Hvar hefur þessi maður fengið upplýsingarnar?

>Landið hafi endurheimt aðgengi sitt að alþjóðlegum fjármálamörkuðum og allt þetta hafi náðst án þess að þjóðfélagið hafi beðið skaða af.

Ha? Ég veit ekki betur en að allt logi hér um vegna þess að ekki hafi veið tekið fyrir alvöru á skuldavanda heimilanna. 

Ég veit ekki betur en að ótalmörg heimili séu í rúst vegna gjörsamlega ónýtt  fasteignakerfis. 

Ég veit ekki betur en að heimilin þurfi að borga himinnháar tölur fyrir íbúðir og verðtryggingu á lánum.

Svo mætti lengi telja.

>Árangurinn hafi fengist með því að fara óhefðbundnar leiðir, það er með afskriftum skulda, gjaldeyrishöftum og gengisfellingu. Leiðin hafi verið eins andstæð gullfætinum og hægt var og það hafi virkað.

Ha? Hverjir voru afskrifaðir nema þeir fjárglæframennirnir sem settu allt þjóðfélagið á hausinn og svo geta þeir í mörgum tilfellum haldið sama leiknum áfram.  

Nei! Almenningur sem varð fyrir barðinu var sko ekki láta ganga fyrir og svo himinn langt frá því að neitt sé fyrir alvöru búið að gera fyrir fólk sem lifir í fátækt, og er að missa heimilin sín.

Ég gæti lengi áfram talið. En mikið óttalegt bull er þetta í manninum. 

Þjóðfélagið er í algjörri spennu og allt logar nú útaf verðtryggingunni. Það má búast við að þúsundir manna mæti niður á Austurvöll þegar að alþingi byrjar. Bæði stutta þingið og síðan þegar að það byrjar í október.

Ég skil ekki þennan mann! Gerir þú það sem hér ratar inn á bloggið mitt?


mbl.is Krugman: Ísland gerði rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Annars samdi ég þessa færslu á ca. 10 mínútum seinni partinn í dag og ég veit ósköp vel að það eru ótal mörg atriði sem vantar inn. Þau atriði sem ég nefndi komu bara skyndilega upp í hugann.

Guðni Karl Harðarson, 1.9.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta er sami maður og lagði nýlega til að lausnin við efnahagsvanda heimsins gæti falist í fölsku stríði við ímyndaðar geimverur.

Og það er ekki brandari: Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði vill falsað geimverustríð

Guðmundur Ásgeirsson, 1.9.2011 kl. 22:42

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Hann hefur greinilega ekki heyrt hvað var raunverulega gert.

Skuldavandi ríkisjóðs var "yfirfærður" á heimilin í landinu. Sukkinu var svo haldið áfram þar sem að elítuverða  þingmannastéttin er h+er ekki raunverulegur partur af samfélaginu með sín suka réttindi g verðtryggðu lífeyrissjóði.

Óskar Guðmundsson, 2.9.2011 kl. 12:09

4 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Guðmundur, þakka þér linkinn. Ég hlustaði og horfði á þetta myndband. Hvílíkt bull. Hefur þessi maður einhvern tíma komið til Íslands? Veit hann eitthvað um Ísland?

Guðni Karl Harðarson, 2.9.2011 kl. 13:21

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óskar svo sannarlega. Og ef við gerum ekki eitthvað róttækt þá heldur þetta bara áfram og versnar ef það getur þá eitthvað versnað.

Það er alveg ljóst að við íslendingar þurfum að taka okkur saman og búa til algjörlega nýtt fjármálakerfi. Og gera gangskör í því að heimilin og fólk lendi ekki alltaf í því sama. En með deilingu íslensks gjaldmiðils niður væri auðveldara að eiga við og stjórna honum /þeim. Enda myndu slíkir innanlands gjaldmiðlar búa til raunverulega verslun og tengjast raunverulegum verðmætum og verðmætasköpunum.

Við þurfum að búa til sanngjarnt kerfi sem býður upp á að fólk geti fyrir alvöru eignast íbúð.

Við þurfum að setja í gang réttlátt og rétt vaxtakerfi.

Við þurfum að búa þannig um að allir geti notið afraksturs erfiðis síns og koma í veg fyrir að bankarnir og lýfeyrissjóðir ásælist peninga okkar.

Guðni Karl Harðarson, 2.9.2011 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband