Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Fimmtudagur, 18. febrúar 2010
Hvað er það besta sem gæti komið fyrir þjóðina?
Nú spyr ég mig hvora leiðina þau ætla sér að fara.
1. Að svíkja þjóðina um þjóðaratkvæðagreiðslu og að stjórnin reyna að bjarga eigin skinni. Afleiðingarnar yrðu hrikalegar!
Ég er líka búinn að vara þau við og skora á fleiri að gera það!
2. Eða að þjóðin fái að hafa þann mannrétt sem henni var rétt af Forseta Íslans.
Stjórnarkreppa? Er ekki einfaldlega kominn tími á að almenningur kjósi sér persónur til nýrrar stjórnar og taki sig til við að hreinsa til og reysa við þjóðina með því að treysta á almenning, hinn vinnandi íslending til þess.
FYRRI LEIÐIN GETUR ÞVÍ MIÐUR ORÐIÐ BLÓÐUG.
SEINNI LEIÐIN ER HIN RAUNVERULEGA RÉTTLÆTIS LEIÐ!
Persónukjör til Utanþingsstjórnar!
Minnisblað sendimanns birt á Wikileaks | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Aumingja maðurinn
Er hann Össur hvort sem er ekki alltaf á rangri leið með ESB þankagang sinn svo dæmi sé tekið. Eigum við ekki að vonast eftir að kallinn komist þarna út? Best að geyma hann þar sem lengst.
Ég gat ekki setið á mér
Cannon ver ákvörðun sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Réttlætissjónarmið!!!!!
Í mínum huga var það mikil mistök þessarar stjórnar að nota þær aðstæður sem mynduðust við hrunið til þess að sækja um aðild að ESB. Mér sárnaði mikið þegar að ég frétti fyrst að þetta stóð til. Sérstaklega til þess fólks sem ég kannaðist jú dálítið við.
Ég hef alltaf haft mikla virðingu fyrir því fólki sem lifir hér á Íslandi og í krafti erfiðis síns vinnur fyrir björg og bú sem og borgar sína skatta til ríkisins. Með því að sækja um aðild að ESB var þessu fólki sýnd vanvirðing því það fékk ekki tækfæri á að reysa Ísland út úr þeim vanda sem það er komið í. Því það er jú almenningur á Íslandi sem vinnur til sinna verðlauna með því að yrkja landið og hafa afkomu af Íslandi. Ég hef sjálfur unnið með fullt af fólki út um allt land. Alveg harðduglegu og góðu fólki sem hefur unnið vinnu sína með eljusemi. Það á að bera virðingu fyrir því fólki og treysta því fyrir landinu. Ásamt því að treysta því að byggja upp nýtt Ísland.
Það eiga ekki að koma neinir aðilar þar að nema íslendingar sjálfir sem réttlát er að hagnist af björginni.
Með umsókn um aðild að ESB að minnsta kosti á þessum tímapunktum hrunsins. var þessu fólki sem vinnur í landinu sýnd vanvirðing og mikið vantraust.
Það hafa margir komið að því verki að setja Ísland í þá stöðu sem það er nú. Það er alveg ljóst að þar hafa komið einstaklingar sem annaðhvort eru innan eða styðja alla stjórnmálaflokka. Það er ljóst að ríkisstjórnir hverra flokka sem það eru munu vanhæfar til að laga þann vanda sem við eigum í. Því ríkisstjórnin vantreystir almenningi á Íslandi og gerir mjög lítið sem ekkert til að laga stöðu þeirra sem eiga í miklum vanda. Í stað þess á að bjarga sumum þeirra sem spilað sig sem hæst, skulda mest og síðan settu þjóðina í þessa stöðu.
Burt með hyskið því það er jú við almenningur sjálfur sem tók á engan hátt þátt í þessu heldur voru og erum fórnarlömb hrunsins. Það er hinn almenni borgari sem eiga sjálfir skilið að ákveða framtíð sína! Það er fólkið sem á sér rétt að velja sér eigin framtíð sem væri byggð á mannúð, sanngirni og heiðarleika.
Þetta er siðferðisleg og mannréttinda krafa!
Eitt það versta sem hægt er að gera þjóð sinni er að sína henni mikla vanvirðingu. Að nota sér aðstöðu sína og þær aðstæður sem komu upp í þjóðfélaginu til þessar ESB umsóknar tel ég að sýni almenning mikið vantraust til að taka ákvarðanir um framtíð sína. Því miður hefur þessi ríkisstjórn verið og er með þessa gjörninga.
Ég vona og óska eftir að þau sjái þennan pistil minn og hugsi málið!
Aldrei andvígari ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 17. febrúar 2010
Gott mál!
Það er þá víst að af þjóðaratkvæðagreiðslu verður? Ekki geta þeir auglýst þetta nema vera vissir?
Umræðan úti í þjóðfélaginu undanfarna daga hefur verið dálítið út á hvort stjórnin ætli sér að slá hana af. Þar á meðal hef ég séð á blogginu að þau ætli sér að flýta sér eins og þau geta til að ná samningum og helst vera búin fyrir helgi.
Það er ýmislegt sem sést skrifað um þetta. Þetta er jú orðið dálítið ruglingslegt allt saman því misvísandi fréttir um samningaviðræður hafa komið út í þjóðfélagið af blöðum og öðrum fréttamiðlum.
Aðalatriðið er að það er alltaf betur og betur að koma í ljós að við eigum ekki að þurfa að borga krónu. Þessvegna ætti samninganefndin að ganga út frá því en ekki samþykkja greiðsluskylduna.
InDefence með opna fundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 12. febrúar 2010
Hversu mörg viðbrögð ætli þau hafi fengið?
Mér dettur í hug hversu margir hafi sent forkólfum ríkisstjórnar og hinna flokkana bréf að undanförnu? Annars er svo margt sem þessi maður hefur farið sjálfur rangt með eða sleppt að segja þegar að hann hefur rætt um þetta Icesave mál.
Hvað er það annars núna sem á að leyna almenningi? Ef Ríkisútvarpið mátti ekki birta fréttina afhverju skýrði hann ekki út málið sjálfur nákvmæmlega?!Hefur hann ekkert lært að það sé best að leyna almenningi ekki neinu?
Annars er það alvegj ljóst að það eykur bara á ólguna í þjóðfélaginu ef þau ætla sér að byrja einhverjar viðræður áður en að almenningur fær að segja sitt um þau Lög sem lyggja þegar fyrir að taka ákvörðun um!
Síðan það sem mig svo sterklega grunar að á vissum tímapunkti muni það koma alveg í ljós að þau ætla sér að sleppa þjóðaratkvæðagreiðslunni. Orðin hans Sigmundar Davíðs voru mjög sennilega til að fría sig einhverri ábyrgð varðand þau viðbrögð sem munu verða við þeirri ákvörðun. Framsókn hefur verið í slíkum hreinsunum af eigin hvötum undanfarna mánuði. Þessvegna finnst mér líka alveg ágætt ef fólk sendi þeim bréf og vari þeim við hvað getur gerst ef þessi er raunin! Málin snúast um hvað framtíðin beri í skauti sér!
En sama hvað gerist! Pólitík á Íslandi eins og hún hefur verið er að deyja út! Almenningur er gjörsamlega búinn að fá yfir sig nóg af ruglinu. Það hlítur óhjákvæmilega að leiða til þess að almenningur tekur málin í sínar hendur.
Nær allar aðgerðir Ríkisstjórnar að undanförnu munu vera leiðandi fram að því óhjákvæmilega! Því fyrr sem þetta gerist því betra! Almenningur mun taka sig til og mynda nýtt Ísland því Ísland er jú Okkar.
Bað RÚV að birta ekki fréttina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Hundrað sinnum ef það væri hægt!
Jæja, jæja. Nú var ég fyrir um rétt um klukkan 17.00 að kjósa í utankjörstaðakosningu vegna Icesave lagana.
Ég er annars að hugsa um að mæta daglega fram að aðal kosningadaginn og kjósa. Þið vitið jú að það er löglegt en aðeins síðasta kosning er sú sem á endanum gildir. Hver veit hvað ég geri?
Mikil er annars valdasýki þeirra sem vilja koma í veg fyrir að almenningur á Íslandi fái að tjá sig um þetta mál.
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Baráttan um Ísland að hefjast fyrir alvöru!
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja?
Hvað er eiginlega að gerast? Er komin upp óeining í stjórnarliðinu?
Ég bara spyr! Hvernig eigum við almenningur að lesa í öll innlegg í þessa umræðu? Þetta er allt saman orðið eitt endalaust rugl.
Í næsta bloggi mínu á undan þessu kem ég dálítið inn á hvað geris ef nýjir samningar verði samþykktir fyrir lög til Forseta?
Myndi ekki gerast það sama hvort sem við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki? Ég bara spyr?
Hvernig er orðið hægt að taka réttinn frá þjóðinni? Sama hvað gerist! Sama um öll innlegg í umræðuna. Sama hversu vitlaus þau eru!
Allir samningar. Hvort sem eru núverandi Lög eða ný Lög hljóta að verða bornir undir þjóðina! Vegna mjög sterkrar andstöðu hennar og alltaf bætist við í andstöðuna!
Hvað eru stjórnvöld ekki að skilja? Að sama hvað gerist þá losna þau ekki undan ákvörðun þjóðarinnar því andstaðan verður alltaf meiri!
Lesið betur í þetta! Í nýjum samningaviðræðum ætla þau sér að viðurkenna skuldbindingar ríkisins. Það eitt og sér þýðir að þau ætla sér ekki að leyfa þjóðaratkvæðagreiðsluna. Nema að þau séu svo vitlaus að skilja það ekki!
Makalaust innlegg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 11. febrúar 2010
Eru íslensk stjórnvöld orðin snarbrjáluð?
Mér er bara spurn! Eða er þetta Icesave mál allt bara hreint plott peningaaflanna? Hvað er verið að undirbúa? Og búið að setja upp óeirðagirðingu kringum Alþingishúsið?
Hvað er í gangi?
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er grein um Icesave þar sem segir:
"Formlegar viðræðu hefjast eftir helgina. "
"Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins viðurkennir Ísland greiðsluskyldu lágmarksfjárhæðar innistæðutryggingakerfis EES en hún nemur rúmlega 20 þúsund evrum á reikning".
Á að þvinga þetta yfir okkur almenning í landinu hvað sem það kostar? Sama þó mikill meirihluti fólks sé á móti núverandi lögum?
Hvað með þjóðaratkvæðagreiðsluna?
Förum yfir málin:
Ef íslendingar
1. fara í viðræður upp á nýtt (án þjóðaratkv.gr)
2. nýr samningur verður til
3. sá samningur ræddur á alþingi í tvo mánuði þangað til að ný lög verða til
4. nýju lögin fara til Forseta
5. yfir 100.000 íslendingar mæt þá við Bessastaði til að mótmæla.
Hvað gerist þá ef Forseti samþykkir nýju samningana? Bylting?
Hefur þetta lið þarna á þingi hugsað þessi mál öll til enda? Í alvöru talað! Þetta býður upp á það að nú láti fólk verða af því að framkvæma Byltingu. Þá duga ekki óeirðagirðingar við Alþingishúsið!
Er ríkisstjórnin tilbúin að takast á við það að blóðug átök fari af stað? Eru þau sátt við að hafa slíkt á samviskunni?
Ég sé fyrir mér algjöra endurnýjun á öllu ferlinu ef þau ætla sér fyrir alvöru að neita fólki um þjóðaratkvæðagreiðsluna! Og nú hafa þau eins hljótt og þau geta um það mál...........
Vitið þið hvað þið eruð að fara að setja í gang?
Ósamið um öll lykilatriði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2010
Ef almenningur fær ekki að kjósa þá Borgarastyrjöld?
Það sýnir bara enn meiri óvirðingu, hroka og yfirgang yfir almenningi að ætla sér að eða láta sér detta í hug að taka réttinn af okkur að fá að kjósa um Icesave lögin.
Engvar viðræður við Breta og Hollendinga ættu að fara fram fyrr en eftir að þjóðin hefur valið um NEI eða já í Þjóðaratkvæðagreiðslunni!
Úr 26 grein stjórnarskrárnar
"Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu".
Síðan er það líka algjör óvirðing að hafa yifr höfuð farið í einhverjar viðræður um málið við Breta og Hollendinga áður en að þjóðaratkvæðagreiðslan væri kláruð.
Það réttasta hefði auðvitað verið að ekkert hefði verið rætt um þetta mál af einum einasta alþingismanni áður en að þjóðaratkvæðagreiðslan hefði farið fram.
Ef almenningur fær ekki að kjósa um Icesave eru þessir möguleikar um framhaldið:
1. Þeir sem hafa verið að tjá sig á opinberum vettfangi, tildæmis eins og í fréttablöð erlendis muni ákveðið tjá sig um yfirgang og óvirðingu stjórnmálamanna gagnvart almenningi á Íslandi. Eins og að nefna allar útskýringar um þetta mál.
2. Fyrir þá sem ekki gera sér grein fyrir því þá jaðrar Ísland á barmi Borgarastyrjaldar. Ef ákvörðun alþingismanna og ríkisstjórnar yrði á þann veg að almenningur fengi ekki að kjósa um Icesave þá mun það hreinlega fylla mælirinn og miklar líkur yrði á að Borgarastyrjöld brytist út.
Vill kjósa um Icesave þótt nýr samningur verði gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)