Færsluflokkur: Utanríkismál/alþjóðamál
Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Hvað er það besta sem gæti komið fyrir þjóðina?
Nú spyr ég mig hvora leiðina þau ætla sér að fara.
1. Að svíkja þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnin reyna að bjarga eigin skinni. Afleiðingarnar yrðu hrikalegar!
Ég er líka búinn að vara þau við og skora á fleiri að gera það!
2. Eða að þjóðin fái að hafa þann mannrétt sem henni var rétt af Forseta Íslans.
Stjórnarkreppa? Er ekki einfaldlega kominn tími á að almenningur kjósi sér persónur til nýrrar stjórnar og taki sig til við að hreinsa til og reysa við þjóðina með því að treysta á almenning, hinn vinnandi íslending til þess.
FYRRI LEIÐIN GETUR ÞVÍ MIÐUR ORÐIÐ BLÓÐUG.
SEINNI LEIÐIN ER HIN RAUNVERULEGA RÉTTLÆTIS LEIÐ!
Persónukjör til Utanþingsstjórnar!
Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Aumingja maðurinn
Er hann Össur hvort sem er ekki alltaf á rangri leið með ESB þankagang sinn svo dæmi sé tekið. Eigum við ekki að vonast eftir að kallinn komist þarna út? Best að geyma hann þar sem lengst.
Ég gat ekki setið á mér
Cannon ver ákvörðun sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Gott mál!
Það er þá víst að af þjóðaratkvæðagreiðslu verður? Ekki geta þeir auglýst þetta nema vera vissir?
Umræðan úti í þjóðfélaginu undanfarna daga hefur verið dálítið út á hvort stjórnin ætli sér að slá hana af. Þar á meðal hef ég séð á blogginu að þau ætli sér að flýta sér eins og þau geta til að ná samningum og helst vera búin fyrir helgi.
Það er ýmislegt sem sést skrifað um þetta. Þetta er jú orðið dálítið ruglingslegt allt saman því misvísandi fréttir um samningaviðræður hafa komið út í þjóðfélagið af blöðum og öðrum fréttamiðlum.
Aðalatriðið er að það er alltaf betur og betur að koma í ljós að við eigum ekki að þurfa að borga krónu. Þessvegna ætti samninganefndin að ganga út frá því en ekki samþykkja greiðsluskylduna.
InDefence með opna fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Hversu mörg viðbrögð ætli þau hafi fengið?
Mér dettur í hug hversu margir hafi sent forkólfum ríkisstjórnar og hinna flokkana bréf að undanförnu? Annars er svo margt sem þessi maður hefur farið sjálfur rangt með eða sleppt að segja þegar að hann hefur rætt um þetta Icesave mál.
Hvað er það annars núna sem á að leyna almenningi? Ef Ríkisútvarpið mátti ekki birta fréttina afhverju skýrði hann ekki út málið sjálfur nákvmæmlega?!Hefur hann ekkert lært að það sé best að leyna almenningi ekki neinu?
Annars er það alvegj ljóst að það eykur bara á ólguna í þjóðfélaginu ef þau ætla sér að byrja einhverjar viðræður áður en að almenningur fær að segja sitt um þau Lög sem lyggja þegar fyrir að taka ákvörðun um!
Síðan það sem mig svo sterklega grunar að á vissum tímapunkti muni það koma alveg í ljós að þau ætla sér að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Orðin hans Sigmundar Davíðs voru mjög sennilega til að fría sig einhverri ábyrgð varðand þau viðbrögð sem munu verða við þeirri ákvörðun. Framsókn hefur verið í slíkum hreinsunum af eigin hvötum undanfarna mánuði. Þessvegna finnst mér líka alveg ágætt ef fólk sendi þeim bréf og vari þeim við hvað getur gerst ef þessi er raunin! Málin snúast um hvað framtíðin beri í skauti sér!
En sama hvað gerist! Pólitík á Íslandi eins og hún hefur verið er að deyja út! Almenningur er gjörsamlega búinn að fá yfir sig nóg af ruglinu. Það hlítur óhjákvæmilega að leiða til þess að almenningur tekur málin í sínar hendur.
Nær allar aðgerðir Ríkisstjórnar að undanförnu munu vera leiðandi fram að því óhjákvæmilega! Því fyrr sem þetta gerist því betra! Almenningur mun taka sig til og mynda nýtt Ísland því Ísland er jú Okkar.
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Varnaðarorð
Ég skrifa þessi orð hér hvort sem Ríkisstjórn og aðrir alþingismenn ætli sér að taka réttinn um að kjósa um Icesave lögin eða ekki. Því er þessi pistill sendur líka á alla forkólfa flokkana.
Það er búið að ganga svo mikið á í þjóðfélaginu að undanförnu, eins og tildæmis þetta Arion bankamál, björgun og afskriftir vissra manna. Síðan er það ljóst að algjört aðgerðarleysi gagnvart þeim sem eru að missa heimili sín og algjör afneitun að losa verðtrygginguna af þó langflestur almenningur vilji. Plús öll þessi mál sem hafa verið í fréttum að undanförnu um allskonar gjörðir fjárglæframanna og sífelldar frestanir að taka fyrir alvöru á þeim málum.
Að framansögðu er búið að uppsafnast svo mikil ólga í þjóðfélaginu að segja má að íslenska þjóðin hefur aldrei verið eins nálægt því að hreinlega að framkvæma alvöru Byltingu á Íslandi.
Það mun algjörlega síðan fylla mælirinn ef stjórnvöld ætla sér að neita almenningi að fá að kjósa um Icesave lögin. Því líka ef samningar hefjast áður en að kosið verður er einfaldlega mjög mikil hætta á Byltingu. Ég er nú bara að miðla því sem ég hef sjálfur heyrt um málið............
Svo
1. bara að hefja viðræður fyrir kosningar mun auka hættuna verulega og þá gætu aðeins liðið nokkrir dagar.............
2. að neita almenningi um kosninguna mun mjög líklega verða til þess að almenningur tekur til skjótra og úthugsaðra aðgerða.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja?
Hvað er eiginlega að gerast? Er komin upp óeining í stjórnarliðinu?
Ég bara spyr! Hvernig eigum við almenningur að lesa í öll innlegg í þessa umræðu? Þetta er allt saman orðið eitt endalaust rugl.
Í næsta bloggi mínu á undan þessu kem ég dálítið inn á hvað geris ef nýjir samningar verði samþykktir fyrir lög til Forseta?
Myndi ekki gerast það sama hvort sem við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki? Ég bara spyr?
Hvernig er orðið hægt að taka réttinn frá þjóðinni? Sama hvað gerist! Sama um öll innlegg í umræðuna. Sama hversu vitlaus þau eru!
Allir samningar. Hvort sem eru núverandi Lög eða ný Lög hljóta að verða bornir undir þjóðina! Vegna mjög sterkrar andstöðu hennar og alltaf bætist við í andstöðuna!
Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja? Að sama hvað gerist þá losna þau ekki undan ákvörðun þjóðarinnar því andstaðan verður alltaf meiri!
Lesið betur í þetta! Í nýjum samningaviðræðum ætla þau sér að viðurkenna skuldbindingar ríkisins. Það eitt og sér þýðir að þau ætla sér ekki að leyfa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Nema að þau séu svo vitlaus að skilja það ekki!
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Eru íslensk stjórnvöld orðin snarbrjáluð?
Mér er bara spurn! Eða er þetta Icesave mál allt bara hreint plott peningaaflanna? Hvað er verið að undirbúa? Og búið að setja upp óeirðagirðingu kringum Alþingishúsið?
Hvað er í gangi?
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er grein um Icesave þar sem segir:
"Formlegar viðræðu hefjast eftir helgina. "
"Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins viðurkennir Ísland greiðsluskyldu lágmarksfjárhæðar innistæðutryggingakerfis EES en hún nemur rúmlega 20 þúsund evrum á reikning".
Á að þvinga þetta yfir okkur almenning í landinu hvað sem það kostar? Sama þó mikill meirihluti fólks sé á móti núverandi lögum?
Hvað með þjóðaratkvæðagreiðsluna?
Förum yfir málin:
Ef íslendingar
1. fara í viðræður upp á nýtt (án þjóðaratkv.gr)
2. nýr samningur verður til
3. sá samningur ræddur á alþingi í tvo mánuði þangað til að ný lög verða til
4. nýju lögin fara til Forseta
5. yfir 100.000 íslendingar mæt þá við Bessastaði til að mótmæla.
Hvað gerist þá ef Forseti samþykkir nýju samningana? Bylting?
Hefur þetta lið þarna á þingi hugsað þessi mál öll til enda? Í alvöru talað! Þetta býður upp á það að nú láti fólk verða af því að framkvæma Byltingu. Þá duga ekki óeirðagirðingar við Alþingishúsið!
Er ríkisstjórnin tilbúin að takast á við það að blóðug átök fari af stað? Eru þau sátt við að hafa slíkt á samviskunni?
Ég sé fyrir mér algjöra endurnýjun á öllu ferlinu ef þau ætla sér fyrir alvöru að neita fólki um þjóðaratkvæðagreiðsluna! Og nú hafa þau eins hljótt og þau geta um það mál...........
Vitið þið hvað þið eruð að fara að setja í gang?
Ósamið um öll lykilatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 3. febrúar 2010
Blandaðar tilfinningar mínar um þessi skrif
Ögmundur>Menn verða að átta sig á því að þessi slagur er ekki einvörðungu milliríkjadeila heldur eru þetta líka átök fjármagns annars vegar og fólks hins vegar.
Það er rétt hjá honum. Því almenningur í landinu á ekki að borga upp skuldir óreiðumanna. Það hefur örugglega yfir 100 sinnum verið komið inn á þetta. Og hægt að sjá oft og iðulega á bloggunum undanfarna mánuði.
>Að mati Ögmundar snýst málið þannig ekki aðeins um réttindi innistæðueigenda heldur einnig um mannréttindi öryrkjans og þeirra sem þurfa á velferðarþjónustunni að halda.
Ekki má gleyma að stjórnvöld þarna úti tóku sér bessaleyfi að borga innistæðueigendum út. Hver eru réttindi Breskra og Hollenskra innistæðueigenda í þessu máli? Svo!, Hver væru þau öðruvísi ef þeim flestum hefði ekki verið borgað upp í topp án þess að hafa samband og samráð við íslensk stjórnvöld áður?
Varðandi "mannréttindi öryrkja" og velferðarþjónustu sem hann nefnir.
Þau orð finnst mér óvönduð og hann hefði alveg getað sleppt því að orða þetta svona! Eiga mannréttindi öryrkja og þeirra sem þurfa velferðaþjónustu að halda að vera einhver önnur en mannréttindi annars fólks? Er ekki möguleiki í lífi fólks að það þurfi á svona þjónustu að halda? Getur það ekki komið fyrir alla eins og hina?
Svo langar mig dálítið að koma inn á vinnubrögð ríkisstjórnar í þessu máli. Það er á hreinu að þar sem ríkisstjórn vill að þetta mál verði samþykkt með þessum álögum á þjóðina þá hefur almenningur sinn rétt að velja sér hvað verði gert í málinu! Það byrjar með NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni!
Ríkisstjórn valdi þá leið á Alþingi að neita almenningi að fá að kjósa um svona mikilvægt mál. Hvað merkir það? Það er einfaldlega að ríkisstjórnin vantreystir almenningi að velja sér um svona mál. Og það sama verður mjög líklega um önnur mikilvæg mál. Stjórnvöld mun neita almenningi um að kjósa um þau mál.
= RÍKISSTJÓRN TREYSTIR EKKI ALMENNINGI Á ÍSLANDI!
En kemur það ekki af sjálfu sér að:
= ALMENNINGUR HÆTTIR AÐ TREYSTA RÍKISSTJÓRN OG STJÓRNMÁLAMÖNNUM?
Ætti ekki grunnur stjórnmála að vera byggður á TRAUSTI manna á millum?
Ég hlýt að spyrja mig hvort það ætti ekki að festa sérstaklega og nákvæmlega inn í stjórnarskrá um hvaða mál eigi að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu. Festa það niður þannig að enginn vafi verði þar á! Það þarf svo sannarlega að vanda vinnu þar að.
Gegn hagsmunum Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 2. febrúar 2010
Að lesa svona bull er ótrúlegt
>Hann skrifar og að mikilvægasta forsendan fyrir skynsamlegri lausn sé að útskýra það fyrir íslensku þjóðinni hvaða afleiðingar þess að neita samningsniðurstöðunni þýði.
Nú eru í gangi fullt af Bloggfærslum og greinum út um allt sem sýnir fram á hið gagnstæða. Bæði hérlendis og erlendis. Taki það hver sem vill hvað sannara og réttara er! Það er verið þvert á móti að sína fram á hvað geti gerst ef við samþykkjum þessi Icesave lög.
Svo sannarlega mun koma fram góðar útskýringar út í þjóðfélagið fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna um akkúrat hið gagnstæða.
Hér er ágæt grein sem einn bloggvinur minn skrifaði um afleiðingar því að samþykkja Icesave:
Sagt er klárum Icesave svo hægt sé að fara að byggja upp:
Dýrt að hafna Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 28. janúar 2010
Hvernig er það?
Hvernig samræmist þetta Lögum varðandi utankjörstaða atkvæðagreiðslu? Ég var nefnilega að lesa í Fréttablaðinu að utankjörstaðir vegna Icesave atkvæðagreiðslu opni á morgun. Það er eins og mig minni að atkvæðagreiðsla sem er utankjörstaða geti ekki verið minna en mánuð (og meira en 1 og 1/2) á undan aðal atkvæðagreiðslunni. Og nú er mánuður og vika til kosninga.
Vilja stjórnarliðar frestun vegna hræðslu?
Þarf þá að fresta atkvæðagreiðslunni ekki síðar en í dag til að það sé löglegt?
Annars þarf að fastsetja svona og fara vel yfir þegar að farið er yfir stjórnarskrá, gerð ný og Ísland endurreist. Það er ekki hægt að svona nokkuð sé óljóst og opið fyrir mismunandi túlkunum eftir því hvar fólk stendur!
Margra vikna frestun er brot á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)