Færsluflokkur: Samgöngur
Þriðjudagur, 22. janúar 2013
Íslendingar vaknið!
Ertu ekki þátttakandi í afkomu þinni?
Er ekki frumskilyrði að allir á Íslandi fái að njóta réttinda og afkomu?
Er ekki frumskilyrði að fólk fá notið lífs síns án þess að vera skuldaþræll í gegnum allt líf sitt?
Hvað með íslenska kjósendur? Væri ekki einmitt tækifærið núna? Því ef ekki núna þá er allt eins líklegt að það verði aldrei!
Til að losa burt og breyta flokkakerfinu á Íslandi þarf fólk að koma saman og velja nýjar leiðir!
Það er alveg augljóst í mínum huga að það þarf að endurreisa þjóðfélagið frá grunni.
Skynsemin segir þetta gengur ekki upp!
Skynsemin segir alveg eins og þú sem velur eitthvert eitt framboð þá mun staðan alltaf vera sú að stór hluti fólks mun alltaf vera útundan.
Tökum dæmi:
Hér talað um stærstu flokkana því eins og staðan er núna þá virðist ekki verða mynduð stjórn nema með samsteypu tveggja eða þriggja flokka.
1. Ef Samfylkingin kemst aftur til valda þá mun esb ferlinu haldið áfram andstætt meirihluta þjóðarinnar. Því meirihlutinn vill augljóslega ekki þarna inn.
Áfram mun þessi flokkur hugsa fyrst og fremst að bjargar bönkum og fjármagni í stað þess að setja almenning í fyrsta sæti.
*>Þarna skiptist fólk í fylkingar með og á móti. Ísland áfram í hugarkreppu andstæðna.
Þarna mun sá flokkur halda í ofurvald sitt án þess að starfsháttum þingsins verði breytt. Áfram munum við sjá heiftarlegar deilur fram og til baka. Þjóðin kemst lítið áfram og litlar breytingar fyrir fólkið til betri vegar.
2. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda þá mun litlu sem engu verða breytt. Þeir sem hafa fengið að fjárfesta fá að fjárfesta áfram. Sami leikurinn verður í gildi þar sem nokkrir einstaklingar nota peningana sem við almenningur í landinu vinnum til með erfiði okkar. Áfram mun fjármálavaldið ráða í landinu og áfram munu sumir þessir einstaklingar undir vernd spila með peninga fólksins. Áfram mun þessi spilaborg hrynja og sama ruglið tekur við að reisa þjóðina út úr öllum vanda.
*>Þarna skiptist fólk í fylkingar með og á móti. Ísland áfram í hugarkreppu andstæðna.
Þarna mun sá flokkur halda í ofurvald sitt án þess að starfsháttum þingsins verði breytt. Áfram munum við sjá heiftarlegar deilur fram og til baka. Þjóðin kemst lítið áfram og litlar breytingar fyrir fólkið til betri vegar.
Allt þetta rifrildi þar sem enginn kemst áfram með neitt.
Hver höndin upp á móti annarri og enginn vill kannast við neitt eða læra neitt. Því stríðið stendur líka á milli andstæðra fylkinga almennings. Eins og augljóslega er sjáanlegt hér á facebook og á bloggum daglega.
Íslendingar vaknið. Komum okkur saman um að sameiginlega aðstæður til að reisa þjóðina okkar þannig að flest allir geti notið þess á sanngjarnan hátt. Búum til nýtt þjóðfélag á grundvelli mannkærleika, réttlæti og virðingu.
Ef við stöndum saman þá stendur ekkert gegn okkur!
Vaknið! Það er alveg sama hverjir munu stjórna! Áttið ykkur á að báðir stærustu flokkarnir standa fyrst og fremst með fjármagninu í stað fólksins. Og næstu fjögur árin yrðu þá farin fyrir súg og við vöknum enn og aftur upp við vondan draum. Enn verri draum.
So to recap, when a leader loses legitimacy, they cannot generate political power if the people are politically aware.
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Munaðarlaus sjálfbærni er misvísan í framkvæmd?
Er orðið "Sjálfbærni" misnotað?
Þetta er allt nokkuð óljóst og alltof snemmt að segja til um þetta.
Að lesa og hlusta svona á fréttir virðist svo vera að stjórnmálamenn séu að fara að setja sig í stellingar. Þeir virðast vera byrjaðir að tala upp til fólks með allskonar innskotum og loforðum.
Getur það verið að það sé farið að styttast í kosningar?
Mótælendur munið að við látum ekki stjórnmálamenn með munnræpu æla yfir okkur loforðunum.
Nú eigum við kröfunar! En ekki þeir loforðin! Það sem á undan er gengið er ekki gleymt!
Hér eru tvær fréttir bornar saman frá tveimur ráðherrum úr sama flokki
1.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir alveg ljóst að Vaðlaheiðagöng verði að standa undir kostnaði með vegtollum og gjöldum eigi ríkið að fjármagna framkvæmdina. Aðrar samgönguúrbætur séu framar í forgangsröð eigi ríkið að greiða fyrir þær.
2.
Fjármálaráðuneytið telur að nýir útreikningar stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. á forsendum Vaðlaheiðarganga standist og að framkvæmdin verði sjálfbær. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra situr fyrir svörum á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar um Vaðlaheiðargöng.
Við teljum að þessar forsendur séu eins traustar og getur verið, sagði Steingrímur. Tók hann fram að hann teldi spár um umferðaraukningu varfærnar. Þannig væri ekki tekið tillit til væntanlegra stórframkvæmda í Þingeyjarsýslu. Þá sagði hann að reynsla frá öðrum göngum sýndi aukningu.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins, sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi þannig að hægt sé að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa, sagði ráðherra.
Reynið þó að finna eitthvað annað en orðið "Sjálfbærni" þegar að þið eruð að tala um þessi mál. Því að orðið Sjálfbærni passar ekki þegar að verið er að tala um eitthvað sem ber sig sjálft fjárhagslega (sjálfberandi) á þennan hátt.
Orðið "Sjálfbærni" er notað til að sýna fram á að hverskonar vistvæn verkefni sem og verkefni innan félagslegs samfélags muni virka. Tengist þannig grænum verkefnum og grænu hagkerfi.
Sjálfbærni grundvallarforsenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 18. apríl 2011
Það eru til aðrar leiðir
Afhverju ekki tildæmis að sekta þá sem eru alltaf talandi í farsíma við keyrslu? Mín vegna mætti það alveg vera kr. 50.000 og gera gangskör í því að stöðva fólksbíla þar sem þetta sést?!
Spáið í þetta! Með því að leggja vegtolla er verið að leggja álögur á alla sem keyra um á þessari leið. Sérstaklega líka þá sem þurfa að keyra á milli amk. tvisvar daglega.
Það er til fullt af fólki úti í þjóðfélaginu sem hefur orðið fyrir því að það hefur verið keyrt á það af fólki talandi í farsíma. Meira að segja hlotist slys af. Sjálfur hef ég orðið fyrir þessu.
Afhverju ekki að gera ekki eitthvað fyrirbyggjandi? Sem er nauðsyn þegar lögin sem fyrir eru nægja ekki til að fólk fari eftir þeim?
Ég er bara svona með fullri virðingu þó að benda á þetta!
200 króna veggjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. júní 2009
Eins og staðan er núna er útlitið ekki gott.
Ég held að það þurfi að fylgja svona bréfi betur eftir með því að hafa samband við þá sem ekki hafa svarað bréfinu frá Albertínu í lok tiltekins tíma. Annars verði þátttakan ekkert sérlega góð og gefi ekki nógu góða yfirsýn yfir stöðu mála. Hér í fréttinni er hvergi minnst á hvenær þátttakendur eiga að vera búnir að skila inn og svara könnuninni.
Eins og við vitum hafa margir leitað til Reykjavíkur á síðustu árum. Má þar ýmsar ástæður til telja. Meðal annars flytur fólk burt þegar að það hefur ekkert að gera í þeirra vanalegu störfum eins og fiskvinnu svo dæmi séu tekin. Einnig hefur fólk stundum lítið um að vera í frístundum a sumum stöðum. Síðan má nefna hversu dýrt hefur verið að búa úti á landi.
Það er alveg ljóst að stórefla þarf eftirvæntingu og áhuga fólks til að vinna úti á landi! Mætti gera eitthvað til þess að hvetja fólk til að flytja út á land. Eins og tildæmis að veita því ívilnun við að fá ódýrt húsnæði. En á sumum stöðum úti á landi er dálítið um laust húsnæði, meðal annars þar sem fólk hefur flutt búferlum til Reykjavíkur við atvinnumissi.
Í "Okkar Ísland" eru hugmyndir hvernig mætti bjóða fólki ívilnanir til að flytja út á land og sýnt fram á hvernig mætti efla fólk í leik og starfi í nálægð við hvort annað.
Í "Okkar Ísland" eru settar upp hugmyndir sem sýna hvernig má stórefla samskipti fólks úti á landi og samræma störf og leik í (oft) meiri nálægð. Má þar nefna svokölluð "miðlæg þorp" þar sem fólk kæmi saman til starfa, kynninga, íþrótta og leikja. En það væri hægt að stórefla samskipti og eftirvæntingu fólks til að vinna saman í nálægð.
Í "Okkar Ísland" eru hugmyndir að skipta landinu niður í 5 svæði til að ná fram betri nálgun í samskiptum íbúanna. Þar með talið eru stjórnmál og stjórnun inni á svæðum með atvinnusköpun.
Til að Ísland nái sér út úr þeim erfiða og mikla fjármálavanda sem það er í þarf að byggja upp störf úti á landi. Besta leiðin til þess er sú að setja niður og setja í gang fyrirtæki sem efla útflutning landsins til muna. Þannig væru til þess best fallin ýmis fyrirtæki í matvælageiranum sem mætti setja í gang og skipta niður á þau svæði sem hafa orðið verst úti á síðustu árum eins og tildæmis: Flateyri, Bolungarvík og Raufarhöfn svo dæmi sé tekið.
Það er alveg ljóst að ef Ísland á að hafa getu til að losna út úr fjármálavandanum þarf mikla hópeflingu í stórauknum störfum úti á landi. Ekki í einhverjum Álverksmiðjum og Orkufyrirtækjum, heldur frekar fyrirtækjum sem byggjast á því að efla framleiðslu á vörum sem hægt væri að flytja út og selja til margra landa og margra aðila frekar en til eins stórfyrirtækis sem græðir svo mest á sölunni.
Aukin landsframleiðsla er stórþáttur (ásamt ýmsum öðrum þáttum) í því að við yfirhöfuð getum tekist á við fjármálavandann.
"Okkar Ísland" verður sett hér inn í fullri lengd á næstunni...
Rannsakar viðhorf til búsetu á landsbyggðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 10:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 22. maí 2009
Loksins!
Þegar að fundur var haldinn á Hlíðarenda um nýja Valssvæðið við kynningu og sýningu á teikningum af svæðinu, þá minntist ég á þeim fundi á að það þyrfti að gera eitthvað þarna. Eins og að breikka gatnamótin. Það yrði alltaf mjög mikil umferð á svæðinu þegar að svæðið yrði tilbúið og farið að leika í handboltahúsinu og á vellinum.
Það var mín skoðun að Valur þyrfti þá strax að ganga í að skoða með borgaryfirvöldum hvað mætti gera þarna.
Þeir voru ekki aðlveg að skilja hvað ég var að fara því á teikningum átti að vera vegur fyrir neðan svæðið sem átti að tengjast yfir í Hringbrautina. Málið var að ég sá fyrir að ekki nema hluti af svæðinu yrði tekið í notkun og öllu hinu myndi seinka. Eins og nýju Íþróttahúsi og öllum Fjölbýlishúsum á svæðinu.
Þannig hefur núverandi svæði stækkað til mikilla muna og fjöldi bíla um svæðið að sama skapi. Eins og má segja um aðra starfsemi inni á flugvallarsvæðinu.
Loksins á að fara í framkvæmdir þarna. Sannarlega kominn tími til.
Áfrm Valur!
Flugvallarvegur breikkaður fyrir 45 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)