Færsluflokkur: Réttindi fjölskyldunnar
Sunnudagur, 27. nóvember 2011
Hvað sem baráttu líður
Smá hugleiðingar um þetta,,,,,,,
Þegar að ég var 7 ára 1961 þá var einelti í skólum. Meira að segja stundum mikið og í ýmsri mynd.
Hverju hefur baráttan gegn einelti áorkað?
Nú er árið 2011 og enn er einelti.
Að fylgjast með sögum af einelti þegar að þeir sem hafa orðið fyrir henni segja frá, þá virðist svo vera að gerendurnir, orðnir fullorðnir geti ekki viðurkennt verknaði sína. Afneitun gerendanna nær þannig langt fram á fullorðinsaldurinn og jafnvel út til enda lífs þeirra.
Að verða fyrir einelti getur haft mikil áhrif á líf þolandans. Jafnvel allt hans líf.
Þeir sem eru þolendurnir eiga mikið hrós skilið fyrir hetjuskapinn að þora að segja frá. Því það er mikil áræðni. Oft eru þeir sagðir ljúga um atburðarásirnar.
Einelti í sinni mynd birtist á ýmsan hátt. Tildæmis sem stöðugt áreiti á einstakling sem er á einhvern hátt öðruvísi en hinir. Það getur tildæmis sýnt sem skekkja á líkamsbyggingu, jafnvel að einstaklingur sé mjög feitur osfrv. Tali öðruvísi, sé lokaður persónuleiki og utan við hópinn og kannski félagslífið.
Oft hjálpar þolendum að leitast eftir að eignast vini og kunningja með sömu eða svipuð áhugamál.
Gerendurnir eru oft þeir sem vilja sýnast höfðingjarnir í hópnum. Hafa þörf fyrir að stjórna og ráðskast með hina. Sýna þannig þolanda ýmsa áreitni til að lýta vel út í augum hinna. Áreitni eins og sífellt sjá þolandi ekki í friði. Leitast eftir slagsmálum, rífa og toga, fela föt og aðrar eignir þolanda. Nefna þolanda allskonar ónöfnum. Elta þolanda út um allt. Þannig mætti lengi telja.
Oft eru gerendurnir úr fjölskyldum sem eiga í ýmsum vandamálum.
Er ekki leiðin sú að foreldrar kenni börnum sínum hvernig á að koma vel fram við fólk? Þó fulltrúar innan skóla fylgist með og taki á þeim málum sem kunna að koma upp. Séu vakandi.
Fékk póst frá Lady Gaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt 28.11.2011 kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Hin rómuðu bandaríki
Bandaríkjamenn hafa löngum stært sig af því að vera besta þjóð í heimi og þar væri best og frábærast að búa. /fyrir hina ríku.
Það er auðséð að þessi 1% Elíta ræður öllu í Bandaríkjunum. Skiptir þá engu hvað verður um fólkið sem lifir undir fátæktarmörkum. Kannski henda svona einum og einum brauðmolum í fólkið á hinum ofur spennandi (ekki) fjársöfnunar samkomum Þeirra ofríku.
Því miður munu þeir ekkert læra af mistökum sínum því þar sem margra milljóna samfélag er þá eru nógu margir milljarðamæringar sem vilja halda í sitt og engu breyta. Öllum skuldum sem þeir búa til verður þannig hellt yfir á alla þjóðina. Hreyta bara illum orðum í fólkið sem er að mótmæla á götum úti. Segja bara að það sé óþjóðalýður, róttæklingar og eiturlyfjaneytendur. Sem og önnur ósæmandi orð.
Í Bandaríkjunum er líklega siðblindan í svipuðu hlutfalli við þá ríkustu.
**
Við íslendingar þurfum að taka okkur til og læra af þeim hvernig ekki á að framkvæma hlutina.
Einmitt vegna fámennis okkar þá höfum við tækifærið til að vera rfumkvöðlar að breytingum í heiminum.
16% Bandaríkjamanna undir fátækramörkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 7. nóvember 2011
Munaðarlaus sjálfbærni er misvísan í framkvæmd?
Er orðið "Sjálfbærni" misnotað?
Þetta er allt nokkuð óljóst og alltof snemmt að segja til um þetta.
Að lesa og hlusta svona á fréttir virðist svo vera að stjórnmálamenn séu að fara að setja sig í stellingar. Þeir virðast vera byrjaðir að tala upp til fólks með allskonar innskotum og loforðum.
Getur það verið að það sé farið að styttast í kosningar?
Mótælendur munið að við látum ekki stjórnmálamenn með munnræpu æla yfir okkur loforðunum.
Nú eigum við kröfunar! En ekki þeir loforðin! Það sem á undan er gengið er ekki gleymt!
Hér eru tvær fréttir bornar saman frá tveimur ráðherrum úr sama flokki
1.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir alveg ljóst að Vaðlaheiðagöng verði að standa undir kostnaði með vegtollum og gjöldum eigi ríkið að fjármagna framkvæmdina. Aðrar samgönguúrbætur séu framar í forgangsröð eigi ríkið að greiða fyrir þær.
2.
Fjármálaráðuneytið telur að nýir útreikningar stjórnar Vaðlaheiðarganga hf. á forsendum Vaðlaheiðarganga standist og að framkvæmdin verði sjálfbær. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra situr fyrir svörum á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar um Vaðlaheiðargöng.
Við teljum að þessar forsendur séu eins traustar og getur verið, sagði Steingrímur. Tók hann fram að hann teldi spár um umferðaraukningu varfærnar. Þannig væri ekki tekið tillit til væntanlegra stórframkvæmda í Þingeyjarsýslu. Þá sagði hann að reynsla frá öðrum göngum sýndi aukningu.
Af hálfu fjármálaráðuneytisins, sjáum við ekkert því til fyrirstöðu að ljúka fjármögnunarsamningi þannig að hægt sé að ganga til viðræðna við tilboðsgjafa, sagði ráðherra.
Reynið þó að finna eitthvað annað en orðið "Sjálfbærni" þegar að þið eruð að tala um þessi mál. Því að orðið Sjálfbærni passar ekki þegar að verið er að tala um eitthvað sem ber sig sjálft fjárhagslega (sjálfberandi) á þennan hátt.
Orðið "Sjálfbærni" er notað til að sýna fram á að hverskonar vistvæn verkefni sem og verkefni innan félagslegs samfélags muni virka. Tengist þannig grænum verkefnum og grænu hagkerfi.
Sjálfbærni grundvallarforsenda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 2. nóvember 2011
Sjálfbærniþorp hvað er það?
Þeir sem hafa ratað hingað inn á bloggið mitt síðustu dagana hafa kannski tekið eftir einhverju sem ég hef smám saman verið að auglýsa? En svoleiðis er að ég setti saman sérstaka hugmynd um Sjálfbærniþorp sem yfirleitt hefur verið tekið vel af þeim sem hafa séð.
Lýðræðisfélagið Alda hefur tekið mjög vel á móti mér með hugmynd mína sem gengur út á að setja í gang sérstakt Sjálfbærniþorp. Og þakka ég vel fyrir það! Á fyrsta fundi þar sem slík sjálfbærnimiðstöð kom til umræðu komu 9 manns (að mér meðtöldum). Mikið var rætt fram og til baka um möguleika Sjálfbærniþorpsins. Óhætt er að segja að sá fundur hafi verið bæði áhugaverður og ánægjulegur.
En Sjálfbærniþorp gæti gefið mikla möguleika í ýmsum nýjungum er tengjast sjálfbærni í sem víðustu hugtaki. Þar á meðal félagsleg sjálfbærni, fjármála sjálfbærni, vistvæn verkefni stór og smá, osfrv.
Lýðræðisfélagið Alda býður fólki velkomið sem hefur áhuga á að ræða saman um þetta málefni innan umræðuhóps í félaginu.
Í kvöld verður annar fundur um málefnið í Brautarholti 4 kl. 20.30
Hér er linkur á einfalda heimasíðu um verkefnið sem er þar grunnvinna:
http://samfelagvesturs.weebly.com/
hér er linkur á Lýðræðisfélagið Öldu:
Óhætt er fyrir mig að segja að við erum að vinna áhugaverða grunnvinnu að góðum undirbúningi.
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 14:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 24. október 2011
Bréf vegna hól-ráðstefnu AGS 27.10.2011
Eftirfarandi bréf er ritað af hópi fólks sem hefur sett spurningamerki við efnahagslegan bata Íslands eftir hrunið og hvernig hann er settur fram af opinberum aðilum og AGS. Það var sent á eftirfarandi aðila á ensku:Joseph Stiglits, Willem Buiter, Poul Thomsen, Julie Kozack, Paul Krugman, Simon Johnson, Nemat Shafik og Martin Wolf en þetta eru erlendur sérfræðingarnir sem munu taka þátt í ráðstefnunni sem haldinn verður í Hörpunni n.k. fimmtudag undir yfirskriftinni: Iceland´s RecoveryLessons and Challenges.
Reykjavík 23. október 2011
Kæri herra/frú
Tilefni þessara skrifa er það að þú ert meðal þeirra sem munu taka til máls á ráðstefnunni Iceland´s Recovery-Lessons and Challenges, sem haldin verður í Reykjavík 27. október næst komandi. Við undirrituð höfum áhyggjur af því að þú hafir aðeins fengið valdar upplýsingar um efnahagsástandið á Íslandi frá hérlendum stjórnvöldum. Við viljum því benda þér á mikilvægar viðbótarupplýsingar varðandi fjármál ríkis og sveitarfélaga, fjármálakerfið og stöðu almennings í landinu.
Almennt
Ljóst er að staðan í íslensku efnahagslífi er nokkuð önnur í dag en upphaflegar áætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) gerðu ráð fyrir þegar þeir komu hér að málum í lok árs 2008. Þannig voru erlendar skuldir þjóðarbúsins nærri tvöfalt meiri í árslok 2010 en upphaflega var áætlað; skuldir hins opinbera eru meiri, atvinnuleysi er meira, verðbólga á árinu 2010 var meiri og svo virðist sem samdrátturinn í efnahagslífinu ætli að verða dýpri og vara lengur.
Ríkisfjármálin
Fyrir hrun skuldaði ríkissjóður 26% af VLF. Opinberar tölur yfir skuldir ríkisins eru 111% af VLF en heildarskuldir þjóðarbúsins eru hins vegar 280% af VLF. Hrein peningaleg eign ríkissjóðs versnaði um 140 milljarða króna milli annars ársfjórðungs 2010 og 2011. Ef marka má þessar tölur þá er hægt að leiða að því líkum að íslenska ríkið hafi frá hruni tekið að láni fjárhæð sem nemur jafnvirði landsframleiðslu í eitt ár og þá eru lánin frá AGS ekki einu sinni talin með. Vaxtakostnaður ríkissjóðs af núverandi skuldabyrði er hátt í 20% af tekjum.
Sveitarfélög
Skuldir sveitarfélaganna og skuldbindingar voru 586 milljarðar um seinustu áramót. Ef skuldir Orkuveitu Reykjavíkur, sem eru vel á 300 milljarða, og 47 milljarða lífeyrisskuldbindingar sveitarfélaganna eru frátaldar standa samanlagðar skuldir sveitarfélaganna í 310 milljörðum kr. sem er 20% af VLF og 154% af tekjum þeirra.
Fjármálakerfið
Kostnaður íslenska ríkisins við endurreisn bankakerfisins í kjölfar hrunsins haustið 2008 var 64% af VLF sem er heimsmet. Nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna á 45-65% af raunvirði þeirra. Þessi niðurfelling á milli gömlu og nýju bankanna hefur þó ekki skilað sér til almennings þar sem lánin eru rukkuð inn á nafnvirði þeirra. Afleiðingarnar eru mikill hagnaður bankanna sem byggir á því að þeir eru að eignast stóran hluta af öllum eignum íslenskra fyrirtækja og heimila.
Almenningur
Nú er svo komið að 20% heimila í landinu geta ekki borgað af lánum sínum og 40% eru í miklum erfiðleikum. Í raun eru það bara 10% sem geta greitt af húsnæðislánum með eðlilegum hætti.
Ráðstöfunartekjur heimilanna hafa lækkað um 27,4% síðastliðin þrjú ár á meðan verðlag hefur hækkað um 40%. Af þessum ástæðum hefur neysla þjóðarinnar dregist saman. Á sama tíma hefur þörfin fyrir mataraðstoð margfaldast en engar opinberar tölur eru til yfir fjöldann. Það eru þó staðreyndir að biðraðirnar við hjálparstofnanir hafa lengst og fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna hefur aukist um 62% frá hruni.
Fram hefur komið í tölum ríkisskattstjóra að skuldir íslenskra fjölskyldna hafi vaxið meira en eignir en á síðasta ári rýrnuðu eignir í fyrsta skipti meira en skuldir. Fjölskyldum sem eiga meira en þær skulda hefur fækkað um 8,1% milli ára. Þeim sem voru með neikvæðan eignaskattstofn fjölgaði hins vegar um 12,1%.
Samkvæmt síðustu tölum Vinnumálastofnunar er atvinnuleysið 6,7%. Sú tala er hins vegar umtalsvert hærri þar sem markvisst er unnið að því að koma atvinnulausum í nám og margir hafa yfirgefið landið í leit að atvinnu og betri lífskjörum. Í þessu sambandi skiptir líka máli að hópur fólks sem er atvinnulaus en á ekki rétt á atvinnuleysisbótum skráir sig ekki atvinnulausa. Hvatinn til að skrá sig er ekki til staðar þar sem fólk fær engar bætur hvort sem er. Að lokum er rétt að benda á að samkvæmt tölum sem hafa verið í opinberri umræðu má ráða að störfum á Íslandi hafi fækkað um 22.500 sem er u.þ.b. 8,2% af skráðu vinnuafli árið 2010.
Niðurstaðan
Meginástæða hrunsins var ofvaxið bankakerfi. Það orkar því mjög undarlega á almenning að horfa upp á þá ofuráherslu sem stjórnvöld leggja á endurreisn þessa sama kerfis í stað þess að byggja upp raunhagvöxt samfélagsins. Byrðum fjármálakreppunnar hefur fyrst og fremst verið dreift á skuldsett heimili. Ríkisstjórnin hefur markvisst unnið gegn almennri leiðréttingu lána og innleitt sértæk skuldaúrræði sem gefa bönkunum sjálfdæmi varðandi það hverjir fá leiðréttingu og hversu mikla. Flest ef ekki öll úrræði við skuldavanda heimila og smærri fyrirtækja hafa miðast við að viðhalda greiðsluvilja.
Þessi afstaða ríkisstjórnarinnar og vinnubrögð bankanna hafa skapað aukna misskiptingu. Landsmenn horfa upp á að það er verið að afskrifa skuldir þeirra sem ullu hruninu. Þessir halda líka fyrirtækjum sínum og arði af ólöglegum fjármálagjörningum á sama tíma og almenningur er látinn sitja uppi með forsendubrestinn. Því er svo komið að óréttlætið ógnar félagslegum stöðugleika í landinu. Kjörnir fulltrúar fara eftir kröfum fjármálaaflanna á kostnað hagsmuna almennings.
Íslenska bankakerfið hefur sett skuldir sínar yfir á almenning eins og gert hefur verið í Grikklandi, Írlandi, Portúgal og víðar. Ísland sker sig því ekkert úr hvað það varðar að lýðræðið hefur orðið fórnarlamb bankaveldisins.
Virðingarfyllst,
Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna
Ásta Hafberg, nemandi í viðskiptastjórnun
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, fyrrverandi garðyrkjustjóri
Elínborg K. Kristjánsdóttir, fyrrverandi blaðamaður
Elías Pétursson, framkvæmdastjóri/háskólastúdent
Eyjólfur Kolbeinn Eyjólfsson, hugbúnaðarsérfræðingur
Björg Sigurðardóttir, fyrrverandi bankastarfsmaður
Björk Sigurgeirsdóttir, ráðgjafi
Guðbjörn Jónsson, ráðgjafi kominn á eftirlaun
Guðmundur Ásgeirsson, kerfisfræðingur
Guðrún Skúladóttir, sjúkraliði
Gunnar Skúli Ármannsson, læknir
Helga Garðarsdóttir, ferðamálafræðingur
Helga Þórðardóttir, kennari
Indriði Helgason, rafvirki
Jakobína I. Ólafsdóttir, stjórnsýslufræðingur
Rakel Sigurgeirsdóttir, íslenskukennari
Sigurjón Þórðarson, líffræðingur
Sigurlaug Ragnarsdóttir, listfræðingur
Vilhjálmur Bjarnason, ekki fjárfestir
Þórarinn Einarsson, aktívisti
Þórður Á. Magnússon, framkvæmdarstjóri
Réttindi fjölskyldunnar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 23. október 2011
Guð hjálpi þjóðinni!
Ef þessi kona þarna á myndinni heldur áfram um stjórnartaumana og þessi ríkistjórn.
Eigum við að fara svolítið yfir málin? Þegar að íslendingar sögðu NEI við Icesave þá hefði þessi ríkistjórn átt að fara frá! Icesave hefði átt að vera örlagavaldur stjórnarinnar. Tildæmis þetta segir hvaða ofurvald ríkistjórnir hafa yfir þjóðinni.
Ég velti því fyrir mér hversvegna fullt af fólki er að mótmæla? Er það afþví að ríkistjórnin hefur staðið sig svo ótrúlega vel? Eða er það afþví að við mótmælum alltaf hvað sem gengur á?
Hverju eru mótmælendur alltaf að mótmæla? Væru ekki allt rólegt ef ríkistjórnin hefði í reynd staðið sig rosalega vel eins og þau vilja láta fólk trúa?
Förum aðeins smávegis yfir málin og staðreyndinar:
1. að ríkistjórnin valdi þá leið að bjarga bönkunum frekar en að taka sig sérstaklega til með stuðningi við almenning. Og hafa þor til að breyta kerfinu.
2. að ríkistjórnin stendur ekki með heimilunum í landinu sem urðu undir í hruninu. Heldur stendur hún með fjármagnseigendum.
3. að ríkistjórnin hefur staðið gegn því að fella niður verðtrygginguna sem þúsundir manna á Íslandi hefur farið fram á.
4. að mikill fjöldi fólks er að missa heimili sín vegna stórgalla á fasteignakerfinu sem ekki hefur verið lagaður.
5. að ríkstjórnin hefur ekki þorað að finna leiðir til að breyta hagkerfinu heldur rígheldur í stórgallað fjármálakerfi.
6. fjöldi fólks er við fátæktarmörk og þeim fer fjölgandi sem hafa ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.
7. að ráðherrar hafa ítrekað talað um að ekki eigi að hækka skatta á næsta ári. En hið gagnstæða hefur komið fram. Meðal annars vegna skattaálögur á aldraða.
8. að ríkistjórnin hefur beint sjónum sínum í að sækja um inn í stórgallað reglukerfi og fjármagnskerfi Evrópu og það þrátt fyrir að ráðamenn í þessum löndum hafa verið á endalausum fundum til að gera tilraun til að bjarga ósjálfbjarga skuldugum þjóðum innan þess sambands. Að þessir fundir þurfi að gerast segir allt í dæminu!
Og svo gæti ég eflaust lengi haldið áfram.
NEI! Staðreyndin er sú að það er fátt sem þessi stjórn hefur gert af viti.
Guð bjargi þjóðinni og forði henni frá að halda í eða velja slíka stjórn aftur!
Samfylkingin fær í flestan sjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 16:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Föstudagur, 21. október 2011
Framtíð Þingvalla
Ég er á þeirri skoðun að það væri alveg sjálfsagt að byggja sérstaka varanlega aðstöðu fyrir stórhátíðir eins og þær sem tengjast afmælum þjóðarinnar. Eitthvað skemmtilegt svæði á reitnum þar sem gamla Hótelið var. Sérstaklega með tilliti til þess hvaða sess Þingvellir eiga meðal þjóðarinnar.
Mér finnst dálítið vanta á að hefja Þingvelli til fyrri vegs og virðingar.
Ég er þá að tala um sértakt hátíðarsvæði í sér-íslenskum stíl.
Ég er hinsvegar alveg sammála honum Hjörleifi að ekki ætti að byggja Hótel á Þingvallasvæðinu.
Ég vil nota tækifærið að hvetja ykkur að fara inn á heimasíðu Öldu sem er félag um Sjálfbærni og Lýðræði, til að lesa þar grein um "Sjálfbærni og Mannlíf" sem ég hef fengið birta þar.
Greinin er undanfari verkefnis sem stendur til að verði sett í gang í næstu viku.
Greinin byrjar hægra megin á forsíðu:
Hér er linkurinn: http://alda.is
Þingvellir verði lausir við bústaði og hótel | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 15. október 2011
Fyrir löngu! - hér eru 11 myndir af mótmælum 15 okt.
Við tökum okkur bara til og breytum sjálf innan kerfisins. En það er alveg hægt!
Hinsvegar var alþjóðlegur samstöðufundur haldinn á Lækjartorgi en Raddir Fólksins var með fund á Austurvelli.
Óhugnanlegur peningaheimur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Laugardagur, 15. október 2011
Við viljum alvöru lýðræði!
Tólf mótmælendur deyddir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Mánudagur, 3. október 2011
Enn eitt ruglið
Ár eftir ár heldur forsætisráðherra þessa stefnuræðu í byrjun þingsins. Og síðan fara fram umræður um hana. En hvað kemur út þeim? EKKERT!
Almenningur á Íslandi er löngu búinn að fá nóg af ruglinu á alþingi.
Staðreindin er sú að það besta sem þingið gæti gert er að stíga niður og fara í samræður við almenning um málin. En það gera þau ekki vegna eigin ágreiningsmála innan flokka.
Það er orðið alveg ljóst að almenningur vill alvöru breytingar. Það er orðin mikil gjá á milli þings og þjóðar. Menn verða að átta sig á því að hún dýpkar bara en lagast ekki.
Það er alveg ljóst að við þurfum að taka okkur til við að búa til okkar eigin framtíð sjálf! Þetta endar bara með að þjóðin tekur sjálf völdin.
Stefnuræða á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Réttindi fjölskyldunnar | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)