Fimmtudagur, 18. nóvember 2010
Af framboði mínu: nýtt myndband
FORSÍÐA AFKOMUVALD ÁHERZLUR ÆTTIR BARÁTTUMÁL KYNNING UM MIG
=====================
Hér fyrir ofan er beintenging á framboðssíðu mína
_______________________________________
Hér er nýtt myndband sem var tekið upp hjá stjórnarskrárfélaginu. Ég vil þakka Þórði Grétarsyni og Guðmundi Ragnari Guðmundssyni hjá stjórnarskrárfélaginu fyrir framkvæmd upptökunnar.
Þetta myndband er unnið með kastara og lesið fyrir hljóðnema í ræðupúlti.
Meginflokkur: Stjórnarskrármál | Aukaflokkar: Mannréttindi, Réttindi fjölskyldunnar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heill og sæll; Guðni Karl, æfinlega !
Þó svo; við berum ekki gæfuna til samþykkis, um framtíðar skipan mála, hér á Fróni, virði ég einurð þína - sem drenglyndi allt, í þínum áherzlum, Guðni minn.
En; sem fyrr - foragta ég, gerfi lýðræði hvítflibbanna, en styð Byltingarráð þjóðfrelsissinnaðrar Alþýðu, sem fyrr - og áður, fornvinur góður.
Megi þér vel farnast; sem jafnan, Guðni minn /
Óskar Helgi
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 01:38
Heill og sæll,
Þakka þér fyrir þessar góðu óskir Óskar Helgi minn!
Ég foragta gerfi lýðræðið eins og þú getur séð með lestri á pistli mínum um lýðræðið hér á bloggsíðu minni.
Ég hef nú verið á þeirri skoðun að breyta þurfi grunnþáttunum til að undirbúa fyrir framtíðina. Losa um vald og endurgera lýðræðið því að á lýðræði okkar hefur verið troðið, sem og höggvið af til eigin nota.
Sem og þarf að setja inn sérstök atriði í stjórnarskrána sem koma í veg fyrir að valdið geti ekki hagað sér eins og því sýnist.
Megi þér Óskar Helgi og vel farnast.
Kær kveðja,
Guðni Karl Harðarson
Guðni Karl Harðarson, 19.11.2010 kl. 11:03
Gott hjá þér! Einlægur,ærlegur,fullveldissinni. Kv.
Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2010 kl. 01:21
Helga, na, óflokksbundinn Íslandssinna vil ég kalla mig
Guðni Karl Harðarson, 21.11.2010 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.