Færsluflokkur: Kvikmyndir
Þriðjudagur, 12. apríl 2011
Ó, eru þeir tilbúnir?
Það segir hvergi í þesari frétt hvenær þessi vantrausttillaga verði lögð fram. Sagði hann það? Vænlegra væri að klára frumvarp um persónukjör áður en þetta verður gert.
Flokksvaldið á Íslandi er ekki að átta sig á hversu mikil gjá er á milli þings og þjóðar. Sífellt fleiri munu ekki mæta til að kjósa. Við þurfum alvöru breytingar! Ekki endalaust sama ruglið!
Tillaga um vantraust lögð fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 15:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 2. desember 2010
Vinsæla jólahúsið í Mjódd með fréttum í ítölsku sjónvarpi - Nokkrar Jólamyndir 1
Ég mun nú breyta bloggi mínu í létta Jólagleði með því að taka myndir af fólki og jólagleðskap fyrir Jólin og setja hér inn á bloggið mitt.
Til að byrja með eru hér myndir sem voru teknar í Mjóddinni.
*Svo skal segja* að ég tek alltaf að mér að skreyta Jólahúsið í Mjóddinni. Set ég upp 4 Jólasveina sem eru að vinna í gjafasmiðjunni. Það eru 1 jólagjafasmiður, 1 málara gjafasmiður, 1 sagar gjafasmiður og einn sem pakkar (sefur). Sjást þeir hreyfast og einnig eru fullt af dýradúkkur og fleira.
Fyrir fjölskyldunar: Endilega komið í Mjóddina og skoðið jólahúsið. Það er vinsælt að taka myndir af því!
Í gær (miðvikudag) komu tveir fréttamenn af sjónvarpsstöð frá Róm á Ítalíu og voru þeir mjög hrifnir af innbúi hússins. Sögðust þeir vera hér á Íslandi í fréttaöflun vegna kreppunnar. Tóku þeir upptöku af innbúinu og einnig talaði fréttamaðurinn í hljóðnema fyrir frétt sem þeir voru að setja saman.
Jólahúsið í Mjóddinni kemur því í fréttum í Róm á Ítalíu fljótlega
Hér eru svo fyrstu jólamyndirnar sem ég tók í Mjóddinni í dag:
Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)