Ég er honum svo gjörsamlega sammála!

Þessi fyrsta persónukosning í Íslandssögunni mistókst algjörlega. Ástæðunar voru ýmsar, en ein af þeim var sú að ekki hafði verið gert ráð fyrir svona mörgum frambjóðendum. Svo var að mínu mati ein af stórástæðum fyrir fágæta lélegri þátttöku sú að landið var eitt kjördæmi.

Auðvitað ætti að kjósa aftur. En þá með allt öðrum formerkjum og eftir 1.5 ár eða svo. En slíkar kosningar þarf að undirbúa vel og vandlega. Þó ég hafi ekkert á móti þeim frambjóðendum sem náðu kjöri þá var það nú svo að hellst þekkt fólk í þjóðfélaginu sem náðu kosningu.

Varðandi sjálfan mig, þá er ég alls ekki viss um að endurtaka framboð mitt. En ástæðunar fyrir framboði mínu voru þær að: 1. athuga hvort ég gæti staðið í þessu 2. koma skoðunum mínum (sumar hverjar með þeim róttækustu) á framfæri  og 3. tjá mig aðeins opinberlega.

Það þarf að haga þessari kosningu allt öðruvísi. Fyrir það fyrsta þá þarf að skipta Íslandi niður í landsfjórðungasvæði + höfuðborgarsvæðið. Þannig væri tryggt að almenningur úti á landi næði líka kjöri. En því miður voru aðeins þrír utan höfuðborgarinnar sem náðu kjöri í kosningunni. 

Tökum dæmi í vesturl. vestfj. landsvæði.: hugsa mætti sér að fólk fari í einhverskonar persónuprófkjör í hverju þorpi til að draga saman þann fjölda sem býður sig fram. Síðan fengi fólk að kjósa sér af þeim sem næðu hæst í prófkjörinu, 4 í hverjum landsfjórðingi en 9 fulltrúa á höfuðborgarsvæðinu. Þá næðist þessir 25 einstaklingar sem yrðu þá næstu stjórnlagaþingsfulltrúar + vinna mætti sérstaklega úr uppbótar vegna kynjaskiptingu, fjölda karl og kven fulltrúa.

Ég tel að ein af aðal ástæðunum fyrir mjög lélegri þátttöku í kosningunni hafi verið sú að fólk hafði allt of lítið um að velja sér fulltrúa af þeim sem bjuggu á sínu eigin landsvæði. Því til stuðnings væri hægt að skoða kosningatölur hvernig þær skiptust á hverju kjördæmi fyrir sig. Eins og tildæmis suður: rúmlega 30% þátttaka í kosningunum.

Ég hef verið að tala við mikið af fólki, sem ég kannast við á mínum stóra vinnustað og langflestir eru mér sammála um að svona fyrirkomulag væri best og sanngjarnast. 


mbl.is Andvígir stjórnlagaráðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Hvað með stéttaþing?

Þar sem hver stétt og skilgreindur hópur ætti fulltrúa, allt eftir einhverri formúlu um fjölda félagsmann sem kosnir væru lýðræðislegri kosningu innan hvers hóps.

Ég er að verða spenntur fyrir einhverri svona tilhögum.

Þing skipað á þennan hátt væri þversnið af þjóðinni.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 4.3.2011 kl. 20:25

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sniðug hugmynd Þorstreinn. Kannski mætti blanda báðum saman? Kosning úr stéttum á hverjum þessara landsvæða fyrir sig?

Guðni Karl Harðarson, 5.3.2011 kl. 02:20

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Ég held að þingmenn ættu að sjá sóma sinn í því að  kjósa gegn þessu frumvarpi um stjórnlagaráð. Meðal annars vegna þess að aðeins 36,77% kosningabærra manna tóku þátt í kosningunum til stjórnlagaþingsins og hinsvegar það að hvernig ætlar alþingi sér að fara gegn úrskurði Hæstaréttar?

Segir þetta ekki allt um réttarríkið Ísland ef alþingi ætlar sér að fara gegn úrskurði Hæstaréttar? Hugsið ykkur hvaða staða getur komið upp í framtíðinni?! 

Þá má segja að alþingi muni í framtíðinni þegar að þeim hentar að koma fram með frumvarp gegn einhverjum úrskurði Hæstaréttar!

Ég held að Birgitta og þau hin sem ætla að kjósa með þessu frumvarpi ættu að endurskoða aðstöðu sína og meðal annars tala við lögfróða aðila um málið!

Guðni Karl Harðarson, 6.3.2011 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband