Færsluflokkur: Bloggar
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Bendi bara á
Vinsamlegast lesið hina bloggrein mína í dag: "Opnið augu ykkar"
Vill ESB-umsóknina á ís | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 18. ágúst 2011
Opnið augu ykkar!
Ég reyni að koma þessu frá mér á einfaldan hátt.
Það er Ísland sem á að opna augu sín og hætta við að vilja ganga inn í svona samband sem riðlar til falls. Staðreyndin er sú að ,,,,,það er miklu líklegra að þetta samband muni ganga erfiðlega að standa saman og reisa sig við úr þeim vanda sem flest "skuldsettu" ríki þess eiga í. Staðreyndin er sú að því meira sem fallið verður vilja þau að mest allt vald verði framselt til Brussel. Ríki og lönd munu því hafa litlu sem engu að ráða um fjármálastjórnun landa þeirra né annarar stjórnunar.
Staðreyndin er líka sú að ,,,,,við íslendingar eigum að treysta á okkar getu til að reisa Ísland upp úr kreppunni. Sem og að vera nógu djarfir til að búa til og setja í gang nýtt kerfi sem byggir á samheldni íbúana að vinna saman að uppgangi landsins okkar.
Íslendingar hafa lang flestir verið duglegt og vinnusamt fólk. Við eigum að treysta á vinnuafl landsins og vinna að hvatningu fólks til búa okkur nýja framtíð. Það er enginn að segja að það sé auðvelt verk. En augu heimsins í framtíðinni munu líta til Íslands og sjá hvað við höfum gert til að reisa landið okkar við. Þegar hinir munu eiga enn í stórvanda og mörg ríki og lönd munu eiga í miklum fjármálaerfiðleikum og vera við fátækrarmörk.
Staðreyndin er sú að það er vinnuaflið sem er kveikja framtíðarmöguleika okkar. Ef ekki væri fyrir vinnuaflið þá hefði þjóðin enga getu. Það sama á við aðrar þjóðir, því ef ekki er vinna fyrir fólkið þá hafa þjóðir enga getu til að reisa sig við úr vanda.
Delors: ESB á barmi hengiflugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 17. ágúst 2011
Aðeins þetta
Ég sé að það er svo margt gott búið að blogga hjá skoðanabræðrum mínum! Litlu við að bæta nema þetta.
Ég vona svo sannarlega að það verði staðið við það að taka það fyrir á alþingi að draga umsóknina til baka, nú í haust.
Ég sé fyrir mér að þjóðin muni strax þá láta sitt álit í ljós með afgerandi hætti.
Ég treysti á að alþingismenn muni leita eftir afgerandi stuðningi frá almenningi. Ekki bara með skoðanakönnun, heldur með öðrum afgerandi hætti.
Það er þjóðin sem velur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 16. ágúst 2011
Staðreind um markaðinn
Markaðir hafa ekki verið lægri síðan fyrir ári síðan (ath. miðað við stöðu þegar að fall markaða var fyrir 4 dögum eða miðvikudaginn 10 ágúst). Sumir lengra síðan, eins og DAX.
Með því að skoða línurit og hafa tvö ár slegið inn kom eftirfarandi í ljós:
$DAX (German Dax composite) hefur ekki verið lægri síðan í lok Febrúar 2010.
$INE (iShares MSCI Italy index) féll á miðvikudag niður fyrir lægstu stöðu sem var í Júní 2010.
$FTSE (London Financial Times index) féll á miðvikudag niður að sömu stöðu og í Júlí 2010.
$CAC (French CAC 40 index) fallið niður fyrir stöðu í Júlí 2009. Eða staða fyrir meira en tveimur árum.
$IBEX (Spain Bolsa de Madrid IBEX 35 index) féll niður að svipaðri stöðu sem var 25. Mars 2009 eða tvö og hálft ár.
Hér er staða $DAX í dag með smá skoðun frá mér:
Munið að smella tvisvar á mynd til að skoða í fullri stærð
Ég ætla að gerast svo djarfur að spá að $DAX falli niður fyrir 5400 á fimmtudag. Þetta er allt svo "Volatile" í "Bear" markaði að ég á ekki eftir að sjá þetta fara neitt upp á næstunni.
Svo er svona svört toppstjarna mjög slæmt í mjög hraðfallandi markaði. Ég býst við að við sjáum svipað merki á morgun og er í dag. Ens síðan stærra mínusmerki áfram (eins og stóra rauða).
Sjáið svörtu línuna og örina sem ég setti inn á línuritið sem bendir á stefnu markaðarins.
Lækkun í helstu kauphöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. ágúst 2011
Hvað eigum við að gera gagnvart falli markaða?
Nú þegar að peningamarkaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hrynja sem óðir væru hvað mun gerast?
Að gefa út ný skuldabréf mun aðeins auka vandann því það er ekkert annað en aukin peningaprentun. Sem ég þó tel vegna ástands markaðarins hafa lítil áhrif til að verja markaðina áframhaldandi falli. Bara að líta á MACD á kertastjaka línuritum segir allt sem segja þarf sem og ýmisar aðrar kennitölur og áberandi áhrif sem eru á markaðnum.
Við þurfum að verja okkur sjálf gagnvart slíkri ásókn.
Hvað er það besta sem litlar þjóðir eins og við getum gert?
Eitt það besta sem við gætum gert er að halda fast í gjaldmil okkar. Verja landið okkar gagnvart slæmum erlendum fjármálaáhrifum. Sem væri það viturlegasta.
Skipta landinu niður þannig að setja í gang stórauknar framkvæmdir fólks sem eingöngu auka verðmæti og byggjast á verðmætasköpun. Og draga úr innflutningi á samskonar vörum eins og við getum.
Finna leiðir til að búa til vörur til að selja erlendis sem flestir vilja og hafa áhuga á að kaupa af okkur. Vera sjálf nægjusöm að þeim vörum sem við getum búið til.
Efla mannfólkið til góðra verka og setja í gang umfangsmikla þróun á að auka mannfjölda á ýmsum stöðum landsins. Með nýjum störfum.
Ég sjálfur hefði áhuga á að athugað hvort ekki væri hægt að setja í gang fleiri íslenska gjaldmiðla, tildæmis að versla á milli landshluta. Einskonar sérstakar landshlutakrónur. Ég þekki það vel inn á fjármál að ég er viss um að það væri hægt.
Útiloka ekki lengur skuldabandalag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 12. ágúst 2011
Það er bara ekki nóg
Það verið svo miklu meiri ástæður fyrir fallinu, eins og vantraust fólks vegna hræðslu um fall eigna (þeirra bréfa) vegna miklla skuldaerfiðleika lands viðkomandi.
Ég velti fyrir mér stöðu Options-put í þessum löndum. Ég veit þó ekki um lista samninga í þessum löndum (þar að segja hversu margir samningar séu úti, ókláraðir). Það er svona listi til á USA markaði en veit ekki hversu réttur og áreiðanlegur hann er.
Banna skortsölu í fjórum löndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Þetta er sennilega ekki neitt
Ég var að skoða nokkrar vísitölur. Eftir minni skoðun sýnist þetta vera ekki nein alvöru hækkun.
Á candlestick línuriti umlykur hvita kertið ekki það rauða (rauða er mínusdagurinn í gær). En lang oftast þarf það til að markaðurinn taki eitthvað við sér að ráði.
Ég tel frekar að markaðurinn haldi áfram á morgun að falla frekar en meiri hækkun verði. Líkurnar eru þannig í kortunum. Þó gætu markaðir tekið smá (jöfnunar) hækkun um örfá stig í tvo til þrjá daga. En falla þá áfram...........
Ég mun ekki setja inn línurit núna. Frekar þegar að ég sé hvað er að gerast betur og þá eftir tvo til þrjá daga.
Léttir á mörkuðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 11. ágúst 2011
Hindurvitni
"Til hindurvitna hljóta að teljast allar þær hugmyndir sem sprottnar eru af fáfræði og ekki er hægt að bakka upp með rökum."
Þessi maður þarf svo sannarlega kraftaverkalyf Kannski Trumpinn geti látið framleiða það fyrir hann og selt honum síðan. Hann ætlaði jú kannski sjálfur að bjóða sig fram til forseta.
Það er þó merkilegt til þess að hugsa að þessi gamli maður skuli hafa enn áhuga á pólitík og það að komast til valda í einu stærsta skulduga peningakerfi heimsins.
Ef maðurinn hefur ekki efni á lögfræðingi. Hvernig hefur hann þá efni á að bjóða sig fram?
Kannski þarf hann þó hjálp hjá sálfræðingi, í alvöru talað.
Ellilífeyrisþegi kærður fyrir veggjakrot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Aðeins þetta, stutt.
Ég velti því fyrir mér hvað hann hefði gert hefði hans flokkur verið í Ríkistjórn?
Hefði framsókn sagt sig úr þeirri stjórn? Eða hefðu þeir gengið í málið lengra?
Ég velti því líka fyrir mér hvort verið sé að slá um sig og kannski veiða nokkur atkvæði?
Stendur við fyrri ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 9. ágúst 2011
Skemmtilegar breytingar á bloggi
Góðir bloggvinir og gestir. Á þessum sólríka sumardegi.
Ég hef ákveðið að breyta bloggi mínu með því að breyta Hausnum og setja inn nýjan haus vikulega. Allt eru þetta breyttar (smækkaðar í standard blogghaus stærð) myndir sem ég hef sjálfur tekið úti um allt land.
Ég mun að sjálfögðu blogga inn greinar um mínar skoðanir á landsmálum og öllu því sem ég hef áhuga á í dagsins amstri.
Vonandi hafið þið skemmtun af og njótið nú vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)