Rosalegt!

Það er dálítið sérstakt að Handboltalandslið frá þessari litlu þjóð sem Ísland er geti í raun verið svekktir yfir að gera jafntefli á móti svona rosaliði eins og Króatía sem hefur unnið marga stóra sigra á alþjóðlegum handbolta stórmótum undanfarin ár.

Strákarnir mega vera stoltir yfir frammistöðu sinni! Að hafa leitt allan leikinn með 2 til 4 mörkum yfir á móti þessari þjóð. 

Ég segi bara. Við íslendingar erum orðin stór þjóð í Handboltaheiminum og þetta frábæra lið gæti svo sannarlega unnið hvað landslið sem er!

Mér fannst alveg frá fyrsta leik liðsins að það byggi eitthvað sérstakt í þessu liði sem ætti bara eftir að springa út þegar að kæmi inn í mótið og liðið færi að keppa við sterkari lið. Það kom á daginn.

Lítum aðeins yfir málin:

Við unnum Dani mjög sannfærandi sem eru jú núverandi Evrópumeistarar.

Við hefðum átt sannarlega skilið að vinna Króatíu sem hafa unnið alla titla í Handboltanum nema Evrópumeistarann....

Hvað gerist næst? Við höfum unnið Rússa áður. Eigum alveg eins að geta það nú. Sérstaklega eins og vörn liðsins er að spila.

ÁFRAM ÍSLAND vinnum Rússana!


mbl.is Ísland - Króatía, myndasyrpa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jonni

Óttalegt svartsýnisböl er þetta.

Jonni, 26.1.2010 kl. 09:48

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Óh? Ert þú búinn að sjá fyrir þér að við vinnum þetta mót?

Guðni Karl Harðarson, 26.1.2010 kl. 11:14

3 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Og Rússarnir voru burstaðir Hvað annað?

Næst tökum við Norðmenn í gegn!

Guðni Karl Harðarson, 27.1.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband