Færsluflokkur: Stjórnarskrármál
Þriðjudagur, 5. mars 2013
Endalaus vitleysa
Hljómar auðvelt, en er það alls ekki!
Hópurinn liggur á bakinu á gólfinu, í hring þannig að höfuðin liggja saman. Svo loka allir augunum og hafa algera þögn. (Þetta getur tekið smá stund!)
Þegar það hefur náðst, segir einhver (hver sem er): A. segja hátt A ...... koma svo
Einhver annar segir þá B og sá þriðji C. Röðin er ekki ákveðin fyrirfram. Ef hins vegar tveir segja óvart samtímis næsta staf, þarf að byrja aftur á A.
Takmarkið með þessari æfingu er að komast til enda í stafrófinu, án þess að nokkurn tíma tveir tali samtímis. Þetta er æfing sem kemur á óvart, því hún er erfið. Ath. það skiptir í raun ekki máli hvort maður kemst til enda eða ekki (það er nánast ómögulegt). Hópurinn getur verið búinn að ná fínni samstillingu án þess að komast nokkurn tíma lengra en að H! :-)
En verið svo bara sammála á að halda leiknum áfram Ég get ekki setið á mér.
Engin niðurstaða um stjórnarskrána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 24. febrúar 2013
Hvað er raunverulegt lýðræði?
Hvora staðhæfinguna aðhyllist þú?
*Lýðræði felst í því að velja sér yfir sig stjórnendur, eftir að þeir hafa sagt þér hvað þú heldur að það sé sem þú vilt heyra?
*Lýðræði felst í því að ég sem einstaklingur er fæðist í þennan heim fæ að hafa áhrif á þarfir mínar og væntingar. Að ég sem einstaklingur hafi rétt á því að tjá mig um þarfir mínar og skoðanir á þeim og að tekið verði tillit til þeirra af stjórnendum.
Hvað er eiginlega lýðræði?
Sjáðu fyrir þér eftirfarandi:
Á hverju landsvæði Íslands væri 1 stórt hús þar sem:
1. Í sérstökum sal yrði komið á svæðisþingi sem við kjósum okkur þingmenn í. Bæði beint persónukjör og persónur í gegnum flokkakjör. Svæðisþing sem slík myndu efla hvert landsvæði fyrir sig og hafa ráð á ýmsar framkvæmdir á svæðinu. Á þessu svæðisþingi yrði unnið eftir hringborðsreglu og spjaldanotkun til að tjá sig. Búið að sleppa alveg Ræðupúlti og miklu auðveldar verður að vinna og klára mál.
2. Í öðrum sal á sama stað væri sérstakt almannaþing þar sem almenningur kemur saman og ræðir hugmyndir sínar. Þetta þing væri frjálst fyrir íbúa komna á kosningaaldur en líka væri hægt að fá fram tjáningu hjá íbúum svæðisins með því að búa til mætingaskyldu, til að ná fram fullri nýtingu.
Samhæfanleg virkni
Þau mál sem þátttakendur svæðisþings kjósa sér um eftir umræðu vær síðan borin fram á svæðisþingið og þingið þyrfti að taka það til umræðu. Þannig gert að almannaþingsfulltrúi fengi að mæta á svæðisþingi og taka þátt í umræðu um þau mál sem almannaþingið ákveði.
Á ákveðnum fyrirfram settum tíma eins og tildæmis 1 sinni í viku, kæmi síðan svæðisþingimaður inn á almannaþingið til mæta með mál og fá álit almennings á því máli áður en að það væri tekið til umræðu á svæðisþinginu.
Með þessu móti væri aðal alþingi íslendinga með miklu færri þingmenn sem ræddu þá bara um mál sem snúast að öllu landinu eftir sérstakri jafnræðisreglu.
Þannig myndi lýðræðið virka best og fólk viti af því að það getur haft áhrif.
Hér er ein ástæða þess að ég myndi aldrei samþykkja nýja stjórnarskrá eins og hún er sett upp.
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Laugardagur, 20. október 2012
Ó Ísland, ó Ísland, þetta Guðs stútvalda land
Það er enn tími fyrir íslendinga að sameinast um grundvallaratriði
Þjóðin gæti unnið saman að gerð Stjórnarskrár!
Tillögurnar þurfi að endurskoða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. september 2012
Ný Stjórnarskrá eða Manifesto?
A manifesto is a written public declaration of the intentions, motives, or views of the issuer, be it an individual, group, political party or government.
Tillaga að Ísland geri með sér sérstakan sáttmála eða samning
- Þjóðleg opinber yfirlýsing
Hugsa mætti sér að þjóðin gerði með sér sérstakan samning eða sáttmála þar sem tekin væru fyrir helstu atriði sem báðir þjóðfundirnir völdu sér. Hvernig slíkur samningur yrði útfærður býður upp á ýmsa möguleika.
Ákveða þyrfti sérstök grunnatriði í slíkan samning
- Hugsanlegur möguleiki að þeir sem voru á þjóðfundunum (öðrum hvorum eða báðum) kæmu fram með sérstakar tillögur að hvað væri í köflum slíks samnings, á grundvelli frumatriða.
- Hugsanlegt að bjóða almenningi að leggja inn tillögur hvað væri í samningnum á grundvelli sömu skilyrða.
Þegar að ljóst yrði hvað stæði í slíkum samning þá ætti almenningur 18 ára og eldri að mæta til að undirskrifa samninginn með sínu nafni og kennitölu.
Til að undirbúa sig undir "Nýtt Ísland" Inn í slíkan samning gætu komið inn þar atriði sem snúast að nokkru leiti hvernig fólk gæti sett upp endurgerð samfélags þar sem kaflar sem snúa að stjórnarskrár atriðum koma við sögu. En það byggði á því að það væru atriði sem hefur fengist reynsla af.
Inn í Manifesto gætu síðan komið ýmis atriði sem snúa að samfélagi manna er byggir á jákvæðni og góðum mannlegum gildum, eins og heiðarleika, virðingu, réttlæti og svo framvegis.
Slíkur grunnsamningur þyrfti ekki að vera nema 4 eða 5 blaðsíður.
- Ný tillaga að efnisatriðum stjórnarskrár
Ég velti því fyrir mér hvort ekki sé leið til að sætta alla aðila. Í þeim tilgangi fór ég að hugsa um hvort að ekki væri hægt að vinna að gerð nýrrar íslenskrar Stjórnarskrár á annan máta? Fyrst að byggja upp "Nýtt Ísland" og setja á svokölluð reynslulög á hin ýmsu atriði sem teldust til hinna ýmsu kafla nýrrar stjórnarskrár. Að taka þannig hvern kafla fyrir sig byggja upp með þjóðinni. Síðan þegar komin er góð reynsla á, setja þá inn í frumvörp og sem lög (eftir á) og þaðan inn í stjórnaskrá sem kafla þar.
Þannig að viðhafðri góðri reynslu þá virkar það einhvern veginn réttlátara, viturlegra og raunverulegra að setja efnist atriði eftir að reynsla er komin á þau sem kafla nýrrar stjórnarskrár.
Punktar um núverandi stjórnarskrá og tillögur þær sem á að kjósa um
- En og aftur þvert NEI!
Fyrir nokkru síðan skrifaði ég hér á bloggið mitt greinar sem útskýrðu andstöðu mína við tillögur stjórnlagaráðs í gerð nýrrar stjórnarskrár. Meira að segja kom með haldbær rök fyrir því að kosningin sé ósanngjörn og að það halli á þá sem segðu NEI við fyrstu spurningu sem leggja á fyrir þjóðina 1. vilt þú hafa tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að gerð frumvarps að nýrri stjórnarskrá? JÁ - NEI.
Einnig tók ég fyrir ýmsa kafla tillagnana og útskýrði andstöðu mína við þá. Hér í þessari bloggfærslu kem ég dálítið inn á aðra punkta í þessu máli öllu. Og enn frekari ástæðum fyrir mínu NEI.
- Gamla Stjórnarskráin
Hún er þarna eins og föst í huga íslendinga. Við erum orðin vön henni og hugsum lítið um nema þá kannski þegar að verið sé að leita að blóraböggli fyrir ástæðum á verkum manna. Þannig er stjórnarskrá oft notuð sem tæki til að kenna um þegar að aflaga fer. Það sem gerst hefur á Íslandi hefur gerst þrátt fyrir hana og vanalega eru atburðir ekki vegna hennar heldur hugsar fólk ekkert um hana þegar að verknaðurinn er framinn, eða það hentar oft ekki sjónarmiðum fólks að fara eftir henni. Hugsið ykkur í þessu sambandi hvernig það væri ef engin stjórnarskrá væri til, þá hefðum við ekki tæki til að kenna um það sem aflaga fór. Við vitum alveg hvað við höfum með gömlu stjórnarskránni.
- Ný Stjórnarskrá
Hún er eins og við vitum ekki orðin til. Við vitum því ekkert hvað breytingar á henni muni gera fyrir íslendinga. Hún er því mikil óvissa og mjög langt í frá að það sé sátt um hana. Hugsið ykkur ef tillögur stjórnlagaráðs yrðu nú samþykktar. Það gæti orðið til þess að mikil óeining verði til inni á alþingi. Ómældum tíma yrði varið í deilur um þetta mál, í stað þess að sá tími gæti orðið til að minni tími færi í mál sem skipta mjög miklu máli. Einnig gæti það orðið til að sundra þjóðinni enn frekar.
Einnig á fólk til að hrópa upp og vera með yfirlýsingar að fólk sem sé andstætt breytingum á stjórnarskrá hafi ýmissa sérhagsmuna að gæta. Sem er ekki sanngjart því mjög margt fólk á sér enga sérhagsmuni og allt aðrar ástæður að baki andstöðu þeirra. Ég tildæmis sjálfur tilheyri þeim hópi fólks sem hafa enga sérhagsmuni, en samt neita ég staðfastlega að samþykkja efnisatriði þessarar Stjórnarskrár sem spurgt er um.
- Von eða vit?
Það eru ýmsir í þeim hópi sem vill samþykkja tillögur stjórnlagaráðs, sem trúa því að eina leiðin til að breyta á Íslandi sé í gegnum Stjórnarskrána. Að þetta sé eina leiðin til tryggja það að almenningur fái einhverju meira ráðið um framkvæmdir, eins og tillögur til frumarpa til laga. Þetta fólk gleymir ýmsum atriðum eins og tildæmis þeim kafla er snýr að þjóðaratkvæðgreiðslum. Að þó nægilegur mikill fjöldi fólks fengist upp í 10% regluna þá er það alltaf á endanum Alþingi sem sjálft ákveður og ræður með meirihlutakosningu hvað verður um slíkar tillögur. Einfalt er að sjá að möguleg tillaga frá fólki sé andstæð þeim flokki eða flokkum sem hafa meirihluta á þingi, í það og það sinnið.
Svo er alltaf mikið óvissumerki hvort að þingið samþykkir slíka tillögu. En við verðum jú að muna að kosning um nýja Stjórnarskrá á að vera ráðgefandi. Það er spurning hvort að eitthvað vit sé í þessu.
- Það væri hægt að breyta og gera það öðruvísi
En það er önnur leið vissulega til. Hún er sú að það er þjóðin sjálf sem á að hafa kraftinn til að breyta og réttinn til þess.
Sjálfur er ég þegar að verða tilbúinn með sérstakar hugmyndir og tillögur um framkvæmdir slíkra atriða og mun rita þær niður hér á bloggið mitt þegar að rétti tíminn er orðinn til þess. En það er svo sannarlega öðruvísi!
- Ástæðuveldið
Það er alveg ljóst að ákveðnar ástæður lyggja að baki sérstakra áhugamanna um að ný stjórnarskrá verði að veruleika. Sumir eiga sér þar sérstök mál. Eins og sést fyrir með atriðum í ýmsum köflum tillagna að nýrri stjórnarskrá. Tildæmis eins og sem snýr að þjóðréttarsamningum og þar eru ákveðnir aðilar áberandi í að auglýsa stjórnarskráratriði og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Einnig aðilar sem vilja breyta atriðum eins og um sérstakan trúarkafla. Svo eru það hinir sem telja sig hugsanlega tapa einhverju eða farast á mis við eitthvað ef þjóðin segði NEI við spurningunum sem á að leggja fyrir þjóðina. Þegar að farið er vandlega yfir þessi mál eru ástæðurnar nokkuð augljósar. Hvað sjálfan mig varðar þá tek ég ekki þátt í slíkum ástæðum!
Ég legg til að þverskurður þjóðfélagsins verði valinn til að setja saman þau atriði sem færu inn í sérstakan þjóðarsamning.
Ég segi því eitt ákveðið NEI við spurningu 1. sem leggja á fyrir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október.
Stjórnarskrármál | Breytt 29.9.2012 kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 7. júní 2012
Gildismatnar spurningar
Eins og við vitum þá fékk þjóðin tvo þjóðfundi eftir hrunið.
1. Sá fyrri var sagður vera til að draga fram hvað þjóðin vildi eftir hrunið.
2. Sá seinni var vegna þess að þjóðinni var sagt að það skipti miklu máli að fá nýja stjórnarskrá.
Á fyrri fundinum kom ekki fram neinn ákveðinn hvati frá fólki að stjórnarskránni þyrfti að breyta, heldur kom fram ákveðinn vilji um að þjóðfélagið og stjórnkerfið ætti að byggja á góðum gildum. Eins og Heiðarleika, Virðingu, Kærleika og Réttlæti svo dæmi séu nefnd.
Við vitum um þau atriði sem fólk dró fram á seinni fundinum. Eins og fiskimiðin í þjóðareign tildæmis.
Ríkistjórnin ákvað að mikilvægt að velja okkur nýja stórnarskrá en hugsaði ekkert um útkomu fyrri fundarins. Og þjóðin sagði sitt í atkvæðagreiðslunni um stjórnlagaþingið. En samt skal haldið áfram og það meðvitað um að þetta atriði er langt því frá klárað og enginn veit um útkomuna.
Vegna þessa vil ég bera fram nokkrar spurningar sem eru mjög mikilvægar!
1. Hver er ástæða þess að ekkert var gert í því að vinna áfram með það sem þjóðin valdi sér á fyrri þjóðfundi? Eins og tildæmis að setja í gang GILDIS-ÞING eða GILDIS-RÁÐ :-) ?????
2. Í tillögum stjórnlagaráðs 1. gr. stendur:
Stjórnarform - Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn. og í 2 gr.
- Alþingi fer með löggjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.
- Forseti Íslands, ráðherrar og ríkisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið.
- Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.
spurning:
Hvernig er kröfunni um þingræði stætt að vinna eftir í gegnum nýja stjórnarskrá án þess að vera búið klára val þjóðarinnar af fyrri fundi með því að vinna með gildin?
3. Er þá þjóðinni stætt að velja sér stjórnarskrá sem byggir á þingræði þar sem öll þessi atriði góðra gilda er ekki farið eftir á alþingi?
4. Telur alþingi nóg að setja reglur um viðskipti án þess að setja ákveðið mikilvægi heiðarleika í viðskiptum með?
5. Ætlar alþingi ekkert að gera í því að leyfa þjóðinni að byggja upp grunn gilda fyrir þingið og stjórnsýsluna að fara eftir?
6. Hversu mikið skiptir máli að vinna að nýrri stjórnarskrá ef ekki á að gera neitt í hinu sem þjóðin á þjóðfundi valdi sér?
7. Er það sjálfsögð krafa að ljósi ofanverðu að krefjast þess að þjóðin fái að vinna með gildin eins og setja í gang GILDIS-RÁÐ?
Ég bara spyr. Því ef ríkistjórn ætlar ekkert að gera í þessu þá mun þjóðin ákveða að vinna að því sjálf og það er eitt af þeim atriðum sem almenningur þarf að gera fyrir framtíðina. Því öðruvísi verður bara mikill halli á lýðræðinu! Sama hvernig lýðræði verður valið fyrir framtíðina!
Krafan er skýr! Klárið að vinna með fyrri þjóðfund áfram áður en að unnið er að stjórnarskrá!
Mánudagur, 5. mars 2012
Spegill, spegill, herm þú mér, hver fegurst er á landi hér?
Speglar voru tengdir ljósi og þar með sólinni, enda voru margir speglar hringlaga og umgjörðin skreytt margvíslegum jákvæðum trúartáknum. Það lætur því að líkum að illvættir speglast ekki, þær tengjast myrkrinu.
Þessi iðja hefur ekki alltaf verið niðurlægjandi. Það var ekki fyrr en á seinni tímum sem flokkarnir fóru að gerjast inn í ýmisskonar störf innanlands. Spreðuðu þannig byttlingunum inn í stjórnstörfin hér og þar um þjóðfélagið og gera það enn.
Þessi iðja er þannig orðin afgerandi í öllum hraköllum þjóðfélagsins í dag og á stóran þátt í því hvernig þjóðfélagið er orðið.
Á undanförnum árum og áratugum hefur það þannig orðið fyrir ýmsum áföllum vegna þessarar óstjórnar. Allskonar mál hafa þannig komið upp, bæði inni á alþingi sem og vítt og breitt um þjóðfélagið.
Svo ekki sé nú talað um allar fjármálatengingarnar og vinasporslunar fjórflokksins.
Ný framboð utan fjórflokksins eru þannig stundum tilraunir til að losa sig út úr hringnum. En ný framboð eiga þannig líka sér þá sérstöðu að vera alveg hrein og laus við alla villuleiðir sem hinir hafa orðið sekir um.
Stundum getur það þó orðið að í nýjum framboðum komi fram einstaklingar sem setji sjálfa/n sig í fyrsta sæti og fram yfir fjöldann. Og búi síðan til trúarbrögð og loforð í kringum umgjörðina. Þannig verður almenningur settur í annað sæti og þannig framboð verða í reynd hvergi trúverðug.
Í ljósi fortíðar ættum við að hafa lært eitthvað af reynslunni. Það er því líka dálítið dapurlegt hversu illa það gengur að fá fólk til að skilja að það sé nú allt í lagi að kjósa eitthvað nýtt sem gæti verið spennandi. Að minnsta kosti getur það varla verið verra en það gamla sem enn fyrir er.
Kannski er það nú svo að það sé komið að því að almenningur taki sjálfur þátt í breytingunum beint. Það væri alveg hægt. Að minnsta kosti sem byrjun.
Ný framboð ættu að vera alveg laus við þennan oft háa EGÓisma og snúa sér að því að standa með almenning fyrst og fremst í stað þess að fókusa á sjálf sig sem persónur.
Það er komið nóg. Ísland þarf virkilega breytingar á flokkakerfinu. Það er ljós að öðruvísi getum við ekki farið saman inn í framtíðina.
Vigdís Hauksdóttir: Nýir flokkar og flokkaflakkarar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 18. janúar 2012
Áríðandi spurningar!
Hvað segir þetta um alþingi og þingmenn að þessi staða skuli vera komin upp? Hver er ábyrgðin? Hverjir bera ábyrgð? Einn maður eða ef til vill kannski fleiri þeirra sem voru í ríkistjórn á þessum tíma?
Er eitthvað sett í stjórnarskrána sem getur tekið á svona málum?
Eða þurfa ekki alþingismenn að læra að taka ábyrgð á gerðum sínum? ALLIR SAMAN!
Hver er staða frjálshyggjunnar?
Hver er staða jafnaðarmennskunnar?
Hver er staða miðjumoðsins?
Hver er staða vinstrimanna?
Hefur ekki allt þetta lið tekið þátt í hruninu með einum eða öðrum hætti?
Hver væri staðan ef aðrir flokkar væru í stjórn? Hvað myndi tilddæmis Sjálfstæðisflokkurinn gera?
Það er sjálfsögð krafa kjósenda að alþingismenn kunni að taka ábyrgð á gerðum sínum. Öðruvísi getum við ekki verið með stjórnarskrá sem segir í fyrstu orðum: Ísland er Lýðveldi með þingræðisstjórn.
Ég mun neita að kjósa nýja stjórnarskrá án þess að búið sé að taka örugglega og fast á þessum málum!
Staðfesting á að málið sé pólitískt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 15:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 13. júlí 2011
Jæja já, auka sem sagt þingræðið?
>Í tillögunum kemur fram að við stjórnarmyndun muni Alþingi nú kjósa forsætisráðherra,
Ég tek aðeins þetta út úr það sem ég las í fréttinni. Amk. til að byrja með.......
Það á sem sagt að auka vald alþingismanna (flokkana). Sem er að auka þingræðið. Það á ekkert að gera til að breyta stjórnmálakerfinu sjálfu.
Að sjálfsögðu hefði almenningur, hinn almenni kjósandi að fá að kjósa sér beint ríkistjórn og velja meðfram því forsætisráðherra. Það hefði verið lágmarkið. Það lýðræðislega rétta!
Svo virðist sem stjórnlagaráðið ætli sér að fara frekar eftir fyrirmælum frá flokkunum en réttlátum tillögum frá almenningi. Því miður................
Ég get lofað því að almenningur á Íslandi mun aldrei samþykkja svona stjórnarskrá! Svona tillögur munu ekkert gera nema að almenningur mun verða enn frákerfur fjórlokknum.
*****
Ég hef reyndar ekki gefið mér tíma til að fara yfir allar tillögur nefndanna. En mun gera það og koma með gagnrýni um þær hér á bloggi mínu. Sérstaklega eftir því sem tillögur stjórnlagaráðs verða fullmótaðar.
***********
Vil nota hér tækifærið til að auglýsa síðustu bloggfærslu mína:
Þýski markaðurinn Candlestick greining
Umræður á Alþingi verði tvær | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 17:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 30. mars 2011
Til stjórnlagaráðs
Það er á hreinu að þetta svokallaða "Stjórnlagaráð" hefur ekki umboð þjóðarinnar til að vinna nýja stjórnarskrá. Það var ríkistjórn og alþingi sem skipaði þetta stjórnlagaráð.
Til að öðlast umboð þjóðarinnar verða "stjórnlagaráðsfulltrúar" að leita beint til þjóðarinnar eftir álit hennar. Og þá skipulega.
Síðan að þegar ný skel að stjórnarskrá er tilbúin þarf hún að fara beint til þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu og þjóðin fái að kjósa um hvern einasta kafla hennar. Að þeim grunni ættu stjórnlagaráðsfulltrúar að vinna frá.
Eitt í viðbót!
Til að það verði hægt að fara eftir stjórnarskrá í framtíðinni þarf að lögbinda hvern einasta kafla hennar þannig að það verði skilyrðislaust farið eftir henni! Þannig verði stjórnarskrá óbrjótanleg.
Í því skyni legg ég til að búin yrði til svokölluð sérstök "Lögbók" stjórnarskrárinnar þar sem allir kaflar hennar verði settir inn í lög.
Stjórnlagaráð kemur saman 6. apríl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 24. mars 2011
Óskrifað blað!
Aldrei hefur verið neitt gert á svo veikum grunni. Sýnir hvað og hvernig alþingi vinnur.
Úr því sem komið er að alþingi setji lög sem standa gegn sjálfri stjórnarskránni þá þurfum við að skora á stórnlagaráðsfulltrúa til að leita sérstaklega sjálfir til almennings á Íslandi. Að þeir leitist eftir viðhorfi fólksins sjálfs sem er hvetjandi! Frekar en að almenningur aðeins leiti til þeirra með hugmyndir sínar.
Með fyrrnefnda fyrirkomulaginu er hvatning að fá hugmyndir fólks. Með seinni leita aðeins þeir sem hafa einhvern sérstakan áhuga (búinn að vinna í málinu eins og ég tld. stjórnarskrárfélagar og fyrrum frambjóðendur sem náðu ekki kjöri) til stjórnlagaráðs með hugmyndir sínar.
Þjóðin sjálf Þarf að koma aðgerð stjórnarskrárinnar en ekki valdakrafa stjórnvalda hvað á að vera í henni.
Með þannig undirbúna stjórnarskrá vildi ég fá að kjósa um í þjóðaratkvæðagreiðslu beint um.
Ég skora því á stjórnlagaráðið að leita til almennings á Íslandi skipulega og ná fram hugmyndir þeirra um hvað eigi að vera í nýrri stjórnarskrá!
Ég hef áður sagt að ég er á þeirri skoðun að þessi undirbúningur er glataður, byggður á lítilli þátttöku í kosningu + algjör mistök við framkvæmd kosninganna + alþingi gengur á skjön við úrskurð Hæstarréttar + ráðgefandi stjórnarskrá +++++.
Stjórnlagaráð samþykkt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnarskrármál | Breytt s.d. kl. 13:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)