Jóla hugvekja

Nú rennur í garð þessi árlega friðarhátíð okkar kristinna manna. Þar sem við höldum upp á fæðingu frelsarans.

Að því tilefni langar mig til að óska bloggvinum mínum og öðrum velunnurum

Gleðilegra Jóla

Höfum frið í hjörtum okkar og hugsum vel til náungans. Megi fjölskyldur eiga góð og friðsöm Jól. Hugsum vel til þeirra sem eiga bágt og geta ekki haldið Jólin á þann hátt sem við sjálf veitum okkur.  

Búum okkur undir framtíðina með virðingu og höfum góð manngildi í huga þegar við göngum til baráttu okkar fyrir breyttu Íslandi.

Berum kærleik í hjarta okkar

Það er mér leikur að læra,

leikur sá er mér kær,

læra meira og meira,

meira í dag en í gær.

Höfum það í huga það að viðhafa kærleik er iðja sem við eigum að viðhafa dags daglega og þannig leikur til lífsins lærdóms.

 

Baráttan fyrir okkar Ísland er rétt að byrja.

 


mbl.is Friðarljós á Þorláksmessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðileg jó Guðni og takk fyrir hugvekjuna.

Magnús Sigurðsson, 24.12.2011 kl. 08:50

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðileg jól, átti það að vera að sjálfsögðu :)

Magnús Sigurðsson, 24.12.2011 kl. 08:51

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gleðileg jol!Guðni minn.

Helga Kristjánsdóttir, 24.12.2011 kl. 12:59

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gleðilega hátíð Guðni minn.  Ég er ekki kristinn, en þessi tími er mér samt mikilvægur, sérstakleag vegna rísandi sólar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.12.2011 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband