Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 5. september 2011
Sammála!
Ég er sammála henni. Meðal annars að þetta skemmir fyrir ef við íslendingar viljum sjálfir setju upp séríslenskt tækifæri. Síðan er þetta alveg rosalega stórt landsflæmi sem hann vill kaupa.
Vitið þið að það er svo sannarlega fyrir alvöru hægt að setja verk í gang ef viljinn er fyrir hendi.
Vil síðan nota tækifærið og benda á þessa bloggfærslu mína:
"Froskasjónir" - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
Sem er skrifað vegna viðtals á Rás 2 í Útvarpi í morgun um meinta óvægna gagnrýni á Jóhönnu.
Óforsvaranlegt að veita undanþágu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. september 2011
Mikið er þessi mynd geggjuð alveg + sérstök grein um stjórnmálalega gagnrýni
Ég vil nota tækifærið og vísa hér á bloggpistil minn:
"Froskasjónir" - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
Tilefnið er viðtal um meinta ómaklega gagnrýni á Jóhönnu í útvarpinu í morgun.
Ríkisstjórnarfundir teknir upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 5. september 2011
Froskasjónir - eru stjórnmálamenn hafnir yfir gagnrýni?
* Hugleiðingar um gagnrýni *
Hafið þið tekið eftir því hversu mikið við margir bloggarar notum orðið fyrstu persónu í bloggfærslum okkar? Þegar að ég var ung-unglingur var mér kennt að ef ég væri að skrifa eitthvað þá ætti að nota þriðju persónu. Jafnvel verður maður var við að fréttamenn noti fyrstu persónu í sínum skrifum.
En hversvegna nota ég oft fyrstu persónu? Það er hlýtur að vera í tengslum við það að ég er óánægður með eitthvað. Í tengslum við gagnrýni mína. Það eru síðan svo margar spurningar sem koma upp í hugann varðandi þetta. Eins og tildæmis þessar;
fer ég offari í gagnrýni minni?
er ég óvæginn?
á gagnrýni mín rétt á sér?
hversvegna er ég oft neikvæður?
er ég með stólpakjaft?
nota ég ljótt orðbragð?
beinist gagnrýni mín oft að einhverri sérstakri persónu?
tengist gagnrýni mín oft á málefnum sem ganga úti í þjóðfélaginu?
* Mannleg reisn *
Ég hlýt sem hugsandi maður að velta því fyrir mér hversvegna bloggfærslur mínar snúast mikið um gagnrýni á stjórnmálamenn og þjóðmálin. Hvort hún eigi rétt á sér?
Það er nú svo á undanförnum árum, eða hart nær undantekningalaust koma forsætisráðherrar og aðrir ráðherrar í ríkistjórn, með lofræður um hvað þau hafi nú gert allt rétt og hversu allt sé nú gott sem þeir hafa gert. Og virðist þá alveg sama hvernig gengið hefur. Það fer svo lítið fyrir hinu sem hefur mistekist því þeir eiga að vera einhverskonar Guðir í augum almennings. Þannig hefur það tíðkast að stjórnmálamenn á Íslandi hafa yfirleitt upphafið sjálfa sig í hástert og látið í skýna eigið ágæti. Hinsvegar er miklu síður vart við að þeir nefni eigin mistök að eigin frumkvæði. Heldur frekar viðurkennt þau einstaka sinnum með semingi þó ef gengið er á þá með sönnunum.
Nú velti ég því fyrir mér hvort að blogg mitt snúist nær eingöngu um gagnrýni á þessa stjórnmálamenn? Og hvort ég sé þessi neikvæði kaldhæðni fáviti sem sér ljótt við allt sem er gert. Sama hversu gott "eða vont?" það er. Eða getur það verið að ég sé kannski að koma skoðunum mínum á framfæri? Eða geta fávitar beitt fyrir sér kaldhæðni?
Hversvegna er ég þá í bjeskotunum að gagnrýna Jóhönnu og ríkistjórnina? Það hlýtur að vera í eðlana hljóðan að ég sé mikið óánægður með verk þeirra. Kannski er það nú svo að maður eins og ég í lægri stéttar launaflokki hafi það nú ekki svo gott eins og Jóhanna og co. vill vera láta. Eins og staða svo margra annara í þjóðfélaginu er. Þó margir hafi það eflaust verr en ég, eins og ég hef orðið svo ótvírætt var við í tengslum við afskipti mín af þjóðmálum og pólitík og samtölum við hina og þessa sem ég hitti tildæmis á vinnustað mínum.
Ég skil því ekki þetta lofræðufólk sem oft hvergi getur séð hvernig raunverulegt ástandið er í þjóðfélaginu. Mér finnst oft það vera úr tengslum við raunveruleikann.
Það er nú einu sinni svo að ég sem gagnrýni mikið verk þessar ríkistjórnar, tel mig alveg hafa fulla ástæðu til þess. Kannski spilar líka lífsreynsla sjálfs míns þar inn í, þó ég sé sem sjálfur enginn Engill hafi gert mín mistök eins og sjálfsagt flest annað fólk. Ég er jú bara mannlegur.
Það eru í mínum huga ótal verk sem þessi ríkistjórn hefur mistekist að gera. Gæti ég nefnt þar ótal atriði og fæ hvergi séð að sú gagnrýni mín sé á neinn hátt ómakleg. Ég hef nokkuð mikið nefnt það í bloggfærslum mínum. Eins og tildæmis með öfuga forgangsröðun ríkistjórnarinnar og hvernig staða heimilanna er. Bæði gagnvart íbúðareigendum og skuldastöðu. Sem og þetta sífellda tal um mörg þúsund störf sem maður verður svo ekki var við. Síðan verður maður oft var við sannar tölur sem berast um ástandið og eru þvert á við lofræðutugguna. Eins og tildæmis um fleiri fjölskyldur sem lenda í gjaldþrota málum.
Í alvöru talað þá hef ég þá staðföstu skoðun að Jóhanna hafi gleymt því fólki sem hefur það ekki svo gott í þjóðfélaginu. Hún er alls ekki þessi kona sem ég hélt einu sinni að hún væri. Hún og ríkistjórnin beinir sjónum sínum á að bjarga þeim sem eiga enga björgun skilið. Og hafa þau verk yfirleitt gengið fyrir.
* Froskasjónir *
Ég held að fólk sem vinnur við stjórnmál þurfi dálítið að geta litið í eigin barm. Þeir mættu alveg geta komið að fyrra bragði og sagt að það hafi gert eitthvað ekki rétt og sýna vilja til að vinna með fólki til að leiðrétta mistök sín. Það þarf ekki að vera svo að viðurkenning mistaka sé eingöngu vegna þess að það sé gengið á það.
Augu okkar almennings á stjórnmálamenn eru mjög oft mjög gagnrýnin á verk þeirra. Og það er mjög oft vegna þess að verk þeirra eru ekki eins og þau sjá það sjálf. Í lang flestum tilfellum á þessi gagnrýni rétt á sér. Sérstaklega vegna þess hvernig fólk í mið og lægri stöðum hefur það. Þó innan um sé fólk sem gagnrýnir stundum eingöngu vegna þess að það er á móti ríkistjórn og persónum þess, eingöngu vegna þess að stjórmálaskoðanir þess passa ekki saman við þeirra eigin. Að því leiti má kannski segja að sú gagnrýni sé stundum ómakleg.
Varðandi mína gagnrýni þá skal það segja að ég tilheyri ekki neinum flokki eða stefnuflokks. Og er því alveg laus við að gagnrýna vegna vinstri-mið eða hægri stefnuskoðana.
Jóhanna er því enginn Engill í mínum augum, né Prinsessa á álögum. Og ég mun því ekki koma til að kissa hana vegna þess mér líkar svo vel við það sem hún gerir. Þó hún kannski haldi að hún sé þessi Prinsessa hafin yfir alla gagnrýni og hafi þessa "Froskasýn"
Er orðið "Froskasjónir" kannski nýyrði?
Bloggar | Breytt 7.9.2011 kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 4. september 2011
Markaðs línurita greining á $DAX
Hér skoða ég smávegis stöðu á $DAX sem er German index:
Þeir sem þekkja eitthvað til tæknigreiningu á markaðsvísitölur vita um svokallaðar support og resistance tengingar.
Support er þegar að línurit hefur sterkt mótvægi (halda í) að verð falli ekki niður fyrir. Því nær support sem er hvor öðru, því sterkara er það. Ef verð fellur niður á "Support" þá er það test á því hvort það geti haldið því og tekið að hækka aftur. Hinsvegar er því dálítið öfugt farið þegar að markaðurinn er í svokölluðu frjálsu falli. En það má sjá með því að skoða línuritið hér fyrir neðan.
Resistance er mótvægi þess að vísitala á línuriti geti farið upp áfram og helgast á þeirri hugsun að markaðurinn hafi farið í topp og eigi erfitt með að fara upp fyrir toppinn. Sem sagt að verð hefur náð tímabundnu hámarki.
Þetta er einfaldasta skýringin á þessum hugtökum. Hinsvegar spilar ýmislegt inn í. Eins og spenna og vonir fólks fyrir að eignast í því sem er hækkandi sem og staða rekstrar og efnahagsreikninga líka.
Á markaðsvísitölum eins og $DAX $INE $CAC og FTSE spilar ýmislegt inn í eins og atvinnuleysi, skuldastaða og viðhorf þess á því hvort að stjórnvöld eða þjóðbankar þessara landa séu að eða hafi tekist að gera eitthvað til að rétta stöðuna við. Að minnsta kosti er það sem því er ætlað að gera. En þó endurspeglar fall markaðs línurita það líka að viðbrögð þeirra sem hafa með svona viðskipti að gera er oftast það að byrja að skorta (short selling) hlutabréf fyrirtækja sem og veðja á Options Put að einhver verðtala falli ákveðið niður á visst mark. Og það þegar að engin trú er á markaðnum, sem endurspeglast inn í línuritatölur markaðanna sjálfra. Á mjög slæmum degi (tildæmis í Þýskalandi) þá sjást lang flest fyrirtæki í hinum ýmsu geirum vera að falla og sum rosa mikið. Það endurspeglast síðan inn í markaðstvísitöluna.
Ath. síðan að þó að sum fyrirtæki virðist vera á leið upp á einum degi þá getur eitt stórt (eða nokkur í stærri) fyrirtæki haldið í markaðinn þó að mörg þeirra lægri séu í falli.
Hér er línurit sem sýnir dálítið hrap Þýska markaðarins að undanförnu:
ath. smellið tvisvar til að sjá í fullri stærð
Eins og þið sjáið þá hef ég sett hér inn bæði láréttar línur og örvar sem sýna support og resistance á markaðnum.
Við skulum skoða þetta eingöngu nú með hliðsjón af því. Þó margt fleira sýni mjög líklega stefnu markaðarins næstu daga.
Byrjum að skoða Resistance á toppnum (sem eru örvanar hér efst á toppnum). Eins og sést þá náðist toppurinn á $Dax þann 29. Apríl. Og næsti toppur á eftir var lægri. Á því sést að markaðurinn náði sig ekki upp fyrir resistance og var því of keyptur, eða með öðrum orðum ofspenntur. Þarna strax (eða um 06. Júlí) var augljóst að markaðurinn væri að falla. Spurningin var aðeins hversu mikið! Og í því lyggur að markaðurinn náði sér enn ekki á strik á næsta toppi því hann féll enn neðar.
Nú kom í ljós frjálst fall og endurspeglar línuritið viðhorfið úti í Evrópu þjóðfélaginu (ath. að markaðir annara landa í Evrópu eins og Frakkland, Ítalía og fleiri endurspeglar oft og svipað hina markaðina eins og tildæmis $DAX). Eða vantrú manna á allar aðstæður fyrir því að markaðirnir séu í góðri stöðu. Það má eiginlega segja að markaðinir endurspeglu neyslugetuna í löndunum sem og eins og áður segir skuldastöðu og atvinnuleysi. En þetta helst allt í hendur.
Það er mjög slæmt að markaðslínurit hafi lítið support og það sé amk. langt í það. Eins og á línuritinu sést þá er langt í supportið sem var á móti því sem markaðurinn féll niður í (í ofurfallinu) þann 08. Ágúst. En síðasta support þar var 4. Febrúar 2010. Þetta sýnir ótvírætt veikingu markaðarins. Eins og sést þá hríðféll verðið niður fyrir allar hinar support línurnar sem voru nær í dögum (sjá örvar sem vísa upp og eru undir láréttu línunum sem ég setti inn).
Nú getur verið að sumir vonist eftir því að markaðurinn sé aðeins að taka við sér vegna þess að hann hafi myndað nýja support línu þann 18. Ágúst. En það er augljóslega ekki að gerast því að nýjasti toppurinn (31. Ágúst) er enn lægri en sá næsti á undan (15. ágúst). Þeir sem vita dálítið um candlestick línurit geta séð að markaðslínuritið eigi eftir að falla amk. einn til tvo daga í viðbót. Því má teljast líklegt að verðið falli niður fyrir síðasta botninn (18. Ágúst).
Að lokum læt ég fylgja hér til samanburðar annað línurit sem sýnir $DAX (German index) á 6 mánaða tímabili.
munið að smella tvisvar á mynd fyrir fulla stærð
Niðursveifla á mörkuðum eftir atvinnuleysistölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 3. september 2011
Rosalegar tölur
Þetta eru rosalegar tölur. Ég velti því líka fyrir mér hvort í þeim fyrirtækjum (þá stærri helst) sem hafa fengið afskrifaðar hafa verið einstaklingar sem voru að væla hvað mest yfir eigin fjárhagslegar stöður. Helgast það líka til að hve miklu leiti stofnfé fyrirtækis hafi verið eigið fé á höfuðstól eða nær eingöngu lánsfé. Og bendi á það atriði í tengslum við það að bankar voru að lána í mjög mörgum tilfellum í algjörar bullfjárfestingar í vita vonlausum fyrirtækjum.
>en til samanburðar var þjóðarframleiðsla um 1.500 milljarðar 2009.
>Mismunur á eignum og skuldum er eigið fé sem rýrnaði þar af leiðandi um 1.569 milljarða. Það lítur út fyrir að samanlagt eigið fé félaga hafi verið neikvætt um 1.517 milljarða í árslok 2009.
Ha? eigið fé félaga neikvæðara um 17 milljarða gagnvart þjóðarframleiðslu.
Annars eru þetta tölur sem þarf að gefa sér tíma betur til að skoða.
Afskrifuðu þúsundir milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 3. september 2011
Bretanir auglýsa fund með tillögur breytinga á Bankakerfi
Sá þessa grein á Internetinu og að samtök um "nýja fjármálastefnu" þar eru að auglýsa fund um bankamál þann 29. okt.
Ég velti því fyrir mér hvort hér séu kannski að hluta til atriði sem væru fyrir okkur íslendinga að skoða?:
A few simple changes to the banking system can stop the banks from blowing up the economy again in the future, and mean that well never have to bail out another toxic bank. We can also remove banks' power to create money, and use that privilege responsibly for the benefit of society and the economy as a whole.
Here are the three changes we urgently need to make:
1. Make banks ask our permission before they gamble with our money
Banks would need to offer two types of account. Firstly, a bombproof safe account where you can keep your money. The bank wont lend this money, so it will be available whenever you need it and cant ever be lost or gambled away. The other type of account is an Investment Account, where you actually ask the bank to invest the money so that you can earn some interest. Youll have to tell them how long you want to invest the money for, and you'd accept that there would be some risk taken with your money. This means that we get the choice of keeping our money 100% safe, or placing it at risk in return for interest. This is a simple change, but the knock-on consequences mean that we would never need to bail out another toxic bank, and the banks would have less money to pump into dangerous bubbles and toxic derivatives, making it less likely that theyll blow up the economy.
2. Banks should tell us how they'll use our money
Obviously most people dont want to know every house or business that their money has been invested in, but we should know if the bank will be using our money to invest in something socially useful, or something socially harmful. Then, those of us who dont want to fund, for example, the arms industry, destruction of the Canadian countryside (thank you, RBS), or who dont want their money to be used to bet on the prices of food in the third world, driving them up and causing people to starve, can opt out of doing so. This again would limit what banks can do with our money, so that they couldnt take your life savings and gamble them on financial markets unless youd actually agreed to take some of that risk by putting your money into your banks Toxic Derivatives Savings Account.
3. We should remove the bankers licence to print money and use any newly-created money for public benefit.
Bankers simply cant be trusted to control the amount of money in the economy - they always have the incentive (bonuses, commissions, promotion) to create as much new money by lending as possible, with the consequences that weve seen over the last few years.
But we cant trust politicians either, we might all end up with £1000 cheques the day before an election, but this would come at the expense of the damage it would do to our businesses in the economy through the inflation it would cause.
Instead, we need to take this power away from them, and give it to an independent, accountable and transparent body, such as the Monetary Policy Committee at the Bank of England. This body could then create money only as long as prices were stable. If house and food prices started rocketing like they did before the crisis, then they would have to stop creating money until prices had stabilised again. This is the opposite of what happens when the banks control the money supply, and would mean that we could have an extra £30 billion to spend on schools, roads, and hospitals, never have to bail out a bank again, and have a better economy to do business in!
Check out our detailed proposals, designed by ourselves in conjunction with The New Economics Foundation and banking expert Professor Richard Werner of Southampton University.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardagur, 3. september 2011
ROAR on BBC World: raunverulegur kostnaður við björgun Bandarísku bankana
Hér er ágæt og áhugaverð grein um raunverulegan kostnað við að bjarga Bandarísku bönkunum.
Skoðið tildæmis þetta sem er neðarlega í greininni:
"Instead, the astronomical cost of saving the bankers was only met by borrowing and creating out of thin air a similarly astronomical amount of money. The question, of course, is who will pay for those loans? The answer is simple: none other than the average hard-working American. As the rich keep benefiting from the extension of the Bush tax cuts and banks like Goldman Sachs continue to pay the absurdly low corporate tax rate of 1 percent, its the lower and middle classes that are being robbed of their livelihoods, not in a year and a half, but stretched out over the decades to come. Its Robin Hood in reverse and slow motion."
Hér er linkurinn á greinina:
The true cost of the US bank bailouts
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 3. september 2011
Mjög sérstakt
Ég hélt að hann Þór Saari væri stuðningsmaður aðildar að ESB. Með hliðsjón af því skil ég ekki hversvegna hann er að taka upp hanskann fyrir Jón. Nema að eitthvað fleira lyggi hér að baki eins og kannski þátttaka Hreyfingarinnar að nefndarsetu? Kannski mætti spyrja Þór að því hversvegna hann sé að þessu?
Eða kannski Þór hafi snúist í afstöðu sinni?
Óboðlegt frumvarp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 2. september 2011
Höfum náð árangri
Höfum náð árangri í að setja þjófélagið í hræðilega stöðu þar sem heimili eftir heimili lenda í varanlegri skuldastöðu. Þar sem við tókum okkur til að bjarga þeim sem settu allt á hausinn.
Höfum náð árangri í að fá almenning á móti okkur.
Höfum náð árangri í að skuldir heimilanna hafa stóraukist og við höfum ekki staðið okkur í að vinna með fólki heldur farið eigin leiðir þar sem svör okkar hafa verið á þann veg,,,,að þetta sé ekki hægt því,,,,,,,,osfrv.
Höfum náð árangri í að færa þeim sem hafa peningavöldin, enn meiri völd á kosnað þeirra sem við hefðum átt að snúa okkur að í að hjálpa.
Höfum náð árangri í að svíkja þjóðina með þing þrýsingi í ESB aðlögunarferli.
Það sem okkur hefur þó ekki tekist er að gera alvöru í því að standa nú við þau þúsundir starfa sem lofuð voru í fyrra og eru aftur lofuð núna í okkar fögrunarpakka.
Það sem við höfum hvorki þor né dug til að endurskoða gjörsamlega fjármálakerfi Íslands, með það fyrir augum að snúa við blaðinu með nýju kerfi því það er svo mikil hætta á að við lendum í sömu stöðu og í byrjun kreppunnar og markaðir í Evrópu sem og annarsstaðar eru mjög áhættusamir. Þar sem augljóst er að áhrif erlendrar fjármálastefnu mun verða stórhættuleg Íslandi vegna falls markaða.
Því miður þurfum við að vera hrædd um enn aðra kreppu og hverja verjum við þá enn og aftur nema vini okkar góða í peningakerfinu.
Þar sem okkur hefur ekki tekist er að vinna fyrir alvöru með því fólki sem á í mestum vanda í þjóðfélaginu.
Og svo mætti lengi telja..............
Höfum náð árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 2. september 2011
Elsku besta Jóhanna
Farðu nú að hætta að ljúga að fólki. Farðu nú að hætta þessari endalausu tuggu sem enginn trúir. Farðu nú að segja sannleikann um ástandið.
Farðu nú að gera eitthvað fyrir alvöru fyrir almenning á Íslandi.
Dapurlegt......en ég er því miður alveg viss um að hún er alveg vanhæf til þess.
7 þúsund ný störf í augsýn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)