Færsluflokkur: Bloggar

$DAX í dag og smá spá

Hér er Tæknilínurit (candlestick) á $DAX (Frankfurt - Germany).

dax2809.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

munið að smella tvisvar á mynd til að sjá í fullri stærð

Eins og hægt er að sjá á myndinni hér að ofan þá sýni ég fjórar örvar. Tvær fyrri á tvo fyrri toppa og síðan tvær þær seinni á tvo stærri toppa. Ath. að það skiptir dálitilu máli líka hvort toppur 2 er lægri en toppurinn sem er að myndast. Því er það gerist að á morgun (eða á næsta toppi) að stjarna eða annað topp merki sé lægri en toppur tvö þá er frekar líklegra að markaðurinn haldi áfram á niðurleið. Einmitt vegna hversu mikið fall hefur verið. Svo má einnig reikna inn að aðgerðir stjórna við skuldastöðum takist ekki til að halda markaði uppi. Einmitt vegna bágs ástands í heiminum og m.a. Evrópu.

Lárétta línan með ör sýnir stefnu botnana en reikna má að næsti botn sem gerist í miðri næstu viku verði örlítið hærri en þeir tveir hér fyrri. Sérstaklega ef toppurinn sem er að myndast verður örlítið hærri en sá síðasti á undan. Síðan gerist það eftir viku eða 10 daga að sama botni er náð eins og þessir tveir hér við láléttu línuna. Ef þetta gerist þá heldur markaðurinn áfram niður þar af.

 

 


Já alveg ótrúlegt, eða hvað?

Það þykir ótrúlegur dagur þegar að hlutabréfavísitölur hækka um lítil 4%  til 5,5% á einum degi en á það er ekki mark takandi þegar að sömu vísitölur lækkuðu 7% til 9%% og þá nokkra daga í röð. En það voru stanslaust mínus dagar frá 28 Júlí til 10 ágúst , eða 10 viðskiptadaga í röð í mínus. HVAÐ VAR ÞAÐ? EKKI ALVEG ÓTRÚLEGT?

Á morgun má hinsvegar búast við stjörnu og síðan áframhaldandi falli. Ég ætla að vera svo djarfur að spá miklu falli næstu daga, eða frá og með fimmtudegi. 

 


mbl.is Ótrúlegur dagur að baki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ja hérna, þarna

Kreppan að verða að veruleika?

Hér sjást línurit af Bandaríska markaðnum ($compq - Nasdaq og Dow) og þeim þýska ($DAX)

 

$COMPQ  - Nasdaq

nasdaq2309.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

munið að smella tvisvar sinnum til að sjá mynd í fullri stærð

Algjört hrap eins og þið sjáið rauða kertið lengst til hægri á myndinni. Það gapir niður vegna þess að opnunin á markaðnum var svo langt fyrir neðan stöðuna í gær.

 

Dow Industrial Index ($INDU)

dow2309.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er þetta rosalega langt, slæmt og ljótt kerti (lengst til hægri). Mjög slæmt.

 

Svo er það Evrópa líka, því miður

 

Hér er $DAX þýski markaðurinn

dax2309_1111093.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Líka á niðurleið


mbl.is Söluæði rann á fjárfesta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirlýsingagleðin allsráðandi?

Ég velti því fyrir mér hvort að forseti vor, Hr. Ólafur Ragnar hafi sagt þessi orð til að gera tilraun til að dempa andstæðar raddir Samfylkingar og VG fólks gegn sér. Semja frið?

 

>Ólafur Ragnar sagði að það sem hefði skipt máli fyrir endurreisn Íslands væri að stofnaðir hefðu verið nýir bankar og almenningur í landinu hefði ekki verið gerður ábyrgur fyrir skuldum einkabankanna.

Ha? Veit forsetinn ekki að með því að stofna nýja banka og bjarga bönkunum var almenningur einmitt gerður ábyrgur fyrir skuldunum. Einmitt og meðal annars vegna þess að ekki er búið að gera gangskör í að bjarga heimilunum sem og vegna sí-aukin gjaldþrot fólks. 

Ég þakkaði forsetanum eins og svo margir aðrir að fá að kjósa um Icesave. En ekki er ég sammála honum í þessu. Og er ég viss um að margir aðrir eru það ekki. Í framhaldinu velti ég því fyrir mér hversu meðvitaður hann er um ástandið á Íslandi?


mbl.is Stuðluðu að vexti eftir kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkastuðningur

>en lítið sé gert til að bæta framleiðni og samkeppnishæfni, tryggja sjálfbæra notkun auðlinda eða hjálpa bændum að takast á við áhættu.

Það er fyrir alvöru kominn tími til að setja í gang nýjar leiðir á sjálfbæra þróun! Við eigum fullt af auðlindum og mannauð til að nýta þær. Hjá okkur íslendingum sjálfum eru kraftanir að byggja upp mannsæmandi þjóðfélag. Það lyggur í gegnum undirbúningi að sjálfbærni þar sem mannvitið og verksvitið yrði notað til að setja í gang eflingu á annari notkun af auðlindum okkar en orku og virkjanir. En með aðkomu að slíkum verkum þarf að koma fólk sem vill vinna að framgangi án þeirrar hugsunar að allt sem setja þurfi í gang þurfi að græða á og gangsetningin fari í vasa fárra afætna þjóðfélagsins.

Svo er fyrir alvöru kominnn tími til að snúa þróuninni við varðandi fækkunum undanfarinna ára af bóndabæjunum.

Það væri vel hægt að setja í gang sérstök atriði þar um. Þess má geta að ég sjálfur er fullur af hugmyndum í þessa veru.


mbl.is Stuðningur við landbúnað minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Blogg-stuttlur

Þegar að ég er ekki að blogga um þjóðmálin þá mun ég stinga hér inn einni og einni stuttlu eða smá færslum með ljóðum og erindum héðan og þaðan.

Bæði eigin verk sem og verk íslenskra og enskra kvæðamanna. 

Mér finnst alveg óttalega leiðinlegt og ljótt að sjá bloggið mitt dautt nokkra daga í einu. En ég mun að sjálfsögðu láta mig þjóðmálin varða og blogga fast um skoðanir mínar. Enda tel ég mig hafa vel til málana að leggja.

**********

Úr Hávamálum:

Hrörnar þöll

sér er stendur þorpi á.

Hlýr-at henni börkur né barr.

Svo er maður

sá er manngi ann.

Hvað skal hann lengi lifa?

 

 


xxxxxxxxxxxxx

Björn Valur gefur það út opinberlega á bloggsíðu sinni að hann hafi ekki notað orðið (sem ég nefni ekki hér) en segir það samt. Ef þið sjáið: yfirlýsing þessi er sem slík ekkert annað en endurtekning á orðinu opinberlega og dulinn óhróður. Því að ef að orðið sem hann nefndi á alþingi var óhróður um forsetann (sem það var) þá er það sami óhróður vegna þess að hann er að tala um það sem hann sagði á þingi.

Sem sagt, endurtekning.

Sjáið þetta hér fyrir neðan aftur á móti ef hann væri í raun maður til að biðjast afsökunar.

"Ég hefði ekki átt að nota þetta orð sem ég hafði um forsetann í ræðu minni á alþingi og var það ekki ætlað að niðurlægja neinn eða meiða".

Áttar Björn Valur sig ekki á þessu? Eða er þetta með ráðum gert? Er hann ekki maður til þess að byðjast afsökunar án þess að endurtaka orðið?

Ég Guðni Karl, tek það þó fram hér að þessi bloggfærsla mín er byggð á þessari frétt. Enda hef ég aldrei fara inn á bloggsíðu Björns Vals og mun líklega aldrei gera.


Sem sagt

Algjörlega veruleikafirrtur.

Hugsið ykkur ef stjórnmálamenn á Íslandi gætu gengið um á meðal fólks og spjallað við það, svona venjulega. Og það án þess að verið sé að afla atkvæða í framboði til þingsins.

Já veltið því fyrir ykkur hvað þarf miklu að breyta til að stjórnmál geti orðið mannúðlegri og almennri. 

Að sjálfur fjármálaráðherra Íslands skuli detta í hug að segja þessi orð við kjósendur sína er nú alveg með ólíkindum. Því hann í reynd er segja að kjósendur skipti engu máli. Hann áttar sig ekki á því. Ég velti því fyrir mér hversu margir kjósendur almennt hafi snúið baki við Steingrím og hans fólk. Sem og hversu neikvætt þetta verður fyrir hann þegar að hann ætlar að bjóða sig fram í næstu kosningum.  Nema að þessi orð séu kannski leynd skilaboð um að hann ætli ekki að bjóða sig fram næst?

Ég tek það þó hér fram að gagnrýni mín snýst ekki um VG sem slíka, því sama staða hefði komið upp ef aðrir flokkar hefðu stjórnað landinu. Það er staðreind.


mbl.is Lítið fylgi hefur ekki áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá hækkun segir ekki allt - Kertastjakakort

Eins og talaði um í bloggfærslu minni um Evrópumarkaðinn þá reiknaði ég með að tveggja daga áframhaldandi falli eftir föstudaginn. Mánudag og þriðjudag. Það gekk eftir með $DAX (og hina markaðina í Evrópu) og meira að segja með slæmu gapi á milli föstudags og mánudags. Vegna þess að hefði þetta gap tekist þá hefur dagurinn í dag átt að enda með löngu hvítu kerti sem hefðu"dominerað" yfir næsta rauða stóra kerti á undan (á mánudag).

Það má eiginlega segja að þetta test á markaðinn hafi mistekist vegna litlu stjörnunnar frekar en hvítt öflugt kerti eins og það virðist ætla að enda í dag. Alla vega sé ég ekki stórt hvítt kerti í kortunum. Og ef það gerist í tvo daga í röð að fylla yfir gapið þá gæti markaðurinn tekið við sér.

Ég sýni þetta á línuriti á  $DAX  (German Index).

dax0709.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

munið að smella tvisvar á stóru mynd (einu sinni á hvora) til að sjá í fullri stærð.

Eins og þið sjáið þá hef ég sett inn tvær svartar örvar. Fyrri örin (sú vinstra megin við) sýnir gapið milli tveggja rauðra daga (mínus daga). En þetta gap testaði markaðinn. Seinni örin sýnir svo hvernig markaðurinn hefði átt að vera í gær ef hefði tekið einhvern viðsnúning. 

dax0709b.jpg

 En þessi litla mynd sýnir markaðinn ef hann hefði tekið eitthvað alvöru við sér. Og getið þið borið þessar tvær myndir saman (á stærri myndinni erð það neðst lengst til hægri sem passar við þá minni sem er samanburður í + stöðu).

 Þarna sést að tvö hvít kerti (plús dagar) hafa fyllt upp í gapið og það hefði gefið nær ótvírætt til kynna smá viðtekningu svipað og ég sýni með örvunum. Þar að segja hefði það verið mjög jákvætt hefði tveir dagar í plús fyllt yfir gapið.


mbl.is Evrópsk hlutabréf hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo við höfum á hreinu

Þá þarf skuldastaða Íslands að vera innan við 60% - af vergri þjóðarframleiðslu til að getum tekið upp Evruna. Eins og sést hér úr Maastricht samningi fyrir neðan í lið 2. Government finance. En mér skilst að sú staða sé í kringum - 300% og held að ég fari þar rétt með. Það er sko himinn og haf þar á milli.

Reikna má að einhverjar svipaðar fjárhagskröfur yrðu gerðar til okkar ef við værum að spá í einhvern annan gjaldmiðil en Evruna.

 

Úr "Maastricht treaty"

1. Inflation rates: No more than 1.5 percentage points higher than the average of the three best performing (lowest inflation) member states of the EU.

2. Government finance:

Annual government deficit:
The ratio of the annual government deficit to gross domestic product (GDP) must not exceed 3% at the end of the preceding fiscal year. If not, it is at least required to reach a level close to 3%. Only exceptional and temporary excesses would be granted for exceptional cases.
Government debt:
The ratio of gross government debt to GDP must not exceed 60% at the end of the preceding fiscal year. Even if the target cannot be achieved due to the specific conditions, the ratio must have sufficiently diminished and must be approaching the reference value at a satisfactory pace. As of the end of 2010, only two EU member states, Poland and the Czech Republic, still meet this target.[citation needed]

3. Exchange rate: Applicant countries should have joined the exchange-rate mechanism (ERM II) under the European Monetary System (EMS) for two consecutive years and should not have devalued its currency during the period.

4. Long-term interest rates: The nominal long-term interest rate must not be more than 2 percentage points higher than in the three lowest inflation member states.

 

 


mbl.is Þarf að „vaða í verkið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband