Miðvikudagur, 26. maí 2010
Slappt er það!
Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða:
Dagurinn í dag á 6 mánaða línuriti:
Eftir að hafa skoðað candlestick línurit á þetta er ekki að sjá að þetta sé neitt fyrir alvöru að réttast við.
Smellið 2svar á mynd til að sjá í fullri stærð.
MACD er mjög veikt eins og sést á bláu reitunum. Svarta línan á eftir mjög mikið til þess að ná þeirri rauðu og er ekki einu sinni byrjuð á leið upp.
Sem og Fast Stochasticks er mjög lítið og veiklulega farið yfir rauðu línuna.
Simple MA (bláa línan) sem er 5 dagar er enn langt fyrir neðan 10 daga línuna (rauð).
Þetta er svo mikið fall að ég er ekki að sjá að Dow nái sér neitt a strik á næstunni.........
Hér er svo NASDAQ
Smellið 2svar til að sjá mynd í fullri stærð:
Nasdaq er svo en veikara meðal annars að síðasti dagur (hvít stjarna) gapir upp langt fyrir ofan næsta dag á undan. Sem og lágt volume ennþá (magn viðskipta) sem virðist ætla að vera á grænum degi en ekki frekar hátt.
![]() |
Hlutabréfamarkaðurinn hjarnar við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Bloggar, Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:00 | Facebook
Athugasemdir
Auðvitað eru þetta kort sem komu upp á þeim tíma þegar að ég skoðaði - mínus USA tíma.
Síðan eru þau ekki í rauntíma heldur 20 mín eftir á tíma.........Enda hef ég ekki keypt mér aðgang að rauntíma línuritum. Þó ég geti séð þau inni á miðlaranum í rauntíma þá set ég þau þaðan ekki inn hér.
Kortin hér að ofan eru tekin af besta línurita staðnum á internetinu.
Guðni Karl Harðarson, 26.5.2010 kl. 18:37
Stóru málin og miðtíma 5 ár eru USA heldur í horfinu [lækkar aðeins?] hækkar þess vegna gagnvart EU minna gagnvart Pundi. Iðnaðar uppgangur heldur áfram í Asíu.
Hinsvegar fann ég skýringu á orðinu Verðbætur í gagnbanka Glitnis. Merkja þær enska fjármálahugtakið "Dirty Prize" og merkir Nafnvexti í hausbréfs sem er kvikindislegt með tilliti til tíma og sérfræðimenntunar að reikna raunvaxtarkröfuna útfrá. Er þetta form aðallega notað hjá lánasýslum Ríkistjórna. Sem vilja geta sagt að bréfi beri vexti [að nafninu til =nominial] svipuðum og aðrar ríkistjórnir eru að borga.
Hér er ekkert leyndar má að formúla verðbóta "Dirty Prize" á íbúðajafngreiðsluláninu með 1 veðrétti [örugg] er sögð til að dreifa greiðslubyrði jafnt til að verðbólgu toppar einstakra ára [mánaða] valdi ekki tímabundum greiðslu erfiðleikum lántaka.
Hinsvegar er hægt að fá útkeyrslur frá íbúðalánasjóði og Landsbanka fyrir 30 ára lán undir mismunandi jafnaverðbólgu.
Þá sannast með nægilega mörgum útkeyrslum að verðbóta nálgunarformúla sem er notuð við verðbóta reikning.
Byrjar að lækka umsamdar verðtryggðar jafngreiðslur niður fyrir ríkjandi verðbólgu fyrstu gjalddaganna en svo samkvæmt reglu hækkar þær aftur eftir x-gjalddaga upp fyrir verðbólgu því fyrr sem verðbólga er meiri. Með öðrum orðum veldur greiðsluerfileikum allra sem ekki hækka í launum upp fyrir verðbólgu.
Þetta er á alþjóðamælikvarða ólöglegt að hækka heildar umsamda verðtryggð jafngreiðslu þannig að heildar greiðsla á núvirði verði minnst 30% hærri en um var samið.
Hér er það lánadrottins að sýna fram á að lántaki við útgáfu hafi heimilað núvirðis hækkun með tilliti til framtíðarverðbólgu á heildarvaxtakostnaðinum sem lá fyrir á útgáfu degi.
Formúlu útreikningarnir standast ekki það sem er látið í veðri vaka. Verðbæturnar" Dirty Prize" eru kol ólöglegar þegar um 1. veðréttar 30 íbúðalán eru að ræða.
Útkeyrslur frá íbúðlánasjóðum sanna það þó sjálf formúlan liggi ekki á lausu.
Verðtrygging [vextir CPI: neysluvístitla] eru hinsvegar hinsvegar grunnurinn sem breytilegir vextir taka mið af sem geta líka inn falið áhættu vexti.
http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/
Þar sem þú ert svo góður að lesa út úr línuritum, staðfestu þá að ferlarnir á mínum línuritum sem byggja á greiðslu yfirlitum íbúðalánasjóð og Ásmundar í Landsbanka sanni það sem ég hef sagt hér.
Lögfræðingar hafa líka tekið lán með verðbótum "Nasty Prize" og látið plata sig.
Júlíus Björnsson, 26.5.2010 kl. 19:16
Þakka þér innlitið Júlíus. Mjög fróðlegt sem þú skrifar. Og er ég að skoða inn á bloggið þitt að lesa þetta allt.
Þó ég sé nokkuð vel að mér í línuritunum þá viðurkenni ég að ég er ekki nógu vel að mér í öllum þessum formúlum þínum. Hef þó lært þær nokkrar þegar að ég var áskrifandi að Stocks & Commodities magzine. Hef þó ekki mikið verið að spá í þær, heldur frekar lært inn á viðskipta markaðinn sjálfan eins og hugtök, vísitölur og línurit ásamt lesningu í afkomutölur hjá fyrirtækjum (á USA markaði).
Var að skoða færsluna á bloggi þínu. Finnst það mjög fróðlegt sem þú skrifar. En þetta er mjög mikil lesning. Þarf ég að lesa þetta vel yfir!
Ég ætla að skoða betur áður en ég kem með aths. En það er þó ekkert víst að ég komi með neinar útskýringar. Ekki endilega víst að ég hafi þær. En! Enn og aftur flott blogg grein hjá þér!
Guðni Karl Harðarson, 26.5.2010 kl. 22:20
Þegar lán er á formi skuldabréfs þá eru vextir á gjalddögum reiknaðir á núvirði á útgáfudegi hér lengst af en alltaf utan Íslands. Það þýðir að að lánum sem ekki eru með fasta vexti geta vextir breyst á gjalddögum. Hinsvegar þegar vextir eru fastir svo sem á annuitets lánum þá er þeir ekki reiknaðar öðruvísi á gjaldögum. Þess vegna er hvert gjald eða greiðsla fast allan lánstímans. Ef það fylgir verðlagsbreytingum þá hækkar gjaldið hlutfallslega jafnt bæði vaxtahluti þess og afborgun. Hér virðast menn ekki hafa kunnað að verðtryggja föst umsaminn gjöld jafngreiðslubréfs.
Hér leggja þeir vexti á verðtryggingar leiðréttingar umsamina fyrirframreiknaða á útgáfudegi gjalda. Þannig að gjaldið hækkar umfram verðlag það kallasta svo verðbætur eins og á innlánsreikningum.
Til að fela þetta er notuð einhver verðbóta dreyfijafna sem logið er að lækki verðtryggðar greiðslur miðað að við að hún væri ekki notuð.
Hinsvegar er ég búinn að keyra út nokkur sýnishorn 360 gjaldaga lána sem sanna að þessi bull formúla hækkar jafn gjöldinn alltaf uppfyrir verðlag miklu meira en lækkar þau til að byrja með.
Er ekki þörf á henni nema til að fela verðbæturnar: vextina af verðtryggingarleiðréttingunum [afborganna og vaxta].
Þetta hefur alltaf verið ólöglegt á Íslandi.
Júlíus Björnsson, 27.5.2010 kl. 05:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.