Færsluflokkur: Mannréttindi
Föstudagur, 17. september 2010
Sjáið líkamstjáninguna á myndinni
Verður þessari ríkistjórn stætt að halda áfram störfum ef ekki verður tekið á þessum málum og sekt þessara fjögurra viðurkennd. Sama með hina. Ætla Samfylking og Sjálfstæðismenn að standa saman gegn þingsályktunartillagna um málshöfðun?
Hvernig ætla þessir flokkar að spila sig út úr þessu máli? Koma hreinir út úr því og halda trausti kjósenda sinna?
Hvað segir þjóðin um traust til þessa fólks eftir þetta mál?
Nú virðist svo vera að stjórnin geti fallið út af málinu. En það veldur rosalegum óróa innan flest allra alþingismanna. Áttið ykkur á því að eftir það munum við fá stutt stjórnarsamstörf á amk. næstu tveimur árum. Munið að ríkistjórn þarf að rjúfa þing þegar þarf að kjósa um útkomu stjórnlagaþingsins.
Mér er spurn!
Í hvaða málum getur þjóðin klofnað niður vegna flokkana? Hversu margir klofningshópar verða til?
1. Á móti og með ESB = titringur og hugsanlegur klofningur ef vissir flokkar þora að taka fyrir alvöru á málinu.
2. Hvernig ríkistjórn og stjórnsýslan ætlar sér að taka á málum útrásargreifa, þar að segja að þeir muni halda áfram að sleppa og fá frystingu lána án vaxta og ekkert verði gert fyrir alvöru til að dæma menn.
3. Hvernig alþingi, þessi ríkistjórn og fyrri ríkistjórn ætlar að taka á spillingu innan flokka þeirra.
4. Útaf því hvernig hæstaréttur dæmdi gegn almenningi og með bönkunum í gengislánunum.
5. Hvernig tekið verður á auðlindamálum...
6. Hvernig tekið verður á orkumálunum.........
7. Hvernig skuldurum verði fyrir alvöru bætt skaða sinn af völdum bankana og óðærisins.
Fullt af fleiri spurningum væri hér hægt að bæta inn.......
Hvað er eiginlega að verða um þessa þjóð?
Ekki hefur þessi ríkistjórn aukið samstöðu með þjóðinni. Þvert á móti, hinn veginn!
Ekki gerði sú síðasta á undan það. Og ekki mun næsta stjórn gera það nema að eitthvað róttækt verði gert.
Umræðu frestað til mánudags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 12. september 2010
Á að aðskilja Ríki og Kirkju?????
Nú hafa verið háværar raddir úti í þjóðfélaginu um að það þyrfti að aðskilja Kirkjuna frá Ríkinu. Ég hef mikið verið að vellta þessum málum fyrir mér og finnst að það þurfi að hugsa þessi mál mjög vel og vandlega! Það er svo margt sem þarf að taka tillit til.
Ég tek það fram að ég tek ekki hér í þessari grein afstöðu með eða á móti málinu. Tilgangur minn er aðallega að vekja fólk til umhugsunar um þessi mál vegna þess að með þeim er verið að fara fram á miklar breytingar sem gætu haft stórvægileg áhrif á lífið á Íslandi.
Í því skyni langar mig að bera fram nokkrar spurningar sem tilheyra því að verið er að fara fram á að gera breytingar á núverandi kerfi. Vil ég benda fólki að velta þessu vel fyrir sér fram og til baka.
1. Hversvegna ætti að aðskilja Ríki og Kirkju?
2. Er það persónuleg eða einstaklingsleg ástæða?
3. Hvað gerist við aðskilnað Ríki og Kirkju?
4. Munu einhverjir missa stöðu?
5. Munu einhverjir missa laun?
6. Hvað kostar aðskilnaðurinn?
7. Hvað fæst með aðskilnaði?
8. Hvað væri aðskilnaðurinn lengi að skila sér út í þjóðfélagið?
9. Fæst aukið réttlæti með aðskilnaðnum?
10. Munu einhverjir missa réttlæti við aðskilnaðinn á meðan að aðrir ná fram réttlæti? Þar að segja er nýtt réttlæti á kosnað hins?
11. Hvað með bræðralag? Eykst bræðralag við aðskilnaðinn?
12. Eykur aðskilnaður traust í þjóðfélaginu?
13. Hvað með virðingu?
14. Hvað með heiðarleika?
15. Spila atriði 12., 13. og 14. inn í hvort það eigi að skilja að Ríki og Kirkju?
Það má örugglega bæta við ýmsum öðrum spurningum varðandi málið. En aðalatriðið að fólk geti myndað sér skoðanir með sem réttlátustum og sanngjörnustum ástæðum fyrir ákvörðun sinni í þessu máli.
Guðni Karl Harðarson
Mannréttindi | Breytt 18.9.2010 kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (51)
Föstudagur, 10. september 2010
Ég skil ekki vinnubrögð alþingis í stjórnlagaþingslögunum
Tildæmis vandræðin með að greiða atkvæði á kjörstað.
Afhverju ekki bara að senda öllum kjósendum (með lögheimilum og kennitölum) kjörseðilinn í pósti. Þá gætu kjósendur fyllt út seðilinn í næði og mætt svo með hann tilbúinn á kjörstað og þar sé síðan farið yfir hann og seðillinn síðan stimplaður af kjörstjórn og settur í kjörkassann.
Með þessu fyrirkomulagi verður ekkert vandamál á kjörstað.
Nema að ég sé virkilega svo naive að halda að þetta væri hægt.
Síðan er hvergi verið að ræða neitt um betri útfærslu á hvernig fólk megi auglýsa sig og lagfæring á útfærslu á eiðslufé í framboðið. Né lagfæringu á tíma þingsins.
Fimmtudagur, 9. september 2010
Hverskonar blíðuhót er verið að tala um?
Össur ætti því að taka sig til að klappa honum á kollinn þegar að þeir hittast og mætast á þingi. Eða sýna honum önnur blíðuhót, þó innan siðaðra marka. Ef hann heldur að það hafi eitthvað að segja. Sérstaklega afþví þetta er svo líkt hjónabandi.
Þó kannski muni þau blíðuhót lítið gera til að snúa honum og hans skoðunum í ESB málefninu. Guð minn góður segi ég bara.
Punktur, pasta. Ég á ekki fleiri orð yfir ruglinu.
Þykir vænt um Jón Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 8. september 2010
Elsku Múmínpabbi
Gerðu nú eitthvað af viti fyrir borgarbúa. Láttu nú okkur fara að sjá eitthvað áþreifanlegt í öðrum málum heldur en bara málum götunnar.
Gegnsæ spilling" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 7. september 2010
Hlutverkaskipti
Á síðasta Þjófundi voru Heiðarleiki, Virðing, Jafnrétti og Réttlæti valin sem gildi þjóðarinnar. Allt eru þetta orð sem tengjast stjórnarskrá því stjórnun á að snúast um siðferðisgildi í samfélagi almennings innan þjóðarinnar.
En hver er siðferðisvitund okkar? Höfum við ekki dálítið farist á mis við notkun þessara gilda í þjóðfélaginu, einmitt vegna þess að stjórnun á Íslandi fellst meðal annars í valdi yfir okkur sem manneskjum? Oft á tíðum með ofurvaldi sem almenningur sjálfur hefur ekkert að segja hvað það vald ákveður. Þau gera sem þeim sýnist.
Hvernig aukum við því siðferðisvitund þjóðarinnar? Er það ekki einmitt með stórauknum áhrifum almennings í stjórnun landsins? Að almenningur geti þannig haft áhrif á hlutverk síns sjálfs sem og annara í samfélagi sem við öll tökum þátt í og eigum að hafa sama rétt í. Með beinni þáttöku í stjórnunarkerfi samfélagsins aukum við þannig skilning og meðvitund okkar á þessum þjóðfélagsgildum sem við segjum að við viljum hafa.
Í síðasta pistli mínum nefndi ég mikið orðið: Almannaþing. En með því átti ég ekki við að almenningur fengi alráðið yfir stjórnun landsins. Heldur frekar að hugsunin um þing snúist um almenning en ekki þingmenn eða valdhafa sem hafi yfirvald yfir þjóðinni.
Það er skilningur minn að við þurfum að gera gagngerar lýðræðislegar breytingar á stjórnkerfi landsins. Breytingar sem felast í stórauknum áhrifum almennings sjálfs með þátttöku í ákvarðanatökum sem hafa áhrif á framtíð þess. Það mætti vel hugsa sér að skipta þessari stjórnunarköku niður með tilliti til hverra verka verið er að fjalla um. Í þeirri köku gætu verið þingmenn valdir úr flokkunum af fólkinu eins og áður sem og persónur sem kosnar væru. En almannaþing snerist þá um þarfir almennings sjálfs í samfélaginu, frekar en sérsniðin mál (lög) sem ganga vanalega gegnum alþingi.
Hugsunin mætti því vera að sjá til þess að enginn hafi of mikið vald yfir öðrum. Að almenningur hafi beinni áhrif á ákvarðanatöku. Að aðhald sé sett á stjórnunina og séð til þess að fólkið í stjórnuninni lendi ekki í þannig aðstæðum að tapa öllum skilningi og notkun á þessum gildum sem hér eru nefnd efst í greininni og þjóðin vill hafa sem gildi sín. Að fólkið sem stjórnunina sé alltaf meðvitað um þessi gildi og fari eftir þeim. Síðan á fólkið sjálft að geta haft bein áhrif á hverjir séu valdir til yfirstjórnunar og hversu lengi slík stjórn sé að störfum.
Sjálfur hef ég vellt þessum málum mikið fyrir mér. Ég get sagt að ég er búinn að finna sérstaka öðruvísi leið þar sem lýðræði á Íslandi væri stóraukið með algjörlega nýjum forsendum stjórnunar. En inn í þessari leið eru sérstök hlutverkaskipti lýðræðisins.
Mánudagur, 6. september 2010
Endurvekjum rétta stöðu Alþingis!
Í gamla daga kom almenningur saman á Þingvöllum til að ræða saman á almannaþingi sem var kallað: "Althing"
Þegar að núverandi alþingisfyrirkomulag var sett á Íslandi í fyrsta sinn breyttist það hugtak að almenningur notaði orðið "Alþingi" til stjórnunarsamkundu. Það voru kosnir þingmenn úr flokkum sem tóku upp þetta orð og notuðu fyrir þingsvið sitt þegar að stjórnarhættum var breytt á Íslandi.. En þetta þinghús hefur ekkert að gera með almannaþing því almenningur hefur lítið sem ekkert að segja hvað þar fer fram.
Það eru alþingismenn flokka sem nota valdsvið sitt inni á þessu svokallaða "alþingi" til þeirra athafna. Þeir hafa tekið sér orðið til notkunar um valdsvið sitt, sem er algjört rangnefni því orðið Al hefur ekkert með þingmenn að gera heldur almenning. Þannig var orðið "Alþingi" hugsað í byrjun sem almannaþing.
Inni á þessu svokallaða alþingi ráðskast alþingismenn með þjóðina að eigin vild og taka valdsvið sitt eftir eigin geðþótta og flokkageðþótta. Síðan hefur jú tíðkast það ógurvald að ríkistjórnir hafa komið þar inn með mál sín. En kjósendur hafa aldrei fengið að kjósa nema menn innan flokka til þingstarfa. Þess er hvergi getið að almenningur fái að kjósa sér ríkistjórn. Heldur er val í ríkistjórn alfarið á hendi þeirra flokka sem ná saman um þá stjórn hverju sinni. Almenningur hefur því ekkert um það að segja hverjir eru kosnir í aðalstjórn landsins.
Eftir að kjósendur kjósa í þingkosningum hafa þeir því lítið að segja um framhaldið um stjórnun landsins.
Við upphaf "althing" á Þingvöllum mætti sannlega ætla að þeir sem þangað mættu hafi hugsað sér að þjóðin fengi sjálf að ráða um stjórnskipunina. Þar að segja, almenningur. Þó stórhöfðingjar að gömlum sið hafi mætt þangað til skrafs og ráðagerða þá var hugsun þeirra ekki sú að taka valdið af þjóðinni. En þegar að við fengum þingstjórn var þetta almannavald tekið af þjóðinni.
En þing almennings á að snúast um samskipti almennings til að mynda SÉRSTÆÐ-a stjórnarhætti fyrir Ísland.
Því þarf að losa valdið af og breyta stjórnsýslunni. Ein af aðal ástæðunum væri gerð til að losna við geðþóttaákvarðanir þingmanna og flokksklíkna.
Það þarf því að breyta stjórnsýslunni og losa um vald ásamt því að framkvæma valddreyfingu. Það þarf líka að gefa almenningi kost á að hafa eitthvað að segja um hvernig landinu er stjórnað, heldur en aðeins eitt að fá að kjósa sér vald til verka sem stendur svo óhaggað í 4 ár ef ekkert kemur upp á til að spilla samstarfinu.
Endurvekjum rétta stöðu Alþingis fyrir almenning á Íslandi. Setjum Almannaþing.
Takmark nýrrar stjórnarskrár hlýtur að vera að finna nýjar leiðir fyrir almenning á Íslandi og undirbúa íslendinga undir nýja framtið.
Lýðræðið þarf þannig að endurhugsa!
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 6. september 2010
Hvernig væri nú?
Að gera stórátak í því að hjálpa fólki fyrir alvöru út úr þeirra skuldavanda? Að vinna fyrir alvöru með almenningi í landinu frekar en að standa gegn þeim.
Hvernig væri staðan nú ef stjórnmálamenn og ríkistjórn hefði í upphafi komið til almennings og sagt:
Á svona slæmum tímum verðum við íslendingar að vinna saman. Því höfum við mikinn áhuga á að vinna fyrir alvöru saman með almenningi í að leysa vanda þjóðarinnar. Að mynda sérstakan hóp af þverskurði þjóðarinnar sem kosið yrði sem og menn valdir úr stjórnsýslunni, ríkistjórn, ASÍ og fleirum. ÞJÓÐVINNUHÓPUR.
Nei. Það var því miður ekki gert. Sjáið hvaða álit fólk hefur á ríkistjórn og stjórnmálamönnum!
Nú er fer tækifærið að koma til að losa um valdatak stjórnmálamanna af þjóðinni og búa þjóðina undir framtíðina, eins og með breytingum á stjórnarskrá.
Nauðsynlegt að ljúka Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. ágúst 2010
Er ekki borgaranna að skilgreina ráðuneytin upp á nýtt?
Er það hjóm eitt og blekking að bjóða þjóðinni upp á að geta endurgert stjórnarskrá, þegar að stjórnvöld ætla sér síðan sjálf að ákveða hvernig stjórnsýslan er á meðan?
Er það ekki stjórnlaganefndar að fara yfir valdið og skilgreina það upp á nýtt í nýrri stjórnarskrá þar sem ætti meðal annars að skilgreina valdsvið ráðuneyta?
Er það ekki verk stjórnlaganefndar að ákveða hvernig valdskipting verði, alvöru þrískipting eða fjórskipting eða önnur skilgreining? Skiptir þá ekki máli í því samhengi að endurskipuleggja ráðuneyti inn í það nýja kerfi?
Svo maður tali nú ekki um fjármál stjórnmálaflokka!
Ætla stjórnvöld ekkert að læra?
Sjávarútvegsráðuneytið á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 15:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 29. ágúst 2010
Nú er tækifærið að gera eitthvað frábært í framhaldinu!
Nú erum við að fara að gera nýja stjórnarskrá með stjórnlagaþingi. En fyrst er það þjófundurinn á næstunni.
Við höfum nú tækifæri til að búa til eitthvað frábært og SÉRSTÆÐA íslenska stjórnarskrá. Eitthvað sem engin önnur þjóð í heiminum hefur! Því er mikilvægt fyrir fólk að taka þátt með því að koma með hugmyndir um málið.
Á næstunni verður þetta áberandi í umræðunni og mun fólk taka eftir ýmsu þessum málum tengdum. Eins og tildæmis þegar að vefur stjórnarskrárfélagsins verður tilbúinn.
Lesið síðan endilega bloggrein mína:
Hvernig getum við breytt Íslandi fyrir alvöru?!
http://hreinn23.blog.is/blog/hreinn23/entry/1089353/
Framtíð vonarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |