Áríðandi! Ég skora á stjórnlagaþingsfulltrúa!

Ég skora á þá kjörna stjórnlagaþingsfulltrúa að draga sig til baka út úr starfi til nýrrar stjórnarskrár og neita að taka við starfi í stjórnlagaráði ef það frumvarp verður að lögum.

Ég spyr: hvernig ætlar þú að starfa að því í stjórnarskrá að fara yfir hlutverk Hæstaréttar þegar að þú værir þátttakandi í því að fara ekki eftir úrskurði Hæstaréttar? Finnst þér réttlátt að þú eigir að vinna að hlutverki Hæstaréttar í stjórnarskrá, undir þessum kringustæðum?

Ég spyr: ert þú sem kjörinn stjórnlagaþingmaður tilbúinn að vinna með það á bakinu að það hafi verið gengið gegn úrskurði Hæstaréttar Íslands?

Ég spyr: ertu tilbúinn að vinna undir þessum kringustæðum með það í huga hvernig málið allt verður í huga almennings á Íslandi?

Ég spyr: ert þú viss um að ef ég sem hugsanlegur kjósandi þinn sé ennþá þér fylgjandi eftir allt það sem hefur gengið á? Meðal annars vegna spurningar 1!

Ég spyr: er það eitthvað vafamál í þínum huga að það eigi að fara að úrskurði Hæstaréttar?

 

 

 


mbl.is Skýrslan ekkert leyniplagg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég held líka að þingmenn ættu að skoða vandlega siðferðilegan hug sinn í þessu máli öllu þegar að atkvæðagreiðsla verður um frumvarpið!

Guðni Karl Harðarson, 6.3.2011 kl. 13:55

2 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Þakka þér þessar upplýsingar og frábæru spurningar sem reyndar allir ALLIR ættu að spyrja sjálfan sig fyrst - og leita svo svara hjá þessum ráðsliðum.

Sigurjón Benediktsson, 6.3.2011 kl. 15:39

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hvað viljið þið eiginlega? Eruð þið kannski á því að ekki þurfi endurskoðunar við og kannski enga nútímalega stjórnarskrá?

Mér finnst margir vera alveg að týna sér í hamagangi um ekkert neitt.

Meginhugsunin að baki sérstaks stjórnlagaþings væri að taka stjórnlagavaldið frá pólitískt kjörnum fulltrúum og leyfa þjóðinni sjálfri að velja. Fram að þessu hefur þetta verk verið að mestu að frumkvæði einstakra þingmanna einkuim Sálfstæðisflokks. Hvað skyldu þeir vera margir sem hafa fengið það hlutverk að endurskoða stjórnarskrána?

Þetta vildi Hæstiréttur Sjálfstæðisflokksins sem rökstuddi ógildinguna á vægast mjög hæpnum forsendum. Af hverju hefur hann ekki ógilt fleiri kosningar?  Þær GÆTU líka hafa verið ógildar v egna þess að einnig er fræðilegur möguleiki að hafa rangt við.

Endilega skoðið afstöðu ykkar. Endurskoðun stjórnarskrárinnar er mál okkar ekki en ekki aðeins Sjálfstæðisflokksins.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.3.2011 kl. 18:04

4 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Jæja Mosi minn ...er það bara svona??.........blessaður birtu flerir svona athugasemdir....þá fer fólkað skilja um hvað þetta mál snýst !

Sigurjón Benediktsson, 6.3.2011 kl. 19:24

5 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sigurjón síðast þegar að ég vissi voru 14 manns sem eru að kanna siðferðislega samvisku sína varðandi að taka sæti í svokölluðu stjórnlagaráði. Ef þeir eða þó einhverjir þeirra neita þá vonast ég eftir að aðrir í röðinni muni gera það líka þegar að þeir verða spurðir.

Annars var þessi blogggrein mín ætluð að vekja athygli á siðferðisspurningum á ekki bara stjórnlagafulltrúa heldur líka alþingismenn við vinnu á frumvarpið.

Guðni Karl Harðarson, 6.3.2011 kl. 23:18

6 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Hvað viljið þið eiginlega? Eruð þið kannski á því að ekki þurfi endurskoðunar við og kannski enga nútímalega stjórnarskrá?

Guðjón, auðvitað vil ég að stjórnarskrá Íslands verði endursamin.  En munum við fá nútímalega eða jafnvel framúrstefnulega stjórnarskrá eftir þessa vinnu? NEI, því miður vegna þess að útkoman er ráðgefandi og ríkistjórn mun algjörlega ráða hvort það fer eftir tillögum frá almenningi.

Hvort er betra að fá að kjósa aftur eftir 1.5 ár? Eða að fá að kjósa um ritskoðaða stjórnarskrá þegar að ríkistjórn hentar?

Ég hefði verið frekar sáttari við að haldið yrði áfram ef yfir 80% þátttaka hefði verið í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu sem algjörlega mistókst (lesið endilega blogg mitt þar sem ég kem með hugmyndir um hvernig kosningu til stjórnlagaþings væri best háttað og sanngjörnustu fyrir öll landsvæði Íslands!). En því miður var þátttakan aðeins 36,77% sem er hörmuleg. Og bara fyrir það eitt er þessu stjórnlagaráði ekki stætt að starfa. Síðan þessar siðferðislegu spurningar.

Ég skal segja ykkur dálítið fráð skoðunum mínum um kosninguna:

Stjórnlagaráð hefði átt að vinna vel og vandlega að koma í veg fyrir þessi atriði sem kærurnar snerust um. Þegar ég sjálfur fór að kjósa þá var ég mjög hissa á því að ekki væri kosið í lokuðum klefum. Þetta var ekki leynileg kosning vegna þess að hver sem var gat komið og kýkt yfir öxlina á mér til að skoða. Bara möguleikinn segir að kosningafyrirkomulag var ábótavant. Ekki það að enginn gerði það. Það skiptir ekki máli, heldur að möguleikinn var fyrir hendi. Óþægilegt að fá ekki að vera í friði við að kjósa. 

Þetta var aðalatriðið af þessum þremur atriðum þó mér hafi fundist líka að nota hefði átt lokaða og rammgerða kjörkassa eins og í öðrum kosningum. Varðandi að fá ekki að brjóta saman blaðið þá get ég vel skilið að erfiðara hefði verið að skanna inn atkvæðaseðilinn hefði hann verið brotinn saman. Einfaldega hægt að halda seðlinum upp að líkamanum.......

Endurgerð Stjórnarskrár er fyrir fólkið sjálft á Íslandi og á að vera frá fólkinu komin án íhlutunar ríkistjórnar Íslands, hver sem hún væri og sama hvaða flokki!

Fáum að kjósa aftur eftir 1.5 ár. Kannski getur einhver flokkur þegar að ríkistjórnin fellur lofað almenningi að fyrir alvöru fengjum við að kjósa okkur stjórnlagaþingmenn sem kæmu jú frá öllum landshornum og stjórnarskráin yrði án afskipta alþingis eða ríkistjórnar. ALVÖRU STJÓRNARSKRÁ!

Guðni Karl Harðarson, 6.3.2011 kl. 23:43

7 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Eða kannski gætum við beðið forseta okkar um að fá að kjósa um að vinna alvöru stjórnarskrá?

Guðni Karl Harðarson, 6.3.2011 kl. 23:45

8 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég skrifaði óvart: þjóðaratkvæðagreiðslu en meinti auðvitað kosningu

Guðni Karl Harðarson, 6.3.2011 kl. 23:49

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hæstiréttur felldi þann undarlega dóm að stjórnlagaþingið væri ógilt vegna annmarka á kosningu! Lengra nær réttur dómaranna og hæstaréttar ekki. Væri það ekki stjórnarskrárbrot að banna starfsemi stjórnlagaráðs ef það yrði skipað?

Mér sýnist enginn vafi leika á því.

Ég vil fá góð rök fyrir því að ég megi ekki beina til alþingis tillögum um breytingar á stjórnarskránni.

Hæstiréttur er ekki páfadómur æðri landslögum og stjórnarskrá.

Árni Gunnarsson, 7.3.2011 kl. 11:34

10 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég tek það fram Árni að ég er ekki fylgjandi neinum flokki!

Ég get hvergi séð að dómur Hæstiréttar hafi verið neitt undarlegur. Kosning til stjórnlagaþingsins var því miður ekki leynileg. Því þarf auðvitað að kjósa aftur!

Bentu mér á þá grein í stjórnarskránni er þetta varðar, ef ekki yrði leyfð starfsemi stjórnlagaráðs.

Það er hinsvegar siðleysi að ætla sér að setja í gang þetta ráð. Ég spyr aftur! Hvernig ætlar stjórnlagaráð með góðu móti að vinna að hlutverki Hæstaréttar í stjórnarskránni? Því að auðvitað verður að vinna það líka.

Þú getur alveg þessvegna sent til alþingis tillögur um breytingar á stjórnarskránni hvenær sem er held ég. Þó væri best að gera það á þeim tíma þegar að stjórnlagaþing væri starfandi. Því við kusum til stjórnlagaþingsins en ekki í stjórnlagaráð.

Eins og ég sé þetta þá bjargaði Hæstiréttur okkur frá algjöru klúðri því við ættum að kjósa aftur með allt öðrum formerkjum (eins og ég nefni). Og jafna út hllutföllin á milli landshluta. Þar að segja gæta jafnvægis. En þá væri líka hægt að nota léttara og auðveldara kosningakerfi.

Guðni Karl Harðarson, 7.3.2011 kl. 19:11

11 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Höfum eitt í viðbót á hreinu!

Þessi skýrsla (fréttin sem ég er að blogga um) er ekki bara með efni frá þjóðfundi! Í henni eru fyrirmæli (fyrirfram frá ríkistjórn) um hvaða atriði eigi að vinna að í stjórnarskránni.

Ég sem mætti vel á alla fundi hjá stjórnarskrárfélaginu var búinn að heyra af þessari skýrslu löngu áður en þjóðfundurinn var og þótti þetta vera í meiri lagi undarlegt að fá ekki að vita frá byrjun hvaða fyrirmæli væru í henni. Þjófundarefnið var bætt inn í eftirá.

Þetta er líka enn ein af ástæðunum fyrir því að ég hef þá skoðun að kjósa ætti aftur! Glötuð vinnubrögð!

Guðni Karl Harðarson, 7.3.2011 kl. 19:28

12 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Með fyrirmælum á ég við efni sem ríkistjórnin vill sjálf að sé sett í stjórnarskrána og unnið úr.

Ég hlýt að spyrja mig hvort að ríkistjórnin muni neita efni (þeirri vinnu þegar að hún er búin) ef ekki væri unnið að efni hennar samkvæmt vilja hennar (varðandi að þetta er ráðgefandi vinna).

Guðni Karl Harðarson, 7.3.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband