Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Mánudagur, 17. júní 2013
Til hamingju með afmælið íslendingar
"Hinn heiðblái stendur fyrir fjöllin sem fjarlægðin gerir blá, eldrauði liturinn fyrir eldinn i iðrum jarðar og mjallhvíti liturinn ísinn á fjallstoppunum og jöklunum."
Eftir aðeins eitt ár á íslenska þjóðin 70 ára afmæli. Á þeim tíma sem líður fram að því stór-afmæli eigum við íslendingar mikil tækifæri að efla okkur sem þjóðareiningu. Þau tækifæri þurfum við að nota vel. En til að virkja samtakamátt þjóðarinnar þurfum við að standa saman að góðum málum.
Við þurfum að líta hið innra með okkur og skoða í hjarta okkar hvað sé best fyrir þjóðina, einstaklinginn, fjölskylduna og ættingja. Jákvæðni, góð gildi og ættrækni eru þær einingar sem við þurfum að fókusa á og tengja þau atriði saman á sem bestan og víðastan hátt. En slíkt er best gert með ýmsu móti eins og að búa til hópefli þar sem fókusað er á þessi atriði.
Jákvæð atriði skipta mjög mikið máli í samskiptum okkar. En inn í hana tengjast atriði eins og gleði, hamingja, góð tjáskipti og fleira. Samtengja þarf þau atriði í samskiptum okkar með ýmsu móti. Eins og að sýna þakklæti fyrir góð verk, sýna réttvísi, sýna umhyggju, skilning, jafnaðargeð og samvinnu svo fátt eitt sé nefnt. En eitt af mikilvægustu atriðum jákvæðninnar er að öðlast sjálfsþekkingu.
Eitt af því sem við elskum og hlúum að eru börnin okkar. Og auðvitað viljum við kenna þeim góð atriði inn í lífið og hvernig á að meðhöndla þau. Og þegar að þau eldast þá kynnast þau eflaust einstaklingum sem þau vilja ganga lífsgönguna með. Þeir aðilar koma að sjálfsögðu frá öðrum ættum þjóðarinnar. Það er augljóst mál.
Eitt af þeim atriðum sem við flest okkar viljum gera er að efla gildin í samskiptum okkar. Þau góðu gildi sem við viljum taka með inn í ferð okkar í gegnum lífið. En þau gildi geta verið af ýmsum toga, eins og virðing, heiðarleiki, kærleikur og réttlæti svo tekið sé dæmi.
Ættartengsl hafa löngum verið sterk í þjóðarsálinni. Þar má nefna þau atriði að vilja halda í skyldleikann og efla samskipti fólks innan ættarinnar á sem mögulegastan hátt. Eins og tildæmis að hafa áhuga á að þekkja ná frænkur og frændur. Hafa samskipti við þau á sem mögulegastan máta. Eins og að vita hvað þau eru að gera í lífinu. Bestu tengslin myndast með því að hittast og spjalla eða skiptast á sögum og öðrum atriðum inni á net-samkiptamiðlum eins og tildæmis facebook.
Til að Ísland geti orðið fjölskylduvænt land þar sem börnin búa við öryggi og jöfn tækifæri þurfum við að virkja samtakamátt þjóðarinnar með þessum atriðum sem ég nefni hér að ofan. Framfarir og bætt lífskjör á Íslandi tengjast að sjálfsögðu þeirri samvinnu og samheldni sem byggir á jákvæðni, góðum gildum og skyldleikatengslum.
Fyrir nokkru síðan sendi ég Forsætisráðherra Íslands sérstakt bréf þar sem ég hvatti til þessara atriða sem jákvæðni, gildi og ættarsamvinna tengjast í. Sérstaka tillögu um að efla samtakamátt þjóðarinnar. Tvisvar sinnum hef ég sent Sigmundi Davíð bréf á þessum nótum. Það fyrra rétt fyrir kosningar þegar að nokkuð ljóst þótti að hann yrði næsti forsætisráðherra. Hið seinna fyrir rúmlega viku síðan sem var á sömu nótum.
Í bréfum þessum var hvatning til þess að vinna að þeim samtakamætti þjóðarinnar með þessi atriði að leiðarljósi og undirbúa stórhátíð næsta árs á þennan máta þar sem fólk gæti tjáð sig um þessi mál sem jákvæðni, góð gildi og skyldleiki tengjast saman.
Gaman væri að ef fyrra bréf mitt hafi verið forsætisráðherra sú hvatning sem notað er sem fyrstu orð í stjórnarsáttmálanum.
Góðir íslendingar, notum tímann vel fram að næstu stórhátíð!
Föstudagur, 8. mars 2013
Góð ráð fyrir alla verðandi stjórnmálamenn - í alvöru!
Hér er listi yfir þau atriði sem koma upp í huga minn varðandi hvað góður stjórnmálamaður og flokkur þarf að hafa.
1. Jákvæð framkoma
2. Réttsýni
3. Heilleiki
4. Hreinskilni - bein stefna, allt upp á borðið
5. Samþykki
6. Samvinna
7. Umhyggja
8. Eftirtektarsemi
9. Víðsýni
10. Forvitni
11. Vilji til að taka áhættu fyrir hið góða
12. Góða dómgreind
13. Þakklæti
14. Vongleði
15. Djúpur skilningur
16. Örlæti
17. Vera sannsögull
18. Sýna Virðingu
19. Opinskár
20. Sýna kostgæfni
21. Gefa sig í verkin á fullu
22. Hafa yfirsýn
23. Opinn fyrir hugmyndum annarra
24. Fullkominn Heiðarleiki
25. Sýna sjálfsstjórn
26. Sýna góðvild
27. Hafa þolinmæði
28. Setja sér markmið
29. Sýna auðmýkt
30. Sýna samúð
31. Endurskínandi hugsun (ómandi)
32. Réttlæti
Jóhanna fékk hrós úr óvæntri átt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 25. febrúar 2013
Réttlæting stjórnmálamanna
* Eru stjórnmálamenn á Íslandi siðferðilega vanþroska?
Þjóðfélagið morar allt í mauraþúfunni. Innan um allt kaðrakið hristast stjórnmálamenn og skjálfa á beinunum í yfirlýsingunum og afsökununum. Eins og: ég gerði þetta vegna þess, og svo framvegis...........Þeir sem kunna að lesa í andlits og líkamstjáningar sjá hvað hér fer fram.
Listin að friðþægja sjálfa sig birtist í ýmsum myndum
Þeir sem eru ekki trúaðir koma með siðlætingu sem felst í afsökunum með því að tjá sig að allt það sem þeir gerðu var rétt og satt. Sama þó hið gagnstæða blasi við almenningi. Þannig eiga slíkir stjórnmálamenn til að ljúga eða blekkja. Algjörlega siðblindir vita ekki einu sinni af gjörðum sínum. Hinir smá meðvituðu eru minni menn fyrir því að biðjast ekki afsökunar á gjörðum sínum. En slíkt væri langbest fyrir manneskjuna sjálfa hugarfarslega og myndi hjálpa fólki til að sjá trúverðuleika. Til að geta haldið í traust á honum. Stjórnmálamaður sem viðurkennir ekki mistök og biðst afsökunar missir þannig virðingu almennings vegna þess að augljóslega virðir hann sig ekki sjálfur. Hann missir þannig traust líka sem verður til þess að hann tapar trúverðuleika. Síðan má spyrja sig hvort slíkur stjórnmálamaður sé heiðarlegur, sem hann er augljóslega ekki.
Þeir hér bæði peningamenninir og hægri sinnuðustu frjálshyggju stjórnmálamenn sem brotið hafa af sér leita oft friðþægingar í trúnni. Þeirra réttlæting felst í því að hlusta á aðra segja sér hvað sé rétt og gott. Hinsvegar er allt eins víst að þegar á hólminn er komið er ekki farið eftir því. Vegna þess að það rekst á við fjárhagslega hagsmuni þeirra. En við fjárhagslega hagsmuni geta komið upp aðstæður sem þeir spyrja sig hvort þeirra ákvarðanir séu löglegar, ólöglegar eða siðlausar. Þar að segja hjá þeim sem slíkt skiptir máli. Hinsvegar nota margir þeirra tækifærin sem koma upp í hendurnar, alveg sama hvort þær eru réttlætanlegar eða ekki. Aðstæður gætu verið þannig að bjarga sér út úr fjármála óráðsíu svo dæmi séu nefnt. Einnig að geta notfært sér aðstæðunar sem aðrir bjóða þeim upp á, hvort sem það eru vinir eða ókunnugir. Þeir kunna listina að fela gjörðir sínar. Þessar persónur eru fyrst og fremst óheiðarlegar í fjármálalífinu sem blasir útá við. Þeir sem eru hvað verstir og siðblindir sjá ekki neitt ranglátt við gjörðir sínar.
Áttum okkur á þeim sannleika að fjármálamenn gera allt sem þeir geta til að eignast peninga og þó þeir hugsi um að vera strang heiðarlegir þá geta komið upp þær aðstæður sem öll slík loforð hverfa eins og dögg fyrir sólu. Þeir gera allt til að bjarga sér úr aðstæðum. Virðing manna fyrir slíku fólki verður á sama hátt engin vegna þess að þeir kunna ekki að virða sjálfa sig.
Þriðjudagur, 8. janúar 2013
Hvað með að heimurinn væri þín Liljurós?
Oft verður mér hugsað til hvernig mannfólkið velur að tjá skoðanir sínar. Að fylgjast með lífinu í fjölda ára þá hef ég orðið varið við á hversu ótrúlegan fjölda máta fólk tjáir sig. Og hvernig það gerir það. Sem aftur svo leiðir hugann að því hvernig þær skoðanir þeirra verða til. Hvað er að baki einni lítilli skoðun? Er það full reynsla? Eða er það sem aðrir segja manni? Því sumir fylgja eftir mörgu því sem fólk segir frá og hugsar kannski stundum lítið um hvað liggi að baki, eða hvort að skoðaninar séu réttar. Þetta kallast kannski svona að vera meðvirkur.
Stundum fylgir fólk eftir í blindni sem aðrir segja því. Sama þó svo kannski komi í ljós að skoðaninar séu rangar. Svo ef aðrir segja hið gagnstæða þá er tekið sig til að verja skoðanirnar hvað sem það kostar. Alveg sama þó staðreindir koma svo í ljós er fella allan grunninn á skoðuninni. Helgast það til hvernig fólk vill meðhöndla staðreindirnar. Svo eru aðrir sem æða út á ritvöllinn og hrópa upp hversu hinir séu miklir vitleysingar ef þeir voga sér að hafa aðra skoðun á málinu. Þá er gripið til þess að úthrópa manneskjuna, segja að hún sé svona og svona. Hafa gert hitt og þetta, jafnvel þó þær mögulegu gerðir skipti engu máli í samhenginu. Að hún geti ekki haft aðra skoðun vegna meintra annarra gjörða sinna. Svo er líka stundum gripið til að segja að það sé svo vitlaust sem komi frá manneskjunni ef hún vogar sér að vera á móti. Þá er þetta svona viðbrögð eins og fólk sé rökþrota gegn rökfærðum andmælarétti.
Svo hendir það stundum að jafnvel fræðimenn lenda í því að verja ranga skoðun. Skrifa heljarinnar langar greinar um meðvirkni sína og lýsa því fjálglega hvað þeir hafi nú rétt fyrir sér. Það skín í gegnum greinar þeirra. Helgast þetta líka nokkuð til af því að þeir hafa lært að fela sannleikann þegar þeir hrökkva við og verða fyrir honum. Því það er nú einu sinni ekki sama að segja sannleikann eða velja um hvort það að segja frá sannleikanum. Það skal jú verja skoðun sína hvað sem það kostar.
Hugsið ykkur hvað lífinu getur verið vandlifað.
Það er tildæmis ekki það sama að segja sjálfur sannleikann eða velja það að segja ekki frá sannleikanum.
Á sama hátt er ekki það sama að ljúga eða að segja ekki frá lyginni.
Að vera heiðarlegur eða segja ekki frá heiðarleikanum.
Að vanvirða eða að segja ekki frá vanvirðingunni
Ég held dálítið að ef fólk er að velja sér að mótmæla og mynda sér skoðanir að það verði að koma fram af fullum heilindum í gjörðum sínum. Annars gerir það sig svo hvað á að segja, lákúrulegt og aumkunarvert með tjáningum sínum. Hjálpar það ekki til við að gera manneskjuna trúverðuga. Ekki setja sjálfan þig í öngstræti.
Það er alls ekki nóg að segjast segja satt. Eða að segjast vera heiðarlegur, bera virðingu og svo framvegis.
Ég spyr. Er það sanngjarnt að krefjast þess að þjóðfélagið ómi af sönnum manngildum? Í alvöru?
Eða veit fólk alveg nákvæmlega hvað er verið að skrifa um?
Elsku vinur hafðu einlagnina og skynsemina með í för.
Veldu það að viðurkenna ef þú verður fyrir því með að grannskoða skoðun þína og komast að því að þú hefur ekki rétt fyrir þér. Ekki þegja og hætta að tjá þig heldur viðurkenndu staðreindirnar með því að skrifa á gagnlegan máta hvernig málin gætu verið öðruvísi.
Sunnudagur, 25. nóvember 2012
Yfirlýsing um frið (tillaga til alþingismanna)
Friðartillaga og áskorun til þingmanna
Ég skora á alþingismenn að hætta við þingsályktun, eða samþykkja ekki tillögu þingmannana vegna Ísrael:
Birgitta Jónsdóttir, Þór Saari, Lilja Mósesdóttir, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Bjarkey Gunnarsdóttir, Atli Gíslason.
Ég legg til við þingmenn að skoða vandlega hvað þeir vilja segja út í alþjóðasamfélagið og hvað þeir ætli að gera vegna Ísrael!
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ EF ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA YKKAR YRÐI SAMÞYKKT:
Þá er ekki hægt að nota tillögu mína hér fyrir neðan, því hún gefur algjörlega önnur skilaboð frá Íslandi og stangast á!
Ég er líka að benda á að ég hef þann möguleika að senda mína tillögu hér og þar á erlend blöð næstu daga. Og þar sýni ég fram á mótvægið. Hvað gerist þá?
Ég skora á alþingmenn að leggja til í staðinn sérstakrar ályktunar frá íslenskri þjóð til að senda út í alþjóðasamfélagið.
Mögulega stutt og lagott eftirfarandi (hægt væri að umorða smávegis):
Til alþjóðasamfélagsins frá Íslandi. Við íslendingar erum friðelskandi þjóð án hers. Við íslendingar viljum leggja fram sérstaka andlega tillögu við alþjóðasamfélagið um hvatningar til friðar, kærleiks, jákvæðni og vináttu milli þjóða og samfélaga allra manna.
Í því skyni leggjum við til að 22. desember verði gerður sérstakur andlegur dagur boðbera friðar og kærleiks milli allra þjóða í heiminum og nái yfir öll landamæri menningar og á milli ótrúaðra sem trúarsamfélaga, stríðandi aðila og stríðsátaka á milli þjóða. Við leggjum það til að þennan dag hvert ár leggi allir í heiminum niður vopnaða baráttu og hætti stríði sín á milli með því takmarki að losa sig við að saklausir borgarar deyji í heiminum vegna stríðsátaka. Við leggjum og til að fólk hugsi vandlega um þessi mál með það í huga sérstaklega að framkvæma frið og kærleik með því takmarki að losa heiminn algjörlega við þau.
Við leggjum það og til að þær tilfinningar sem koma upp í huga okkar þegar að við hugsum og framkvæmum frið og kærleik endurómi okkar á milli og verði framkvæmd alla daga ársins um hring.
Við leggjum og það til að 22. desember hvert einasta ár verði þessi heit endurnýjuð í huga okkar allra og með aðgerðum okkar. Til að hugsa um það verði kveikt á kertum hjá öllum þeim sem vilja taka þátt þennan dag og gera þetta að takmarki sínu.
Við vonumst eftir að hvati þessi til friðareflingar í heiminum verði alþjóðasamfélaginu til góðs og heilla um ókomna tíð.
Laugardagur, 24. nóvember 2012
Umkomuleysið
Allt þetta vitandi og sjá hversu umkomulaus við erum.
Það er líka svo dapurlegt að sjá saklaust vel meinandi fólk taka afstöðu með öðrum hvorum aðilanum þegar aldrei einn á sök þegar að tveir deila. Að það verði til þessi einhverskonar múgæsing þar sem fólk er fengið til taka afstöðu, en gleymir því í leiðinni að það sem skiptir máli er að það þarf að fókusa á að breyta heiminum. Og það verður aldrei gert nema að vel meinandi og gott fólk taka sig saman til þess, fyrst í sjálfu sér og síðan að búa til hópeflingu góðra og vel meinandi manna. Efling sem á sér engin landamæri á milli trúarbragða og annarra stríðandi aðila.
Svo eru það þessar hræðilegu mannverur sem eru undirlyggjandi og ákveðið eiga sök á öllu saman. Þar sem saklausu fólki er att saman og spilað á tilfinningar þess. Það heilaþvegið. Allt til að þessir aðilar geti fengið sínu fram. Hvort sem það eru peningar, völd eða hvað annað sem liggur að baki. ÞAÐ ER EKKI HÆGT AÐ TALA UM AÐ SLÍKT FÓLK SÉU MANNVERUR heldur eitthvað allt annað sem maður tekur sér ekki í munn.
Að taka of eindregna afstöðu elur bara á Hatri í heiminum.
Reyndu að fá stuðning allra þingmanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 01:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 21. nóvember 2012
Heimsenda spár???
Það eru ýmsar kenningar hvað spár Maya merki og hvað gerist þann 21. desember 2012. Hér er ágæt vefsíða sem er með fullt af upplýsingum um þetta:
http://www.13moon.com/2012-prophecy-making-it-real.htm#dawning
Eini staðurinn sem stendur af sér heimsendi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. janúar 2012
Á villigötum
Það er alveg ótrúlegt að alþingi skuli hafa eitthvað með það að gera að velja hverjir skuli fara fyrir landsdóm.
Það segir einöngu að málum ætti að vera öðruvísi háttað eins og tildæmis einhver ópólitísk mönnuð nefnd sem tæki svona fyrir og ákveði hverjir úr ríkistjórn (og þar á meðal alþingsmanna vegna þess að þrískipting valdsins er ekki rétt) fari fyrir Landsdóm.
Varðandi þetta tiltekna mál þá breytir það ekki þeirri staðreynd að það var alþingi sem ákvað það sjálft að velja aðeins einn mann fyrir Landsdóm. Það er búið að velja það og því skal það klárað.
Hinsvegar ætti því að vera svo háttað að þingið gæti sett ný lög sem ákveði að aðrir ráðherrar úr þessari ríkistjórn Geirs skuli fara líka fyrir Landsdóm. En þau segja að málið sé fyrnt sem er bara einn undansláttur.
Alþingi hefur sjálft komið sér í þessar ógöngur.
Ég spyr hvort að annað lyggi hér að baki hjá VG mönnum? Kannski að koma sér innundir hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir næstu ríkistjórn? Getur það kannski verið að fljótlega muni VG draga sig útúr þessari ríkistjórn með það að leiðarljósi að alltof geyst hafi verið farið í málum vegna ESB?
Maður spyr sig óneitanlega. Hrossakaupin í valdabatterí stjórnmálana geta verið ótrúleg til að ná völdum.
Forystumenn lögðust á sína menn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 27. september 2010
Hráskinnaleikur
Ég spyr! Átti ekki að vinna þessi mál öll án þess að alþingismenn kæmu nálægt þeim?
Hefði alþingi ekki átt að setja í gang hlutlausa rannsóknarnefnd sem var ekki á vegum alþingis?
Átti krafan um rannsókn og gera rannsóknaskýrslu ekki að vera unnin utanfrá alþingi af sérstökum hlutlausum aðilum sem flokkar hefðu ekki á neinn hátt átt að koma að málum, eins og m.a. að eiga engann fulltrúa í slíku vinnuferli.
Eru þetta ekki einmitt ástæðunar fyrir því að alþingi eru í þeirri stöðu að taka ákvarðanir hvort það eigi að ásækja (og jafnvel rannsaka) þessa ráðherra og þingmenn?
Þeir eru jú að taka afstöðu til eigin vinnu umhverfis.
Hvenær er löggjafarvaldið sátt við að rannsaka og dæma sjálft sig?
Er ekki löggjafarvaldið á Íslandi algjörlega ónýtt?
Vill aflétta trúnaði af gögnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 17. september 2010
Sjáið líkamstjáninguna á myndinni
Verður þessari ríkistjórn stætt að halda áfram störfum ef ekki verður tekið á þessum málum og sekt þessara fjögurra viðurkennd. Sama með hina. Ætla Samfylking og Sjálfstæðismenn að standa saman gegn þingsályktunartillagna um málshöfðun?
Hvernig ætla þessir flokkar að spila sig út úr þessu máli? Koma hreinir út úr því og halda trausti kjósenda sinna?
Hvað segir þjóðin um traust til þessa fólks eftir þetta mál?
Nú virðist svo vera að stjórnin geti fallið út af málinu. En það veldur rosalegum óróa innan flest allra alþingismanna. Áttið ykkur á því að eftir það munum við fá stutt stjórnarsamstörf á amk. næstu tveimur árum. Munið að ríkistjórn þarf að rjúfa þing þegar þarf að kjósa um útkomu stjórnlagaþingsins.
Mér er spurn!
Í hvaða málum getur þjóðin klofnað niður vegna flokkana? Hversu margir klofningshópar verða til?
1. Á móti og með ESB = titringur og hugsanlegur klofningur ef vissir flokkar þora að taka fyrir alvöru á málinu.
2. Hvernig ríkistjórn og stjórnsýslan ætlar sér að taka á málum útrásargreifa, þar að segja að þeir muni halda áfram að sleppa og fá frystingu lána án vaxta og ekkert verði gert fyrir alvöru til að dæma menn.
3. Hvernig alþingi, þessi ríkistjórn og fyrri ríkistjórn ætlar að taka á spillingu innan flokka þeirra.
4. Útaf því hvernig hæstaréttur dæmdi gegn almenningi og með bönkunum í gengislánunum.
5. Hvernig tekið verður á auðlindamálum...
6. Hvernig tekið verður á orkumálunum.........
7. Hvernig skuldurum verði fyrir alvöru bætt skaða sinn af völdum bankana og óðærisins.
Fullt af fleiri spurningum væri hér hægt að bæta inn.......
Hvað er eiginlega að verða um þessa þjóð?
Ekki hefur þessi ríkistjórn aukið samstöðu með þjóðinni. Þvert á móti, hinn veginn!
Ekki gerði sú síðasta á undan það. Og ekki mun næsta stjórn gera það nema að eitthvað róttækt verði gert.
Umræðu frestað til mánudags | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)