Miðvikudagur, 29. september 2010
Hrunavaldhafarnir allir saman
Ein enn yfirlýsingin frá þessum flokki. Man eftir yfirlýsingunni frá formanninum í byrjun hausts um að fara nú að draga umsóknina um ESB til baka. Hvernig væri að standa við það til að byrja með?
Dettur þér eitthvað í hug að betra verði fyrir flokka að vinna með Sjálfstæðismönnum? Á að fara að kjósa hrunavaldana aftur?
Það er löngu tímabært að breyta stjórnkerfinu á Íslandi og losa um það vald það sem flokkarnir hafa á þjóðinni! Losa valdið af alþingi.
Mér dettur ekki hug annað en að vera viss um að bláa liðið sé ekkert betra en hinir.
Mér dettur líka ekki í hug annað en að þessi ríkistjórn sé algjörlega vanhæf!
Mér dettur annars í hug eitt atriði sem gæti mögulega kannski verið tekið strax fyrir með nýrri stjórn. En það er að draga umsókn um ESB til baka!
Það er hreint hlægilegt að koma fram og tala svona á þessum tíma. Þegar mjög fáir landsmenn hafa einhverja trú á alþingi.
Vill boða til kosninga strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Mannréttindi, Viðskipti og fjármál | Breytt 30.9.2010 kl. 01:55 | Facebook
Athugasemdir
Guðni Karl. þetta er allt rétt sem þú segir.
S-flokkur á alþingi á að hafa vit á að skammast sín að hafa gjörspillta kúlulánþega með niðurfelldar skuldir innanborðs, meðan heiðarlegt og svikið fólk er rænt, svikið og svelt!
Hverjum er ekki ofboðið???
Í staðinn fyrir að kunna að skammast sín fyrir gjörspillingu innan síns flokks, þá leyfa þeir sér að kasta steinum úr glerhúsi án þess að roðna af skömm yfir eigin svindli og svikum?
Halda S-flokks-dátar virkilega að einhverjum detti í hug að kjósa þá aftur? Eru þeir algjörlega siðblindir allir sem einn?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 29.9.2010 kl. 17:55
Fyrir mér er þetta lið allt á sömu bókina! Líka hinir flokkanir.
Mér er svo gjörsamlega ofboðið af öllu því sem hefur gengið á þarna niðri á alþingi. Þeir hafa sýnt svo og sannað að þeir hafa ekkert að gera með þetta löggjafarvald!
Þessvegna þurfum við að búa til aðstæður þar sem við almenningur munum ekki lenda alltaf í því sama aftur og aftur. Fólk sem hefur kosið alla flokka þarf að fara vakna og taka sig saman til að breyta framtíðarsýn okkar.
Ég segi það hreinlega út! Tökum löggjafarvaldið af alþingi!
Guðni Karl Harðarson, 29.9.2010 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.