Færsluflokkur: Kjaramál

Hrunaþunginn mikli

Ætli að það sé ekki frekar þúsundir fólks sem er að missa vinnu sína í hinu ýmsu atvinnuvegum út um allt land!

Ég veit um fólk sem er búið að missa vinnu og ég veit líka um fólk sem missir vinnu sína um áramótin.

Hvað ætli það séu síðan margir aðrir sem vita um fólk sem er að missa vinnuna?

Ný störf eru miklu færri en þau störf sem tapast.

Þessi ríkistjórn hefur akkúrat engin tök á atvinnusköpun í landinu!

 


mbl.is Hin sönnu hrunfjárlög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÁSKORUN!

Ég skora á stjórnmálamenn að nota hverja einustu krónu sem á, átti að nota til að sækja um ESB og leggja í sérstakan sjóð til styrktar góðum málefnum, þegar að umsókn Íslands verður dregin til baka!

Hvað er það mikið í peningum? 2 milljarðar eða meira? Man ekki, en það má nota tvo milljarða til ýmissa góðra hluta eins og að setja í gang sérstakan sjóð þar sem fólki í erfiðleikum er réttur stuðningur. Eins má hugsa sér að þessi sjóður væri notaður til uppbyggingar svo sleppa mætti alveg að hækka vöruverð osfrv.

Ég legg því hér fram áskorunina: NEI-ESB sjóðinn!

 

Í skjali mínu "Okkar Ísland" nefni ég þessa hluti með svona sjóði.


mbl.is Afstaða VG til ESB óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verið viss um

Verið viss um að ríkistjórnin gerir allt til að framfylgja vilja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Því þessar hugmyndir þeirra eru ekki neinar tillögur heldur kröfur.

AGS hefur áður jú hótað íslendingum. Við munum jú í vor varðandi Icesave málið................

Það er jú AGS sem hefur ríkistjórnina í vasanum. Fólk ætti að átta sig á því að flest öll lán sem ríkistjórnin hefur tekið erlendis frá verða til þess að lánadrottanir munu gera ýmsar kröfur til okkar. 

Annars er þessi ríkistjórn þegar þekkt fyrir algjört ráðaleysi varðandi að ná sér í peninga að laga til í ríkiskassanum. Aðeins verðhækkanir og álögur.

Þessi stjórn er jú ekki þekkt fyrir neinar beinar verðmyndanir.

Áttum okkur á að með þessu áframhaldi verða það útlendingar sem eiga Ísland en ekki fólkið í landinu.


mbl.is Sært dýr bítur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æli enn......

Mér er flökurt. En svona er Ísland í dag. Hver ber til baka og segir hinn aðilan ljúga (sjá hina fréttina um málið líka).

Hvernig stendur að það sé verið að ræða eitthvað launakjör seðlabankastjóra á meðan þjóðfélagið er svona eins og það er.

Hvernig væri heldur fyrir ríkistjórnina að taka sig til og taka sérstaklega fyrir kjör aldaðra og öryrkja, með það fyrir augum að breyta kerfinu!

Hvernig væri annars að leysa þennan Seðlabanka upp og breyta kerfinu. Losa sig við þetta kerfiskarlalið. En nei, þau þora ekki að gera neitt af viti.

 

 


mbl.is Ræddi ekki beint við Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ-L-I

Ef lagt er saman listabókstafi Besta flokksins í Reykjavík, L- listi fólksins á Akureyri og Í-listann á Ísafirði þá kemur út orðið: ÆLI.

Þegar að farið er yfir málin þá er alveg ljóst að almenningur er einmitt með óánægju sinni að æla yfir fjór flokkana. Þar að segja, mjög margir búnir að fá ógeð af þeim og yfir sig nóg.

Öllu gamni og háði slepptu þá voru þessi úrslit kosningana ágæt á sumum stöðum. Það er alveg ljóst að nú þarf að biggja upp af þessu. Óánægja með fjórflokkana mun halda áfram að berast og næst yfir í landsmálin. Það eru síðan margir mjög óánægðir með ríkisstjórnina. Einmitt vegna þess hvernig þessi stjórn tekur á málum og síðan hve erfiðlega það tekur að klára mál sem löngu hafa átt að fara í gegn sem lög. En öll tengist þessi óánægja út í öll stjórnmálin á Íslandi.

En ráðleggingar þær sem ég hef fyrir Besta flokkinn eru þær, að stokka alla málaflokka upp, að byrja að losa um festingar á málaflokkum og taka mál aðeins fyrir með því í huga að reyna allt sem hægt sé til að losna við að mál séu tjóðruð niður í flokka. Hugsa fyrst og fremst um fólkið en ekki málaflokkana!

Að framkvæma hlutina með þeim hugsunum að allur almenningur hafi jafnan hag af þeim aðgerðum sem framkvæmdar verða. Að passa upp á að sérhagsmunapotafólki verði ekki gefin loforð! Að flokka fólk ekki niður með því að setja einhverskonar gæðastimpil á það. Að vera ekki vinir vina sinna helur vinir allra.

Að setja ekki vini ykkar í einhverjar stjórnunarstöður heldur að ráða í öll störf ópólitískt.

Síðan eru örugglega til leiðir sem geta tengt óháð framboð eins og tildæmis Besta flokkinn yfir í landsmálin. Mjög vel hægt að finna tengsl þar á milli. Ef góðir hlutir framkvæmdir þá smita þeir út frá sér á góðan hátt.

Munið að þið eruð umfram allt fulltrúar fólksins sem kaus ykkur og ættuð að mínu mati að halda tengsl við það. Tildæmis með því að búa til eitthvað dæmi sem þið eruð innan um fólk án þess að vera sérstaklega að sýna ykkur heldur frekar að geta verið innanum almenning eins og venjulegt fólk. Stórnmálamenn eiga fyrst og fremst að vinna fyrir allan almenning.

Ég legg til við ykkur að búa til einhverskonar hugmyndaráðuneiti (í sérstakri skrifstofu) fólksins þar sem það getur komið fram með hugmyndir sínar um bætta þjónustu við íbúana.  Með slíku ráðuneiti þar sem þið komið að störfum og takið þátt í, þá er hægt að halda miklu betri tengslum við íbúana! Staður þar se m fólkið getur komið í og þið líka! Í stað þess að mæta bara rétt fyrir kosningar til að sækja atkvæði til fólksins. Varðandi þetta atriði eruð þið að fá sérstakt bréf frá mér.

Umfram allt! Ekkert ofurvald yfir fólkinu og ekkert valdapot!

Ég á eflaust til fullt af fleiri ráðum en ætla að láta þetta duga núna og óska ykkur góðs gengis í framkvæmdum ykkar.

 

 

 


mbl.is Tökum yfirvegaðar ákvarðanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er tækifærið!!!!!

Það er fullt af nýjum framboðum út um allt land í bæjar og sveitarstjórnar kosningunum. Nefna má Flokk fólksins á Akureyri sem og Besta flokkinn í Reykjavík.

Öll þessi nýju framboð sem fram eru komin munu fá stuðning af fólkinu í landinu sem er óánægt með fjórflokkinn. Sum eru að fá mikið fylgi í skoðanakönnunum.

ÞAÐ BYRJAR Í BÆJAR OG SVEITARSTJÓRNAR KOSNINGUM!

Það er svolítið sérstakt að segja það en eftir að þessi skýrsla, þið vitið kom út þá er fullt af fólki að taka ákvarðanir hvert það veitir stuðning sinn í kosningunum. Annaðhvort að kjósa ekki, eða að velja nýtt framboð utan gömlu fjórflokkana.

Aldrei hefur verið eins mikið tækifæri að losna við fjórflokkinn. Er það vegna þess hvað þessi nýju framboð eru mörg og hversu mikinn stuðning þau fá af óánægðum almenningi. En óánægjuraddir um allt land ættu að sameinast um breytingar fyrir nýtt Ísland!

Nú þurfa þessi framboð að taka sig saman og vinna að alvöru breytingum fyrir Ísland. Að vinna í samvinnu við að losna við fjórflokkana! Því þurfa þau að starfa saman að sérstakri hugmyndavinnu þar að.

Koma svo! Breytum Íslandi saman því aldrei hefur verið meira tækifæri til þess!

 


Ný atvinnu uppbygging um allt land er það sem þarf!

Það þarf að byggja upp atvinnu á Íslandi algjörlega upp á nýtt með krafti almennings sem væri fyrir avlöru tilbúinn til starfa.

Í skjali mínu: "Okkar Ísland" nefni ég meðal annars að bara með því að setja upp svæðisþorp á Íslandi á 5 svæðum þá gæfi það til að byrja með 30 til 50 störf á hverjum stað. 150 til 250 ný störf hlýtur að vera eitthvað sem má byggja upp frá? Undirstaða að nýju atvinnulífi?

Skoðið endilega og lesið eina flottustu heimasíðu á Íslandi:

http://wix.com/okkarisland/okkarisland/

 
















mbl.is Aldrei meira atvinnuleysi en í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju með daginn verkamenn!

Ég vil nota tækifærið og óska verkamönnum þessa lands til hamingju með daginn.

Áttum okkur á því að Ísland verður ekki lagað fyrr en við losnum við alla spillinguna!

Við þurfum að velja okkur framtíð þar sem við erum laus við allt ofurvald og græðgi.

Við þurfum að velja okkur framtíð þar sem við búum til okkur traust á okkur sjálfa til að vinna okkur út úr okkar vanda, í stað þess að treysta á aðra.

Við þurfum að velja okkur persónur til starfa en ekki flokka, eða flokksvöld.

Við þurfum að byggja upp Ísland þar sem allir hafi atvinnu! En það verður ekki hægt með núverandi ástandi.

Treystum á okkur sjálfa til byggja Ísland upp!













Berjumst fyrir kjörum okkar! 

Ha?

Er þetta maðurinn sem á að stjórna ASÍ?

>Ég óttast afleiðingar af því ef íslenska þjóðin ætlar í opnar alþjóðlegar deilur við alþjóðlegt fjármálakerfi heimsins. Ég tel að við munum skaðast áður en tekst að umturna alþjóðlegu fjármálakerfi, segir Gylfi. Hann segir að klára þurfi málið, það sé komið í gegnum Alþingi og ótækt að opna það á ný.

 >Gylfi styður Icesave, AGS, Skammarleg úrræði stjórnvalda á skuldavanda heimilanna.
Gylfi vill halda í verðtryggingu og fara með bundið fyrir augun í Evrópusambandið.


Er Gylfi ekki einn þessara manna sem í sparifötunum tekur þátt í allri spillingunni sem hefur viðgengist í öllu samfélaginu. Hefur hann ekki notið sinnar veru í þessu sambandi? Hvað með ferðir? Hvað með sponsur?

Í stað þess að vinna með verkafólki í landinu kýs hann líka að vinna gegn því og koma með mjög óábyrgar yfirlýsingar. Þar meðtalið stuðning við miklar álögur á almenning í landinu, með yfirlýsingu hans um Icesave.

Hversu mikill hluti þjóðarinnar neitaði Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu. Gylfi þú átt fyrir löngu að vera búinna að segja af þér! 

Við skulum svo átta okkur á að spillingin hefur viðgengist út um allar stofnanir, sambönd og félög úti í þjóðfélaginu.


mbl.is Gylfi: Bankaræningjar í sparifötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki?

Þetta hef ég nú verið að tala um mánuðum saman. Það er alveg sama hvaða fólk þó er þarna á þingi. Þau virðast bara fara eftir eigin geðþótta. Og svo karpið fram og til baka sem skilar svo litlu. Og svo allan tíma sem þetta tekur.

Það er ekkert þor, ekkert dug og engin dáð til gera neinar alvöru breytingar fyrir Ísland. Svo eru sumir þarna  alvarleg uppteknir í því að láta aðrar þjóðir bjarga okkur og velta með því öllum vanda á framtíðina, í stað þess að reiða sig á almenning sem býr í þessu landi til að  rétta landið við. Fólkið sem byggir þetta land.

Ef við hefðum byrjað strax að rétta Ísland við í nýrri uppbyggingu sem tekur tillit til þátttöku almennings. Þá væri staðan önnur og eitthvað betri!

Það er alveg kristal tært að við þurfum að gera stórkostlegar breytingar ef okkur á að takast að rétta Ísland upp úr hruninu.

Áfram Ísland! "Okkar Ísland"


mbl.is Fyrr frýs í Hel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband