Færsluflokkur: Spaugilegt
Fimmtudagur, 11. júní 2009
Ein lítil staka til gamans
Eins og þeir vita sem rata hér inn á Bloggið mitt þá dettur það stundum í mig að setja hér inn og búa til stökur. Hér er ein sem varð til hjá mér í morgun
Með Veltukort ofan í vasanum
valta ég yfir heiminn
á út -völdum degi í verslunarklasanum
versla ég ófeiminn
_______________________ Okkar Ísland __________________
Hér er 37 blaðsíðna skjal sem er með grunnhugmyndir leikmanns um stjórnsýslu og viðréttingu landsins úr kreppunni.
Ath. "Okkar Ísland" byggist á því að íslendingar taki á málum sínum sjálfir!
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í Word .doc (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?ndlrvyyzjyn
Hér er 1.03 af "Okkar Ísland" skjalinu í nýrra Word .docx skrá (skjalið í heild með viðbætum og nýjum hugmyndum á réttum stað)
http://www.mediafire.com/?2yego20ndmz
_________________________________________________________________
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 23. maí 2009
Afneitunarsjóður fyrir Alþingismenn
Góðir íslendingar. Ég legg fram þá hugmynd hér að setja af stað sérstakan sjóð fyrir alþingismenn og ríkisstjórn sem eru í afneitun.
Það mætti þá kannski nefna þennan sjóð öðru nafni, eins og tildæmis:
Hugmyndavakningarsjóður fyrir stjórnvöld á Íslandi.
Þeir þegnar Íslands sem vinna hvern einasta dag með sínum hörðu vinnuhöndum eru sérstaklega hvattir til að leggja fram fjármagn í sjóðinn. Og þá frekar lágtekjufólk.
Allir þeir sem hafa orðið til þess að eiga þátt í banka og fjármálahruni landsins verði undanskildir frá framlagi í sjóðinn.
Bloggarar sem hafa verið sérstaklega aktivir í færslum sínum og komið fram með allsskonar hugmyndir eru hvattir til að koma með framlag í sjóðinn.
Tilgangur sjóðsins:
Að aðstoða alþingismenn við
1. Að halda vöku sinni um stöðu Íslands
2. Að aðstoða þingmenn við að vekja upp í þeim hugmyndir um lausnir til aðstoðar þeirra sem hafa orðið illa úti í kreppunni.
3. Að aðstoða þingmenn og ríkisstjórn við að vekja upp í þeim hugmyndir til lausnar við fjármálavanda Íslands.
4. Að kaupa aðstoð fyrir alþingismenn til að halda vöku sinni.
5. Að kaupa aðstoð fyrir alþingismenn til að fá hugmyndir.
Aðstoð mætti vera í því formi sem okkur Bloggurum dettur í hug. Tildæmis mætti framleiða sérstakan plástur sem setja mætti á vissa staði á hausnum til að vekja þingmenn af blundinum. Síðan mætti notast við orkubætandi efni sem kveikir í hugmyndabanka heilans.. Einnig mætti kaupa sérstaka sérfræðinga sem gætu tekið þingmenn í kennslustundir í hugmyndavakningu og framkvæmdagleði!
Það er algjör nauðsyn að setja af stað slíkan sjóð því alþingismenn hafa leint og ljóst ekki nóg kaup til að framkvæma slíkar aðgerðir sjálfir. Einnig er mjög nauðsynlegt að þeir verði sér meðvitaðir um hvað er um að vera í landinu og hvað þurfi að gera..........
NADA......
Allar hugmyndir um hvað sjóðurinn gæti notað peningana í eru velkomnar.....
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Ég er með hugmynd
Hvernig væri að einhver mótmælenda dulbúi sig og þykist vera Davíð í dulbúningi að komast inn í Seðlabankann?
Svona tvöfaldur dulbúningur
Þannig má ná í skottið á kallinum þegar að komið er inn og afhjúpa hann fyrir alvöru.
Annars eitt varðandi þetta með að setja þurfi lög á að Davíð. Auðvitað hefði ríkisstjórnin átt að byrja á því strax þegar að hún tók til starfa, eins og ég skrifaði áður á bloggi mínu.
En síðan er eitt annað í þessu. Var það ekki Davíð sjálfur sem kom sér í seðlabankann þegar að hann hætti sem forsætisráðherra? Því hefði hann í raun átt að segja sér upp sjálfur. Sem segir mér eitt og annað! Hvers eðli þessi karl þarna hefur.
Össur hittir Davíð í dulargervi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. febrúar 2009
Grýlukertin - sagan af Grýlu og Tröllunum tíu
Barnið í mér
Einus sinni var lítill strákur sem hét Kalli sem bjó í gömlu litlu húsi á Hverfisgötunni rétt hjá Þjóðleikhúsinu.
Kalli var fátækur en fjörugur drengur sem alltaf var að leika sér úti. En á hvöldin áður en hann fór að sofa var mamma hans vön að segja honum sögur.
Svo var það því eitt sinn þegar að Kalli litli var 5 ára þá bað hann hana einu sinni sem oftar að segja honum nú einu sinni alvöru krassandi sögu.
-Mamma segðu mér nú einu sinni einhverja hrollvekjandi sögu.
bað Kalli litli.
-Ég man ekki eftir neinni svoleiðis sögu Kalli minn.
-En þú hlýtur að kunna eina sem er gaman að heyra. Gerðu það mamma....
-Jæja, ég skal gera hvað ég get Kalli minn. Ég hef eina sögu handa þér sem er dálítið löng. Þettar er svona öðruvísi saga sem er bæði fyrir börn og fullorðna. Þessi saga er dálítið hrollvekjandi og þess vegna gæti ég þurft að syngja eitthvað fallegt fyrir þig þegar að hún er búin.
*****
Þessi saga gerist eignlega að mestu fram í framtíðinni. Svo þú þarft ekkert að vera hræddur um að þetta sé að fara að gerast núna á næstunni.
Einu sinni voru menn sem vildu verða voða, voða ríkir. Þeir vildu eignast fullt af peningum. Þeir tóku sig til og gerðust góðir vinir í hópum. Sögðu svo fullt af fólkinu sem bjó á Íslandi hvað það væri gott að verða ríkur eins og þeir. Þessir menn sem fólkið fór seinna að kalla fjármálafólin klæddu sig í rosalega fín föt og litu svo vel út. Áttu svo fína bíla og fín hús. Fólkið sá þetta og fannst að það hlyti að geta verið eins og þeir. Því langaði að eignast fín föt, fína bíla og hús. Þannig fór að fólkið trúði þeim eins og nýju neti. Já þessi fjármálafól lögðu stór net sín út um allt land og fiskuðu vel í þau.
Svo gerðist það að allt veldið hrundi allt í einu og fjármálafólin sem geymdu peninga fólksins töpuðu öllu og settu bankana og fólkið á hausinn. Þá allt í einu vaknaði fólkið til lífsins og fór að sjá hvernig allt saman var. Það var eins og það vaknaði upp við vondan draum. Þau fóru að bera sig saman við fólin og sáu þá að allt sem var búið að segja þeim var bara lygavefur. Þau sáu betur og betur hvernig staða þeirra var. Þau áttu enga peninga, heldur skulduðu út um allt. Þannig skulduðu þeir fullt af peningum í íbúðunum sínum og bílum sínum. Misstu vinnuna og áttu ekki peninga fyrir mat.
Eins og þú eflaust hefur heyrt Kalli minn eru menn sem eru kosnir til að stjórna öllu landinu. Fólkið sem trúði sögunum kaus mennina sem bjuggu þær til.
Nú fór fullt af fólkinu að mótmæla afþví að það fór að sjá betur og betur að stjórnin ætlaði ekkert að gera til að hjálpa fólkinu. Mótmælin stóðu yfir í marga, marga daga og fullt af góðu fólki var duglegt að mótmæla.
Að lokum gafst stjórnin upp. Annar hópurinn í stjórninni sagðist vilja hætta og byrja upp á nýtt. Á þessum tíma var Ísland orðið fyrir alvöru ískalt að búa í. Aldrei hafði verið eins slæmt að búa í landinu.
*Þá kom hún Grýla gamla allt í einu fram á sjónarsviðið og sagði við Tröllin. Nú skulum við búa til nýja stjórn. Nú verðum við að lofa litla fólkinu í landinu því sem það vill.
Svo gerðist það að hún gráhærða Grýla bjó til nýja stjórn og valdi með sér tíu Tröll. Með Grýlu í stjórn var kallinn hennar Leppalúði. Hún Grýla var vön að ráða og skipaði kallinum að gera sem hún líkaði. Leppalúði sagði já og gengdi Grýlu þægur.
Nú töluðu Grýla og Leppalúði við börnin sín, Tröllin tíu.
-Nú verðið þið að vera duglega börnin mína að segja litla fólkinu í landinu hvað við ætlum að gera. Við höfum bara 80 daga þangað til við verðum að fara að sofa. Við verðum að vera vakandi dag og nótt og segja fólkinu hvað við ætlum að gera fyrir það. Verið nú dugleg börnin mín....
Og í þetta sinn fór öll fjölskyldan til að segja fólkinu hvað það ætlaði að gera. Á meðan biðu hinir Jólasveinanir og sögðust ætla að stiðja vel við bak við Grýlu og fjölskyldu hennar.
Svo fóru þau og boðuðu fagnaðarerindið til fólksins. Og fólkið fór að trúa að allt myndi nú lagast. Í fyrstunni virtist allt ganga vel. Enda voru Grýla og fjölskyldan alltaf í fínu fötunum sínum.Alveg eins og fjármálafólin áður.
En svo fór fólkið smám saman að sjá hvernig allt saman var því þegar að Grýla, Leppalúði og Tröllin börnin þeirra 10 voru að segja litla fólkinu til þá voru þau svo ofsalega frek og valdsmannsleg. Þau vildu öllu ráða og fólkið sjálft fékk engu að ráða.
Grýla og Leppalúði fóru í fína húsið sem þau notuðu til að stjórna í. Á meðan áttu Tröllin 10 að halda áfram að vinna. Tröllin gegndu mömmu og pabba. Fóru til fólksins og sögðu þeim hvað þau ætluðu að gera.
Nú fór fólkið smám saman að hætta að trúa Tröllunum. Því fannst þau vera frekar ljót og í allt of stórum fötum. Tröllin 10 fóru þá til mömmu og pabba og sögðust vera að gefast upp því fólkið væri hætt að trúa þeim. En Grýla og Leppalúði skipuðu þeim að halda áfram því stutt væri eftir af tímanum sem þau hefðu. Áttatíu daganir væru að vera búnir. Tröllin gerðu þá aðra tilraun.
En allt kom fyrir ekki. Fólkið var alveg hætt að trúa þessari valdsömu fjölskyldu. Sögðu hingað og ekki lengra. Fólkið fór að sjá betur og betur að það sjálft ætti að fara að taka við stjórninni í landinu.
Þá fóru Tröllin heim til mömmu og pabba. Sögðust vera búin að fá nóg og ætla að fara að sofa. Grýla og Leppalúði sáu þá að ekki mætti svo búið við standa og fóru að sofa líka. Þau voru dauð uppgefin, enda búin að vaka daga og nætur.
Og á meðan að Trölla fjölskyldan svaf kom fólkið í landinu saman og sömdu um að mynda alveg nýja stjórn fyrir fólkið sjálft.
Þannig endar sagan Kalli minn.......
-Þetta var ekkert skemmtileg saga mamma. Afhverju ertu að segja mér svona leiðinlega sögu? Ég fékk hroll þegar þú varst að segja mér frá fjármálafólunum og Grýlu.
-Nú, þetta er bara saga um sem ég veit að gerist í framtíðinni eftir svona 30 ár og stendur í um 20 ár í viðbót.
-Þú verður að segja mér einhverja skemmtilega sögu á morgun mamma. En viltu ekki syngja fyrir mig eins og þú talaðir um?
-Jú, jú Kalli minn. Hér er nú kvæðið um hana Grýlu:
annað erindið af tveimur:
ath. aðeins stílfært
Grýla hét tröllkerling leið og ljót með ferlega hönd og haltan fót. Í hömrunum hún bjó og horfði yfir sveit, var stundum mögur og stundum feit. Á börnunum valt það hvað Grýla átti gott, hvort hún fékk í mat sinn feit. Börnum valt börn í feit.____Börnum valt, börn í poka sinn og pott. Ef góð voru börnin var Grýla svöng og raulaði ófagran sultarsöng. Grýla.............a. ef fram á nótt. Um annað sem gerðist enginn þar enginn, enginn veit. Gerðist engin veit samstundis feit. Hló, hló kyssti lúða. Hló, hló svo nötraði hamarinn og kyssti Leppalúða sinn. Var um einhver Jól að börnin fengu buxur og kjól og þau voru öll svo undur góð að Grýla varð hrædd og hissa stóð. Þetta lengi lengi sat í fjórtán daga hún fékk ei mat. Þá varð hún svo mikið veslings hró að loksins í bólið hún lagðist og dó. En Leppalúðí við bólið beið og síðan fór hann sömu leið. Nú íslensku börnin eins ég bið að þau láti ei hjúfin lifna við. Grýla...............Grýla.............Grýla..........
Stjórnarskiptin vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 11:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 29. desember 2008
Árangur að birtast ha. ha, nú get ég svo hlegið!
Já og síðan þetta!
Aftenbladet skrifar níðgrein um Geir og peningakallana á Íslandi.
http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/12/29/kviknakinn_geir_og_gullspilid/
http://www.aftenbladet.no/lokalt/966128/Soga_om_islendingane_og_det_store_pengespelet.html
Hvað er ég að gera????? Er ég að gera öllum íslendingum ógagn með því að hafa verið að senda bréfið?
Eða eru það bara blessaðir graflaksanir sem verða fyrir barðinu á þessu?
Sjáið meðal annars síðasta Blogg mitt á undan:
Áskorun til Bloggara (10) árangur!
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 13. nóvember 2008
Til sölu Kreppuspraybrúsar
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 30. október 2008
Oft verður maður að aurum Api?
Sannað hefur verið að ég á að geta unnið við hvað sem er!
Svo vill til að fyrir um ca. 10 árum tók ég mig til og lærði tæknigreiningu (candlestick) á fyrirtækjum í Hlutabréfamarkaði í USA. Tók það mig (fyrir nokkrum árum síðan) um 6 ár að vera nær fullnema og sjálflærður í þessu. Algjörlega sjálflærður enda fór ég ekki á námskeið í þessu og borgaði ekki $ fyrir þetta nema fyrir Tímaritið. Þetta var á þeim tímum þegar að ég mátti ekki vera úti á vinnumarkaði eftir síðustu aðgerð á fætinum. Um tíma var ég meira að segja áskrifandi að Tímaritinu "Stocks and Commodities magazine" og fékk það sent frá USA til Íslands. En að mestu fékkst ég við þetta á Internetinu og notaði meira að segja simulators (real time) til hjálpar. Einu sinni var ég meira að segja með reikning og kom ekki út í tapi þá (en ekki miklum gróða heldur vegna þess að ég var með svo lítinn pening í þessu). Ég tapaði þá fyrst en náði upp tapinu og kom út rétt í smá gróða. Það var fyrir nokkrum árum síðan. Ég hef lært að nota svokallað Level-II sem sýnir kaup og sölu hjá Market Makers. Einnig lærði ég á svokallað day-trade eða viðskipti með hlutabréf þ.e. kaup og sölu innan dagsins. Svo lærði ég líka á Candlestick og allsskonar vísitölur. Einnig svolítið inná lestur afkomutalna í reikningum fyrirtækja.
Ég hef átt í fyrirtækjum í 3 daga (swing-trade) og einnig í yfir 2 mánuði. Eins og tildæmis keypti ég í Decode þegar að þeir voru sem lægst (ekki núna) á genginu 1.65 og seldi á 3.50 eða svo. Notaði ég swing-trade í um tvær vikur á blessað fyrirtækið, þ.e keypti og seldi aftur og aftur. Og það þegar að fullt af fólki var búið að glepjast til að kaupa á langtum LANGTUM hærra eða á yfir 65$ hlutinn.
Nú en í sumar tókst mér að skrapa saman og henda inn 1.000 $ á genginu 79 til 81 (Ekki í Decode því þeir eru hafa verið á algjörri niðurleið að undanförnu). Í fyrstu fékk ég smá hækkun en fór svo að lækka þar sem markaðurinn í USA var á hraðri niðurleið. Þannig datt reikningurinn minn niður töluvert en er nú að rétta sig við.
Ástæðan?! Ég fann draumafyrirtækið sem mun mjög líkega senda mig eftir svona um 2 mánuði í yfir 1.000% gróða (ath. ég keypti í þessu þegar að ég hafði lækkað töluvert á reikningi mínum). Segi og skrifa mjög líkega langt yfir 4 faldan gróða á þessum kaupum. Og það þrátt fyrir að markaðurinn í Bandaríkjunum sé á niðurleið.
Ef allt gengur eftir þá getur reikningur minn hækkað í nálægt 7.000 $ (niður í ca. 400$ á krónugengi yfir 100 á dollar og upp aftur yfir 1.000$ í ca. lágmark 3.500$ á um 6 mánuðum). Mjög miklar líkur eru á því að ég komist alla vega í $ 3.500. Hvar væri ég staddur hefði ég átt aðeins meiri pening til að setja í þetta? Fyrirtæki sem er að hækka um milljónir dollara í revenue á milli hvert quarter.
Hvað er gengið á Dollarnum núna? í á milli 115 til 120 krónur 1 dollar.
Er ég AuraApi? Þegar allt er á niður leið heima í Íslandi?
Vitlu vita eitthvað meira? Eða viltu læra af mér candlestick greiningu? Ég get alveg kennt þetta! Það kostar þig..................Eða hefurðu áhuga á að fá að vita hvaða fyrirtæki þetta er?(ath. ekki fyrirtækið með kennistafina sem ég minnist á á hinu blogginu mínu!).
Ef ég hefði átt $ 10.000 þá væri ég hreinlega orðinn ríkur og búinn að borga upp allar skuldirnar!
Svo ef þú sem lest mín Blogg ert í einhvern vafa um mig þá ættirðu að leggja blessað höfuðið bleiti.
Ég Blogga á tveimur síðum: hér á mogga Bloggi og á wordpress.
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 01:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 7. ágúst 2008
Eru Íslendingar yfirhöfuð siðferðislega vanþroskaðir?
Skoðana Skjóðan mín 2
Ekki veit ég hvað hefur verið skrifað um þeta áður á Blogginu en mér finnst sjálfum vera í lagi að setja niður nokkur orð um það hér.
Ég verð nú að fara að koma orðum að þessu! Það er nóg komið.
Í öllum þessum kappi-talí-ska [skýr1: kapp - talna - skeður] (með afturhlutann ábyggilega dregið úr dönskunni?) [skýr2: á að vera kapitalíska] hraða í þjóðfélaginu virðumst við íslendingar gleyma umhverfinu í kringum okkur. Eða er það kannski svo að fólki er alveg nákvæmlega sama? Eða kannski er það bara svo að við Íslendingar erum bara svona siðferðislega vanþroskaðir?
Ég er einn af íbúum Reykjavíkur eins og svo margir íslendingar. Ég á oft og mörgum sinnum ferð um borgina. Á ferðum mínum um gangstéttar borgarinnar verða ótal oft og mörgum sinnum á vegi mínum Sígarettustubbar og Tyggjóslettur. Mjög oft gengur fólk svoleiðis um að það hendir þessu beint frá sér á ferðum sínum og það án þess að hugsa. Mér er bara spurn hvort því sé alveg sama og vilji kannski ganga yfir eigin Tyggjóklessu á næstu ferð sinni?
Eða er þetta bara blessaðir unglingarnir sem ganga svona um? Ef svo er vilja þeir ekki hafa hreint í kringum sig þegar að þeir ganga um? Getur það þá verið að blessaðir foreldrarnir hafi gleymt einhverju í uppeldinu? Vilja þeir ekki hafa umhverfi sitt hreint og fallegt þegar að þeir hafa vaxið upp og stofnað fjölskyldu?
Ég ætla nú að setja mig í spor einhvers útlendings sem kemur að heimsækja landið okkar í fyrsta sinn:
Hann hugsar ábyggilega: Guð hvað er fallegt hérna og yfirhöfuð hreint loftið(?) hérna. Fullt af fallegum Fossum og Hverum. Mikið einsleitt landslag en heildarsvipur ekkert rosalegur nema sumsstaðar. Og Reykjavík er forvitnileg, fullt af Kaffihúsum, verslunum og skemmitstöðum. En mikið eru göturnar og gangstéttir hrikalega ljótar, sóðalegr og ógeðslegar. Ég verð bóksatflega að ganga um með sykk sakki. Margir gætu haldið að ég væri drukkinn þegar að ég er það ekki.Fullt af Síkarettustubbum og Tyggjóklessum út um allt. eoh.
Er það þetta virkilega sem við viljum að útlendingar hugsi um Ísland, borgina okkar og þorpin?
Ég hef nú sjálfur komið á nokkrar staði erlendis og ekki man ég eftir öðru eins og þessu hér. Á langflestum stöðu eru göturnar hreinar og fallegar. Þetta hér á Íslandi virðist alveg vera sér fyrirbrigði. Íslendingar eru sóðar. Viltu þú vera einn af þeim sem eru kallaðir það?
Og orðið sóði tilheyrir flokknum siðmennt!
Hvernig má skilja það að hafa hreint í kringum okkur í samhengi við lífi því sem við viljum lifa? Sjá hugmynd-kenningu mína sem er og verður skrifuð á hreinn23.wordpress.com.....
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)