Sunnudagur, 21. nóvember 2010
Virðist vera brot á réttindum
Þeir sem eru ekki blindir og sjónskertir geta fyllt út gerfi-kjörseðil og mætt með hann á kjöstað til að setja það val yfir á þann rétta. Ekki eru þeir með neinn eftirlistsmann yfir sér þegar að verið er að kjósa á kjörstað.
Blindir og sjónskertir þurfa mögulega aðstoð heimavið til að fylla út gerfikjörseðil og síðan væri það sjálfsagt að þeir hafi með sér sinn aðstoðarmann á kjörstað þegar að þeir færa yfir á milli á raunverlega löglega kjörseðilinn.
En eftirlitsmann kjörstjórna finnst mér fráleitt hægt að skylda þá til að hafa með sér í kjörklefann. Sérstaklega að þeir hafa ekkert leyfi til að sjá hvað hefur verið kosið og sett á löglega kjörseðilinn.
Eins og ég sé þetta virðist þetta vera brot á mannréttindum blindra og sjónskerta. Sjálfsagt að kæra þetta ef það stenst ekki lög!
Blindir ósáttir við eftirlit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Mannréttindi | Aukaflokkar: Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnarskrármál, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:34 | Facebook
Athugasemdir
Ég vona svo sannarlega að blindir og sjónskertir fái að kjósa án sérstaks eftirlits!
Guðni Karl Harðarson, 21.11.2010 kl. 23:35
Það er bara krafa okkar,Guðni minn.
Helga Kristjánsdóttir, 22.11.2010 kl. 10:37
Að mínu mati er þetta óskiljanleg kvöð um sérstakan eftirlitsmann. SKil ekki alveg hvað það á að þýða.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2010 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.