Færsluflokkur: Evrópumál
Mánudagur, 11. apríl 2011
Óh?, þvert ofan í?
Sem Steingrímur og ríkistjórnin hefur sagt. En hann hefur talað um að engin tengsl séu á milli neitunar á Icesave og umsóknar okkar um ESB. Að við höfum aðeins verið að kjósa um Icesave.
Við verðum að senda þessum manni þarna í fréttinni sérstakar þakkir fyrir!
Enn frekar er að koma í ljós tengsl á milli mála. Enn frekar er að koma í ljós að ég hef rétt fyrir mér um það sem ég hef verið að skrifa á bloggi mínu.
Ríkstjórnin á að fara frá völdum m.a. vegna:
1. klúðursins vegna stjórnlagaþingsins
2. neitun þjóðarinnar á Icesave
3. áhrif neitunar á ESB umsókn því nú er alveg ljóst að ríkistjórnin getur ekki haldið áfram með aðal málið sitt.
4. brot á mannréttindum..................
5. 6. 7. bætið bara við!
Það er alveg ljóst að ríkistjórnin starfar á mjög veikum grunni og að margra dómi er fyrir löngu komið að alvöru breytingum í íslenskum stjórnmálum!
En hvað tekur við? Er það ekki þjóðarinnar að ákveða framtíðina. Verður almenningur ekki að koma saman til að ræða um hvernig framtíð við viljum. Eða viljum við sama ruglið áfram?
Það er mikil gjá á milli þings og þjóðar. Er það ekki þjóðarinnar að finna leið út úr þessum vanda? Ég treysti almenningi á Íslandi til þess! En ég treysti ekki alþingi né flokkum til þess því grunnurinn að starfi alþingis er löngu fallinn.
Hóta að standa í vegi aðildar að ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 4. febrúar 2011
Ég hef fundið lausnina:-)
Nú þurfum við íslendingar að veiða bara nógu mikið af makríl og halda stríðinu áfram á fullu
Í alvöru talað. Það er ómögulegt að skilja hvað fram fram í hausunum á þessum stjórnmálamönnum. Hvað plott er þarna að baki? Ég spyr mig þvi ég trúi ekki einasta orði frá þessu liði.
Hvað með aðrar þjóðir innan ESB? Hvað segðu þær um þetta?
Áfram Ísland!
ekkert ESB kjaftæði!
Styður frestun aðildarviðræðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 31. janúar 2011
Koma svo!
Koma svo og losa þetta umsóknar rugl burt!
Loksins var staðið við fyrri yfirlýsingar.
Er framsókn, sjálfstfl. og Vg búnir að komast að sérstöku samkomulagi?
Ég vellti því fyrir mér hvort þetta sé undanfari á falli ríkistjórnar?
Áfram Ísland!
ekkert ESB
Vilja draga umsóknina til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. september 2010
Hverskonar blíðuhót er verið að tala um?
Össur ætti því að taka sig til að klappa honum á kollinn þegar að þeir hittast og mætast á þingi. Eða sýna honum önnur blíðuhót, þó innan siðaðra marka. Ef hann heldur að það hafi eitthvað að segja. Sérstaklega afþví þetta er svo líkt hjónabandi.
Þó kannski muni þau blíðuhót lítið gera til að snúa honum og hans skoðunum í ESB málefninu. Guð minn góður segi ég bara.
Punktur, pasta. Ég á ekki fleiri orð yfir ruglinu.
Þykir vænt um Jón Bjarnason | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 26. ágúst 2010
Þessi einbeitti VILJI?
Eins og ég skrifaði á bloggi mínu í gær. Þetta helgast til af orðinu: VILJI.
Samfylkingin hefur vilja til að koma Íslandi inn í þetta samband og hafa því búið til sinn pakka í kringum það sem er ekkert annað en aðlögunarferli.
Yfirherrar í Brussel hafa síðan sinn eigin pakka sem í eru þeirra reglugerðir. Það er þeirra vilji að koma okkur inn í ESB.
Áttið ykkur á því að það er sama hvaða samningur fæst sem Samfylkingin vill síðan bera undir þjóðina (en kjósa síðan sjálfir á alþingi um), þá er það alltaf eftir aðlögunarferli.
En.Ég vil að alþingismenn standi við það að taka upp afturkall umsóknar þegar að Alþingi byrjar á ný.
Ég óska eftir því að Ráðherra og Alþingismenn standi nú við yfirlýsingar sínar úti í þjóðfélaginu um að það sé nóg komið! Í stað þess að vera í þessum sandkassaleik. En á ákveðnum tímafresti hafa vissir einstaklingar komið með yfirlýsingar um málið út í þjóðfélagið. Nægri tildæmis að nefna Yfirstéttarherrann: Bjarna Benediktsson og Ráðherrann Jón Bjarnason.
Ég hef spurgt mig sjálfan að tilgangi þessara manna. Er það til að heyskja sínum flokkum og gera tilraunir til að auka fylgi við þá? Óneitanlega læðist slík hugsun að manni.
Svo! Standið nú við stóru orðin og dragið umsóknina til baka!
Vilja endurskoða stöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 08:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 24. ágúst 2010
Þjóðin samþykkti aldrei að fara í þessar viðræður!
Í fyrsta lagi voru það svik við þjóðina að taka af henni ráðin um hvort að það ætti yfirleitt að fara í aðildarviðræður. Ríkistjórn Íslands hafði ekki umboð til þess frá almenningi á Íslandi. Síðan var það algjört ábyrgðaleysi að velja þennan tíma kreppu og rósturs að fara í þetta umsóknarferli.
Ég hefði kannski verið tilbúinn fyrir mitt leiti að skoða málin eftir 5 ár. Ef staða þjóðarinnar værk þá betri. Skiljið þið?
Ef alþingismenn ætla sér að sýna að þeir vinni af heiðarleika fyrir þjóðina. Þá kjósa þeir um það strax í haust að draga þessa umsókn til baka.
Hinsvegar væri ég alveg tilbúinn að samþykkja það að þingmenn muni á því stigi veita almenningi það val að segja um það hvort það eigi að halda áfram viðræðum.
Því er ég á þeirri skoðun að strax eigi að draga þessa umsókn til baka þegar að þing byrjar.
ÞINGMENN VERÐA AÐ SÍNA AÐ ÞEIR ÞORA! EN ERU EKKI BARA AÐ HEYSKJA SÉR MEÐ SLAGORÐUM OG MUNNRÆPU MEÐ ÞVÍ AÐ TALA UM ÞESSI MÁL DYGURBARKALEGA ÚT Í ÞJÓÐFÉLAGINU EN GERA SVO EKKERT Í ÞVÍ!
Hvort er veigameira valdabrölt eða að vinna að heilindum fyrir þjóðina?
Verri kostur að hætta núna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 15. ágúst 2010
Amma mín átti Hund............
Hundurinn hennar átti það til að urra eða gelta að fólki til að gera sig breiðan. Það var vegna þess að hann sýndist svo stór við það. En samt hopaði hann ýlfrandi ef fólk sýndi engva hræðslu og stökk á móti honum.
Það gæti farið svo að ég þurfi að klappa honum aðeins á bak við eyrun til að hafa hann góðan þó ég vilji lítið að hann sé að sleikja mig. Því það má kannski notast aðeins við hann til að gelta að allri hinni hjörðinni sem er staðin að verki við að splundra Kindunum (Lýðnum) í landinu í stað þess að þeim sé smalað saman í einn hóp.
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni að enginn þjóðarvilji sé fyrir aðildarumsókn að ESB og ekki sé meirilhuti í þinginu fyrir málinu.
Reynið þá að dr...... til að gera eitthvað í málinu. Látið það vera fyrsta verk ykkar þegar að þing kemur saman.
Svo almenningur á Íslandi geti tekið sig saman í andlitinu og tekið til fyrir alvöru að stjórna þessu landi út úr öllum ógöngunum.Ekki þingmeirihluti fyrir ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. ágúst 2010
Hvað eru mörg Ö í gæti?
Vinstra megin á myndinni situr gægsnislegur náungi með flírulegt augnaráð (gægur). Hann vonast eftir einhverju sem gæti kannski mögulega kannski gerst og vonast jafnframt eftir því sem að það sem hann hræðist mest gerist alls ekki.
Hvað er hann því að gera þarna? Heilt gímald er á milli skoðana hans og skoðana landsmanna.
Eigum við ekki að gefa honum einn gú-moren ef hann gægjast áfram (rekur fram höfuðið)? Ekki er hann gæfulegur að sjá, hrokagikkurinn þessi sem ælir yfir alvöru landsmenn.........
Gæsahúð fæ ég yfir öllu saman og finnst þetta rugl eigi sem fyrst að hverfa út úr þjóðinni. Að við eigum að snúa okkur að tækifærum landsins okkar.
Hér fyrir neðan mig er klósettið sem ég gæti gubbað í.
Hvað eru mörgu Ö í gæti?
Gætu tekið Noreg á þetta" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 6. ágúst 2010
Var aðeins að velta þessu fyrir mér!
Er þetta byrjunin á Diplómatískri bökkun út úr málinu? Mun meira gerast á næstunni þar sem alveg er bakkað út og fallið frá Icesave kröfunum?
Ég spyr!
Vissi Steingrímur alltaf af að þetta myndi gerast og studdi því við Icesave?
Getur það verið að þetta hafi alltaf staðið til í upphafi?
Er þá mikla leyndarmálið sem ekki mátti segja frá að koma fram?
Verður látið svo líta út að ESB muni bjarga okkur frá Icesave og þannig geti Samfylkingin komið þjóðinni bakdyramegin, ef segja má sem svo, inn í ESB?
Að slík viðurkenning ESB verði til þess að fullt af íslendingum muni snúa við skoðunum sínum og styðja inngöngu?
Var bara að vellta þessu fyrir mér. En get sagt að mig hefur alltaf grunað að eitthvað svona (með meiru) sé í gangi!
ALDREI! ESB! Sama hvað á gengur!
Við sem elskum og virðum landið okkar skulum alltaf berjast fyrir því!
Segja stjórnvöld eiga að standa með Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. júlí 2010
Bullari!
Í hvernig heimi lifir þessi maður eiginlega?
Össur sagðist vera sannfærður um að ef Ísland hefði gengið í ESB fyrir fimm árum síðan hefði efnahagslíf Íslendinga ekki hrunið með þeim skelfilegu afleiðingum sem það hefði haft fyrir þjóðina.
Þá er hann að segja að:
1. bankakerfið hefði ekki hrunið
2. enginn útrásarvíkingur
3. engin spilling í embættismannakerfinu
4. engin rannsóknaskýrsla
5. allir hefðu það svo gott, jafnvel verkamennirnir
6. enginn stórskuldari hjá bönkunum
7. engin verðtrygging
8. engar verðhækkanir
Við getum haldið áfram lengi að telja!
Er maðurinn hálfviti?
Við skulum átta okkur á því það hefur gengið svo mikið á í þjóðfélaginu undanfarin tvö ár að allt þetta hefði gerst hvort sem við værum í ESB eða ekki.
Síðan veit ég ekki betur en að ríki innan ESB hafa lent í kreppunni eins og við, þar sem heilu hóparnir af stórfyrirtækjunum hafa farið á hausinn og stórlaxar orðið gjaldþrota. Hverjum ætlar þessi kall að kenna um það? Veru viðkomandi þjóða sem þetta gerðist, inni í ESB?
Síðan að þó margt mjög slæmt sé hægt að segja um fjármálakreppuna þá er hún ekki með öllu vond að því leiti að fólk fór að átta sig á öllum blekkingunum sem gengu í þjóðfélaginu og vakna upp af vondum draumum. Átta sig á að sem var sagt við það um góðæri var lygi og blekkingar gert til að vissir einstaklingar gætu haldið áfram. Fólki var eins og við vitum haldið í skuldaánauð.
Það sem er gott við kreppuna er að við eigum að læra af henni og passa upp á að aldrei komi svona fyrir aftur! Finna fyrir alvöru nýjar leiðir til stjórnunar á Íslandi.
Það er með ólíkindum að þjóðin hafi valið sér svona utanríkisráðherra.
ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB!
Umræðan byggist á staðreyndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)