Framboðsúttekt mín

Jæja þá er nú þessi barátta búin og best að fara að snúa sér aðeins að Jólunum og fleiru.

Ég vil byrja með að þakka öllum þeim sem kusu mig í kosningunum kærlega fyrir stuðninginn!

Ég veit að ég fékk stuðning frá fólki í íþróttaheiminum, skákheiminum, fólk sem ég þekki sem á leið um Mjóddina og fullt af fólki sem ég þekki sem ég er viss um að kaus mig í fyrstu sætin (eins og það fólk sagði). 

Þetta var fyrir mér óvönum manninum svolítið sérstök kosningabarátta. Ég ákvað í byrjun að reyna að stressa mig ekki í baráttunni og taka hlutunum létt.

Ég fékk yfirleitt mjög jákvæð viðbrögð hjá fólki sem ég þekki og kannast við! Nema frá einum aðila sem sagðist EKKI ætla að kjósa mig. En sá aðili hafði engan skilning út á hvað málin gengu.

4 myndbönd, 1 útvarpsviðtal, allt þetta án þess að hafa komið nokkurn tímann fram í sjónvarpi eða útvarpi.

3 framboðssíður og tvær opinberar kynningarsíður á netinu og 1 jakki (aðallega til smá gríns vegna sjónvarpsauglýsinga nokkurra frambjóðenda og til að muna og minnistengja fyrir framtíðina). 

Ég ákvað að nota mér sérstöðu eins og hægt væri til að vekja athygli á mér. Eins og tildæmis að vera með sérstakt myndband úr lýðveldisgarði Íslands, uppi á tjaldi í kynningu frambjóðenda hjá stjórnarskrárfélaginu í stað þess að stíga í ræðupúlt óvanur maðurinn.

Ég var mjög duglegur að mæta á fundi og viða að mér efni sem ég mun geyma hjá mér fyrir framtíðina.

Samt komu fyrir nokkur óvænt og sérstök atvik. Ég get því ekki miður sagt á þessu stigi nákvæmlega hvað gerðist. Vil ég þar nefna atvik sem komu fyrir utan og eftir fund þegar að ég var á fundi stjórnarskrárfélagsins þegar að þeir voru haldnir úti á Granda, atvik sem gerðist þegar að ég var á fundi Bótar í Salnum Kópavogi og síðan eitt sérstakt atvik á fundi stjórnarskrárfélagsins í sal FIH. Öll þessi atvik tengjast saman á vissan hátt.............Aðeins þeir aðilar sem komu þar að vita út á hvað þetta gekk.

Síðan var það gangan og kertatendrunin í Lýðveldisgarðinum á föstudeginum fyrir kosningarnar. Mjög sérstakt hvernig það varð til. 

En, allt saman mjög áhugavert og ég mun svo sannarlega ekki hættur í þessum málefni þó ég taki mér frí þangað til Í Janúar. 

Góðar stundir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Það er annars mjög sérkennilegt að ég hafi fengið aðeins 11 atkvæði í fyrsta sætið. Því þegar að ég er að telja út þá er ég að fá miklu fleiri. Nema að það fólk sem segist hafa kosið mig í það fyrsta hafi ekki gert það. En ég á mjög bágt með að trúa því til þess góða fólk sem ég þekki.

Ekki veit ég endanlega röðina en svo virðist sem ég hafi fengið þónokkuð af atkvæðum í næstu sæti fyrir neðan það fyrsta.

*

Varðandi svarta letrið hér fyrir ofan voru þetta samansafn þriggja smárra atriða sem skiptu ekki máli fyrir kosningabaráttu mína. En ég vil bara láta vita að ég tók sannarlega eftir þessu.

Í kertin mætti um ca. 30 manna hópur fyrir utan Þjóðmenningahúsið, sem svo labbaði með kerti í einfaldri röð þaðan inn í lýðveldisgarðinn og setti upp í hring kringum Íslandskortið. 

Hugmynd þessi kveiknaði hjá hvatningarhópi frambjóðenda eftir að ég nefndi það að ég ætlaði að kveikja á kertum (sjálfur) í garðinum á miðnætti fös./lau. 

Svo merkilegt sem það var þá var þessi athöfn algjörlega saklaus og bara í góðu lagi. Ég hef þó hvergi fundið myndirnar sem átti að setja á póstgrúbbuna.

Guðni Karl Harðarson, 2.12.2010 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband