflokksins eru þannig stundum tilraunir til að losa sig út úr hringnum. En ný framboð eiga þannig líka sér þá sérstöðu að vera alveg hrein og laus við alla villuleiðir sem hinir hafa orðið sekir um.

Stundum getur það þó orðið að í nýjum framboðum komi fram einstaklingar sem setji sjálfa/n sig í fyrsta sæti og fram yfir fjöldann. Og búi síðan til trúarbrögð og loforð í kringum umgjörðina. Þannig verður almenningur settur í annað sæti og þannig framboð verða í reynd hvergi trúverðug.

Í ljósi fortíðar ættum við að hafa lært eitthvað af reynslunni. Það er því líka dálítið dapurlegt hversu illa það gengur að fá fólk til að skilja að það sé nú allt í lagi að kjósa eitthvað nýtt sem gæti verið spennandi. Að minnsta kosti getur það varla verið verra en það gamla sem enn fyrir er. 

Kannski er það nú svo að það sé komið að því að almenningur taki sjálfur þátt í breytingunum beint. Það væri alveg hægt. Að minnsta kosti sem byrjun. 

Ný framboð ættu að vera alveg laus við þennan oft háa EGÓisma og snúa sér að því að standa með almenning fyrst og fremst í stað þess að fókusa á sjálf sig sem persónur.

Það er komið nóg. Ísland þarf virkilega breytingar á flokkakerfinu. Það er ljós að öðruvísi getum við ekki farið saman inn í framtíðina.

 


mbl.is Vigdís Hauksdóttir: Nýir flokkar og flokkaflakkarar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Vigdís Hauksdóttir komin í pissukeppni?

Guðni Karl Harðarson, 5.3.2012 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband