Færsluflokkur: Fjármál
Þriðjudagur, 17. febrúar 2009
Hvaða bull er þetta?
Alltaf vissi ég að þetta kæmi upp. Það sést alltaf betur og betur að hinn vinnandi verkamaður á að blæða fyrir fjármálasukk þeirra sem settu landið á hausinn!
Fyrir mér er þetta einfalt mál UPPGJÖF!
Mér fannst að ný Ríkisstjórn hefðu átt strax að koma að málum til að bjarga kjarasamningum! Það að þau ætla ekki að gera það segir mér að þetta er bara vita vonlaust lið og alltaf kemur betur og betur í ljós að skoðun mín á þessari stjórn er rétt!
Það er óeðlilega skrýtið að Ríkisstjórn ætli ekki að koma að kjarasamningi nú á þessum síðustu og verstu tímum! Einmitt nú hefði átt að koma að þessum málum! Þau hefðu einfaldega getað sagst ætla að stiðja við það að kjarasmaningar kláruðust í Mars. Með stuðningi frá Ríksstjórn hefði verið hægt að halda samningum án þess tildæmis að fleiri yrðu atvinnulausir osfrv.
Það hefði verið eitt það besta sem hefði verið hægt að gera að halda kjarasamningum. Hversvegna? Vegna þess að með frestun á samningum þá þarf að ræða þá aftur í Júní og blessaðir mennirnir geta þá bætt meiri aurum í vasann þangað til þeir komast að niðurstöðu sem gæti tekið tvær til þrjár vikur vegna nýrra forsenda. þ.e. þess sem verður komið fram með verðlag, skuldir og annað.
Bara á þessum 4 mánuðum gæti komi margt fram sem hefur mikil áhrif á kjör almennings til hins verra! Meðal annars enn fleiri verðhækkanir, fleiri fjármálaáföll og algjört hrun!
Að taka á málum strax hefði bætt aðeins stöðu verkamanna gegn því sem lendir á þá á næstunni! Þá hefðum við verkamenn verið betur staddir og betur undirbúnir undir mikla hrunið!
Get alveg sagt það strax! Það verður miklu erfiðara að taka á kjaramálum í Júní en nú!
Ég segi: Kjarasamningana í gang í Mars eins og átti að vera og svo leiðrétting í Júní!
Frestun samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 31. janúar 2009
Hvað vitum við?
Allt hugsandi fólk getur séð að Ríkisstjórn sú sem verið er að mynda á morgun mun koma fram með aðgerðarpakka til þess gerðan að reyna að friða almenning. Mjög margt sem hefur verið skrifað að undanförnu af þessum flokkum sem styður þetta.
eins og tildæmis: að frysta eigur auðmanna eða ekki, að setja af stað stjórnlagaþing eða ekki og þá hvernig.
Þannig vitum við að langmestur hluti þeirra sem hafa misst atvinnu munu ekki fá nýja vinnu á næstu 3 mánuðum. Þessi verðandi Ríkisstjórn mun ekki geta sett í gang neitt af viti í þessa átt fram að næstu kosningum. Ekki misskilja mig auðvitað vonar maður að sem flestir þeirra sem hafa misst atvinnu fái nýja vinnu sem fyrst.
Við vitum að ekki verður á næstu 3 mánuðum hægt að leiðrétta fyrir alvöru kjör hinna lægst launuðu. Að við munum áfram búa við sama kerfi sem enginn flokkur þorir fyrir alvöru að losna úr. Einmitt vegna afstöðu sumra afla eins og til dæmis Frjálshyggju partinn í Samfylkingunni.
Við vitum að áfram verða nausynjavörur á háu verði og má búast við hækkunum meiri hækkunum.
Við vitum að verðbólga mun halda áfram að aukast.
Við vitum að verðandi stjórn mun ekki að neinu ráði takast að lækka skuldir Íslands. Jafnvel þó þau muni koma með einhvern pakka þá munu vera mikil áhöld hvort sá pakki takist!
Við vitum: ef þú ert einn af þeim venjulega harðvinnandi maður sem hafði tekist að safna fé til elliáranna og tapaðir 10% til 30% af því við bankahrunið. Við vitum að litlar líkur eru á því að þú fáir það bætt. Jafnvel þrátt fyrir fögur fyrirheit.
Við vitum að áfram verður í gangi sama kerfi fyrir þá sem 1. ætla sér að kaupa húsnæði 2. eiga húsnæði en á mjög háum ofsa vöxtum. Þannig má ætla að við munum sjá fögur fyrirheit en í reynd verður lítið gert. Við höfum jú í mörg ár búið við mjög svipað ástand. Enginn skal ætla að það verði lagað svona 1, 2 og 3. Þrátt fyrir fullt af fyrirheitum!
Áfram verður haldið að seilast eins djúpt í vasa kaupenda eins og hægt er. Tildæmis munu nýjir kaupendur áfram þurfa að borga há gjöld við fyrstu kaup.
Ég skora á alla að bera saman Danmörk og Ísland varðandi Húsnæðiskerfin í þessum löndum!
*****
Allt hugsandi fólk veit að unnið hefur verið á bak við tjöldin til að gera tilraun til að ná fram samningum um hin ýmsu mál. Þannig svo dæmi sé tekið hefur Samfykingin VG og Framsókn auðvitað líka þurft að hafa samband við auðmennina, þ.e. stuðningsfólk þeirra til starfa til að fá fram hvað þeir vilja samþykkja. Því ekkert verður samþykkt án þess að stuðningsmenninir samþykki það.
Skoðun: Afhverju varð þessi Ríkisstórn ekki til í dag eins og þau voru að tala um? Ég reikna með að hjá Framsókn séu menn svo tvístýgandi um samstarfið einmitt vegna þess að þar í flokki eru margir sem vilja ekki ganga í þetta samstarf (og þar af leiðandi auðmenninir, þ.e. stuðningsmenninir að berjast).
Á bak við tjöldin er því í gangi hatrömm barátta um völdin hjá auðmönnum og flokkunum. Þar koma jafnvel inn menn frá Sjálfstæðisflokknum líka sem hafa haft samband við Framsóknarmenn til að gera tilraun til að fá þá til að hætta við og kannski ganga í samstarf við þá og einhvern annan flokk til.
Við vitum að verðandi Ríkisstjórn mun koma með fullt af fyrirheitum. Ekki taka þeim sem sjálfsögðum og trúa þeim.
Stjórnin mynduð á morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Stjórnlagaþing????? og útkoma í sveitarstjórnarkosningum 2010?
Enn ein sókn í vinsældir og gert til að friða öll öflin sem hafa verið að minnast á að fólk eigi að kjósa fólk en ekki flokka.
Halda menn virkilega að stjórnlagaþing geri eitthvað fyrir fólkið í landinu. Sveitjarstórnarkosningar 2010? sem framsókn talar um. Eru menn ruglaðir? Halda þeir virkilega að við munum ná einhverjum alvöru breytingum fram í landinu með því að draga útkomuna þangað til þá?
Haldið þið að útkoma stjórnlagaþings sem 2/3 alþingismenn verða að samþykkja geri eitthvað fyrir fólkið einmitt vegna þess að engin útkoma hefur hingað til verið umræðum á breytingar á stjórnarskrá?
Það þarf breytingar strax! Vegna þess að breytingar á Stjórnkerfi landsins á að nota strax til að geta fyrir alvöru tekist á við vanda landins. Ekki munu flokkarnir geta losað okkur út úr vandanum og skuldunum.
Áttum okkur á flokkarnir munu aldrei samþykkja breytingar þær sem við viljum!Áttum okkur á að stjórnlagaþing mun ekki breyta stjórnarskráinni eins og fólkið í landinu vill!
Besta leiðin er að krefjast skilyrðislaust að því verði breytt fyrir næstu kosninar og sett inn einfaldega að fólk megi kjósa fólk á atkvæðaseðli!
X við Ég vil fólk en ekki flokka!
Það er sem ég mun leggja til við Forseta og fleiri!
Ég vil breytingar á næstu 3 mánuðum svo að fólkið geti tekið sig til við að rétta við hag almennings í landinu strax!
Áttið ykkur á að breytingar á stjórnarskrá þurfa að koma strax (á næstu 3 til fjórum mánuðum) til að við getum fyrir alvöru tekist á við vandann! Áttum okkur á að flokkarnir í landinu munu aldrei geta tekið þær ákvarðanir sem fólkið vill að verði gerðar! Flokkar með ólíkar skoðanir og ólíkar áherslur!
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)