Íslendingar vaknið!

Ertu ekki meðvitaður um þjóðfélagið kæri kjósandi?
Ertu ekki þátttakandi í afkomu þinni?
Er ekki frumskilyrði að allir á Íslandi fái að njóta réttinda og afkomu?
Er ekki frumskilyrði að fólk fá notið lífs síns án þess að vera skuldaþræll í gegnum allt líf sitt?

Hvað með íslenska kjósendur? Væri ekki einmitt tækifærið núna? Því ef ekki núna þá er allt eins líklegt að það verði aldrei!

Til að losa burt og breyta flokkakerfinu á Íslandi þarf fólk að koma saman og velja nýjar leiðir!

Það er alveg augljóst í mínum huga að það þarf að endurreisa þjóðfélagið frá grunni.

Skynsemin segir þetta gengur ekki upp!
Skynsemin segir alveg eins og þú sem velur eitthvert eitt framboð þá mun staðan alltaf vera sú að stór hluti fólks mun alltaf vera útundan.

Tökum dæmi:
Hér talað um stærstu flokkana því eins og staðan er núna þá virðist ekki verða mynduð stjórn nema með samsteypu tveggja eða þriggja flokka.

1. Ef Samfylkingin kemst aftur til valda þá mun esb ferlinu haldið áfram andstætt meirihluta þjóðarinnar. Því meirihlutinn vill augljóslega ekki þarna inn.

Áfram mun þessi flokkur hugsa fyrst og fremst að bjargar bönkum og fjármagni í stað þess að setja almenning í fyrsta sæti.

*>Þarna skiptist fólk í fylkingar með og á móti. Ísland áfram í hugarkreppu andstæðna.
Þarna mun sá flokkur halda í ofurvald sitt án þess að starfsháttum þingsins verði breytt. Áfram munum við sjá heiftarlegar deilur fram og til baka. Þjóðin kemst lítið áfram og litlar breytingar fyrir fólkið til betri vegar.

2. Ef Sjálfstæðisflokkurinn kemst til valda þá mun litlu sem engu verða breytt. Þeir sem hafa fengið að fjárfesta fá að fjárfesta áfram. Sami leikurinn verður í gildi þar sem nokkrir einstaklingar nota peningana sem við almenningur í landinu vinnum til með erfiði okkar. Áfram mun fjármálavaldið ráða í landinu og áfram munu sumir þessir einstaklingar undir vernd spila með peninga fólksins. Áfram mun þessi spilaborg hrynja og sama ruglið tekur við að reisa þjóðina út úr öllum vanda.

*>Þarna skiptist fólk í fylkingar með og á móti. Ísland áfram í hugarkreppu andstæðna.
Þarna mun sá flokkur halda í ofurvald sitt án þess að starfsháttum þingsins verði breytt. Áfram munum við sjá heiftarlegar deilur fram og til baka. Þjóðin kemst lítið áfram og litlar breytingar fyrir fólkið til betri vegar.

Allt þetta rifrildi þar sem enginn kemst áfram með neitt.
Hver höndin upp á móti annarri og enginn vill kannast við neitt eða læra neitt. Því stríðið stendur líka á milli andstæðra fylkinga almennings. Eins og augljóslega er sjáanlegt hér á facebook og á bloggum daglega.

Íslendingar vaknið. Komum okkur saman um að sameiginlega aðstæður til að reisa þjóðina okkar þannig að flest allir geti notið þess á sanngjarnan hátt. Búum til nýtt þjóðfélag á grundvelli mannkærleika, réttlæti og virðingu.

Ef við stöndum saman þá stendur ekkert gegn okkur!

Vaknið! Það er alveg sama hverjir munu stjórna! Áttið ykkur á að báðir stærustu flokkarnir standa fyrst og fremst með fjármagninu í stað fólksins. Og næstu fjögur árin yrðu þá farin fyrir súg og við vöknum enn og aftur upp við vondan draum. Enn verri draum.

So to recap, when a leader loses legitimacy, they cannot generate political power if the people are politically aware.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sæll frændi.Mikið innilega er ég sammála þarna.En ég held ekki að flokkapólitíkin leysi vandann.Þar er ekkert nema sundrung og eiginhagsmunagæsla.Þjóðin þarf að fá að ráða án afskipta flokksmaskína.

Jósef Smári Ásmundsson, 22.1.2013 kl. 15:35

2 Smámynd: Guðni Karl Harðarson

Sæll frændi.

Það er hárrétt hjá þér að flokkapólitík leysi engan vandann!

Ég held svo sannarlega að þjóðin þurfi að fá að ráða. Nú er einfaldlega komið að því!

Guðni Karl Harðarson, 22.1.2013 kl. 18:23

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Guðni minn,ef það er lögmál að stjórnmál (og flokkar),geti aðeins versnað, svikið stærstu prinsipin og loforðin,en þeir sem fengu skellinn,muni ekki breytast til batnaðar! Hvernig er með trúna og traust,varla ölum við börnin okkar upp á þennan hátt !! Þú færð ekki annað tækifæri “ódámurinn” þinn. Um hvað eigum við þá að standa saman! Við erum valdið.það sem ég bið um er styttri valdatími stjórnar,mætti vera 3,ár Tímann yrði notaður í þágu þjóðar,hafi þeir áhuga á endurkjöri. Læt þetta nægja,vandamálin eru ærin hjá mér um stundir,hefði átt að hafa það eins og þú,vera ævarandi ein,en veit ekki hvort þú ,,unglingur,, hafir það svo alltaf.

Helga Kristjánsdóttir, 25.1.2013 kl. 05:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband